Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 30.09.1965, Blaðsíða 5
Það sem háir Reglunni mest, er að hún er hálfri öld á eftir tímanum ingi, að honum skuli finnast Rætt við Magnús J. Kristinsson, rafvélavirkjameistara EINS OG blaðið liefur getið um áður, gagnrýndi einn allhvass- yrtur templari þau ummæli blaðsins, að Goodtemplarareglan fengi vissar prósentur af drykkjuskap íslendinga og fannst blað- inu sjálfsagt að leiðrétta þá missögn sína, en falaðist jafnframt eftir viðtali við templarann og var tekið vel í það af hans hendi. Og s.l. mánudagskvöld leit templarinn inn á skrifstofu mína — og mér finnst óþarft að kynna Magnús J. Kristinsson rafvéla- virkjameistara, — og því skal hefja samtalið. Þú varst mér anzi reiður, vegna ummæla minna, Magnús. Ég veit ekki hvort ég var svo reiður, en í þeim kom upp sá draugur, sem ég hélt að búið væri að kveða niður. Þetta er hlutur, sem alls ekki er fyrir hendi, því að fjárveiting Al- þingis til Reglunnar er ákveð- in ár hvert og er algerlega óbundir hverjar tekjur Áfengis verzlunarinnar verða. Um mörg ár var fjárveitingin til Reglunn- ar óbreytt, en varla er hægt að segja hið sama um tekjur rík- isins af vínsölunni. En fjárveitingin til Reglunnar hefur þó hækkað mikið síðustu árin. — Já, en það er vegna ítrek- aðra umsókna yfirmanna Regl- unnar, rökstutt með því, að mikið meira fé þurfti til þess að halda uppi óbreyttu starfi, því að Reglan er ekki nógu fjölmenn til þess að hún geti haldið uppi nauðsynlegu starfi af eigin rammleik, af fjárfram- lögum félagsmanna eingöngu, m. a. vegna þess, að töluverður hluti félagsmanna er ekki af- lögufær, vegna þess að skammt er síðan þeir sneru af leið óregl- unnar. Okkur skortir m. a. stór- lega fé, til að styrkja þessa menn, því að æði oft er fjár- skortur undirrót áframhaldandi drykkjuskapar. Hefur sett niður fyrir tízkunni En þótt þið hafið fengið aukna fjárveitingu finnst samt mörg- um, að Reglan hafi sett ofan. Það hafa nú veigameiri hug- sjónastefnur sett ofan fyrir tízkunni, þar á meðal kristin- dómurinn, og ég vil bæta því við, að meðan þeir, er bera ábyrgð á tilveru og framvindu þessa þjóðfélags, láta sér sæma að vera ofurölvi á mannamót- um, þá er við ramman reip að draga fyrir okkur, sem lægra erum settir í mannfélagsstigan- um. Það er varla eins áhrifa- ríkt, þótt ég eða þú segjum við náunga okkar, að það sé ósæmi- legt og mannskemmandi að iðka brennivínsdrykkju, þar sem við komum varla svo inn á veitingastað, að við sjáum ekki einhvern af forráðamönn- um ríkis eða bæja, sitjandi yf- ir drykkju og oft lítið virðu- legir á að líta, og ég vil gjarn- an bæta þVí við, að þeir, sem með löggæzlu eiga að fara, séu oft ærið tómlátir, og á ég þar Magnús J. Kristinsson. ekki einungis við lögregluþjóna heldur og líka þá, sem ofar standa, því að ég trúi því, að ef þessari, að vísu mislukkuðu áfengislöggjöf sem nú er í gildi, væri framfylgt, svo sem þau gefa tilefni til, væri annað og betra snið á skemmtanalífi íslendinga. Er margt ungt fólk innan Reglunnar? Við hér á Akureyri þurfum a. m. k. ekki að kvarta. Ungt fólk er lífsmeiður Reglunnar, hún má aldrei