Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.09.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.09.1965, Blaðsíða 4
KITNEFND: Stcindúr Steindórsson (áb.)‘, Albert SöIVason, Hrcinn Pálsson og Guðinundur Hákonarson — ÚTGEFÁNDI: AlþýðuIIokksfélag Akureyrar - AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: Strandgötu 9, II. hæð, sími 1-13-99 Prentverk Odds Iijörnssonar h.f. Akurevri. ÞAÐ FR samdóma álit allra sannsýnna manna, og þá ekki sízt meðal kennarastéttarinnar og annarra skólamanna, að í tíð núverandi menntamálaráðherra hafi verið unnið meir og betur að skólabyggingamálum og aðbúnaði fræðslumála en í tíð annarra fyrirrennara hans. Auðvitað dettur engum í hug, að skilningur Gylfa Þ. Gíslasonar og áhugi á þessum málum hafi einn áorkað öllu, þar hefir hann að sjálfsögðu notið skilnings samráðherra sinna, alþingis og leiðandi manna kennslumála, en forysta hans hefir verið ótvíræð og svo skörungleg, að mjög vel hefir miðað. í kaupstöðum og kauptúnum hafa á síðustu árum risið upp mörg glæsileg og vel búin barna- og gagnfræðaskólahús og víða um sveitir hinir myndarlegustu heimavistarbarnaskólar, auk þess sem húsakostur eldri skóla í bæjum og sveitum hefir verið mjög bættur, þar á meðal héraðsskólanna. Það kemur því úr hörðustu átt, er Tíminn, aðalmálgagn Framsóknarflokksins, ræðst nýverið á Gylfa Þ. Gíslason fyr- ir linlega forgöngu í skólabyggingarmálum og reynir að laaða inn þeirri skoðun, að hann setji sveitir hjá um skóla- byggingar, en líti meir á hag þéttbýíisins. Af forystu Fram- sókriar í fræðslu- og skólamálum hafa semsé farið litlar sög- ur síðan í tíð Jónasar Jónssonar, og frá menntamálaráðherra- tíð Eysteins Jónssonar þekkjast sárafáar skólabyggingar. Arásarefni Tírnans er annars það, að í ár taldi ríkisstjórn- in sig neydda til að minnka fjárfestingu í opinberum fram- kvæmdum, m. a. skólabyggingum, og var þá ákveðið að haga þeirri frestun þannig, að hefja eigi nýbyggingar, heldur freista þess sem víðast að koma í gagnið skólabyggingum á lokasmíðastigi. Allir sjá, að þetta var skynsamlegt, en auðvitað hefir jressi ákvörðun snert einhverja illa, sem eygt hafa skólabyggingu á næsta leiti, skólabyggingu, sem brýn þörf er á, en varð nú enn að bíða. \hð jressa óleystu þörf reynir Tíminn að slá sig ti! riddara, en bæði er verkið illt, enda Vonlaust, því að al- menningur fylgist betur með þessum málum en Tíminn virðist vita. Þetta stafar af því, að fræðslnmálin snerta svo mikinn hluta landsmanna, annars vegar æskuna, hins vegar foreldrana og kennarastéttina. Hinir síðarnefndu vita líka vel, hver stórbylting hefir orðið og er enn að gerast í fræðslu- málunum, m. a. með lengingu skólagöngunnar, fjölgun þjóðarinnar og sívaxandi menntnnarkröfur. Þetta allt gerir það að verkum, að vér þurfum á samheldni, samvinnu og ríkum skilningi að halda til farsællar og góðrar úrlausnar, svo sem núverandi menntamálaráðherra hefir orð á sér fyrir að hafa getað laðað fram undir forystu sinni, en ekki rangar ásakanir, eins og Tíminn gerir sig sekan um. Heilbrigð gagnrýni er að sjálfsögðu góð, og hér er því ekki hajdið fram, að forystu menntamála.sé á engan hátt hægt að gagnrýna. Allir geta gert sín mistök og skekkjur. En í þessu tilfelli Tímans er ekki um gagnrýni að ræða, heldur ómak- lega árás, gerða í flokkspólitízku sliyni svo augljóslega, að henni hvorki á né má vera ómótmælt. Yrér vonum hins vegar einlæglega, að Tíminn sjái fram- vegis meiri fylgismöguleika í því að vinna jákvætt að fræðslumálunum með núverandi menntamálaráðherra, en ekki gegn honum. Því fleiri sem standa vel að verki, því betra. Frá aðalfundi Skógræktar- félags Islands DAGANA 27.