Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 19.08.1965, Blaðsíða 5
5 FrfttoMf Iró Vtpntfirii Eftir eríitt og kalt vor. fór gróðri hægt fram og byrjaði sláttur því seint, en sem betur fer var ekki mikið kal í túnum og að því leyti miklu betra á- stand bér en niðri á Héraði. — Heyskapur hefur gengið sæmi- lega og munaði mikið urn þurrk- kaflann, sem kom um 6. ágúst og stóð óslitið í 5 daga. Síldarverksmiðjan hefur hafl mun minna efni að vinna úr en í fyrra og síldarsöltun hefur ver- ið ljtil. Virðist brýn nauðsyn að koma upp frystihúsi í þorpinu og skapa þannig grundvöll íyrir - jflinning: Framhald af bls. 2. Já, það er bjart yfir minning- unni um Karl og samveiustund- unurn með honum. A glaðri stund, i góðra vina hópi, gal Karl lyft glasi og stóð þar fyrir sínu sem annars staðar, en jafnan var gengið hægt um þær gleðinnar dyr og án eftirkasta. Að lokum vil ég þakka fyrir að liafa kynnzt Karli og átt hann að kunningja og vini um ára- tugi, og fyrir þær samvinnustund ir, er báðir unnu að sama verki, og deildum sama svefnstað mán- uðum saman. Sumum kann að finnast, sem lílillar viðkvæmni gæti í þessum minningarorðum, það skiptir mig ekki miklu, því ég þekkti Karl að því að vera karlmenni, sem skildi, „Að hjart að getur verið ---viðkvæmt og varmt, þótt varirnar fljóti ekki í gælum.“ bað slær bjarma á minning- una um Karl, að minnast þess að hann fæddist í sólmánuði og hné að foldu við Bjarkarlund, er sólmánuður 1965 taldi út. Slíkt eru sóðs vitar um farsæla íör til lífsins landa. Og við leiðar- lokin kveðjum við þig, ferðafé- lagarnir firá austuröræfum, Öl- afur Árnason, Jón G. Albertsson. Haraldur Skjóldal og undirritað- ur og þökkum samfylgd og sam- veru. Við munum minnast þín hvenær sem hálfgegnsætt ágúst- rökkrið sígur yfir Herðubreið, og mildar og máir úl hvassan svip klettar.iðanna, hvenær sem hvítur kollur Snæfells lýsir upp í haustmyrkrinu, og magnþrung- in kyrrð öræfanæturinnar flyt- ur okkur inn í draumalönd, já, hvenær sem við lítum þessar slóðir eða ferðumst um þær, þá munt þú koma okkur í huga. 0- brotgjarnari minnisvarða mun erfitt að finna. Konu Karls og börnum fær- um við samúðarkveðjur. smábátaútgerð, og myndi þá skapast öruggara atvinnuástand. Af framkvæmdum er það helzt að segja, að unnið er að bygg- ingu veglegs barna- og unglinga- skóla í káuptúninu, og er sú bygging langt komin. Þá er og unnið að hafnargerð. Mikið er einnig um nýbyggingar einstakl- inga. Vegasamband Vopnafjarðar við umheiminn er allgott. 'lil Bakkafjarðar liggur vegurinn yf ir Sandvíkurheiði og er hann greiðfær, nema á smákafla. Síð- an er ágætur vegur norður Bakka íjörð og yfir Brekknaheiði til Þórshafnar, en þangað er um 00 km leið frá Vopnafirði. Aðalóhagræðið í vegatnálum Vopnfirðinga er, hve langt er að fara til að komast til Héraðs. Þarf að 'fara alla leið upp á Möðrudalsfj allgarð og svo það- an sem leið liggur niður Jökul- dal. Að vísu liggur ógreiðfær jcppavegur yfir Hellisheiði nið- ur á Úthérað, en flestir hafa litla trú á, að þar verði framtíðar- vegastæði, en benda hins vegar á leiðina upp úr Sunnudal og yfir Smjörvatnsheiði. Þar virð- ist greiðfær leið og góð, og telja margir Vopnfirðingar, að brýn nauðsyn beri lil að betra vega- samband náist við Hérað — og það sem allra fyrst. Flugþjónusta Björns Pálsson- ar hefur fast áætlunarflug til Vopnafjarðar tvisvar í viku. — Einnig heldur Tryggvi Helgason uppi flugferðum milli Akureyr- ar og Vopnafjarðar. Er mikil bót að þessum ferðum. Bændur í Vopnafirði hafa