Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.08.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.08.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI fyrirjreiijln vii milll! Eitl af árásarefnum Framsóknarflokksins á núverandi ríkisstjórn hefur verið það, að bændur fengju ekki jafnhá afurðalán og framleiðendur sjávarafurða. Þetta átti að slanda landbúnaðinum mjög fyrir þrifum, og bændur tóku almennt undir þessa fullyrðingu, m. a. á þingum Stéttar- sambands bænda, sem og þá kröfu, að bændum yrði veittur gjaldfrestur á andvirði áburðar frá vordögum til haustdaga, er heyfengur hefði aflazt af honum. A s.l. ári voru afurðalán á landbúnaðarframleiðslu hækkuð og framannefndur lánsfrestur veittur, sem og í ár, en bændur hér um slóðir hafa fullyrt, að þeir hafi ekki fundið fyrir þessu í vösum sínum: útborgað áætlunarverð í reikninga þeirra hafi ekki verið hækkað vegna afurðalána og áburðarverð hafi verið reiknað þeim til gjalda á reikn- inga þeirra, jafnóðum og þeir tóku áburðinn út. Sé þetta rétt, virðist hækkun afurðalána hafa komið þeim, sem ann- ast sölu landbúnaðarvara fyrst og fremst til hagræðis, ekki bændum, og gjaldfrestur á áburðarverðinu orðið þeim hag- ræði, sem selja hann úr hendi áburðarverksmiðjunnar til bænda, ekki bændum sjálfum. Þennan leyndardóm hefur hins vegar l)lað Framsóknar, Tíminn, alls ekki skýrt fyrir lesendum sínum, hvað þá heldur hafið upp raust sína til að heimta leiðréttingu á þessum málum fyrir hönd bænda. Stundum virðist „bændavinátta“ blaðsins standa sem sé efurlítið á sér, en sem sagt vér, og ugglaust fleiri, væntum skýringa. »Hvíldu h hvild er |Ó5« - »litur, lítil hej« Oss minnir, að bæjaryfirvöldin hér á Akureyri gæfu óbreyttum borgurum þær upplýsingar í vor, að allmyndar- legur spotti gatna yrði malbikaður í bænum í sumar. Vélar til verksins væru aðeins ókomnar, og þegar þær hefðu verið settar upp, sem ékki væri mikið verk, yrði tekið til óspilltra mála. En síðan hefur hver vikan liðið af annarri og ekkert virðist bóla á framkvæmdum. Farið er meira að segja að hvísla því um allan bæ, að ekkert verði af neinu í sumar, en engin frambærileg afsökun á framkvæmdatöfinni er þó borin fram. Almenningur slær því föstu, að hér sé framtaks- leysi og athafnaleysi tæknideildar bæjarins að undirstrika * hæfileika sína, eða öllu heldur hæfileikaleysi, og mega bæjaryfirvöldin ekki lengur draga að gefa skýringu á mál- unum, svo að ekki sé verið að svívirða bæjarverkfræðing vorn fyrir ónytjungsskap á götum og gatnamótum, ef hann á enga sök á verkleysinu. En hver svo sem sökin er, verður það að teljast fullkomið alvörumál, live úrskeiðis vill ganga um sumar framkvæmdir bæjarins, hve seint gengur að koma þeim í gang á vorin og hve skammt þau þokast sum hver yfir sumarið. Þetta á alk Laxá i Aðaldal 9 JAKOB V. HAFSTEIN, sem liefur stundað veiðar í Laxá um 30 ára skeið, hefur nú samið bók um ána, þar sem hann lýsir öllum veiðistöðum hennar, segir fjölbreyti- legar veiðisögur, ræðir við kunnuga menn um fuglalíf við Laxá og tekur upp- vísur og ljóð, sem ánni eru helguð. Bókin er prýdd fjöldamörgum ljósmyndum og eru margar þeirra í litum. Einnig fylgja yfirlitskort af ánni. — Teikningar hafa gert Sven Havsteen Mikkelsen og Jakob Hafstein. — Efnisúrdráttur er á norsku, ensku og þýzku. ÞETTA ER EINKAR FÖGUR OG EIGULEG BÓK. Umboð á Akureyri: PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. - Hafnarstæti 88B BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS f (éttum 4úr Til er fleira en eitt kamelljón á Íslandi, varð mér á að hugsa sl. laugardag, þá er hvatskeytis- legur maður valt sér að mér á miðri götu og hvað það helv.. lygi úr mér, að hann hefði nokkru sinni litað sig d. . . . krötum, eins og hann orðaði það. Sætt komst á, þegar ég gat upplýst, að hann hefði ekki verið maðurinn, sem um var rætt. — „Nú, hver var það þá?“ varð honum að orði, og var auðheyrð undrun í mæli hans, eflaust yfir því, að annar átti fleiri liti en hann. Því var stungið að mér, að réttara væri af Halldóri Ásgeirs- syn.i, að auglýsa í Islendingi, Verkamanninupt og Alþýðu- mannimim um ágæti arðsins, frernur en í Degi, því að þá væri vitað, að auglýst væri málefnjs- ins vegna en ekki í fjáröflunar- skyni fyrir Dag. Þessari hugdettu er hér með komið á framfæri og fylgir henni kær kveðja frá samv.innumanni (ekki framsókn- armanni) til Halldórs Ásgeirs- sonar. Ungt fólk skemmti sér í Sjálf- stæðishúsinu, en eldra og mið- aldra fólk i Alþýðuhúsinu hið sama kvöld. Hvor kynslóðin bar sig mennilegra að loknum leik? Var kannski jafntefli? Trúlofun. Nýlega opinberuðu trú- lofun sína Stefón G. Sveinsson, for- stjóri í Bólstruð Húsgögn ó Akur- eyri og ungfrú Guðný Jóhannsdóttir skrifstofustúlka fró Garðsó í Eyja- firði. Minningarspjöld Styrktarfélags vangefinna fóst í Bókabúð Jóhanns Valdemarssonar. Nonnahús verður opið daglega fró kl. 2—4. SKlgDHBí] Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Allur ógóði rennur til Pólmholts. Fóst í Bókaverzlun Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðar- götu 3. Fíladclfia, Lundargötu 13. Mr. Gordon Cove er enskur trúboði. Hann hefur ferðast víða um lönd með fagnaðarerindið, bæði um Afríku, Ameríku og Norðurlönd. Mr. Gordon er ágætur ræðumaður. Kona hans er með honum. Hún syngur einsöng. Mr. Gordon og frú tala og syngja væntanlega á sam- / komum hér í Fíladelfiu n.k. föstu- dag, laugardag og sunnudag, kl. 8.30 hvert kvöld. — Allir eru hjart- anlega velkomnir. (Okeypis að- ganggr) . — Fíladelfía. Ferðir í Skiðahételið — Virka daga frá L og L kl. 13,30 og 21,30. — Frá Skíðahótelinu kl. 14.30 og 23.00. — Laugardaga frá L og L kl. 13.30 og 18.00. Frá Skíðahótel- inu kl. 14.00 og 18.30. — Sunnu- daga frá L og L kl. 10.00, 13,30, 18,00 og 21,30. Frá Skíðahótelinu kl. 10.30, 14.00, 18.30 og 23.00. — Hópferðir s.f. ekki við um öll verkin, en því niiður virðast þau verk, sem tæknideildin á að bera ábyrgð á um framgang, silast liægast fram. Er eitthvað að kerfinu eða skortir menntunina fram- kvæmdarhæfileikann?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.