eldast með for- ustumönnunum ? Agaleysi að kenna En drykkjuskapur unglinga færist alltaf í aukana. Jú, ég veit að það er stað- reynd, að aldurstakmarkið fær- ist alltaf neðar og neðar. Það er ekki gott að vita að hverju það stafar, en ég held að hér komi til agaleysi, bæði á heimilum og í skólum, og einnig vildi ég taka það skýrt fram, að linkind- in við að refsa þeim, er veita unglingunum vínið, er enn ein orsökin. Hér er um vítavert sinnuleysi af hálfu löggæzlunn- ar að ræða. Þú kastar þá ekki sökinni á æskuna? Nei, alls ekki. Við fullorðna fólkið hljótum að bera ábyrgð- á æskunni á hverjum tíma, og ég vil taka það skýrt fram að ég vil ekki hvítþvo Regluna. Segja að hún hefði ekki getað starfað betur, en hún hefur gert, en ég er líka jafn sannfærður um hitt, að ástandið væri þó enn verra ef hennar hefði eigi not- ið við. En ef ég segði, að ég hefði sannanir fyrir því, að Good- templari drykki. Hverju mynd- ir þú svara því? Því hefi ég til að svara, að um leið og félagi í Reglunni hefur neytt áfengis, þá er hann ekki lengur Goodtemplari, og því eigi hægt að segja að Good- templari drekki, í strangasta skilningi. Hins vegar neita ég því ekki, að nokkuð oft kemur það fyrir, að mönnum verði fótaskortur á þessu sviði. En þó er það ekki hin almenna regla, heldur oftast sömu menn- irnir. Já, og svo hefur almenn- ingur alltaf dálítið gaman af að segja, að þessi eða hinn templ- ari hafi verið fullur. Fólk virð- ist ekki geta skilið það, að við förum ekki til annars á vínveit- ingastaði, þótt það gjarnan viti betur. Að við erum þangað komnir til þess að hjálpa, ef auðið er, öðrum frá að neyta víns. Svo endurreisið þið þá bara, er falla? Vitanlega. Reglan er mjög umburðarlynd og reynir að setja sig í spor veiklyndra með- bræðra sinna og systra og vinn- ur því á grundvelli þeim, er dæmisagan um Miskunnsama Samverjann boðar. En heyrzt hefur, að templar- ar drekki á laun. Hverju viltu svara því? Að almannarómurinn Ijúgi í þessu tilfelli. Endurreisa endalaust Þið endurreisið hina brotlegu endalaust? Við hættum að endureisa, þá, er maðurinn er hættur að drekka. Þú veist að ein af grundvallarkenningum Regl- unnar er kærleikur og bræðra- þel til allra manna. Og á þessu sérðu, að við getum ekki setzt í dómarasæti, þótt einhverjum verði á að brjóta bindindisheit sitt, heldur reynum við að koma þeim sama manni til hjálpar, og mér þykir það bros- legur misskilningur hjá almenn það niðrandi fyi-ir Regluna, að endurreisa mann aftur og aft- ur. Hvaða góð móðir rhyhdi hætta að kyssa á „báttið“ þótt barnið hennar meiddi sig oft á dag? • Þú hefur drukldð sjálfur?, Já, ég held að ég þekki allar tegundir af fylliríum. Svo gekkstu í Regluna, og hún hefur leitt þig ,á. réttö braut? Já, með inngöngu í Regluna hætti ég öllum drykkjuskap, og hef ekki bragðað áfengi síðan. Og þér líður betur? Vissulega líður mér betur á allan hátt, en þá er ég gekk í Regluna, var ég mjög ókunnug- ur siðum hennar, og því sagði ég svona við sjálfan mig: „Far vel fagra veröld, nú skemmti ég mér aldrei meir.