Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.09.1965, Blaðsíða 1
E P L I — APPELSÍNUR - BANANAR VERZLUNIN BREKKA ANNAST FERÐALAGIÐ. EKKERT AUKAGJALD. SÍMI 1-29-50 LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 Skipuleggjum ferðalög endui'gjaldslaust. Fyrir hópa og einstaklinga ALÞYÐUmAÐURINN XXXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 23. september 1965 - 34. tbl. Og Iauf fallin í Davíðsgarði. — Ljósmynd. N. H. FALLA STRÁ UM FIT OG HOLT, FÖLNAR BRÁ A TÖN- UM. FJALLIÐ HÁA HREYKIR STOLT, HÉLUGRÁUM BRÖNUM ALÞÝÐUMAÐURINN vill leyfa sér að feta eigi algerlega í troðnar slóðir annarra blaða. Eftir þá „dásamlegu“ útlitsbreyt- ingu, er sannar að Kristján í POB hefir meistarahendur, og því verður forsíða blaðsins nú aðeins hugleiðingar um haustið — og •svipmyndir frá Akureyri. 1>ETTA eru að vísu engin stór- tíðindi, í samanburði við sigð- ina blóðugu, sem nú ógnar Asíu og jafnvel heimsfriði öllum. En því að blína aðeins á blóoregn, er fellur og minnir á öfund, ill- girni, hatur, hungur og blóði- storkið lík í Viet Nam eða Tndlandi. Við skulum heldur nema hljóðlát fótspor hausts- ins, er það án trumbu- sláttar, nemur ríki og bregður mildum höndum dauðans á blómið er brosti við mér og þér á júnídægri. Dauði haustsins er ekki hnefahögg frá glottandi staðreynd um eilífan dauða, heldur fremur vissa um að sú fegurð, er við litum augum á liðnu vori, verði okkur aftur gefin með nýju vori, svo fremi að vitfirrtur Hitler kasti ei helsprengju á heim allan.. — Súlan hefir svift af sér þoku- hjúpi, en er grá í vöngum, og því skal yfirskrift þessara haust þanka vera vísa eftir Þorkel Vigni. JÚ, það er líka úthellt blóði hér á Akureyri þessa dagana. Lömb, er báru grön að grænum toppi á mildu maídægri, bíða í klefa hinna dauðadæmdu í Sláturhúsi KEA á Oddeyi’ar- tanga. Lagðprúð og fagureyg lömb frá Helgastöðum bíða eftir dómi herra síns og eig- enda og frá lokuðum dyrum heyrast skothvellir og kunnug mynd birtist mér, mynd af spriklandi skrokk, mann með hníf í hendi er sker á háls, fél- aga frá vorinu er saug putta manns og kannski sofnaði í fangi smaladrengsins, þreytt af sinni fyrstu göngu út í heim- inn, er hló við spurulum lambs- augum af fjárhúshlaði. Ég sé gleði bóndans yfir velgengni og láni speglast í augum Guðmund- ar frá Helgastöðum, kunnugleg mynd frá dögum bernskunnar, þá er ég fann án orða að pabbi og mamma höfðu sigrað kannski til næsta mánaðar og því frest- un á orðin að almennum mann- Ungir og aldnir á leið um Hafnarstræti. — Ljósmynd: N. H. Við fláningsborðið. réttindum væri glatað t. d. að kjósa öðlinginn og höfðingjann Bernharð Stefánsson á þing og þá einnig forðað mér og syst- kinum mínum að vera seld á uppboði lægstbjóðanda. En þetta er út úr dúr og nú skal þakka hlýtt liandíak Guðmund- ar frá Helgasíöðum, ég finn í því velvild bóndans, og þá jafn- framt þar.n sar.nleika að vinn- andi stéttir á íslandi eigi og beri skylda til að vinna saman. En þetta átti að vera hugleiðing um haustið en ekki um stjórn- mál, og við Níels Hansson kveðj- um Siáturhús KEA, Guðmund bónda á He’gastöðum og dilk- ana hans, sem ég veit að þá er þetta er ritað hafa kvatt lífið, en úr eiiífri eilífð líta þeir kannski nú sóley í Helgastaða- túni eða smjörlauf í brekku í skjólsælum hvammi fram til Ejt af j arðar dala. Það er ekið um bæinn, stað- inn þann er hlýtur að verða burðarásinn í norðlenzkri sókn gegn alræði nesjanna við Faxa- flóa (Góðir lesendur syðra þetta er ekki í hatri sagt heldur varpað fram í ljósi þeirrar stað- reyndar að ísland minnkar, ef engjn íslenzkur Þrándheimur verður fyrir hendi til mótvægis gegn höfuðborgarvaldi). VIÐ ÖKUM um bæinn, ungmey lagar sokk sinn í Skipagötu, strákhnokki stappar í polli við P.O.B., yfir lygnum fleti Akur- eyrarhafnar vakka grámávar í leit að auðíengri bráð. Við Minjasaín .Akureyrar íellir lauf- tré gull sumarsins og í gulnuðu laufi þess má sjá tár eftirsjá ungs lífs efíir sumrinu, eða kvíði yfir gaddkrumlum vetrar- VIÐ ÖKUM til Davíðshúss, og hvítt skilti við garðshlið vekur eftirtekt. Aðgangur 25 krónur, bannsvæði fyrir öreiga er þrá- ir að krjúpa við altari Davíðs, en ljúft kul norðan fjörðinn, hvíslar í eyra mér að Fagriskóg- ur á Galmarsströnd hafi verið óska’and meistarans, og einnig hitt að eyfirzk samtök hafi gjört sáttmála um að reisa skáld inu mlnnisvarða á heimalóðurn Dauðinn — og fallegt lainb fellur. — Ljósmynd: N. H. og ég veit að þar mun ekkert skilti gera mannamun. Það er laufregn í garði Davíðs, en í gegn um hörpuslög haustsins, nemur hugur mynd af brag- andi norðurljósum á kvöldi jan- úardags, þá er skáldjöfurinn í Bjarkarstíg stóð stoltur í ein- manaleik sínum á tröppum „Dalakofans” og beið komu lærisveina Sigurðar skólameist- ara er áttu að bera kyndla til heiðurs honum og hörpu hans. í nepju þess kvölds nam sveita- drengur úr Svarfaðardal að í köldum heimi geta líka ofur- menni verið einmana. í garði Davíðs er haustið hljóð látt, en þó má eygja og jafnvel heyra að haustið grætur þá er fölnuð laufkróna nálægt 25 kr. skiltinu, lýtur höfði undan kul- anna rísa fyrir sjónum musteri inu af norðri var hún að nema kveðju frá fölnuðu laufi í Fagra skógi. Og áfram fylgjum við hljóð- látu hausti um bæinn og nem- um staðar við Andapoll, önd yptir vængum líkt og hún finni vetrarkulið í andvaranum, og ef við lítum lengra en í ríki and (Framhald á blaðsíðu 5). Guðmundur á Helgastöður og dilkarnir hans. — Ljósmynd: N. H. ---£--------------------------------------- LEH)ARINN: Eftirtektarverðar breytingar RÆTT VIÐ STÚLKU í JIERNl AT sjá bls. 5 --1 i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.