Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Síða 1
ALÞÝÐU MADURINN á íslenzkri æsku? »SIeg:id a l>ráðlnn<< til þckktra borgara á Akureyri ogr Riorin fram spurningin; Hafið þér trú Er sjúkleiki plagar blaða- mann, hlýtur liann að setja traust sitt á símann, eða svo fór a. m. k. fyr.ir mér. Annað mál er liitt, að símahringingar að kvöldi er ónæði á heimilum. Því skal jrakka velvilja jreirra, er slegið var á þráðinn til og svör þeirra við spurningu minni. Hafið þér trú á íslenzkri æsku? JÓN G. SÓLNES, bankastjóri, forseti bæjarstj. Ak.: — Ég hef tröllatrú á æskunni. Hún hefur aldrei verið betri, fegurri né mannvænlegri. Séra PÉTUR SIGURGEIRSSON. ■— Eg treysti henni fulikom- lega, og traust mitt hyggist á þeim kynnum er ég hef haft af ungu fólki í gegnum starf mitt. Það er mjög frjótt og móttæki- legt fyrir hinu góða, svo fremi að það mæti skilning og velvilja frá þeim eldri, og .þeir eldri eiga vissulega að vera íorsjá æsk- unnar í góðri breytni, ef svo er þarf vissulega eigi að örvænta um heill hinnar ungu kynslóðar. ÓLAFUR JÓNSSON, búnaðarróðunautur: — Því skyldi maður van- treysta íslenzkri æsku? Viðhorf æskunnar hlýtur að breytast með breytlum aðstæðum á hverjum tíma, en það sem mér finnst mest skorta á í dag, er það að ungt fólk hefur ekki nógu glögga siðgæðiskennd. ÁRMANN HELGASON, yfirkcnnari: — Ég hef trú á íslenzkri æsku. En ef maður lítur á að- stæðurnar nú og áður, þá eru þær mjög breyttar, tækifærin eru meiri en áður og einnig freist- ingarnar. ALBERT SÖLVASON, forstjóri: — Já, alveg eindregið. Hvers vegna? Vegna þess, að æskan er jjróttmikil bæði andlega og lík- amlega, og hefur hin ákjósanleg- ustu skilyrði til að menntast og mannast. En hún er óstýrilát segja ýmsir. Alveg rétt, en ekki verður það allt skrifað á hennar reikning. Gatan sem hún fetar, er hin sama og vér gengum, en þá var brúnin, sem svo margir hnjóta fram af nú tryggilega girt, af aldagömlum aga og fjár- hagslegri vangetu. Nú er öldin önriur, lítt hamið frjálsræði og flest æskufólk hefur mikil fjár- ráð. Æskan í dag fær því að reyna þann sannleika öðrum kynslóðum fremur, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Fáum vér tveim mönnum, lista- manni og klaufa, mótunarleir eða marmara í hendur og segj- um þeim að vinna úr því ákveð- inn hlut, þá skilar listamaður- inn listaverki, hinn óskapnaði. Vér eigum í dag of fáa listamerm í stéttum uppalenda, en of marga af hinum. Þess geldur æskan. ERLINGUR DAVÍÐSSON, ritsfjórf: Kynstofn okkar er þrautseigur og hertur í baráttu við eld og ísa, hungúr og kulda, kynslóð eftir kynslóð. Yngslu greinar lians liafa vaxið við mildari kjör, svo sem þær vitna sjálfar. Þær hafa náð skjótari þroska en áður þekktist. Æskan hefur hlotið erfðir kynstofns síns og setið við nægtaborð. Hún er af ýmsum talin of veikgeðja og lífsþyrst. En ég er þess fullviss, að hún mun þola fimbulvetur þegar á reynir, svo traust er hún af arf- leifð sinni. Með þeim orðum er spurningunni: „Hafið þér trú á íslenzkri æsku,“ játandi og hik- laust svarað. En enginn þarf að ganga þess dulinn, að æska þessa lands þreytir erfið próf. Það hefur æskufólk að vísu ætíð gert, en nú eru verkefnin að mörgu leyti ný og ekkert gamalt til að styðj- ast