“ En aðeins hálfum mánuði seinna stóð ég sjálfan mig að því, að dansa af fjöri polka, ræla og valsa á stúkuballi, — og hafði aldrei skemmt mér betur. Það er ein hættulegasta blekkingin, sú firra, að ekki sé hægt að skemmta sér án áfengis, og vissulega bera þeir fullorðnu sökina á þeirri blekkingu. Það er lítið sannfærandi, að segja með staup í hendi, glitrandi af víni: „Þetta er áhætta og hættu legur fjandi, sem þú skalt aldrei eiga neitt við.“ Eina tryggingin fyrir því, að verða aldrei drykkjumaður, er að taka aldrei fyrsta sopann. Hvað viltu svo segja að lok- um, Magnús? Já, það sem háir Reglunni einna mest, að mínu áliti, er, að hún er hálfri öld á eftir tímanum, en það sýnir þó styrk hennar í sjálfu sér, að þrátt fyrir þetta, eru þó jákvæð áhrif hennar á menningarlíf landsins ótrúlega mikil. Hér lýkur hinu formlega við- tali okkar Magnúsar, sem ég þakka honum hér með innilega fyrir. Við ræddum að vísu margt meira, og mér fannst gott að skiptast á skoðunum við Magnús. Hann baráttuglaður, en hikar þó ekki við að játa yfirsjónir þeirra samtaka, er hann þó hyllir, og mér finnst það jafnan virðingarvert, og þá síður hætta á því, hvort félagið heitir Gootemplararegla eða eitthvað annað, verði stöðnuð samtök gamalmenna, er líta til baka og eygja aðeins dýrð sinna eigin afreka, en gæta eigi, að tíma fleygir fram. Ég vænti þess, að Magnús og skoðanabræður hans kippi Gootemplarareglunni inn í nú- tímann, svo að hún verði enn virkari í baráttunni gegn þeim öflum, er varða veg sinn með „lifandi“ líkum. s. j. STAKAN okkar ! VIÐ Þökkum fyrir allar vís- urnar er blaðinu hafa borizt, en væntum áframhaldandi lið- veizlu kvenna og karla, sem víð- ast að, og það er gleðilegt að finna að stakan okkar á enn, sterk ítök hjá þjóðinni þótt atomöld ríki. Við skulum kalla fyrstu vísu okkar í dag Horft yfir bæjarlæk- inn og er eftir Þorkel Vigni. Geisli sumarsólar hlýr signir jarðarveginn. Sko, hve blómin brosa hýr á bakkanum hinumegin. Einganga, kallar Rósberg G. • Snædal þessar stökur sínar: Einn eg sveima undir liaust, öllum gleymi kvíða. Læt um heiminn hömlulaust huga dreyminn líða. Djásn eg finn og fögur söfn forn er kynni sanna. Flýtur inn á friðarhöfn floti minninganna. Það er dapurt sinni Alenófs, ; er hann kveður þessa stöku. Yfir sumum vættir vaka, verma og lilýja sálarglóð. En eg er einn á köldum klaka kalinn á hjarta, frosið blóð. Einnig er hálfgerður haust- hreimur í þessari stöku Þorvald- ar Þórarinssonar frá Hjalta- bakka. í draumi bý eg lienni hjá hugann flýja daprar sorgir. Eg vakna að nýju og ekkert á annað en skýja hrundar borgir. Þótt ég hafi ekki fengið leyfi hins kunna hagyrðings, Harald- ar Zophoníassonar, um birtingu þessarar vísu, læt ég hana samt fara, en hún er mér jafnan hug- stæð og fylgja henni kveðjur til æskustöðva minna. Græddu mein hjá meyju og svein man þig sprund og halur. Sjónarsteina unun ein ertu Skíðadalur. Og við látum Þorkel Vigni hafa stíðasta orðið að þessu sinni: Vonarfylling fæstir ná fjarri hillingunni. Margir villast einatt á ytri gyllingunni. Hittumst svo heil í næsta blaði og við kveðjum að Kvar- ans-hætti. Verið þið sæl að sinni. ^f#############################*

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.