Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 6
Sumar í sveit Það voru sannkallaðir sólskinsdagar, nú um sl. helgiog margir hafa lagt leið sína úr bænum og notið góðveðursins fjarri göturyki og peningalykt frá Krossanesi. Margir hafa fundið enn á ný, og þá einkum þeir sem ólust upp á sveitabæ, hvort sem var á ströndu út eða .inn í dal, þá römmu taug er sveitin á í huga og sinni. Slegin skák á túni, ilmur þurrheys, kind í fjalli, kýr í haga og gæðingur með reistan makka og frán augu laða fram löngun til heimahaga. Víst eru starfandi hendur í sveitinni, þótt helgi sé, þótt flestur atvinnurekstur bæjanna bíði vinnuhanda til mánudags. Skilningur stétta í milli er eitt höfuðskilyrðið í sókn framsækinnar þjóðar til betri lífskjara. Því skal vona að sumarið verði gjöfult sveitafólki, sem og öðrum vinnandi stéttum þjóðarinnar. Akeureyri sigraði Rand ers í skókkepppni Nýkomnir eru 14 skákmenn úr Skákfélagi Akureyrar úr ferðalagi til Danmerkur, en utan fóru þeir þann 19. júní. För þeirra var fyrst og fremst heitið til Randers, en sá bær er sem kunnugt er vinabær Akur- eyrar. AUGLÝSEND U R! Alþýðumaðurinn kem ur víða við í sveit og bæ. Hann er lesinn, og sala hans eykst með hverju tölublaði. Skákfélag Randersbúa sá um móttökur allar. Skákkeppni þess- ara vinabæja lauk þannig, að Akureyringar hlutu 8 vinninga gegn 5. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkt skákfélag fer í keppnis- ferð til annarra landa og einnig er þetta fyrsta norræna bæjar- keppnin er íslendingar taka þátt í. Einnig háðu Akureyringar keppni við skákklúbb í Arósum, og hlutu í þeirri viðureign 5J/2 v. gegn 8^2, og voru Akureyr- ingar þar næsta óheppnir og nokkrar skákanna töpuðust í tímaþröng. Formaður Skákfélags Akureyrar er Jón Ingimarsson. • Ungur drcngur ósamt hvutta sínum á cyðibýli upp til heiða. (Ljósm.: E. Sig.) Ninningarsjóðnr um Stefdn Stefdnsson Eins og fram hefur komið í fréttum, stofnuðu 50 ára gagn- fræðingar frá Akureyrarskóla hinn 29. maí s.l. Minningarsjóð um Stefán heitinn Stefánsson skólameistara. Var gjafabréfið, með 35.000. 00 króna framlagi stofnendanna, afhent Menntaskólanum á Akur- eyri við skólaslit þar inn 17. júní s.l. Höfðu þá þegar borizt gjafir í viðbót frá þeim Huldu skóla- stýru á Blönduósi, dóttur Stef- áns, og sonardætrum hans, þeim Helgu og Huldu Valtýsdætrum, að unpphæð samtals kr. 15.000. 00. Nú liefur Menningarsjóður Kaupfélags Eeyfirðinga á Akur- eyri bætt rausnarlegri gjöf við sjóðinn, kr. 50.000.00 svo sjóð- urinn er nú orðinn Eitt hundrað þúsund krónur. Samkvæmt gjafabréfinu er það ætlun stofnendanna, að hlut- verk sjóðsins verði einkum það, að efla áhuga Menntaskólans á Akureyri í náttúrufræðum og styrkja þá til framhaldsnáms og rannsókna í þeim vísindum. Telja gefendurnir það vera í beztu samræmi við vilja og áhuga hins látna meistara. Skipulagsskrá sjóðsins mun skólameistari, Þórarinn Björns- son, semja í samráði við nánustu ættingj a Stefáns skólameistara og stofnendurna. Nú eru það tilmæli stofnend- anna til allra velunnara Stefáns heitins skólameistara og sam- kennara hans, svo og annarra velvildarmanna Menntaskólans á Akureýri, að þeir efli nú sjóð- inn nieð smærri eða stærri fjár- framlögum. Takmarkið er, að sjóðurinn verði sem fyrst nokk- ur hundruð þúsund krónur, svo að hann geti fljótlega tekið til starfa að verulegu gagni. Þá væri það einnig vel við- eigandi þakklætisvottur þeirra, er á næstu árum verða 50 ára gagnfræðingar frá Akureyrar- skóla, ef