Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.09.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 16.09.1965, Blaðsíða 5
Ríkisvaidinu ber að veita íslenzkum iðnaði nokkurf öryggi, er felst í hömlum á innflufningi iðnaðarvara Litið inn í Lindu og rabbað í flýti við EYÞÓR H. TÓMASSON, forstjóra ¥vAÐ getur verið dálítið spennandi að vera ókunnugur í bænum * og hlusta svona útundan sér á tal fólksins um menn og mál- efni. Eitt af Jiví sem ég varð fljótt áskynja um var það, að fólk var ekki sammála um, og hefi oft heyrt rifrildi um, var Eyþór for- stjóri í Lindu. Sumir telja hann næstan guði almáttugum, en aðrir líkan húsbóndanum í neðri staðnum, og að vonum, því að ég hefi alltaf verið lítill stærðfræðingur og því aldrei fundið þversumm- una út úr þessum tveimur andstæðum. Því var það mér svolítil þol- raun er ég hringdi í Eyþór for- stjóra í fyrsta sinni í eftir- grennslan um auglýsingu, hvort ég mundi finna í mæli hans mildi guðs allsherjar — eða grimmd djöfulsins, — en ég fann hvorugt, heyrði aðeins fremur geðþekka rödd er bauð mér tvær auglýsingar frá Vega- nesti og af þeim sökum þótti mér ofurlítið vænt um hann (emem, matarást, myndi hiksta í gömlum vini mínum), en basta, ég sendi honum ekki blaðið í þetta sinn. Jæja, en svo óx alltaf löngun mín að lita Eyþór forstjóra og ríki hans og kl. 4 síðdegis á þriðjudag nú í vikunni banka ég á dyr forstjórans út í Lindu. „Kom inn, er sagt“. Stundin er runnin upp og sjá, við skrif- borðið situr bara venjulegur maður, án dýrðarljóma sem ég þekki frá Biblíumyndum, og líka án horns og hala, ég man ekki hvar ég hefi séð þær. Hér lít ég bara geðþekkan mann, dökkhærðan, er ég finn að ég get rætt allan skrattann við, ef ég kæri mig um að láta ósvífn- ina ráða. Eyþór í Lindu er ósköp venjulegur maður alveg eins og Jakob í KEA og Skarp- héðinn í Amaro. í fullvissu þeirrar staðreyndar læt ég fara vel um mig í mjúku hægindi í bjartri og rúmgóðri skrifstofu forstjórans. Hann er ljúfmann- legur og segir að ég sé ritstjóra- legur, en ég kann ekki -við að segja að mér finnist hann of mannlegur, en tek í staðinn upp risspappír og upphef spurning- ar. — Mér er sagt, Eyþór, að þú sért umsvifamesti og „stærsti" kaupsýslumaðurinn hér á Ak- ureyri. — Nei, það er nú ekki rétt, en kannski með þeim stærstu, en verksmiðja mín mun vera sú stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar hér á íslandi og ég mun láta sýna þér verksmiðjuna á eftir. — Ég þakka fyrir, en hver er þá stærsti bissnismaðurinn? — Því vil ég ekki svara, en ég mun vera með þeim stærstu. — Er gott að vera kaupsýslu- maður á Akureyri árið 1965? — Já, ég vildi segja það. Ég vildi ekki skipta á Akureyri og Reykjavík. Eyþór H. Tómasson. — Og hvers vegna? — Ég held að vinnist á allan hátt betur hér en í Reykjavík, það er á einhvern hátt allt ör- uggax-a hér en þar, og skal ég þó segja þér að um 60% af framleiðsluvörum Lindu fara á mai'kað í Reykjavík og á Suð- urlandi og þar af leiðandi leggst á mikill flutningskostnaður er eigi fæst bættur í hærri álagn- ingu, en viltu skýra frá því að án undandráttar að ég tel vel- gengni Lindu fyrst og fremst hafa byggst á ágætu starfsfólki, frá því fyrsta að verksmiðjan tók til starfa. (Innan sviga. Heyr starfsfólk Lindu boðskap verkstjói'ans), en án sviga vill falleg stúlka úr Lindu segja mér í trúnaði hvernig henni líkar við forstjór- ann. Má vera í umslagi merkt trúnaðarmál. Þetta var hugdetta en svo skal spyi-ja áfram og næsta spui-ning skal vera. — Ertu ánægður með núver- andi ástand? — Ekki get ég nú sagt það, framleiðsluvöi'ur Lindu eru háðar verðlagseftirliti og við höfum ekki fengið hækkaða álagningu nú um tveggja ára skeið við höfum mætt þessum ei-fiðleikum með meiri vélvæð- ingu er þýtt hefir færra stai'fs- fólk og kannski er það sem koma skal. Einnig hefur það valdið okkur nokkrum ei'fiðleikum, næsta hömlulaus innflutningur á þeim fi'amleiðsluvörum er Linda framleiðir. — En þið Sjálfstæðisflokks- menn predikið að sáluhjálpin sé ótakmai'kað vei'zlunarfrelsi. — Veit ég vel, en á meðan íslenzkur iðnaður er í deiglunni, þá þarf hann nokkurrar vernd- ar við. Nú glottir sósíalistinn í mér, en vona að forstjói'inn hafi ekki séð púkann. — Ertu þá á móti fi'jálsum