Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Blaðsíða 4
4 Beinir vöruflutning- ar til A. frá útlöndum Svo sem kunnugt er hefur Eim skipafélag Islands á undanförn- um árum reynt að haga ferðum skipa sinna þannig, að vörur frá útlöndum til hafna á ströndinni mætti flytja að sem mestu leyti án umhleðslu. Þetta hefur tekist að nokkru leyti, einkum þegar um stórflutning er að ræða, en vegna þess, hve ferðir frá út- löndum eru nú orðnar tíðar og tiltölulega lítið vörumagn að jafn aði með hverju skipi til hverrar einsfakrar hafnar á ströndinni, hefur eigi verið komizt hjá að safna saman og umhlaða miklu vörumagni í Reykjavík. Þetta fyrirkomulag hefur orsakað, að margar vikur hafa stundum lið- ið frá því vörurnar fóru frá er- lendri höfn þangað til þær voru komnar til ákvörðunarstaðar á Austur eða Norðurlaiidi, jafn- framt því sem þetta hefur leitt af sér mikinn aukakostnað. Eimskipafélagið hefur nú á- kveðið, að frá 15. þ. m. verði tekið upp breytt fyrirkomulag á flutningum frá útlöndum til hafna úti á landi, sem verður í meginatriðum það, að ákveðin skip félagsins lesta erlendis til fjögurra „aðalhafna“ á íslandi, án umhleðslu, en þær liafnir eru: Reykjavik, Isafjörður, Akureyri og Reyðarfjörður. Jafnframt verða þessar „aðalhafnir“ not- aðar sem umhleðsluhafnir fyrir vörur til þeirra aukahafna, sem vörur frá úllöndum eru skrá- settar til í Jieim landsfjórðungi, sem „aðalhafnirnar“ eru. Hvað höfnum öðrum en „aðalhöfnum11 viðvíkur, skal lekið fram, að jafnan þegar um er að ræða nægilega mikið flutningsmagn erlendis frá til einhverrar þess- ara hafna þá verður varan flutt samkvæmt sérstöku samkomu- lagi í hverju tilfelli, án um- hleðslu, heint til ákvörðunar- hafnar. Innflytjendur úti á landi, sem kynnu að óska eftir að fá vörur fluttar til landsins með þeim skipum, sem eingöngu losa í Reykjavík, eiga þess kost að fá vörurnar fluttar áfram á toll- umhleðsluhréfi, og greiða þeir Jiá auk flutningsgjaldsins upp- skipun og vörugjald í Reykjavík, svo og útskipun og strandferða- flulningsgjald, ef varan' fer áfram með skipi, eða flutnings- gjald með bifreið, ef varan fer þannig áfram. Eftir liinu breytla fyrirkomu- lagi verða skipsferðir, „Fjall- foss“ og „Mánafoss“ frá megin- landi Evrópu og Rretlandi á þriggja vikna fresti til „aðal- hafna“ á íslandi og aukahafna samkvæmt sérslöku samkomu- lagi hverju sinni, Jiannig að vörur frá þessum löndum verða komnar til ákvörðunarhafnar 10—14 dögum eftir að skipin láta úr höfnum erlendis. Ifér er vissulega um grund- vallarbreytingu að ræða, sem Eimskipafélagið telur mjög tímabæra ekki sízt vegna þeirra miklu breytinga á öllum aðstæð- um í flutningum innanlands, sem orðið hafa á síðari tímum. ( Fréttatilk.) U NGBARNA- FATNAÐU R í mjög jjölbreyttu úrvali. Verzl. DRÍFA Sími 1-15-21 Þo3 cru vinsanilcg tilmæii blaðsins, að auglýsingar, scm birtast cigo, hafi borizt afgrciðslunni, Strandgötu 9, annarri hæð, cigi síðar en fyrir hádcgi daginn fyrir útgáfudag. DÖMU - TÖSKUR vœnlanlegar fyrir helgi Fcrzl. Asbyrgi h.f Bri-nylon UNDIRKJÓLAR nýkomnir Verzlunin ÁSBYRGI Hefi kaupendur að Willy's jeppum árgerð 1946—55 Einnig VOLKSWAGEN 1960 og nýrri B í LASALA HÖSKULAR Túngölu 2 - sími 11909 HJARTAGARNIÐ Slór sending nýkomin. VerzL Ragnlieiðar 0. Björnsson SÆTAFERÐIR í VAGLASKÓG frá Ferðaskrifstofunni SÖGU um allar helgar í sumar. Up.pl. á Ferðaskrifstofunni SÖGU. Akureyringar! Þeir, sem Jiurfa að koma fé til slátrunar í Sláturhúsi KEA í haust, tilkynni það undirrituðum fyrir 27. Jressa mánaðar. F. h. Akureýrardeildar KEA. Ármann Dalmannsson Sími ALÞYÐUMANNSINS er nú 11399 Ný gerð af dÖnshll trétöfflunum Einnig DANSKAR TÖFFLUR með korksóla DANSKIR STRIGASKÓR fyrir börn (rauðir) Skóverzlun M. H. Lyngdal li. f. TÆKNISKOLIÍSLANDS tekur til starfa um mánaðamótin september-október n.k. og starfar í þrem deildum. Inntökuskilyrði: Forskóli (undirbúningsdeild). a) Umsækjandi hafi lokið iðnnámi eða b) Umsækjandi líafi lokið fullgildu gagnfræðaprófi og fullnægi kröfum um verklega Jjjálfun. Millideild: a) Umsækjandi hafi lokið missirisprófi frá undir- búningsdeild Tækniskólans 1964'—65 eða b) Hafi lokið í Jjað minnsta eins árs framhaldsnámi eftir gagnfræðapróf. Auk þess þarf nemandi að fullnægja kröfum um verklega þjálfun. Deild í Tækniskóla: _ a) Umsækjandi hafi staðizt lokapróf undirbúnings- deildar Tækniskólans eða b) Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi stærðfræði- deildar menntaskóla og fullnæg.i kröfum um verk- lega þjálfun. (Nemandi tekur ekki þátt í öllum námsgreinum). Nánari upplýsingar verða veittar og umsóknar- eyðublöð afhent á skrifstofu Tækniskólans í Sjó- mannaskólanum, Reykjavík, kl. 10—12 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá og með 18. ágúst n.k. Á Akureyri verður starfrækt ein deild; forskóli (undirbúningsdeild) og mun lierra Jón Sigurgeirs- son, skólastjóri, gefa nánari upplýsingar og afhenda umsóknareyðublöð. Umsóknir um skólavist sendist Tækniskóla Islands eigi síðar en 10. september n.k. TÆKNISKÓLI ÍSLANDS. Síðsumarsferð til BRIGHTON á suðurströnd Englands 3.—12. september n.k., með viðstöðu í LONDON. — Verð kr. 9.875.00. FERÐASKRI FSTOFAN Skipagötu 13, Akureyri. — Sími 1-29-50.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.