Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.08.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.08.1965, Blaðsíða 4
GLEÐIEMI Undanfarin ár hefur jafnan mátt lesa eftir hverja verzlunar- mannahelgi feitletraðar fyrirsagnir í blöðum uin drykkjuskap og aðra spillingu æskunnar og stundum liafa óbilgjarnir dómar fallið í garð liinnar ungu kynslóðar. Nú er nýliðin verzlunarmannahelgi, og fregnir berast af prúðri og glaðri æsku er undi sér vel í skógunum að Húsafelli, Vöglum og Iiallormsstað, jiótt áfengisneyzla væri bönnuð. Hér er um gleði- leg tíðindi að ræða, er gjarnan mætti birta með stærsla letri. Hér hefur æskan afsannað fordóma hinna eldri og einnig sannað Jreim ágætu mönnum og félagasamtökum er stóðu að samkomunum í skógunum þrem ða hér eru jieir á rétlri leið og eiga Jieir skilið heila jiökk fyrir. Ef æskan finnur skilning og velvilja mun eigi standa á henni að mæta til leiks og starfa sem frjálsborinni æsku sæmir. Því skal vænta að Jrjóðin vakni enn betur eftir þessa góðu reynslu og efli þau samtök er slarfa jákvætt að hollu og siðmenni- legu skemmtanalífi meðal æskufólks. Framköllun - Kópiering I'ljót ajgreiðsla. — Reynið viðsJciptin. Sendum í póstJcröfu. JJMBOtiSMENN Á AKUREYRl OG NÁGRENNI: Gullsmíðavinnustofan, fírekkugötu 5 Hljóðfœraverzlun AJcureyrar Jón fíjarnason, úrsmiður, Hafnarstrwti 94 Jón Edvald, rakarasloja tialvíkur-apótek Jón Þorsteinsson, Grenivík PEDROMYNDIR IIAFNARSTRÆTI 85 - AKUREYRI Hér og þar og allsstaðar SANA H.F. Akureyri Minningarspjöld Slysavarnarfé- lagsins eru seld á skrifstofu Jóns Guðmundssonar, Geislagötu 10. Haf nar framkvæmd ir við Kísilgúrverk- smiðju við Mývatn Fyrir nokkru síðan eru hafn- ar undirbúningsframkvæmdir við fyrirhugaða kísilgúrverk- smiðju við Mývaln. Er nú verið að steypa grunn dæluhússins, prammi og dráttarbátur eru komnir á staðinn og einnig efni í rörin, sem flytja á kísflgúrinn í frá botni yatnsins til verksmiðj unnar. Einnig er hafin bygging á dælustöðinni sjálfri og er á- ællað að byggingu hennar verði lokið á þessu sumri. Almenna byggingafélagið sér uin fram- kvæmdir við Mývatn í sumar. Verzlunarmannahelgin Stutí viSföl við fólk á göfum Akureyrar. Hæð yfir Axarfirði. Það var sannkallaður suddi í veðrinu s.l. laugardagsmorgunn og Jiví eigi' bjart útlit um sól- skinsveður um helgina, en^ vitað er að verzlunarmannahelgin svokallaða liefur orðið í sér segulkraft sem lokkar til ferða- laga eilthvað út í buskann, ekki einungis verzlunar- og skrif- stofufólk, lieldur líka alls konar fólk úr öllum stéllum þjóðar- innar. Því Jiólti mér næsla forvitni- legt að vita hvernig lægi á fólki í norðauslansuddanum árdegis laugardag. Margar voru á ferli og auðséð að eitthvað stóð íil, allir virtust vera að flýta sér, líkt og hætta væri á Jiví að misst yrði af strætisvagninum svo brugðið sé upp samlíkingu er Reykvík- ingar kunna skil á. Os er í búðum og finn ég, að vel á okkar ágæta verzlunarfólk á Akureyri Jiað skilið að hljóta mánudaginn frían. Ég mæti ungri frú í miðbæn- um, með marga pinkla og vísl er asi á henni, en Jm áræði ég að spyrja: — Fyrirgefið, en ég sé að þér eruð að fara í ferða- lag, hvernig lízt yður á veðrið? Ég sé, að hún hefur falleg augu J)á er hún lítur á mig allhval- skeytislega. — Ferðalag, segir hún — veizlu ekki, að alll er lokað á mánudaginn. Og })ar með var hún farin með svolítið ergelsi í svip, annaðhvort við mig eða lokunina á mánudaginn. Jæja, ekki tókst byrjunin vel, en minnugur þeirra orða, að bjartsýnismönnum sé bezt að lifa, réðst ég í að ávarpa mið- aldra mann, fremur góðlegan, með tvo kringlótta pakka undir báðum