Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 1
» ALÞYÐU Ein nétt með lögreglunni n Ahureyri MAÐURINN og um miðnæturbil má líta fyrsta verkefnið, er bíður úrlausnar, tveir ölvaðir unglingar, annar liggur í götunni, en innan stund ar hefur lögreglan komið þeim til tjaldborgar. Þeir voru að sunn Framtíðarhúsnæðið, en nú er ekkert unnið við bygginguna. Ljósmynd: Niels Hansson. ins rofinn, dansinn er hættur og úr samkomuhúsunum tveim streyma gestir kvöldsins. Vissu- lega er æska íslands falleg þá er hún leggur undir sig stræt- in, frj álsmannleg og sviphrein, ör eftir liðinn leik. Geislagata og Hafnarstræti fyllast af lífi og fjöri og víst bera alhnargir það með sér að dreypt hefur verið á veigum Bakkusar, en flestir eru þó prúðir og glaðir, það er sungið „Je-je“ og margir veifa vinalega til lögreglubíls- ins og ég kemst að því, að lög- regluþjónarnir eiga vini meðal þeirra, er gist hafa fangaklef- ana nótl og nótt. Geðþekkur ung ur maður biður lögregluna að keyra bíl sínum á áfangastað, fordæmi t.il eflirbreytni öðrum, er eigi standast freistingu Bakk- usar. Er litið er yfir strætin eru séðir margir fulltrúar eldri kyn- slóðar.innar, uppalendur og und lægður og þangað er flýtt för. Sökudólgurinn er enginn ungl- ingur, heldur eldri rnaður, of „hátt uppi“ til að vita, hvert förin var gerð, en góðviljaðir lögreglumenn greiða för hans til heimahúsa. Atburðir nætur- innar halda áfram. Bílstjóri set- ur í bakkgír í stað áfram, og það þýðir áverka á næsta bíl aftan við. Annar bílstjóri slær of mik- ið í Fólksvagn sinn og fær á- minningu, ungur maður biður um hjálp til að ná læknisfundi og af lipurð leysir lögreglan úr þeim vanda hans. Olvaður bíl- stjóri undir stýri er stöðvaður og færður á Lögreglustöðina, og kvaddur er til læknir til að taka blóðprufu. Maðurinn er stilltur en andleg átök eru auð- sæ á andlitsdrátlum lians. Hann biður hógværlega um sígarettu og lögregluþ j ónn verður við bón hans. Því þurfti sumarleyfið „Róleg nótt,“ en þó margt að sjá Yfirlögregluþjónn Akureyrar veitti undirrituðum góðfúslega leyfi til að fylgjast með störfum lögreglunnar eina nótt, og var sl. sunnudagsnótt valin til þeirr- ar kynningar. Var ég með þessu að uppfylla allhvassyrtar óskir eins bréfritara míns, og einnig ósk eigin löngunar, að kynnast frá sjónarhóli lögreglunnar næt- urlífi á Akureyr.i. Lögreglumenn tóku þessum næturgesli sínum með ágætum og var mér í upphafi sýnd húsa- kynni, og fljótt var séð, að þau voru alls ónóg og vart vanza laust, að þeir menn, er valist hafa til þess að gæta laga og réttar í næst stærsta bæ á Islandi, skuli eigi búa við þægilegri að- búnað en raun ber vitni um. Einnig kom fram, að lögreglan er oí fámenn, sem bezt sést á því, að aðeins einn er á vakt lduta úr sólarhringnum og hlýt- ur það að liggja ljóst fyrir, að ef eitlhvað kæmi fyrir á þessum tíma, l. d. kall á sjúkrabíl eða annað alvarlegt, þá er vaktmað- ur nauðbeygður til að loka stöð- inni meðan sinnt er kallinu. En hver gelur ábyrgzt að annað kall berist ekki á. meðan hann er fjarverandi? Annars er starfræksla sjúkra- bílsins umtalsverð og þyrfti að koma þar á betra skipulagi cn nú er, en vart er v,ið lögregluna að sakast í þeim efnum. Eftir stutta stund var lagt af stað í eftirlitsf'erð út í bæinn. Hafnir