Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 07.10.1965, Blaðsíða 7
Atliuffasemd f rá KEA [SAMBANDI við yfirlýsingu sem Húsnæðismálastofnun ríkisins hefir látið birta í blöð- um bæjarins er rétt að taka fram: Kaupfélagi Eyfirðinga barst fyrir nokkrum dögum bréf frá Húsnæðismálastofnun ríkisins, þar sem gefið er í skyn, að fé- lagið hafi af sjálfsdáðum og óbeðið gerzt umboðsaðili á Ak- ureyri og nágrenni fyrir Hús- næðismálastofnun ríkisins, og þar með „gengið með óviðkunn- anlegum hætti inn á verksvið stofmmarinnar“, eins og það er orðað í brefinu. Bréfinu hefir að sjálfsögðu verið svarað, en hins vegar var ekki ætlunin að gera þetta lítilfjörlega mál að blaðamáli, en hjá því verður ekki komizt, úr því þessi yfir- lýsing kemur frá Húsnæðismála stofnuninni. Tilefni þessarar yfirlýsingar mun vera auglýsing, sem KEA setti í blöðin um mánaðamótin ágúst—september, þar sem mælzt var til þess við þá, sem falið höfðu félaginu umboð til lántöku hjá Húsnæðismálastofn un ríkisins, að þeir skiluðu viss- um lánsskjölum fyrir ákveðinn tíma í skrifstofu Kaupfélagsins. Kaupfélag Eyfirðinga hefir um áratugi haft fyrirgreiðslu um lántökur fyrir bændur hjá lánastofnunum landbúnaðarins við Búnaðarbankann. Það kom því af sjálfu sér, þegar lána- deild smáíbúða var stofnuð með lögum 1952, og síðar Hús- næðismálastofnun ríkisins 1957, að húsbyggjendur á Akureyri og í nágrenni leituðu til félags- ins með fyrirgreiðslu vegna lána sinna. Þessi fyrirgreiðsla hefir farið sívaxandi eftir því sem árin hafa liðið, og bendir til þess, að mönnum þyki hag- ræði að því að fá þessa aðstoð, sem fólgin er í samningu láns- skjala, öflun vissra gagna og undirskrift undir skuldabréf, þegar þar að kemur. Öllu þessu fylgir ótrúlega mikil vinna og ýmislegur annar kostnaður fyr- ir félagið, en þessi þjónusta er veitt ókeypis í samræmi við það þjónustuhlutverk, sem sam- vinnufélögin telja sig hafa að gegna. ‘ Félagið hefir aldrei talið sig hafa neitt umboð hér fyrir Hús- næðismálastofnun ríkisins, enda í aldrei á neinn hátt gefið í skyn að svo væri. Auglýsingar félags ins varðandi lán eru birtar ein- göngu vegna umbjóðenda fé- lagsins, þeim til hagræðis og ábendingar, og til þess að forða því, að þeir missi í einhverju þess réttar sem þeim ber um lánveitingar, en það getur ein- mitt hent, ef Húsnæðismála- stjórn berast ekki í hendur í tæka tíð ýmis skjöl og skilríki varðandi lánin. Ætla mætti, að húsbyggjendur væru færir um að annast þetta að öllu leyti | sjálfir, en flestir þeirra verja I öllum þeim tíma, sem þeir hafa ! frá daglegri vinnu, til húsbygg- ingarinnar, og því ekki nema eðlilegt, að fram hjá þeim fari ýmislegt er varðar formsatriði. Því reynir félagið eftir megni að fylgjast með, hvað líður byggingu hvers og eins, og vekja athygli umbjóðenda sinna á, hverra gagna þurfi að afla, þegar húsin standa á vissum byggingarstigum. Ætti Húsnæð- ismálastofnun ríkisins raunar að vera þetta fremur til hagræð is en ama. í yfirlýsingu sinni hvetur