Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.10.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.10.1965, Blaðsíða 5
 Það minnisstæðasta er, þá er móðir seldi 10 ára dóttur sína í höfn Bankokar Rætt við ungan Akureyring, f HAUK MELDAL VIÐ HÖFÐUM fregnað að í vinnu hjá Karli Friðrikssyni verk- stjóra hjá Ú. A. væri næsta víðförull Akureyringur, sem for- vitnilegt myndi vera að spjalla við og sl. laugardag skruppum við niður í Hraðfrystihús í von um viðtal við Hauk Meldal. Karl verk- stjóri tók á móti mér með sinni alkunnu ljúfmennsku og lét okkur Hauk eftir glerhús sitt á meðan við spjölluðum saman. 5 Haukur er tvítugur að aldri, mjög geðþekkur piltur, en ég finn að honum er svo sem ekk- ert um það gefið að fara að svara forvitnilegum spuming- um, en þó komum við okkur saman um það að þetta verði ágæt hvíld frá síldarmokstrin- um. Hvenær sigldir þú fyrst, Haukur? Það var 1984. Ég gerðist þá skipverji á Kötlu. Skipið tók síld á Austfjörðum og sigldi með hana til Bandaríkjanna, við komum til New York og fyrstu kynni mín af þessari stóru borg voru þau að mér fannst allt svo stórt, himingnæfandi og eitthvað svo ómennskt. Við skoðuðum okkur dálítið um, en þó var það ekki mikið, Hvert lá svo leið ykkar frá stórborginni? Til Kanada til bæjar er heit- ir Seint John og þar dvöldum við í hálfan mánuð og þar var gott að vera. Hittirðu nokkurn Vestur-fs- lending? Nei, enda búa þar aðallega frönskumælandi menn en þaðan sigldum við til Bretlands til borgarinnar Preston og það sem mér er aðallega minnisstætt þaðan er aðgangur tollvarðanna, því að þeir rifu skipið bókstaf- lega sundur og umturnuðu öllu, en þeir höfðu nú lítið upp úr öllu þessum hamagangi, fundu aðeins eina vodkaflösku er einn skipverjinn átti og var hann sektaður um ein 50 pund, en hann kom þeim í skilning um að hann vildi miklu fremur sitja inni fyrir flöskuna sína, og svo held ég að hann hafi bara slopp- ið. Hvert fóruð þið svo? Til Spánar til borgar sem heit ir Requestas. Til Spánar var mjög gott að koma létt yfir öllu og frjálslegt, við fórum til Almería, en það er borg þar skammt frá og þar skemmtum við okkur ágætlega í nætur- klúbbi. Þar voru 7 dansmeyjar allr.r svarthærðar og brúneygð- ar, þær komu að borðinu okk- ar, en það var nú lítið hægt að tala saman, því að þær skildu ekki ensku, en við ekki spænsku en það var bara þess meira hleg ið, já, það var ágætt að skemmta sér á Spáni. Við dvöldum þar í nokkra daga, en við vorum að taka salt. Á heimleiðinni var komið við í Ceuta í Afríku, til að taka olíu en síðan var siglt Haukur Meldal. til Reykjavíkur, en þá var allt landið orðið saltlaust og í snar- hasti var byrjað að landa salt- inu. En ég var ekki ráðinn nema þennan túr og ég fór heim til Akureyrar. En þig hefur langaþ í sigling- ar aftur? Já, það langaði mig mjög mik- ið, en það var ekki auðhlaupið að fá pláss á íslenzka flotanum um þessar mundir, því sneri ég mér til norska sendiráðsins í Reykjavík, því að ég hafði heyrt að menn vöntuðu á norska kaup skipaflotann, og seinni partinn í fyrravetur fékk ég rúm á norska skipinu Fernmbrook, en það var þá í New York og þurfti ég að fara í einum skothvelli ef ég átti að ná plássinu og auðvitað gerði ég það, flaug með Loft- leiðavél til New York og þar voru menn fyrir er fóru með mig til skipsins. Hvernig voru