við. Foreldrarnir, sem nú er miðaldra fólk, mættu nýjura tíma véla, tækni, hraða og tæki- færa í fögnuði og stikuðu stór- um. Vera ma, að þeir hafi þá gleymt einhverj u af hinum fornu dyggðum uppeldismálanna og þess geldur æskan nú. Sjúkar greinar og jafnvel visnar bera þeirri gleymsku vitni. En þegar á heildina er litið, verðrir naum- ast annað sagt en að æskan reyn- ist vel og sé líkleg til að leysa vel þau verkefni^er síðar verða fyrir hana lögð. Hún mun nota vel tækifæri hins nýja tíma, sem eru fleiri en nokkur kynslóð önnur hefur veitt íslenzkri æsku — nota þau með hag frariitíðar- innar fyrir augum. ÞÓRARINN BJÖRNSSON skólameistari: Eg' hef trú á æskunni, þó að hún láti nokkuð mikið eftir sér, en er það ekki afleiðingin af því, hvernig uppeldinu nú er háttað? Peningarnir eru hættu- lega miklir, er unglingarnir hafa nú til ráðstöfunar. Peningarnir veita möguleika og skapa tæki- færi, og til að nota það, þarf oft meiri þroska en eðlilegt er að unglingar hafi. Þess vegna geta of miklir möguleikar glap- ið og tælt ungar sálir. Að þessu leyti er erfiðara og vandasamara að vera ungur nú en áður fyrr, þá var visst að- hald, svo að ekki var um ýkja margt að velja, brautin oft mörk uð, svo að ekki varð út af vikið. Þetta voru oft harðir kostir, en linu tökin nú eru ekki heldur alltaf heppileg. EIRÍKUR SIGURÐSSON, skólostjóri: Eg svara þessari spurningu játandi. Eg hef trú á íslenzkri æsku. Unga fólkið okkar er efni- legt og hefur belri skilyrði til menntunar en aðrar kynslóðir hafa haft. En það er vandasamt fyrir ungt fólk að velja og hafna, því að um fleiri leiðir er nú að ræða en áður hefur verið. Einn- ig reynir meira á manndóm þess varðandi skennntanalíf eins og það tíðkast nú á dögum. Aðsókn að skólum landsins sýnir það, að íslenzk æska er námfús og gefur það m. a. von um, að hún verði vel undir það búin að taka við af eldri kynslóðinni. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, kennori: Enginn efast um að efniviður íslenzkrar æsku sé góður og því er allt undir því koinið, hvernig okkur tekst til að móta og ala upp æskuna. Það eru foreldrarn ir fyrst og fremst, sem bera á- byrgð á uppeldi hennar og því næst koma skólarnir og aðrir uppalendur. Eg fullyrði, að við getum eigi varið fjármunum okkar betur en að hlynna að æsk unni á allan liátt. Við verðum líka að gera strangar kröfur til okkar góðu æsku, bæði hvað snertir hegðun og störf. Alþýðumaðurinn þakkar svör hinna góðu borgara, og svör þeirra gefa vissulega tilefni til umræðna þótt síðar verði. En svörin auka vissulega bjart sýni þeirra, er eigi viðurkenna að æskan sé á glötunarbarmi. Smárakvartettinní í söngrför til Testfjarða Smárakvartettinn leggur af stað i söngför til Vestfjarða þann 23. ágúst n.k. Mun kvartettinn fyrst Syngja í Miðfirði, en þaðan liggur leið þeirra félaga að Tjarnarlundi í Saurbæ, en næsti áfangastaður verður Birkimelur á Barða- strönd, síðan Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík og Isafjörður. Einnig getur hugsast, að skroppið verði á Snæfellsnes í bakaleið. Alþýðumaðurinn óskar hinum vinsælu söngbræðrum fararheilla og eigi er að efa það, að Vest- firðingar muni taka þeim opnum örmum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.