Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.09.1965, Blaðsíða 1
* OPIÐ ÖLL KVOLD TIL KLUKKAN 22 00. VERZLUNIN BREKKA ANNAST FERÖALAGIÐ. EKKERT AUKAGJALD. SÍMI 1-29-50 BILALEIGA. LÖND OG LEIÐIR SÍMI 1-29-40 ALÞYÐUmAÐURINN WW JAFNAÐARMENN ÁKVEÐNIR AÐ EFLA VERKALÝÐSHREYF INGUNA AD MUN iiiiiiiiiiiiiii XX'XV árg. - Akureyri, {immtudaginn 16. september 1965 - 33. tb. Merkilegf framfak Norður-Þing- ! eyinga í skólamálum héraðsins iÓ AÐ aldrei hafi verið jafn- mikið reist af skólahúsum og undir „viðreisn“ hefir ekki reynzt unnt að mæta sívaxandi skólaþörfum að fullu. Norður-Þingeyingar ætla í vetur að freista þess að levsa úr framhaldsskólaskorti sínum á athyglisverðan hátt, og njóta þar fyrirgreiðslu og aðstoðar ríkisvaldsins að vísu, en samt bera úrræði þeirra vott um fé- lagshyggju og hugkvæmni, sem vert er að vekja athygli á. Tveir barnaskólar hafa risið með stuttu millibili til þess að gera: í Skúlagarði í Kelduhverfi og Lundi í Axarfirði. Góð hús en varla fullnýtt, ef aðeins eru notuð fyrir börn úr hvoru skóla hverfi. Nú hefir orðið að ráði, að börnum úr Kelduhverfi og Ax- arfirði verði kennt einvörðungu að Skúlagarði, og einnig fari þar fram kennsla undir próf upp úr 1. bekk miðskóla, en að Lundi verði kennt svo sem í yngrj og eldri deild héraðs- skóla, þ. e. héraðsskóli verður að Lundi í vetur í nýja barna- skólanum þar fyrir ungmenni úr Norðursýslunni. — Gamla bamaskólann að Lundi á að nota fyrir heimavist, og hefir viðgerð á húsinu farið fram í sumar með þetta fyrir augum. Auk þessa munu prestshjónin að Skinnastað taka nokkra nem endur skólans til eins konar (Framhald á blaðsíðu 7). I ALÞYÐUMAÐUR- I | INN TILKYNNIR j SÓKNIN gengur ágætlega i (Lullu bía Dagur, taktu \ j á þolinmæðinni. Það eru að- : i eins tvær orðsendingar í \ : þessu blaði) og þakkar blað- i I ið öllum þeim mörgu, er sent \ i hafa þakkir og hvatningar- i í orð og víst mun verða létt | i að herða sóknina að mun, ef | É öflugs stuðnings verður að i | vænta frá ykkur, lesendur = j góðir. Blaðið heitir á alla i i velunnara sína að gefa blað- \ l inu gott veður. Við þurfum \ = að geta tvöfaldað tölu fastra j { kaupenda og því er heitið á \ \ alla, er ljá vilja lið, að i i styðja að söfnun nýrra i j áskrifta. Og hví ekki að i = keppa, góðir lesendur, hver : i ykkar getur safnað flestum i j áskrifendum og heitir blað- : i ið þeim duglegustu verðlaun \ i um í þakklætisskyni, t. d. i | súkkulaðipakka frá Eyþór í | i Lindu, eða áskrift að Degi. i | En án gamans. Blaðið treyst- j i ir ykkur i i Með beztu kveðju. Sigurjón Jóhannsson I Vel heppnuð ráðstefna um verkalýðs- mál á Sauðárkróki um síðastl. helgi VERKALÝÐSMÁLANEFND Alþýðuflokksins hélt ráðstefnu um verkalýðsmál á Sauðárkróki dagana 11. og 12. september s.l. Ráðstefnan var vel sóít og sátu liana um 40 manns, sem flestir eru starfandi menn í verkalýðssamtökum hinna ýinsu síaða á Norðurlandi. Jón Sigurðsson formaður Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokks- ins setti ráðstefnuna með stuttri ræðu og gaf um leið yfirlit yfir það helzta sem gerzt hafði í verkalýðs- og hagsmunamálum verka- fólks síðan á flokksþingi s.l. liaust, en á flokksþinginu voru verka- Iýðsmálin mikið rædd. Fundarstjórar voru kosnir þeir Jón Karlsson, Sauðárkróki og Guðmundur Hákonarson, Húsa vík. Ritari ráðstefnunnar var Björgvin Brynjlófsson, Skaga- strönd. Eggert G. Þorsteinsson, fé- lagsmálaráðherra flutti ítarlegt erindi um mörg þau mál, sem verkalýðssamtökin varða og sem ýmist hafa verið afgreidd eða eru á döfinni. Að