Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Blaðsíða 5
ísleiizkar mæður eru betur upplýstar um meðferð migbarna, en erlendar, þar sem ég þekki eitthvað tii líætt viS Bíildur Jónsson barnalækni á Fjórðiingssjiikrahásinn á Akuréyri ER ÞAÐ ekki góður eiginleiki, að vera lireinskilinn? Sumir segja jú, aðrir, sem telja sig hafa meira en „normal“ lífsreynslu, segja nei. Ég ætla ekki að leggja dóm á, hver réttara hefir fyrir sér. En íorr.iáli minn fyrir þessu viðiali, er hér fer á eftir, er kynni af lítilli stúiku úti í Hrísey, með meiri alvöru í augum en ætla má í barnsaugum á hennar aldri. Hún heitir Lovísa María og gengur í grind á öðrum fæti. Og í fullri hreinskilni skal sagt, að kannski hafi það verið mesta hamingja skólastjórans í Hrísey á s.l. vetri, að hjálpa Lovísu Maríu yfir stærstu snjóskaflana á leið hennar úr skólanum. Skólastjórinn vissi, að Lovísa María hafði dvalið í sjúkrahúsi á Akureyri, og á desemberdægri, þá er norð- an kul skóf í skafia, — spurði hann Lovísu Maríu, hvemig henni liefði liðið í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. „Mér leiddist voða, voðalega, en þó voru allir svo góðir, en hann Baldur var allra beztur“. Hver er Baidur? spyr skólastjórinn, og hann finnur gleði í því að finna barnshendur vefjast um háls sér, og kannski þess vegna var gott að vaða skaflinn, er aftraði för að bæjardyrum Lovísu Maríu. „Baldur!“, segir María. „Veiztu það ekki? Það var læknirinn minn“. — Svo skeður það að kvöldi liins 6. október 1965, að Baldur læknir er staddur á skrifstofu Alþýðumannsins og það er Lovísu Maríu í Hrísey að þakka — eða kenna. Baldur er Akureyringur, og hann vill á engan hátt láta kynna sig. Við verðum að játa það í upphafi, að fyrrverandi skólastjóra í Hrísey fannst Bald ur barnalæknir of orðvar, og þó mun hann viðurkenna, að einmitt í orðfæð hans nam hann það traust, er litla vinkona hans í Hrísey hafði gert upp- skátt í stórhríð á desemberdegi árið 1964. — En hverju skiptir það? Hann er læknir og ég er blaðamaður, og næsta forvitin spurning er upphafið af kynn- um okkar Baldurs, en það er önnur saga. — Mín fyrsta spurn- ing er: Hvenær tókst þú til starfa við sjúkrahúsið hér, Baldur? í október 1961. Baldur Jónsson læknir. Það er á valdi heimilisiækn- anna. Það er þeirra að úrskurða hvort þörf sá að leita til sér- fræðings eða ekki. Þú myndir segja mér frá hinu daglega starfi þínu í fáum orð- um? Það er ósköp hversdagslegt. Ég byrja stofugang um hálf níu og skoða þá nýja sjúklinga, er hafa komið, og athuga um ástand hjá öðrum. Síðan fer ég á fæðingadeildina og skoða þar Börnin á barnadeild Fjórðungsskúkrahússins á Akureyri. (Allar Ijósmyndirnar í blaðinu í dag eru íeknar af Niels Hanssyni.) Ingibjörg R. Magnúsdóttir yfir- hjúkrunarkona. Og hvernig hefir þér líkað starfið? Á margan hátt vel. Sérgrein þin er bamasjúk- dómar. Hvernig er búið að barnadeildinni hér á sjúkrahús- inu? Já, ég stundaði sérnám í barnasjúkdómafræði. Það eru að vísu allmikil þrengsli í deild- inni, en það stendur kannski til bóta í mjög nálægri framtíð, en barnadeildinni var komið fyrir til bráðabirgða, þar sem hún er nú staðsett. Hvað rúmar barnadeildin nú mörg börn? Þegar flest hefir verið, hafa legið þar inni 15 börn, og það er það flesta, sem hægt er að taka á