innflutningi, Eyþói', er næsta spurning mín, eftir að ég hefi náð að fela sósíalíska glottið, skiptir engu, hvort það hefir verið í Emilsætt eða Hannibals, eða þá sameiningartákn hinna vinnandi stétta á sama degi og norskur vei'kalýður bíður ósig- ur fyrir sameinuðum öflum í ætt framsóknar og Sjálfstæðis- flokks hér upp á íslandi studdir af rýtingsstungum kvíslinga og kusiena. — Já, segir Eyþór á meðan íslenzkur iðnaður er þetta ung- ur ber íslenzku ríkisvaldi að veita honum nokkui’t öryggi er felst í nokkrum hömlum á inn- flutningi á erlendum iðnaði, en þá er okkur hefir veitst nokk- urt svigrúm, munum við eigi biðjast griða, þá mun íslenzkur iðnaður vera búinn að sanna tilverurétt sinn. Ég er hér samþykkur Eyþór forstjóra og af þeim sökum sliðra ég sverðið og finn að í þessu atriði erum við bræður — sameining sósíalisma og kapíta- lisma. En ég finn a-5 ég er að spilla dýi-mætum tíma forstjór- ans, því síminn hringir í sífellu, og því skal nema staðar. Og þó aðeins ein spurning enn. — Hvernig fórstu að verða svona ríkur Eyþór? — Því get ég ekki svarað full- komlega. Kannski var það heppni og líka dugnaður, en fyrst og fremst ágætt stai'fsfólk. Það hefir aldrei brugðizt mér. Og þetta eru lokaorð forstjói'- ans og í þeim finn ég að ís- lenzkir kapítalistar og bisnis- menn virða enn ósvikular vinnufúsar hendur. Handtak Eyþói's forstjóra er þétt og hlýtt og ég finn flögra væntumþykju fyrir brjóst mér í þeirri vissu að hann sé hvoi'ki guð né djöfullinn, heldur réttur og sléttur íslendingur er hafði ekki málungi matar ái'ið 1930, og þess vegna hlýtur forstjóri Lindu að vera svolítið skiln- ingsríkur kapítalisti og í þeirri trú kveð ég hann með þakklæti og við hlið vei'kstjói'ans Ey- steins Árnasonar geng ég um bjarta og rúmgóða vinnusali Súkkulaðs vei'ksmiðjunnar Lindu þar sem ég hlýði á út- skýringar vei'kstjórans um hlut- verk og þýðingu hinna ýmsu véla og guð komi til, hve freist- andi væri það eigi að dýfa sleikiputta niður í ilmiþrungna súkkulaðishi-æru, en þó í trún- aði skal frá skýi-a, að það feg- ursta er ég sá í Lindu var veit- ingasalur stai'fsfólksins, þar sem allt vitnaði um, að atvinnu- rekandinn væri þess vel vitandi, að góður aðbúnaður starfsfólks- ins væri sterkasta stoðin undir atvinnurekstri hans. Eysteinn verkstjóri sýnir mér bjarta og rúmgóða vinnusali og ég fæ vitneskju um það, að kannski, á þessari sömu stundu og ég rabba við hann, er barn úti í Austurríki, blóma- rós í Danmöi'ku eða milljónei'i í New YORK að gæða sér á gómsæti frá Eyþóri í Lindu. — Og þá er ég labba út úr ríki Eyþórs með súkkulaðipakka í hendinni verð ég að viðui'- kenna, þó ég sé sósialisti, að Akureyri er akkur í að eiga Eyþór forstjóra. s. j. ÚR BRÉFUM TIL BLAÐSINS OKKUR ELDRI AD KENNA ALÞÝÐUMAÐUBINN mun öðru hvoru birta kafla úr bréfum, er blaðinu ber- ast, en þó aðeins að fengnu leyfi bréfritara. í þessu blaði hefur Jó- hannes Guðmundsson á Húsavík orðið, og um leið skal tekið fram, að blaðið á honum margt gott að gjalda. Aðeins skal benda á hér, að Jóhannes hefir verið einn af dugmestu útsölumönnum blaðsins og sendir Alþýðu- maðurinn honum heila þökk fyrir. Hér hefir Jóhannes orðið: EG þakka þér hressilegar gi'einar og hispui'slausar um ýmis málefni. Sérstak- lega þótti mér vænt um gi'einar þínar um bindindis- málin og hvei’nig þú tókst þar svari unglinganna. Það er ómótmælanleg stað reynd, að di'ykkjuskapur unglinga er eldri kynslóð- inni að kenna. Stundum, og líklega allvíða, gefa foreldr- ar böi'num sínum illt for- dæmi, hvoi't sem er með hóf- di'ykkju eða ofdrykkju. Aðrir foreldrar ráða ekki við verkefnið, þrátt fyrir fulla viðleitni og bezta vilja, því tízkan er það vald, sem ekkei't fær staðizt, ekki sízt hálfþroskuð og nýjungagjörn æska. Enda er hún um- kringd af gi'áðugum hræ- fuglum, sem leitast við að hremma hina — stundum alltof auðfengnu aura, — sem hún hefir milli handa. Og svo eru félagai-nir, sem teknir eru til fyrirmyndai', oft einhvei’s konar vanmeta- kindur, „kaldir kai'lar“, er slá um sig og þykjast vera stórir. — En nóg um það. Ég kemst alltaf í hita, þeg- ar ég minnist á þessa hluti, enda tel ég áfengismálin langsamlega erfiðasta bölið, sem þjóðin á nú við að stríða.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.