loknu erindi félagsmála- ráðherra hófust umræður og voru málin rædd. Tóku flestir fulltrúarnir til máls. HÚN ER ÁNÆGÐ með út-1 litið. — Hér kemur Al- 1 I þýðumaðurinn í nýjum bún- : 1 ingi og við vonum að ykkur I i getist vel að honum. — Það j j er Kristján Kristjánsson í 1 1 POB, sem er höfundurinn að j | hinu breytta útliti, og þökk- | i um við honum hjartanlega i i fyrir liðveizluna. j '"iiiiiiiui MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiniiiiiiii'S Kjördæmisþing AKVEÐIÐ er að kjördæmis- þing Alþýðufl. í Norður- landskjördæmi eystra verði háð hér á Akureyri, sunnudaginn 26. september n. k. — Nánar verður greint frá tilhögun þings ins í næsta blaði. Áður en fundi lauk á laugar- dagskvöldið var kosin nefnd manna til að undirbúa sam- þykktir fyrir ráðstefnuna, og voru eftirtaldir menn kjörnir: Kolbeinn Helgason, Akureyri, Ingólfur Jónsson, Dalvík, Er- lendur Hansen, Sauðárkróki, Sigurður Gunnarsson, Húsavík, Jóhann Möller, Siglufirði, Sig- urður Ringsted, Ólafsfirði og Björgvin Brynjólfsson, Skaga- strönd. Snemma á sunnudagsmorgun hófst fundur að nýju og voru þá ræddar tillögur nefndarinn- ar. í fundarlok voru gerðar samþykktir þær er hér fara á eftir. SAMÞYKKTIR Verkalýðsmálaráðstefna Al- þýðuflokksins haldin á Sauð árkróki dagana 11. og 12 sept. 1965, vísar til samþykktar síð- asta Alþýðuflokksþings, um að leggja beri ríka áherzlu á nauð- syn þess, að aukin séu ítök Al- þýðufl.fólks í verkalýðshreyfing (Framhald á blaðsíðu 2). ><S>^3*í*í><í><í><^<^<^<®’4>4><$^S*$*íxS> 1 Atriði úr söngleiknum „Spoon River Anthology'1 sem Ieikflokkurinn „The American PIayers“ sýn- ir á Akureyri 4. október n. k. Fremst á myndinni er Ruth Brinkmann, sem leikur kvenhlutverkin. Söngleikurinn „Spoon River” sýndur á Ákureyri Amerískur leikflokkur í lieimsókn MÁNUDAGINN 4. okt. n. k. er væntanlegur til Akureyr- ar ameríski leikflokkurinn The American Players, sem mun sýna söngleikinn Spoon River Anthology í Samkomuhúsi bæj- arins sama kvöld. I leikflokki þessum eru fjórir leikarar, tveir kvenmenn og tveir karlmenn, og hefir flokk- urinn verið í leikför um Evrópu undanfarnar vikur á vegum Menntamálaráðuneytis Bandaríkjastjórnar. Öll kven- hlutverkin eru leikin af Ruth Brinkmann, en Maurice Warn- er leikur karlhlutverkin. Þau John Gittings og Dorothy Mill- ar annast söng og hljóðfæraleik, en þau eru bæði kunnir amer- ískir þjóðlagasöngvarar. Höfundur Spoon River, banda ríski rithöfundurinn Edgar Lee^ bregða upp skæru ljósi Masters, er fæddur í smábæ í (Framhald af blaðsíðu 2). Mið-vestur ríkjum Bandaríkj- anna. Söngleikurinn byggist á því, að höfundinum verður reik að inn í kirkjugarð smábæjar- ins Spoon River, og um leið og hann les grafskriftir á legstein- um hinna látnu góðborgara, skynjar hann á ljóðrænan hátt hugsanir hinna látnu um sjálfa sig, vini þeirra og óvini, per- sónulega sigra þeirra og ósigra í lifanda lífi, og verður þetta til á Halló krakkar Krakkar MÍNIR. Al- þýðumaðurinn vill ná vinsældum ykkar, eins og íullorðna fólksins, og til að sanna það mun í næsta blaði byrja framhalds- saga, sem við vonum að þið hafið gaman af. Sag- an heitir FJALLGANG- AN, og höfundurinn heit- ir Már Snædal. í sögunni scgir frá tveimur strák- um, sem voru að vísu beztu skinn, en dálitlir glannar, og sagan grein- ir einmitt frá því, er þeir tefldu á tæpasta vað. En ekki meira að sinni! Alþýðumaðurinn bíður börnin velkomin í les- endahóp sinn. — Sælir krakkar að siiuii. <S>4><íWÍWÍ>SWS>«><íWÍ*M>^^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.