-29. ágúst sl. var aðalfundur Skógræktarfélags ís lands haldinn að Blönduósi, og sátu hann um 70 til 80 manng, fulltrúar og gestir. Hákon Bjarnason skógræktar stjóri gerði þar grein fyrir skóg- ræktarmálunum almennt, og kom víða við. Kom þar fram, að nú er sýnt, að tré hafa rétt furðu mikið við eftir áfellið sunnanlands 1963, og að vöxtur skóglendis í sumar er víðast hvar ágætur, enda þótt sl. sum- ar væri kalt. Ljóst er nú að ým- is barrtré, bera fræ í flestum árum, svo sem stafafura, brodd- fura og blágreni austur á Hall- ormsstað. Sýnir það ótvíræði- lega, að tegundir þessar eru að ílendast, og geta talizt íslenzkir gróðurborgarar fyrr en varir. Hins sama má vænta um fleiri tegundir, svo sem lerki og sitka- greni. Annars er fjárskortur skógræktinni nokkur fjötur um fót eins og fyrri daginn, svo að naumast hefir verið unnt að halda áætlun um að gróðursetja 1.5 millj. plantna í ár. Einnig benti skógræktarstjóri á, að gróðursetning væri ekki svo góð sem skyldi, og hvatti mjög til vandvirkni í þeim efn- um, því að þar er bæði um beint hagsmunamál að ræða, auk þess sem ill gróðursetning, spillir framgangi málsins. skamms. Þótt félögin njóti styrks af ríki, bæjar- og sveitar- félögum og sýslum, er fjárhag- ur þeirra örðugur og hefir held- ur gangið á sjóði þeirra og skuld ir aukizt. Komu báðir ræðu- menn inn á það, að félögin þyrftu að eflast og félagsmönn- um að fjölga, enda héldi vöxt- ur þeirra ekki í horfi í samræmi við fjölgun þjóðarinnar. Miklar umræður urðu á fund- inum, og ríkti þar almennur áhugi og vilji um að efla félög- in og störf þeirra. Að vísu er þar víða við ramman reip að draga, annars vegar er fólks- fækkun í sveitunum, og hins- vegar of mikil vantrú ýmissa manna, á gagnsemi skógræktar. Hefir skógræktin orðið fyrir nokkrum næsta ómaklegum árásum hin síðari árin. Af ályktunum fundarins, mun athyglisverðust sú, er fjallar um skógrækt í Fljótsdal, en þar hef ir verðið gerð áætlun um að tengja saman búrekstur og skógrækt í heilli sveit. Verði úr þeim framkvæmdum, sem vitan lega getur ekki orðið, nema með tilstyrk ríkisvaldsins, fæst ófrá- víkjanlega úr því skorið, hvort skógræktin getur orðið fastur liður í landbúnaðinum. En í Fljótsdal eru skilyrði góð til slíkra hluta, og mikið að byggja á reynslunni frá Hallormsstað. Þá var og rætt um og ályktanir gerðar um aukna skógrækt á Vestfjörðum, en sá landshluti hefir að nokkru orðið útundan í þeim efnum. Þá má geta þess, að skóg- ræktarstjóri flutti erindi um ferð sína um Vestfirði, og lýsti þar árangri þeim, er náðzt hafði þar á ýmsum stöðum, og sýndi myndir, af hversu tekizt hefir að breyta þar grjótholtum í skógarlundi. Einnig flutti dr. Bjarni Helgason mjög athyglis- vert erindi um jarðveg. Fundarmenn fóru inn í Vatns dal og skoðuðu þar tilrauna- reiti, sem gerðir höfðu verið á Haukagili og Hofi. Var þar sáð birkifræi í óræktarjörð fyrir all- mörgum árum, en upp af þvf hefir vaxið