Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Side 1

Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Side 1
ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUM ANN SIN S EIl 1-13-99 ALÞYÐUMAÐURINN WW XXXV. árg. - Akureyri, {immtudaginn 7. október 1965 - 36. t Um 260 við nám í skólum á Húsavík í vetur, þar býr dugandi fólk, er eigi mun láta sinn lilut eftir liggja í ____ Miklar byggingar eru framundan norðlenzkri sólrn ALÞÝÐUMAÐURINN mun að þessu hinni helga Húsavík for- síðu sína. Engin stórtíðindi að vísu, aðeins stuttorðar stað- reyndir um skóla staðarins og fáorðar lýsingar á athafnalífi kaup- staðarins við Skjálfandaflóa. En þótt frásögn sé eigi tæmandi, vill þó Alþýðumaðurinn með þessu leggja áherzlu á það, að blaðið er ekki staðbundið við Akureyri, heldur ætlar það sér að vera — í enn ríkara mæli en verið hefir — málgagn Norðlendinga allra. Alþýðumaðurinn sendir Húsvíkingum beztu kveðjur sínar í von um góða samvinnu við þá í framtíðinni. Uimið að teikningu gagnfræðaskóla á Húsavík Gagnrfæðaskolinn á Húsavík var settur s.l. laug- ardag. 110 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur í 6 bekkjardeildum, og er það svipaður fjöldi og s.l. skólaár. Fimm fastráðnir kennarar starfa við skólann, auk skóla- stjórans, Sigurjóns Jóhannes- Sigurjón Jóhannesson skólastj. sonar. — Ennfremur nokkrir stundakennarar. Starfrækt mun verða sérstakt skólaeldhús, þar sem bæði pilt- um og stúlkum verður kennd matreiðsla. Gagnfræðaskólinn er til húsa í Barnaskóla Húsavíkur, og er þar orðið þröngt fyrir báða skól ana, sem eðlilegt er, en nú er verið að vinna að teikningu að gagnfræðaskóla og standa von- ir til, að hægt verða að hefja byggingu hans á næsta vori. Þess má geta, að Gagnfræða- skóli Húsavíkur er 20 ára á þessu hausti, en hann er arftaki skóla Benedikts Björnssonar, sem Húsvíkingum er að góðu kunnur. Gagnfræðaskóli Húsavíkur var settur í fyrsta sinn 12. októ- ber 1945 og var Axel Benedikts son fyrsti skólastjórinn og gegndi hann því starfi til árs- ins 1957, og tók þá Sigurjón Jó- hannesson við skólastjórn og hefir gegnt því starfi síðan. Barnaskóli Húsa- víkur settur á mánudaginn BARNASKÓLI Húsavíkur var settur s.l. mánudag og munu um 220 börn stunda þar nám í vetur í 11 bekkjardeildum. Við skólann starfa 6 fastráðnir kenn arar, auk skólastjórans, Kára Arnórssonar. Einnig kenna þar 3 stundakennarar. Þess má geta að allir kennarar við skólann hafa lögboðna kennaramennt- un. á vegum Kísiliðjunnar Reynir Jónasson skólastjóri. Tónlistarskóli HÚSVÍKINGAR hafa löngum fengið orð fyrir það að vera söngelskir og margir hafá notið yndisstunda við að hiusta á Karlakórinn Þrym. Húsvíkingar haía sinn eigin tónlistarskóla og er skólastjóri hans Reynir Jónasson organisti og auk hans kenna við skólann þau Ingimundur Jánsson og Ingibjörg Sieingrímsdóttir, er kenna mun söng, bæði við skól- ann og einnig hjá kórunum. Nemendur Tó:rlistarskólans eru rúmlega 30. Húsavík 5. október. — GÆFTIR hafa verið góðar hér síðustu viku, og afli allgóð- ur. Tveir þilfarsbátar hafa róið með línu, en hinir verið með dragnót. Þá hafa allmargar trill ur róið með línu og handfæri. Slátrun mun Ijúka hér um miðjan þennan mánuð, og mun alls verða slátrað hér um 33 þúsund fjár. Mikið hefir sézt hér af rjúpu að undanförnu og vænta menn, að tíð verði góð, þegar rjúpna- tíminn byrjar, 15. þ. m. Skotfélag var stofnað hér s.l. haust og keypti það veiðileyfi hjá nágrannahreppunum og eins mun verða nú. Fyrir skömmu hófust fram- kvæmdir við nýtt íþróttasvæði, sem staðsett er á gamla prests- seturstúninu, austan sundlaug- arinnar. Teikningar af svæðinu gerði Gísli Halldórsson verk- fræðingur. Miklar byggingaframkvæmdir eru hér í uppsiglingu á vegum Kísiliðjunnar og í dag eru hér staddir menn frá henni til að kanna staðsetningu fyrirhug- aðra mannvirkja. Glæsilegt félagslieimili í smíðum AHúsavík er í smíðum glæsi- legt félagsheimili og standa að því 8 félög í bænum, ásamt Húsavíkurbæ. Ryrjað var á byggingunni 1961, en það sem háir fram- kvæmdum • er fjárskortur, en Félagsheimilasjóður er nú mjög fjárvana en samkvæmt lögum á sjóðurinn að greiða 40% af kostnaðarverði, en hefir enn ekki greitt nema teikningar. í sumar heíir verið steyptur upp danssalur og eldhús, en það sem tilbúið er nú af félagsheimil- inu eru um ca. 7000 rúmmetrar, en eftir er að byggja leik- og kvikmyndasal, er á að rúma 330 manns í sæti. Á efstu hæð hússins í miðálmu verður stað sett eldhús og fundarsalur, sem rúma mun um 100 manns. Á þeirri hæð verða einnig fundar- herbergi þeirra félaga, er að byggingunni standa. — Bygg- ingameistari er Ingólfur Helga- son, en framkvæmdastjóri Ein- ar Fr. Jóhannesson. VANTAR TILFINNANLEGA VATN Kári Arnórsson skóíastjóri. [JÖG tilfinnanlegur vatns- skortur hefur verið í Hrís- ey í allt sumar og hefur vatn oft vart nægt nema handa frystihúsinu. Nýverið söfnuðu konur í þorpinu undirskriftum undir áskorun til hreppsnefnd- ar, um að ráðin yrði hér bót á hið fyrsta. Hefur nú hrepps- nefnd og vatnsveitunefnd gert samþykktir í málinu og mun niðurstaðan hafa verið, að graf- inn yrði nýr brunnur til að bæta úr vatnsskortinum. Jón Jónsson jarðfræðingur hafði verið fenginn til athugun- ar á beizlun vatnsins og var hans niðurstaða, að auðveldast myndi reynast að ná heitu vatni er myndi hægt að nota bæði til neyzlu og upphitunar. Barnaskóli llúsavíkur og Gagnfræðaskóli Húsavíkur eru til húsa í þessari giæsilegu byggingu. Rætt við BALDUR barnalækni, sjá bls. 5 Leiðarinn: Síldarleitarskip fyrir Norðurl. E P L I — APPELSINUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Fyrir hópa og einstaklinga LÖND O G LEIRIR. Sími 12940 Skipuleggjum ferð- ir endurgjoldslaust

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.