Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 22.07.1965, Blaðsíða 6
Háskaleikur Flestum ber saman um það, að hæfileg vinna sé unglingum holl og nauðsynleg og mun betri skóli en iðjuleysi, er leitt hefur marg- an ungling.inn út á háskabrautir. Hófleg vinna á ekki skylt við þá vinnuþrælkun, er átti sér stað hér áður fyrr, og margir þeir, sem nú eru á miðjum aldri, kannast við úr sinni eigin sögu, livað þá þeir, sem eldri eru. Hitt her að fordæma, að unglingum sé att úl í vinnu, sem engan veginn er forsvaranlegt að láta þá v.inna, hæði vegna slysahættu og óhollustu, má þar til nefna ýmis konar hafnarvinnu, en síðustu daga hafa Morgunblaðið og Tíminn vafið dýrðarljóma þann glanna- skaj) atvinnurekenda, að þeir lokka hæði drengi og stúlkur í uj)p- skipunarvinnu. Þessi hlöð virðast vera gleymin á þau mörgu dauðaslys, er orðið hafa á þessum vettvangi. Því ber að víta slík skr.if og jafnframt vara foreldra við því að senda börn sín út í þann háska, sem hafnar- vinna vissulega er, ef eigi er gætt ítrustu aðgæslu. En hver getur ætlast lil þess af hörnum? BISKUPSVISITAZIA Biskup íslands, herra Sigur- hjörn Einarsson, mun heim- sækja söfnuði og kirkjur í Eyja- fjarðarprófastsdæmi seinni hluta júlímánaðar, og fer visitazian fram á þeim tímá, sem hér seg- ir: Þriðjudaginn 20. júlí: Ólafsfjörðuf kl. 1.30. Kvíabekkur kl. 5 e. h. Miðv.ikudagur 21. júlí: Siglufjörður kl. 1.30 e. h. Finuntudagur 22. júlí: Kaujrangur kl. 1.30 Munkaþverá kl. 5 e. h. Föstudagur 23. júlí: Möðruvellir kl. 1.30 e. h. Saurbær kl. 5 e. h. GVLFI Þ. GÍ»L4NO\: SAHNIN€íARNIR Allir góðviljaðir menn munu hafa fagnað því, að samningar skyldu takast milli verkamanna- og verkakvennafélaganna og at- vinnurekendsamtakanna nú fyr- ir skömmu. Yfirlýsing ríkisstjórn arinnar um stórfelldar fram- kvæmdir í húsnæðismálum með nýju sniði og betri kjörum en áður hafa tíðkast mun án efa hafa greitt fyrir því, að samn- ingar tókust. I stórum dráttum má segja, að sú stefna, sem ofan á varð við þessa samningsgerð, sé áframhald af þeirri stefnu, sem mótaði júnísamkomulagið í fyrra, og ber eindregið að fagna því. Hinu er ekki að leyna, að kaujjhækkunin, sem siglir í kjölfar þessa samkomulags, er veruleg og hrýn nauðsyn á, að hún verði ekki til þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum eða stofna afkomu landsins út á við í hættu. Við þetta sjónar- mið verða ekki aðeins ríkisstjórn in, heldur einnig verkalýðsfé- lögin, að miða allar aðgerðir sínar á næstu mánuðum. I þessu sambandi er þess fyrst að geta, að það er höfuðatriði að vinna að því að umsamin vinnu tímastytling verði raun- veruleg. Það var ekki verið að semja um kauj)hækkun í íormi vinnutímastyttingar, heldur um raunverulega stýttingu vinnutím ans, sem allir hafa játað, að hefur verið óhæfilega langur. Af þessu leiðir auðvitað m. a., að aðrar stéttir eiga ekki rétt á kaujrhækkun til samræmis við þá vinnutímastyltingu, sem verka menn og verkakonur hafa nú loks fengið viðurkennda. T. d. hændur og opinberir starfsmenn geta ekki vænzt þess, að þeirra tekjur geti hækkað í hlutfalli við þá vinnutímastyttingu, sem nú er orðin hjá verkamönnum og verkakonum. Hins vegar er þess að geta, að atvinnurekendur verða nú að greiða sama vikukaup fyrir sama vikukaup fyrir færri vinnustund- ir. En fyrir þjóðarbúið allt h'ef- ur það einmitt meginþýðingu í því sambandi, að gerðar séu all- ar hugsanlegar ráðstafanir til þess að framleiðslan minnki ekki, þrátt fyrir nokkuð styttan vinnutíma. Það getur því aðeins tekizt, að þegar í stað sé hafizt handa um að auka vinnuhagræðingu og bæta skij)ulag í því skyni, að afköst af vinnustund aukist þann ig að framleiðslan þurfi ekki að minnka vegna stytts vinnulíma. Nauðsynlegt er að benda á að hætta er á, að fullur árangur ná- ist ekki í þessu efn,i nema fyrir skipulegt samstarf atvinnurek- enda og launþega. Ríkisváldið getur í þessum efnum lítið að- hafzt annað en að láta í té alla aðstoð, sem um kynni að verða beðið. Ríkisstjórnin hefur marg- lýst yfir áhuga sínum á þessum efnum og þegar látið í té mikil- væga aðstoð á þessu sviði. Til þess mun hún áreiðanlega reiðu- húin framvegis. En verkið sjálft verður að vinnast á hverjuin ein Laugardagur 24. júlí: Hólar kl. 1.30. Lögmannshlíð kl. 5 e. h. Sunnudagur 25. júlí: Grund kl. 1.30. Héiaðsfunclur Mánudaginn 26. júlí: Stærri-Askógur kl. 1.30 e. h. Hrísey kl. 5 e. h. Þriðjudagur 27. júlí: Urðir kl. 