Húsnæðismálastofnun ríkisins húsbyggjendur á Akureyri til þess að snúa sér beint til henn- ar vegna lánsumsókna sinna. Undanfarin ár hefir lánsúthlut- unum verið hagað þannig, að úthlutað hefir verið í tvennu, þrennu og jafnvel femu lagi, þótt rétt hafi komið fyrir, að úthlutað hafi verið í einu öllu láninu. Má því fara nærri um, að nokkuð yrði kostnaðarsamt fyrir húsbyggjendur, ef þeir þyrftu að gera sér ferð til Reykjavíkur til þess að undir- rita lánsskjöl, í hvert skipti, sem úthlutun færi fram. Mun flestum þykja byggingarkostn- aður nógu hár, þótt það bættist ekki við. Þegar félagið hefir tekið við umboði til lánsútvegunar fyrir menn, sem standa í bygginga- framkvæmdum, hefir það ver- ið áskilið, að öll skjöl varðandi lánið færu um hendur þess. Um slíkt þarf ekki að rökræða, því að það er sjálfsögð viðskipta- venja, sem alls staðar er við- höfð, þegar menn selja öðrum í hendur að fara með mál sín að einhverju leyti. ÍSLENZKAR MÆÐUR (Framhald af blaðsíðu 5). mér, sem blaðamanni, fannst hann of orðvar, og það samtal okkar, er eigi var skráð, þótti mér á margan hátt athyglisverð ara. En sumir menn vilja vinna verk sín án þess að bumbur séu barðar og ég veit nú, að Baldur læknir er einn af þeim. Svo sendum við Baldur Lovísu Maríu í Hrísey okkar beztu kveðjur, því að það er henni að þakka, eða kenna, þetta við- tal. s. j. U' RSLITALEIKINN í fyrstu deild léku ÍA og KR s.l. sunnudag, og lauk honum með sigri KR, 2:1. Samkvæmt frásögn sunnan- blaðanna mun leikurinn hafa verið allharður með köflum og meiddust tveir Akumesingar í lok leiksins, þeir Ríkharður og Eyleifur og eru meiðsli Ríkarð- ar talin alvarleg og mun hann þurfa að liggja í sjúkrahúsi all- langan tíma. Ber að víta þann atburð og þá jafnframt víta þann grófleika, að snjallasti knattspyrnumaður okkar íslend Kaupfélag Eyfirðinga mun, hér eftir sem hingað til, telja sér skylt að rækja umboðsstörf sín fyi’ir húsbyggjendur eftir beztu getu og á þann hátt, sem bezt hentar hverju sinni, svo lengi, sem þeim er ekki bannað með lögum að fela öðrum lán- tókuumboð. En verði það gert, mun bætast við byggingar- kostnað allstór kostnaðarliður, sem umbjóðendur félagsins hafa ekki þurft að standa und- ir hingað til. Kaupfélag Eyfirðinga. S *oock - s Örnefnasöfnun UMSE (Framhald af blaðsíðu 8). staða, er gengnar kynslóðir veittu okkur í arf. Ef Akureyr- ingar t. d. bregðast skyldu sinni í þessu sambandi, þá má vera að Súlur gleymist, en næstu kynslóðir nefni hið tíg- urlega fjall, tindinn fyrir ofan bæinn, eða eitthvað því um líkt. Jafn dýrmætt er því að varð- veita nafn eins og Ketiltág í Skíðadal og Prettlág, er geymir örlög undir tígurlegum norður- hlíðum Stólsins. Hér heldur UMSE vöku sinni sem og á öðrum sviðum. S........1 - Nýjar bækur frá AB (Framhald af blaðsíðu 8). myndum helztu einkennum þessa víðáttumikla grannríkis okkar, þar sem búa fleiri menn af íslenzkum ættum, en í nokkru landi öðru, og ef til vill fleiri en í öðrum framandi lönd um til samans. Kanada