álitlegur skógur, og það sem mesta furðu vakti, var hvílíkri gjörbreytingu jarðveg- ur og gróður hafði tekið við til- komu skógarins. Mátti margt af þeim tilraunum læra. Skógrækt- arfélag Austur-Húnvetninga tók á móti fundarmönnum í Veiði- mannaskála þeim hinum nýja við Þórdísarlund. Var þar veitt af rausn, og skemmtu menn sér ágætlega um stund. Fundurinn var haldinn í Fé- lagsheimili Blönduóss, sem er eitt glæsilegasta og vistlegasta samkomuhús landsins og hérað- inu til mikils sóma. Þá fór hann og allmörgum orðum um landgræðslulögin nýju, og hver bót mætti að þeim vera, en minnti jafnframt á, að gróðurverndarmálið hefði fyrst verið tekið upp á opinberum vettvangi af Skógræktarfélagi íslands og væri því ástæða, til að fagna því sem fengizt hefði með lögunum, en mikið vantaði þó enn á, að skógræktin væri tekin í þágu landgræðslunnar, og gætti bar misskilnings hjá forystumönnum í landbúnaði. Á margt fleira minntist skóg- ræktarstjóri í ræðu sinni, sem ekki verður hér getið. Snorri Sigurðsson erindreki skýrði frá störfum félaganna á sl. ári. Nýjar girðingar þeirra væru um 100 ha. að flatarmáli, en hinsvegar tálmaði fjárskort- ur því, að unnt væri að halda gömlum girðingum við sem skyldi, en sjálfboðavinna fyrir félögin færi óðum minnkandi. Alls hefðu félögin gróðursett 530 þús. plöntur og væri það heldur minna en árið áður. Stöð ugt ykist eftirspurn eftir rauð- greni og hvítgreni, en nú um skeið hefði verið erfitt að út- vega heppilega stofna af sitka- greni og lerki, en úr því mundi verða unnt að bæta innan Miklar byggingaframkvæmdir Húsavík 5. september. Ógæftir hafa hamlað veiðum hér að undanförnu. — Þilfarsbátarnir, sem stunduðu ufsaveiðar í sum ar, eru nú aftur áð byrja með dragnót. Mjög mikið er um bygginga- framkvæmdir hér nú, auk margra íbúðarhúsa er verið að byggja félagsheimili, sjúkrahús og Fiskiðjusamlagið er að ljúka við að steypa upp fjórðu hæð- ina ofan á hús sitt, neðan við bakkann. Þá er verið að reisa tvö fisk- og iðnaðarhús á höfð- anum. Kennsla í yngstu bekkjum Barnaskólans hófst í vikunni. Áuk hans starfa hér í vetur Gagnfræðaskóli, Iðnskóli og Tónlistarskóli. Kennaralið skól- anna er að mestu það sama og s.l. vetur. Hestamennska er mjög vin- sæl hér um þessar mundir. — Stofnað var hér hestamannafé- lag á s.l. vetri og hefir mikill fjöldi ungra sem gamalla fengið sér hesta og mun tala þeirra vera farin að nálgast 100. Sigurður Björnsson óperu- söngvari söng fyrir skömmu í Húsavíkurkirkju á vegum Tón- listarskólans hér. Undirleikari var Reynir Jónasson. Húsfyllir var og söngvara og undirleikara forkunnarvel tekið. Sauðfjárslátrun hefst hér hjá Kaupfélaginu um miðjan mán- uð. Ekki er enn vitað, hver sláturtalan verður. Sláturhús- stjóri verður, eins og í fyrra, Benóný Arnórsson á Hömrum. Lítil síld hefir borizt hingað' í sumar, eins og á aðrar hafnir hér norðanlands. Síldarverk- smiðjan hefir tekið á móti rúm lega 20 þúsund málum og salt- að hefir verið í 2400 tunnur og eru þær að mestu farnar. Albert Schweitzer látinn HINN heimsþekkti mannvinur og hugsuður Albert Schweitzer er látinn, níræður að aldri. Schweitzer hefir byggt sér óbrot gjarnan minnisvarða á spjöld- um mannkynssögunnar fyrir göfugt starf, yljað fórnfýsi og mannkærleika.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.