þeir minntust slíks af- mælis síns með nokkru fjár- framlagi hverju sinni. xA(j3ýðumaður,inn vditir fús- lega viðtöku smærri sem stærri fjárframlögum og kemur þeim áleiðis til Þórarins Björnssonar skólameistara á Akureyri. Þá má einnig snúa sér með fjárframlög í Reykjavík til Frey inóðs Jóhannssonar, Blönduhlíð 8, eða Guðmundar Jóhannesson- ar, Barmablíð 55, eða á Akur- eyri til Jakobs Frímannssonar forstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, eða Þórarins Björnssonar skóla- meistara. HERFERÐ GEGN HUNGRI Tveir þriðj u hlutar manin kyns, um tvö þúsund milljón- ir manna, búa við hungur. Bil- ið milli þessa hluta mannkyns- ins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt. Síðastliðinn áratug bafa meðaltekjur vax- ið árlega um 8.600 kr. á hvert mannsbarn víða á Vesturlönd- um, en ekki nema um 430 kr. á ma'nn í vanþróuðum ríkjum. Enda er æviskeið íbúa vanþró- aðra landa 30-35 ár, eða helm- ingi styttra en í Evrópu. Ollum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera ljóst, að heill mannkyns er und- ir því komin, að þetta bil verði brúað. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1961, að samtökin skyldu beita sér fyrir því, að bagvöxtur van- þróaðra ríkja verði a. m. k. 5% árlega fyrir lok þessa áratugs. U Thant, framkvæmdastjóri LÍTI L Sí LDVEIÐI Síðan bátar héldu aítur út á miðin, liefur veiði verið treg, og lítið sem ekkert borizt til Norðurlandshafna. Síldin er dreifð og lítið um þykkar torfur, auk þess hefur veður verið óhagstætt, einkum syðst á miðunum. ALÞÝÐUMAÐURINN kemur út í júlímánuði. LESENDUR ALÞÝÐUMANNSINS! Vinsamlegast beinið viðskiptum ykkar til þeirra, er auglýsa í blað- inu. Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yfir, að með þessu móti megi bæta lífskjör íbúa vanþróaðra ríkja innan næstu 25-30 ára um helming. Mat- væla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hóf þeg- ar skipulagningu á svo nefndri Ilerferð gegn hungri, en það er sjálfboðastarf, sem nú er rekið í yfir 100 þjóðlöndum og fer vaxandi. Vandamál van-. þróaðra ríkja eru fólgin í skorti bæði á fjármagni og þekkingu til þess að nýta auðlindir sínar sjálf. Herferð gegn hungri mið- ar að "því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþróaðra landa til þess að hjálpa sér sjálf- ir. Þessi viðleitni hefur þegar borið mikinn ávöxt, en betur má. Þó að þjóðartekjur íslend- inga séu þrefalt meiri á mann en bezt gerist í vanþróuðum ríkjum, hafa Islendingar enn ekkert lagt fram til þessa mikla sjálfboðastarfs. Nú hafa 11 lands sambönd æskufólks, /Eskulýðs- samband íslands, stofnað fram- kvæmdanefnd Herferðar gegn hungri, sem mun kynna vanda- mál vanþróaðra ríkja hérlend.is og vinna að því, að íslendingar leggi fram sinn skerf í þessum alheimsátökum við hungrið. Is- lendingum mun auðskilið, hvern óbyrgðarhlut þeir bera í þeirri baráttu. Stúdentaráð Háskóla íslands. Sambaml bindindisfélaga í sk&lum. Landssarnband íslenzkra ung- templara. Ungmennafélag lslands. 1 þróttasamband Islands. Bandalag íslenzkra farfugla. 1 ðnnemasamband Islands. Samband ungra framsóknar- manna. Sarnband ungra jafnaðar- manna. Samband ungra sjálfstœðis- rnanna. Æskulýðsfylkingin — Sam- band ungra sósíalista. Brekkubúar! OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL 10. Fljót og góð afgreiðsla. VerzSunin Brekko BÍLALEIGA l líBd & Leiðir; Akureyri við Geislagötu SÍMþ 12940 ALÞÝÐU madurinn

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.