er tólfta bókin í hin- um vinsæla bókaflokki Lönd og þjóðir. Eru fjórar fyrstu bæk- urnar þegar uppseldar og aðr- ar eru á þrotum. Lesmál bókarinnar er sett í Prentsmiðjunni Odda h.f., en að öðru leyti er bókin unnin í Veróna á ítalíu. inga um langan tíma, þurfi að gjalda með heilsutjóni dugnaðar síns og fórnfýsi, er hann hefir sýnt félagi sínu um langt ára- bil. í viðtali við Alþýðublaðið s.l. þriðjudag telur Ríkharður þetta hafa verið sinn síðasta leik, en hann liggur nú rúmfastur í Sjúkrahúsi Akraness. Ef svo reynist, leyfir Alþýðumaðurinn sér að færa honum heilar kveðj ur og þakklæti frá hinum mörgu aðdáendum hans hér norðanlands, með ósk um góð- an bata. / —^ KR Islandsmeisfarar 1965 Unnu úrslitaleikinn við Akranes 2:1 Ríkharður slasast alvarlega BARNASA G A ATL ÞÝÐUMANNSINS Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL 3 — IF|ETTA ,er þ.ó skrítið. Það er Geir, sem rýfur þögn- *■ ina. Bræðurnir hafa staðið hljóðir á meðan þeir horfðu á för bjáfgsins niðuThamrasilIur fjallsins, ert nú má aðeins líta bláan grjótreyk upp úr urðinni, þar sem bjargið hafði lokið leik sínuni: • r • • . » ^ » * — Það verður komin rigning á morgun, pabbi segir, að þegar hrynji í þurru veðri, éiti það á úrkomu, og við vorum alldeilis heppnir, að losna Við þessi ósköp, áður en við lögð- um á fjallið, áegir Gunnár, en nú skulum við spretta úr spori, ekki veitir af tímanum. Og bræðurnjr fle"gja aftup á stað og án orða klífa þeir hvern rindann-aFoðrtrm^Það er eins og hlátur Klettafjalls hafi hleypt þeim kapp í kinn. Um hádegisbilið eru þeir staddir í urðinni neðan Kletta- fjalls, þar sem allt vitnar um hrikaleik fjallsins, en gnæfir fyrir ofan þá svimhátt í tign; sinni og mikilleik. Þar sem hvert klettabeltið tekur við af öðru, sundurskorin af hrika- legum giljum. Það er ekki laust við að nokkur beigur grípi Gunnar og hann lítur til bróðurs síns, er horfir án afláts upp í klett- ana. Var þetta rétt? Hann var eldri og því á hans ábyrgð, þessi djarfi leikur. Hann vissi, að Geir myndi fylgja honum. Ekki mögla, það þekkti hann, frá fyrri fjallgöngum, er þeir höfðu farið saman, t. d. er þeir gengu sig fasta í Svartagili og eina ráðið til björgunar var að stökkva á mjóa sillu, yfir hina ókleifu klettaskoru, er lokaði leið þeirra,. En ef stökkið mistækist, hlaut allt að vera búið. Og víst mundi hann það enn, þá er þeir voru háttaðir Jretta kvöld, bræðurnir, hve innilega Jjeir hjúfruðu sig hvor að öðrum, og hétu því, að leika sér aldrei, aldrei framar að hættunni, eins og þeir höfðu gert uppi í Svartagili þá um daginn. (Framhald í næsta blaði). ---- ^ Gferspeglar - Innrétfingavörur Höfum ávallt fyrirliggjandi: RLJÐUGLER 3 til 7 mm. - BÍLAGLER HAMRAÐ GLER og SPEGILGLER NÝKOMÍÐ: BETREKK og STÁLVASKAR frá Þýzkalandi Gjörið svo vel að líta inn. BY6G1NGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR H.F. Póttar nýkomnir 2,3,4,6,8,12,16 og 24 lítra 1, IV2? 2 og 3 lítra KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.