á- hyggjur af fjölgun refa á afrétt- um. Hafa magnaðir dýrbítar gerl vart við sig, og var einn slíkur unninn í nágrenni Vopna- fjarðar nú í vor. Telja margir, að í óefni sé komið í þessum málum og af hljótist stórfelldir skaðar, ef ref heldur áfram að fjölga. í Selárdal, sem er nyrstur Vopnafjarðardala, er nú aðeins einn bær i byggð. Það er Hró- bjartsstaðir. Er dapurlegt að sjá vel byggð hús standa auð á þessum eyðibýlum. íbúar alls Vopnafjarðarhér- aðs, sem er einn hreppur, eru nú 800 manns, þar af eru íbúar kauptúnsins 419. Oddviti er Sig- urður Gunnarsson, bóndi á Ljótsstöðum, en hreppstjóri er Friðrik Sigurjónsson, bóndi á Ytri-Hlíð. T. Auglýsið Aiun söivason. í Alþýðumamiinum. BP býður yður allt, sem þér þurfið til olíukyndingra í hús yðar. — KYNNIÐ YÐUR KJÖRIN — OMin íslonds IJ. Akureyri FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að ráða starjssiúlkur. — Upplýsingar í síma 1-19-23 kl. 13—14, FORSTÖÐUKONA. Framvegis verður VIÐTALSTÍMI aðeins samkvæmt umtali fyrirfram. Viðtalspantanir í síma 1-23-42 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 2.30—3.30. MAGNÚS ÁSMUNDSSON, læknir. Hefi opnað verzlun þar sem áður var Markaðurinn að Geislagötu 5 (Búnaðar- bankahúsinu). RADÍOFÓNAR — VIÐTÆKI — STEREOMAGN- ARAR — PEÖTUSPILARAR — SEGULBÖND og aðrar RADÍOVÖRUR. Verkstæði að KRINGLUMÝRI 2. Afgreiðsla Geislagötu 5. SÍMl 1-16-26 báðum stöðum. MUNID FAGMANNINN! RáDH viðgcrðarstofa Stefóns Hallgrtmssonar AKUREYRIKGAR! - FERDAFÓLK! Hafið þér litið inn ó ÚTSÖLUNA í HEBU? Þar er haegt að gera mjög góð kaup. T. d.: KÁPUR fró kr. 395.00 DRAGTIR fró kr. 750.00 HATTAR fró kr. 50.00 ATH. Útsalan hættir laugardaginn 21. þ. m. VERZLUNIN HEBA Sími 12772 MinjasafniS er opið daglega fró kl. 1.30 til 4 e.h. — Á öðrum tím- um eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1 1 162 og 1 1272. Náttúrugripasafnið verður í sum- ar, frá 15. júní til 31. ágúst, opið almenningi alla daga frá kl. 2 til kl. 3 e. h. — Á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð. Sími 1 2983, á kvöldin. Matthíasarhúsið er opið alla daga nema laugardaga kl. 2—4 e. h. Fíladclfia, Lundargötu 12: — Almennar samkomur hvern sunnu- dag kl. 8.30 sd. KA-félagar, komið á skrifstofuna, Hafnarstræti 83, og greiðið ár- gjöldin. Opið er kl. 5—7 daglega. — Knattspyrnufélag Akureyrar. Minningarspjöld Styrktarfélags vangcfinna fást í Bókabúð Jóhanns Valdemarssonar. Nonnahús verður opið daglega frá kl. 2—4. Kvöldferðir í Ólafsfjarðarmúla á hverju laugardagskvöldi kl. 20 frá kerðaskrifstofunni Sögu. — Ekið um Svarfaðardal og drukkið kaffi á Dal- vík. Munið minningarspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til Pálmholts. Fást í Bókaverzlun Jóhanns Valdemarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðar- götu 3. Ferðir í Skiðahételið — Virka daga frá L og L kl. 1 3,30 og 21,30. — Frá Skíðahótelinu kl. 14.30 og 23.00. -—■ Laugardaga frá L og L kl. 13.30 og 18.00. Frá Skíðahótel- inu kl. 14.00 og 18.30. — Sunnu- daga frá L og L kl. 10.00, 13,30, 18,00 og 21,30. Frá Skíðahótelinu kl. 10.30, 14.00, 18.30 og 23.00. — Hópferðir s.f. Minningarspjöld Slysavarnarfé- lagsins eru seld á skrifstofu Jóns Guðmundssonar, Geislagötu 10. Heilsuverndarstöð Akurcyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram i Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg. AUGLÝSENDUR! Alþýðumaðurinn kem ur víða við í sveit og bæ. Hann er lesinn, og sala hans eykst með hverju tölublaði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.