Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 1
ÁSKRIFTARSÍMi ALÞÝÐUMANNSINS ER 143-99 I I Þótt bleikar sén hlíðar og vetur bíði bandan Súbia og Yaðlaheiðar, nemum við þó góðleika baustsins og ná- um takt við frjóleika þess í brosi barnanna XXXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 30. september 1965 - 35. tbl. Skólabjallan kallar á fagra æska Oddcyrarskólinn. — Ljósmynd: Niels Hansson. Indriði Úifsson. 1 LÞÝÐUMAÐURINN mun enn fylgja fyrri sið og birta livers- dagslegar fréttir á forsíðu. Við heyrum skólabjöiluna hringja, er kveður nemendur til náms að liðnu sumri. Við væntum þess, að skólarnir í höfuðborg Norðurlands verði vermireitir á komandi vetri og í þeirri trú kynnum við skóla Akureyrar með nokkrum orðum. Að vísu er þetta ekki nein tæmandi skýrsla, aðeins drepið á nokkrar staðreyndir, sem góðgjarnir skólastjórar bæjarins hafa veitt fréttamanni blaðsins í gegn um sírna. Hér með þökkum við velvild þeirra og væntum þess, að blaðið megi áfram njóta stuðn- ings þeirra og þá gjarnan vona, að þeir skeði eigi fréttamann blaðsins óvelkominn, þótt hann banki að dyrum í skammdegi og beiðist þess, að mega líta æsku bæjarins við nám, — í þeirra ríki. Yfir 400 h'árn í Oddeyrarskólanura 1Ð hringjum í hinn nýja skólastjóra, Indriða Ulfsson. Og við gefum honum orðið, að vísu nokkuð samanþjappað. 111 nauðsyn blaðamanna að spara rúm. Og nú talar Indriði Úlfs- son, skólastjcri Oddeyrarskól- ans: í Oddeyrarskólanum munu stunda nám um 420 böm í 16 bekkjardeildum og er nemenda aukning þó töluverð frá því í fyrra. Breytingar á kennaraliði skólans eru þær, að Eiríkur Sigurðsson skólastjóri tekur sér ársfrí frá störfum en skóla- stjórastöríum á meðan gegnir Indriði Úlfsson. Tveir kennarar hverfa frá skólanum, þau Hall- grímur Sigfússon og Rósa Árna dóttir. Nýir kennarar eru þær Stella Thorarensen, er starfaði áður við ísaksskóla í Reykjavík og Signý Guðmundsdóttir, er =000*= SAMK0MULAG? SAMNINGANEFNDIR í deilu prentara og prentsmiðjueig- cnda náðu samkomulagi í gær- kveldi, og verður það borið undir atkvæði síðdegis í dag. Eru horfur á því, að ekki komi til verkfalls. áður gegndi starfi í Haganes- skólahverfi. Haustskóli starfaði í september, bæði fyrir og eftir hádegi. Ákveðið er, að söng- kennsla nái yfir alla bekki skól- ans. 12 kennarar starfa við skól- ann, auk skólastjóra, á þessu skólaári. Skólinn var múrhúð- aður utan á s.l. sumri og einn- ig málaður. — Við þökkum Indriða Úlfssyni skólastjóra fyr ir upplýsingarnar og óskum honum velfarnaðar í hinu nýja en ábyrgðarmikla starfi. Hjörtur L. Jónsson. Skólinn í Glerárhverfi allt of lítill HÉR hefur Hjörtur L. Jóns- son skólastjóri barnaskól- ans í Glerárhverfi, orðið: í barnaskóla Glerárhverfis munu rúmlega 100 börn stunda nám í vetur og fimm kennarar munu stunda þar sína kennslu. Skólinn í Glerárhverfi er þeg- ar orðinn alltof lítill, enda byggður 1937. Mörg börn úr Glerárhverfi þurfa því að sækja nám í Oddeyrarskóla. Áríðandi er, að nú þegar verði hafizt handa um undirbúning nýs skóla í Glerárhverfi. — Við Þökkum Hirti skólastjóra fyrir, Hvert rám setið og meira en það í Gagnfræðaskólanum pAGNFRÆÐASKÓLI Akur- eyrar verður settur á morg- un, 1. október og samkvæmt upplýsingum, er blaðið fékk hjá Sverri Pálssyni, munu um 715 nemendur verða í skólanum í vetur, og er þar hvert rúm set- ið og meira en það. Kvað skóla- stjórinn eigi heppilegt, að gagn- fræðaskólar væru svo fjöl- mennir. Hæfilegur nemenda- fjöldi væri 500—560. Sjáanlegt er því, að við blasir skortur á skólahúsnæði í Akureyrarkaup- stað, og sem alkunna er, ríkir megnasta vandræðaástand í (Framhald á blaðsíðu 2). | ' ■ “V "" * í Sverrir Pálsson. Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri Barnaskóla Akureyrar TVTÆST skal nema staðar í ríki ’ Tryggva Þorsíemssonar, — Barnaskóla Akureyrar. Eins og kunnugt er, gegndi Tryggvi en viijum gjarnan bæta því við, að Glerárhverfi finnst mörgum fegursti hluti bæjarins og við sjáum vaxtarverki þessa hverf- is í nýjum og reisulegum bygg- ingum og því vonum við, að ekki verði þess langt að bíða, að þar rísi nýr og. fagur skóli, er hæíi fegurð hverfisins, og þá eigi síður, verði musteri ungrar kynslóðar, þar sem num in verður þekking og vizka, og einnig reisn í viíund þess, að það er burðarásinn í jafnvægi í byggð landsins, að vera sann- ur Norðlendingur. Fyrirgefið, þetta er aðeins innskot. Tryggvi Þorsteinsson. Þorsteinsson störfum skóla- stjóra í forföllum Hannesar J. Magnússonar. Nú hefur Hann- es látið af skólastjórastörfum, en Tryggvi verið skipaður í það embætti. Blaðið flytur Hannesi beztu þakkir fyrir trausta, ör- ugga og vinsæla skólastjórn í 18 ár og flytur jafnframt hinum nýja skólastjóra beztu heilla- óskir. í skólanum í vetur munu stunda nám um 780 börn eða svipaður fjöldi og í fyrra, enda ■ skólinn algerlega fullskipaður, en bekkjardeildir eru 29, og er það einni deild fleira en í fýrra. Auk fyrrverandi skólastjóra láta nú af störfum við -skólann Indriði Úlfsson núverandi skóla stjóri Oddeyrarskólans, og Guðný Matthíasdóttir, er hverf- ur að öðrum störfum. Nýir kennarar eru Rósberg G. Snæ- (Framhald á blaðsíðu 2). VIÐTAL VIÐ GOODTEMPLARA, sjá bls. 5 LEIÐARINN: „Öfund knýr og eltir mig“ Skipuleggjum ferð- | ir endurgjoldslaust § LÖND O G LEIF-IR. Sími 12940 [ Fyrir hópa og einstaklinga

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.