Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 02.09.1965, Blaðsíða 8
 Góðir lesendur ALÞÝÐUMAÐURINN er í sókn og trúir á framtíðina og þá hug- sjón er hann barst fyirr, lýðræðissósíalisma á þjóðlegum grund- velli. Nú er ráðið að blaðið verði framvegis 8 síður og sú bjartsýni byggist á aukinni sölu blaðsins að undanförnu. Engin launung er á að við all ramman reip er að draga, því að engir auðjöfrar standa að baki blaðsins, heldur er treyst á lesendur þess og auglýsendur um að þeir gefi blaðinu gott veður. Öflug norðlenzkt sósíaldemó- kratískt málgagn er lífsnauðsyn fyrir Norðlendinga, ef þeir hafa annars orðið nokkurn metnað í því að vera Norðlendingar lengur. Alþýðuflokkurinn íslenzki hefur úrslitavald í stjórnmálum þjóð- arinnar í dag. Hann hefur stuðlað að því að borgaraflokkarnir tveir hafa ekki náð saman og því auðnast að milda það vald er þeir vissulega hafa, samkvæmt atkvæðatölum frá síðustu kosning- um. En Alþýðumaðurinn vill ekki aðeins vera málsvari sósíalisma, heldur líka málgagn Norðlendinga í sókn þeirra gegn áhrifamætti Stór-Reykjavíkur. Alþýðumaðurinn. verður fyrst og fremst norð- lenzkt málgagn, norðanfarj er hvetur til sóknar og djarfsækni hvern þann Norðlending er vill halda vöku sinni. Þess vegna vænt- ir Alþýðumaðurinn öflugs stuðnings .allt frá Blönduósi vestra til Þórshafnar eystra um drengilegan stuðning og blaðið veit það að sá stuðningur verður veittur strax næstu daga. Nauðsyn á fjölbreyftara afvinnulífí Rætt við Jóhannes Haraldsson Ðalvík AÐ lokinni messu í Urðakirkju þann 22. ágúst sl. var kirkjunni færð fögur minningargjöf, er það fagur neonljósakross til minningar um Lilju Árnadótt- ur frá Hæringsstöðum og fyrri mann hennar, Svein Bergsson, og einnig Svein Jónsson, bifreið- arstjóra, er lézt í sumar, en Sveinn var sonur Lilju af seinna hjónabandi. Gefendur eru börn Lilju, tengdabörn, barnabörn, stjúpbörn og systir. Árni Jóns- son bóndi á Hæringsstöðum af- henti gjöfina, en sóknarprestur- inn Stefán V. Snævarr veitti henni viðtöku fyrir hönd safn- aðar og kirkju og þakkaði fyrir hina höfðinglegu gjöf, en dóttir þeirra Sveins óg Lilju, Líney NÝR SKÓLASTIORI ENN mun vanta 4 kennara við barnaskóla bæjarins, en eins og kunnugt er taka þeir til starfa í dag. Eiríkur Sigurðsson skóla- stjóri mun taka sér ársfrí frá störfum og mun Indriði Ulfsson gegna stöðu skólastjóra á með- húsfrú að Túnsbergi á Svalbarðs strönd, kveikti á krossinum. Þetta er fagur eirkross 1.50 m og lýsir til beggja hlioa. Kross- inn er frá Neonljósagerðinni í Reykjavík, en uppsetningu ann- aðist Helgi Indriðason rafvirkja- meistari á Dalvík. ÞAÐ gekk á með krapahryðjum og slubbsamt var á allt of hol- óttum götum Dalvíkurkauptúns, þá er ég lagði leið mína, að kvöldi hins 26. ágúst, að Smára vegi 12, heimili Jóhanns Har- aldssonar skrifstofumanns og fyrrverandi bónda að Laugahlíð í Svarfaðardal. Erindi mitt var að falast eftir viðtali við ‘ Jó- hannes, því að engin launung er mér á því hvorki við lesendur Alþýðumannsins eða aðra, að mér heíur ætíð fundizt Jó- hannes mjög geðfelldur og traustvekjandi maður, þótt eng- in persónuleg kynni né nokkur kunningsskapur hafi verið á milli okkar til þessa. Mig renn- ir grun í að svo sé fleirum far- ið og eigi hafi skerzt það álit við persónuleg kynni af Jó- hannesi, er sú skoðun mín byggð á þeim rökum, að víða að hefur verið leitað til Jóhannesar til þátttöku í ýmiskonar félagsstörf um, bæði þá er hann var búsett- ur í Svarfaðardal og eigi síður eftir að hann fluttist til Dalvík- ur, enda ber öllum saman um það að Jóhannes sé ötull og fórnfús félagshyggjumaður, og fcmi mörgum frístundum í Elliheimilissfjórn Akureyrar falin stjórn Skjaldarvíkur EINS og skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi, afhenti Stef- án Jónsson í Skjaldarvík Akur- eyrarbæ í vor gjafabréf fyrir elliheimilinu þar, jörðunum Ytri- og Syðri-Skjaldarvík, vél- um og bústofni frá og með 1. okt. n.k. að telja. Gjöfinni fylgdu þau tilmæli, að Akureyrarbær ræki þar áfram dvalarheimiii fyrir aldrað fólk og öryrkja. Bæjarráð Akureyrar hefur nú lagt til við bæjarstjórn, að stjórn Elliheimilis Akureyrar verði um sinn falið að annast rekstur dvalarheimilisins í Skjaldarvík, sem og búsins, og hefur stjórnin þegar hafizt handa um það að geta tekið að sér reksturinn frá og með 1. okt., m. a. framráðið starfsfólk, sejn gefið hefur