móti. Koma foreldrar nógu fljótt með böm sín til rannsóknar? nýfædd börn, og einnig þau börn, er fara heim þann daginn. Vinn síðan á rannsóknarstof- unni til hádegis, en fer þá aft- ur á stofugang á barnadeildinni hálf eitt til eitt og svo í þriðja sinn á milli sex og sjö um kvöldið. Annars á maður alltaf að vera til taks .fyrir sjúkrahús- ið, ef vandamál ."koma úpp varð* andi börn. Einnig annast- ég upg barnaeftirlit sex daga; í mánuðþ Viltu gefa mér nokkra punkta af reynslu þinni í gfegtium stárf þitt? Ég veit ekki. Kannski svoljt- ið þurrmeti. Það er mjög al- gengt, að mæður komi með börn sín nokkurra mánaða göm ul til að láta líta á fætur þeirra. Eru þær oft mjög' uggandi um, að barnið hafi ilsig, en því veld- ur, að il barns, allt til þriggja ára aldurs, er mjög flöt vegna fitulags neðan á henni, en ótti þeirra er, sem betur fer, oftast ástæðulaus. Til er meðfætt il- sig og sést það strax við fæð- ingu. Áunnið ilsig kemur sjald- an í ljós fyrr en eftir tveggja eða þriggja ára aldur og er það miklu algengara en það með- fædda. Einnig er mikið leitað til lækna, með ungbörn vegna þröngrar forhúðar, en hún er eðlilega þröng og samgróin fyrstu átta mánuðina og óþarfi að sinna þessu, nema að einhver óþægindi fylgi. Annars finnst mér mæður hér á landi vera mun betur upplýstar um með- ferð ungbarna, en utanlands, þar sem ég þekki til. íslenzkar mæður vita a. m. k. flestar, að ekki þýðir að beita barn þving- unum og hótunum í uppeldinu, enda leiddi slikt til þess, að til- finning barnsins hyrfi niður í undirvitund þess og brytist síð- an út sem alvarleg taugaveikl- un hjá barninu. Hvar starfaðir þú erlendis? í Svíþjóð, í fjögur ár, aðal- lega við barnadeildir. Lengra varð elcki hið form- lega samtal okkar Baldurs, og ég verð að viðurkenna, að (Framhald á blaðsíðu 7). 'm STAKAN okkar ! VIÐ hefjum þáttinn í dag með þessari ágætu vísu eftir Ól- ínu Andrésdóttur. Enn á ísa góðri grund græðist vísum kraftur. Ertu að rísa af r-ökkurblund rímnadísin aftur. Sveinn Hannesson frá Elivog- um kveður þannig (bjó þá á lélegu heiðakoti). Ei vill falla allt í hag að mér liallast kælan. Ég reyni valla að ríma brag rýr er fjallasælan. Þannig kvað Nathan Ketils- son um ástina. Ástin slæðist einatt frá af því mæðist lundin. Vífum bæði og virðum lijá veikum þræði bundinn. Hér hefir Þorkell Vignir orð- ið. Jóhanna Höskuldsdóttir hjúkrunarkona, María Ríkharðsdóttir nemi cg Margréi Guðjónsdóttir hjúkrunarkona. Húinar inni, hélar skjá hnigna finn ég vonum. Aðeins linnir ama lijá endurminningonum. Hér gætir nokkurrar svart- sýni hjá S. Þ. I Lítil gæði lífið ber, ljóss eru hæðir fjarri. Ein þá mæðu aldan þver önnur fæðist stærri. Hér slær Guðmundur Frí- mann á Hörpustrengi. Blöð og strá með storku á kinn stirnir bláan ósinn. Yfir skjáinn skefur minn, skýrist gráa rósin. i 4 - Haust nefnir D. þessa vísu sína. Nú er senn á næstu grösutn norðanél og birta treg. Ganga um með göt á vösuttt greyin, bæði þú og ég. Ég læt svo Harald Zophonías- son hafa síðasta orðið í þættin- um í dag. — Hann kveður um Skíðadal. Á meðan áin blástraum ber og brýtur úr farveg sínum. Vefðu það sem íslenzkt er upp að faðmi þínum. Svo væntir blaðið þess, að þið verðið dugleg að senda okk- ur stökur. — Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.