1.30. Tjörn kl. 5 e. h. K.R. — Í.B.A. 5:0 Sl. sunnudag kejrplu Akureyr- ingar í Reykjavík við KR, og fóru leikar þannig, að KR-ingar unnu með 5 mörkum gegn engu, og eftir þelinan mikla ósigur skrafa sunnanhlöðin um, að Miðvikudagur 2ö. júlí: Vellir kl. 1.30. Dalvík kl. 8.30 e. h. Fimmtudagur 29. júlí: Bakki kl. 1.30. Elliheimilið Skjaldarvík kl. 5. Möðruvellir kl. 8.30 e. h. Riskupinn mun flytja guðs- þjónustur í öllum kirkjunum og óskar liann þess, að fermingar- börn verði viðstödd og safnaðar íóik syo margt sem því getur við komið. Nauðsynlegt er, að sóknarnefndir og safnaðarfull- trúar séu viðstaddir visitaziuna. (Frá prófasti). stökum vinnústað. Forustan lilýt ur að verða atvinnurekandans, en þó getur hann ekki náð full- um árangri, nema góð samvinna sé við launþegana og þeir vilji í raun og veru stuðla að því, að árangur náist. Þess vegna tel ég það vera höfuðatriði, að þegar í slað takist skipulegt samstarf milli atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga á þessu sviði. Jafnframt því, sem gerðar yrðu skipulegar ráðstafanir til þess að vinnulímastyttingin verði raunveruleg samhliða ó- breytlum afköslum og raunar vaxandi afköstum, er fram í sækti, verður að gera öflugar og viðtækar ráðstafanir til þess að sporna gegn hækkun verð- lags af völdum þeirra kaujrhækk ana, sem um hefur verið samið. í þessu efni verður enn sem fyrr erfiðasta vandamálið verð- lagning íslenzku landbúnaðaraf- urðanna vegna þeirrar úrellu lagasetningar, sem um þau efni gildir. Er fyrir löngu orðin hrýn nauðsyn á að endurskoða þá löggjöf alla. Meðan hún gildir — og hún var á sínum tíma sett með samþykki allra flokka á Alþingi — verður þó að sjálf- sögðu að fara eftir henni. En -verðlagseftirliti og öllum öðrum hugsanlegum ráðum verður að beita til þess að koma í veg fyr- ir verðhækkanir, er eyði áhrif- um þeirra kaujihækkana, sem um hefur verið samið. Launþeg- ar hafa auðvitað augljósra hags mun að gæta í því sambandi að verðlaginu sé haldið í skefjum. En það væri skammsýn stefna af hálfu atvinnurekenda að leggja nú meiri áherzlu á að fá um- samda kauphækkun bætta með hækkuðu verðlagi, því að aíleið- ingin gæti ekki orðið önnur en röskun á efnahagsjafnvægi inn- eina von Fram úr fallhæltu sé BINDINDISMÓT l.B.A. En vonandi harðna knatt- sj)yrnumenn okka r við þennan 1 VAGLASKÓGI mótbyr og bæta taflstöðu sína Um Verzlunarmannahelgina í þeim lcikjum, sem eftir eru. verður haldið í Vaglaskógí bind- Fram tajraði fyrir Í.A. á Akra- indismót, er verður með líku nesi sl. mánudag, 1:0. sniði og það, er haldið var í Staða liðanna er nú þessi: fyrra um sömu helgi og standa K.R. 10 stig sömu félagasamtök að þessu Valur 7 slig móti. Eins og alkunna er, tókst Í.A. 6 stig mólið í fyrra með ágætum og Keflavík 6 stig var þeim félögum, er að stóðu, Í.B.A. 5 stig til sóma. Því skal vænta, að svo Frarn 3 stig verði enn, og æskulýður í bæ S I L D I N Síldaraflinn á Austfjarðamið- um í síðustu v.iku var samtals 186.567 mál, og er síldaraflinn nú um 350 þús. málum minni en á sama tíma í fyrra. Fyrri hluta vikunnar var veiði allgóð, en léleg er á leið. Aftur á móti hefur verið góð veiði við Vestmannaeyjar undanfarna daga, en vegna vinnudeilna í Eyjum þurfa bátar að sigla með afla sinn lil annarra hafna, og þá einkum til Reykjavikur. anlands og erfiðleikar í greiðslu- v.iðskij)tum gagnvart útlöndum. Þegar frá iiði mundu þær ráð- stafanir, sem ríkisvaldið yrði neytt til að grípa til í því skyni að stöðva þá þróun, verða at- vinnurekendum í heild þungbær ari en hitt nú er að gera skijrn- lega og markvissa tilraun til þess að bæta rekstrarhagkvænmi og auka framleiðni í samvinnu við ríkisvald og launþegasamtök, til þess að kauj)hækkanirnar þurfi ekki að leiða til iiækkaðs verð- lags. Ef allir aðilar, sem hér geta lagt hönd á plóginn, gera sér grein fyrir skyldum sínum við sjálfa sig og samfélagið í þessu efni, þá á það að geta tekist, að varðveita efnahagsjafnvægi inn- anlands og treysta enn grundvöll inn undir heilbrigðri efnahags- þróun á Islandi og síbatnandi lífskjörum. og sveit fjölmenni á mótið. Látið SÖGU annast ferðalagið Ekkert aukagjald Ferðaskrifstofan Saga Sími 1-29-50 Brekkubúar! OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL 10. ■ Fljót og góð afgreiðsla. Verzlunin Brekka BÍLALEIGA Lönd & Leiðir Akureyri við Geislagötu S í MI 12940 ALÞYÐU MADURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.