voru dansleikir í tveim samkomuhúsum bæjarins, og Freyvangur og Árskógur buðu einnig upp á dahsmennt þetta kvöld, og það er fáförult á göt- um og mörg bæjarhverfi þegar í svefni. Ökumenn þeir, er um vegi fara, kunna skil á hámarks- hraða við akstur og því löghlýðn ,ir borgarar. Friður og kyrrð júlínætur umvefur bæinn og um hverfi hans, og frá himni er sendur hressandi regnskúr til svölunar Jryrstri jörð og lil eyð- ingar göturyki, og víst er hægt að finna guð hreinleikans anda í blænum, hið eina, er minnir á efnishyggju, er fnykur frá Krossanesi og reykský þaðan,1 er líkjast þoku í miðjum hlíð- um Vaðlaheiðar. Friðsæl nólt og auðfundið er, að lögreglumenn una því eigi illa. Margt ber á góma í lög- regiubílnum, væntanlegur leik- ur l.B.A. við K.R. á morgun og ánamaðkurinn, er nú hlaut að teygja sig upp úr moldinni, end- urnærður af ferskleika regnskúr innar, girnilégt agn fyr.ir renni- legan lax austur í Vopnafirði eða /vestur í Húnaþingi. Áfram er haldið eftirlitsför, an og í sumarfríi, 16 ára að aldri, prúðir piltar er taka vel ráðleggingum lögreglunnar og fara beint í háttinn, síðan eru tjaldbúðir kvaddar, en spurn- ing býr í brjósti. Hver veitti ungmennunum vín,ið? Átti að sakfella Jrá, en sýkna jiina seku? Þessi spurning varð æ áleitnari, er leið á nóttina. Næsta viðfangs efni er yfirgefin ferðataska á þvottaplani, ættuð úr Dalasýslu og skjól fær hún hjá lögregl- unni, sem og aðrir, er lenda á hrakhólum. Um tvöleytið er svefn bæjar- ir „áhrifum.“ Einn starir stjörf- um augum á ljósastaur, kannski að finna út áttina heim, annar gerir hosur sínar grænar fyrir ungmeyju, án snefils af „séntil- mennsku,“ þriðji fetar óstyrk- ur ganstéttarhellur, eigi ólíkt og svigmaður þræðir hiið keppnis- brautar, en þó með ólíkt minni glæsibrag, fjórði hefur lagt á brekku Kaupvangsstrætis, meir af karlmennsku en hæfni og varð stofan kallar að ókunnur maður sé óboðinn kominn inn í hús eitt hér i bænum og húsráðend- ur biðja um að hann sé fjar- að fara svona? Enn er lagt af stað út í bæ- inn. Það skúrar og dimmt er yfir Eyjafjarðardölum og enn berst ánamaðkurinn í tal í lög- reglubílnum. Hvort hann myndi ekki skríða upp úr skúrinni? En regnið hefur öfug áhrif á mannfólkið en maðkinn, því hef ur fækkað til muna á götunum, enn eru þó nokkur „gengi.“ í húsaportum er friðsæld ríkj- andi, og skammt frá „Litla fiski manninum“ kyssast karl og kona í innilegum faðmlögum, Jrað er líkt Jrví að Jjau séu ein í heiminum, þau láta a. m. k. tilfinningarnar tala feimnis- laust og i huganum óskum við Adam og Evu til hamingju með áslúðina. 1 lögreglubílnum er rætl urn mannlífið og ég finn næman skilning lögreglumanna á vanda- máluin, er v,ið blasa og eigi eru þeir dómhvatir né kasta stein- um til æskunnar og liafi þeir Jrökk fyrir. Akureyri er aflur komin í værð, „róleg nótt“ er liðin að meslu, og tveir árrisulir bæjar- búar þegar komnir á fætur, ann- ar í maðkinn, hinn leitár að gulli á strætunum. Sólin teiknar gullstafi á lygnan pollinn, en skúr skyggir Garðsárdal, og Framhald á bls. 4. ÓVIÐUNANDI HÚSNÆÐI LÖGREGLUNNAR Á AKUREYRI — Siglufjördur, margfalt fómcnnari bær, býr mun betur að sinni lög- reglu. — Hér þarf að róða brúða bót ó. — Ljósmynd: Niets Hansson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.