kost á því að vera áfram við heimilið eða bú- ið, en gert er ráð fyrir, að for- stöðumann verði að ráða til að hafa yfirstjórn rekstursins með höndum, og verður svo ugglaust gert innan tíðar. Sj óstangaveiðimót DAGANA 4. og 5. september, nú um helgina, verður haldið sjóstangaveiðimót frá Akureyri, en það mun verða annað í röð- inni, sem haldið er norðanlands. Fyrra mótið fór fram á svipuð- um tíma sl. ár, og voru þáttak- endur um þrjátíu frá Akureyri, Reykjavík og Keflavíkurflug- velli. Búizt er við mun meiri þátt- töku í þetta skipti og þá frá fleiri stöðum á landinu. Tilhögun mótsins verður á þessa leið: Föstudagskvöld 3. sept. kl. 21.30 verður mótið sett í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Laugardaginn 4. sept. kl. 08.00 lagt af stað áleiðis til Dalvíkur, en þar taka bátarnir við kepp- endum og leggja úr höfn kl. 09.00. Komið að landi kl. 17.00. (Framhald á blaðsíðu 5). þágu þeirra félagasamtaka er hann hefur gerzt félagi í. Um 12 ára skeið var hann í stjórn U.M.F. Þorsteinn Svörfuður og gegndi þar formannsstörfum um nokkurt skeið, einnig átti hann sæti í hreppsnefnd Svarfdæla. Eft ir að Jóhannes fluttist til Dal- víkur er mér kunnugt um að aukizt hafa að mun störf hans á sviði félagsmála. Undirrituðum er kunnugt um að Jóhannes hefur verið einn af fremstu forystu- mönnum ýmsra félagssamtaka á Dalvík og verið kjörinn til trúnaðarstai'fa af hreppsfélagi og af fleiri aðilum. Hann er núverandi formaður Byggingarfélags verkamanna á Dalvík, einn af stofnendum Lionsklúbbs Dalvíkur og í stjórn hans, foringi Skátafélags Dalvíkur, einn af fremstu starfs kröftum í leikstarfsemi og söng- lífi þorpsins, á sæti í skólanefnd og í nýstofnuðu Æskulýðsráði Dalvíkur, sem skipað er 7 mönnum og fleira mætti til nefna, já og eitt skal nefna enn, að Jóhannes er einn af forustu- mönnum þeim, er stofnað hafa Tónlistarskóla á Dalvík, er ég hiklaust tel til kraftaverka ekki í stærra plássi, svo að orðtak Nobelsskálds sé viðhaft, en eins og kunnugt er af fréttum munu starfa við skólann á komandi vetri 2 kennarar, Gestur Hjör- leifsson hinn kunni forusturnað- ur í tónlistarlífi Dalvíkur og Ingimar Eydal, er allir Norðlend ingar þekkja. Ég ann tónlist og tel hana lista göfugasta og því finnst mér akkur í að heyra að rót þeirrar listar hefur náð ör- uggri fótfestu í nálægð heima- Frá Dalvíkurhöfn. byggðar minnar, og tel ég ugg- laust, að brimið við Böggvis- staðasand og hreinleiki og tign Gljúfurárjökuls í mynni Skíða- dals orki þannig á huga, að svíta eða sinfonía, eða aðeins einfalt íslenzkt þjóðlag finni jákvæðan hljómgrunn meðal fólks í heima byggð minni. Formáli minn er orðinn of langur en þó skal enn reyna á þolrif Jóhannesar og góðsemi hans og kynna hann fremur fyrir lesendum blaðsins. Jóhannes er fæddur að Þorleifs- stöðum í Svarfaðardal (án áherzlu, þar sem undirritaður er fæddur líka), en með áherzlu og milli grænna strika, ef hægt (Framhald á blaðsíðu 5). Fjallvegir teppast í SL. VIKU ríkti köld norðan- átt um norðan- og austanvert landið, og snjóaði þá talsvert til fjalla og sumar nætur allt nið- ui' í byggð sums staðar. Þannig tepptist Austurlandsvegur um skeið á Möðrudalsöræfum og Siglufjarðarskarð varð ófært. Þrátt fyrir hið kalda veður, mun kartöflugras ekki hafa skemmzt nema sums staðar hér norðanlands, en sunnanlands fylgdi þessari ríku norðanátt nætui'frost, svo að verulega sá á grasi. Með ágústlokum dró úr norð- anáttinni, og september heilsaði með hlýrri og allhvassri sunnan- átt, hvert sem framhald hennar verður. I HEYR LESENDUR Ég ÆTLA að trúa ykkur fyr- ir því, að ég hef enn ekki sent út pósfkröfur fyrir blað- gjaldi blaðsins, verður þá svo að vera þótt útgefendur þess lýsi vantrausti á mig fyrir seinlæfi mitt. Því skal trúa ykkur fyrir bón minni, hvort sem ráðherra, verka- maður, bóndi eða annarra stétta menn eiga hlut að máli. Bón mín er sú að þið sendið mér blaðgjaldið við fyrstu heníugleika, með því sparið þið blaðinu aukin út- gjöld og undirriíuðum leiði- gjarnt erfiöi. Árgjaldið er aðeins 100 kr. Utanáskrift er Alþýðumaðurmn, Strand- göíu 9, Akureyri. Þakkir flyt ég þeim, er óbeðið hafa sent mér blaðgjaldið. Ég er þess fullviss, að allir bregðast vel við bón minni og hundrað- „kallar“ síreyma að næslu daga. Með beztu kveðju og fyrir- fram þakklæti. Sigurjón Jóhannsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.