Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 1
Aukin lán til verkamannabúsfaða Harry O. Frederiksen framkvæmdastjóri seíur Iðnstefnuna. MALBIKUN HAFIN (Ljósmynd: N. Hansson). SÍÐASTLIÐINN þriðjudag hóf- ust framkvæmdir með hinum nýju malbikunaríækjum Akur- eyrarbæjar, og er verið að mal- bika Þingvallasíræti ausíanvert. Svo sem orð heíur verið á gert í blöðum og rnanna á milli, hefj- ast þessar framkvæmdir mun seinna en til stóð, en bæði mun hafa vaidið dráttur á afhend- ingu véla og einnig að seinna hefur gengið með uppsetningu en vænzt var. Reynist hsns veg- ar tækin vel og tíð verði liag- síæð í sepí.—okt. munu enn standa vonir til, að unnt reynist að malbika þær götur, sem bæj- arstjórn ákvað í vor að malbika í sumar. Þýzkur sérfræðingur kom upp með útlagningarvélinni til að kenna meðferð hennar, og hefur byrjunin á framkvæmdum þess- um gengið vel undir leiðsögn hans. Iðnstefna samvinnumanna á Akureyri ÞANN 25. ágúst var sett hér á Akureyri Iðnstefna samvinnu- manna og er þetta í sjöunda sinn, sem samvinnumenn efna til Iðnsteínu. Harry O. Frederik sen, framkvæmdastjóri Iðnaðar-. deildar S.Í.S., setti Iðnstefnuna, en hún hafði aðsetur sitt í Gefj- unarsalnum. Allar verksmiðjur samvinnumanna sýndu fram- leiðsluvörur sínar, en eins og kunnugt er, eru þær flestar stað settar á Akureyri. Iðnstefna samvinnumanna sýndi greinilega að íslenzkur iðnaður er í stöðugri framför og vel þess verður að honum sé sómi sýndur og sá stuðningur sem nauðsynlegur er. Á Aku-r- eyri mun á sjöunda hundrað manns starfa við iðnrekstur samvinnumanna. í sambandi við Iðnstefnuna voru nokkrar verksmiðjur sam- vinnumanna hér á Akureyri opnar almenningi til sýnis. BYGGINGASJÓDUR VERKA- MANNA heíur nýlega lokið út- hluíun á 88.5 milljónum króna 111 verkamannabúsiaða. Af þessu fé eru yfir 70 milljónir til 159 nýrra íbúða á 36 stöðuin á landinu, en 18 milljónir viðbót- arlán til íbúða, sem eru í smíð- um. Eggert G. Þorsteinsson, þáver- andi formaður stjórnar Bygg- ingasjóðsins, skýrði frá þessu í sl. viku. Hann sagði enn frem- ur, að á 25 ára starfsííma sjóðs- ins hefði aldrei í einu lagi verið veitt fé til jafnmargra íbúða í einu. Lánsioforð þau, sem Bygginga sjóður nú veitir, koma til af- greiðs’u á þessu og næsta ári, eftir því sem hinum nýju íbúð- um miðar áfram. Er miðað við ÁVARP FRÁ ÚTGÁFUSTJÓRN SVO SEM augljóst er af þessu tölublaði, hefur Alþýðumað- urinn nú skipt um -prenístað, stækkað nokkuð og mun siðar einhverjum útlitsbreytingum taka. Þetta er miðað við það að geía boðið lesendum vaxandi blað, og hefur útgáfustjórn Alþýðumannsins hug á, að auk útlitsbreytingar og stækkun- ar geti blaðið framvegis boðið upp á meiri fjölbreyítni í Ies- máii, þótt eigi sé þess að dyljast, að enn verði sá stakkur aiiþröngur vegna efnaskorts. Er því hér með minnt á, að ætíð er vei þegið, að flokksmenn og aðrir velunnarar blaðs- ins sendi því fréttir og annað efni, því siíkt síuðlar að betra blaði. ÚTGÁFU ST J ÓRNIN. það hámark á íbúð, kr. 450.000, sem ákveðið var nýlega af Al- þingi. Viðbótarlán voru nú veitt til verkamannabústaða, sem eru í (Framhald á blaðsíðu 5). Guðmundur í. Guðmundsson. Emil Jónsson. Lggeri G. yorsceinsson. Breytingar á ríkisstjóriiinni Guðmundur í. Guðmundsson lætur af störfum. Emil Jónsson utanríkisráðlierra. Eggert G. Þor- steinsson félags- og sjávarútvegsmálaráðherra SL. MÁNUÐAG baðst Guð- mundur í. Guðmundsson lausn- ar frá störfum sem utanríkisráð herra, en Guðmundur hefur gegnt því vandasama starfi síð- an 1956, eða lengur en nokkur annar. Hann tók við síöríum utanríkisráðherra þá er vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1956 og hefur gegnt því starfi óslitið síðan og auk þess var hann fjármálaráðherra í minni- hlutasíjórn Alþýðuílokksins. Einnig hefur Guðmundur sagt af sér varaformar.nsstöðu í Al- þýðuflokknum. Við starfi utan- ríkisráðherra hefur tekið Emil Jónsson formaður Alþýðuflokks ins, en við störfum hans er hann áður gegndi tekur Eggert G. Þorsteinsson, sem eigi hefur áð- ur gegnt ráðherrastörfum, en Eggert er yngsti þingmaður Al- þýðuflokksins, fertugur að aldri. Við varaformannsstarfi tekur Gylfi Þ. Gíslason, er áður var ritari flokksins, en við ritara- starfi tekur Benedikt Grondal. Allar þessar breytingar voru samþykktar á fundi í miðstjórn Alþýðuflokksins sl. sunnudag. Alþýðumanninum þykir rétt um leið og hann sendir Eggert G. Þorsteinssyni heillaóskir í til- efni hinnar nýju og þá jafnframt ábyrgðarmiklu stöðu að kynna æviferil hans fyrir lesendum AI- þýðumannsins, en eins og öllum jafnaðarmönnum er kunnugt (Eramhald á blaðsíðu 5). ORÐSENDING Auglýsendur athugið. Alþýðu maðurinn er í sókn. Ilann kem- ur víða við og er Iesinn í sveit og bæ. Alþýðumaðurinn er ó- bræddur við að fullyrða að les- endur blaðsins munu láta auglýs endur njóta viðskiptanna. Aiþýðumaðurinn á tryggan og vaxandi lesendahóp og því væntir blaöið þess að kaupmenn og kaupféiög veiti lesendum blaðsins góða uppiýsingaþjón- ustu með góðri auglýsingu. Það er aiira liagur. HRÍMBAKUR SIGLIR HRÍMBAKUR brá sér á leik í sunnangolunni sl. miðvikudag og kippti í fesíar sínar og sigldi í átt að Oddeyrartanga. Það er von margra Akureyringa, að þessi „uppreisn" skipsins verði til þess að það verði fjarlægt af pollinum, þar sem það hefur legið á annað ár, fáum til augna yndis.' ALÞÝÐU MAÐURINN XXXV árg. — Akureyri, finuntudaginn 2. september 1965 — 31. tbi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.