höndum: — Afsakið, þér eruð að leggja af slað í ferðalag, með leyfi að spyrja, hvert skal halda í rigningunni? Hann verður líka undrandi, lík- lega ekki til siðs hjá akureyrsk- um blaðamönnum, að laka fólk tali á götum úti. — Ég held maður drekki silt vín í róleg- heitum heima fremur cn for- kælasl einhversstaðar i þessu veðri, er svar hans og eftir að hafa kunngert mér þessa ákvörð- un sína, lætur hann mig ekki lengur lefja för sína, en litur þó um öxl ef ske l^ynni að ég veitti honum eftirför^ kannski hefur hann álitið að kringlóltu pakk- arnir hans hefðu miður heppi- legt aðdráttarafl. Við Rorgarsöluna mæti ég tveim ungmeyjum og léttur hlátur þeirra er sem sólskin 1 suddanum. Þæl' verða ekkert hissa né reiðar yfir spurningu minni, hvert eigi að halda um helgina. — j Vaglaskóg, er svar þeirra og þeim lízt ekkert illa á veðrið. ■—- Eg held hann megi rigna, ef hann langar til, segir önnur þeirra og hristir dökka lokka, við spjörum okkur og „mútta“ veit það. Þær verða eflaust góðir gestir í Vaglaskógi yfir helgina. Tveir unglingspiltar koma hlaupandi ofan Kaupvangs- stræti. Þeir staldra aðeins v.ið er ég spyr hvert eigi að halda um helgina. ■— Bara eitlhvað út í buskann, mælir annar. — Þang að sem fj örið er mest, bætir hinn við og svo eru Jreir roknir. Það slengir regnhryöju yfir Ráðhústorg og ábúðarmikill maÖur verður þar á vegi min- um, klyfjaður tveim svefnpok- um og meiru, hann hnykkir til Davíðshús opnað Davíðshús var opnað almenn- ingi sunnudaginn 1. ágúst sl. kl. 3 síðdegis og verður fratnvegis opið daglega kl. 3 til 5. Fyrir skömmu kaus bæjarstj. Akureyrar þriggja manna nefnd til að annasl rekstur hússins og eiga í henni sæti Stefán Stefáns- son bæjarverkfræðingur, Stefán Reykjalín byggingameistari, og Þórarinn Björnsson skólameist- ari. Nefndin h^efur ráðið Kristj- án Rögnvaldsson til a$ annasl umsjón hússins. Urn sextíu manns hafa komið i húsið tvo fyrstu dagana. MIKIL UMFERÐ Mikil umferð var á ]>jóðveg- um hér í nágrenni Akureyrar um síðustu lielgi og er fréttamaður blaðsins lagði leið sína austur í Vaglaskóg á sjöunda tímanum á sunnudaginn, taldi hann á annað hundrað bifreiðir, er mætl var á veginum. Samkvæml liöfði er ég ber fram spurningu mína. — Hvern fjandann varð- ar þig um það, er laggott svar hans, og þar með basta. Komiö er hádegi og mér finnst ég nema feginsandvörp búðarfólksins þá er síðustu við- skiptayinir dagsins hverfa út í regnið og eigi veldur það hneykslun minni, er ég kaldur gefst upp við fréttamennsku á götunni. Eg óskaði því velfarn- aðar úl í buskann og vænti Jiess að á Jniðjudagsmorgni mæti það glatt í sinni á vinnustaö eftir ánægjulegt ferðalag. Þótt norð- an kylja hristi loppu nú, má vera að sól skíni að morgni, því að enn gerast kraftaverk á íslandi. Austur í Skúlagarði bannar Sjálfstæðisflokkurinn Bíakkusi aðgöngu á héraðshátíð sína. Háþrýstisvæði yfir Axarfirði hlýtur að boða þurrv.iðri um allt land, ef ekki reynist rétt, skal tekið fram, að ég leitaði ekki álits Veðurstofunnar á spá- sögn minni. S. J. annast ferðalagið. Ekkert aukagjald Ferðaskrifstofan Saga Sími 1-29-50 Brekkubúar! OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL 10. Fljót og góð afgreiðsla. Verzlunin Brekka Bf LALEIGA lönd & leiöir Akureyri við Geislagötu S í MI 12940 Maðurinn minn, Steingrímur G. Guðmundsson vélsmiðameistari, fcxt að hcimili sínu, Strandgötu 23, Akureyri, 1. ógúst. Jarðarförin fer fram fró Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. ógúst kl. 2 e. h. — Blóm vinsamlegast ofþökkuð. Lilja Valdemarsdóttir. ALÞÝÐU MADURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.