fyrstu kynni þín af hinum nýu skipsfélögum þínum? Alveg ágæt. Norðmenn voru þar í miklum meirihluta, en annars voru þaima menn af flest um kynstofnum. Hvert lá svo leiðin? Við sigldum fyrst á austur- strönd Bandaríkjanna, fórum síðan til Panama og sigldum gegn um Panamaskurðinn og lá leiðin svo til San Francikó, það er mjög falleg borg með yndis- legum torgum. Við stoppuðum þar í 2 daga en síðan var siglt til Cebu á Filippseyjum, farmur- inn var allskonar véiar. Þarna var steikjandi hiti stundum 50 til 60 stig. Mjög vel þurfti að líta eftir að eyjaskeggjar stælu ekki öllu steini léttara úr skip- inu, þeir virtust vera anzi fingra langir, og þegar vinnu var hætt í skipinu fleygðu þeir sér til svefns þar sem þeir stóðu, þeir voru eins og hráviður um allt skipið. Er leystar voru landfest- ar í Cebu vantaði 2 af skipverj- um en þaðan var haldið til Man- illa og þangað skiluðu þeir sér með sitt kvenfólk og þar var haldið áfram að skemmta sér og þar er mjög fjörugt skemmt- analíf. Frá Manilla var haldið til Hong Kong. Þar iðar allt af stöðugri fólksmergð og maður næstum hrifin með varla að maður þyrfti að hafa fyrir því að ganga. Þar má sjá allar hlið- ar á lífinu. Fólk að deyja á strætunum úr hungri, skraut- hallir ríkra, já allt mögulegt og víst var nóg framboð af kven fólki er bauð blíðu sína. Og áfram heldur Haukur lát- lausri frásögn sinni. Siglt er til Thailands inn til borgarinnar Bankok og þar fannst Hauk einna fegurst á að líta. Siglt var með strönd Suður-Víet Nam og þeir urðu greinilega varir við að í landi var barist. Indónesía var heimsótt og þar fannst Hauk mikíð bera á óþrifnaði og frum- stæðum hætti. Skemmtistaðir með moldargólfi þar sem veggja lýs og flær og önnur kvikindi undu vel hag sínum. Þrumuveð- ur líkt og himinninn væri að Þetta er Arinbjörn Árnason, sjötugur kjarnakarl, og er bú- inn að vinna í Hraðfrystihúsi Ú. A. frá stefnun þess. Áður stundaði hann sjóinn og A. M. vonast eftir viðtali við hann síð- ar um hákarlaveiðar og fleira. hrynja, steikjandi hiti... F.rum- stætt mannlíf - þar Serh "litlar hömlur voru lagðar á að'dylja dýrseðlið hjá „göfugustú“ skepnu jarðarinnar. Einnig er Malasya heimsótt og Ceylon og ég fínn að þar.hef- ur Hauki þött gott að körha. Þar var á nýjan leik komist naer menningunni. Buddamusteri var skoðað þar sem farið var úr skónum áður en gengið var inn í helgidóminn og þar var geng- ið um fjölskrúðugan dýragarð, þar sem líta má flest dýr heims samankomin. Síðan var siglt um Suez áleiðis til Bandaríkjanna komið að vísu við í smábæ í Etiopíu þar sem duglegir og glaðir svertingjar unnu verk sín á ólíkt skemmtilegri hátt en Austurlandabúar og enn er kom ið til New York og þar hætti Haukur sinni sjómennsku í bili, þoldi orðið illa mataræðið og að ráði lækna gerði hann uppihald á sjómennskunni en er nýfarinn að vinna hjá Karli Friðrikssyni. Góður tími er liðinn í þetta spjall okkar og kannski er hann Arinbjörn Árnason orðinn óþol- inmóður yfir að moka einn síldinni. Ég spyr í lokin Hauk hvað sé minnisstæðast frá yfirsýn hans utan úr hinum stóra heimi. Hann er að vísu búinn að segja mér meira en það er ég hefi skráð á blaðið sumt allspaugi- legt eins og þá er skipverjar þurftu að grípa til vatnsslangna til að forða skipinu frá innrás af völdum hins fagra kyns í Singapoore og frá öðru líku og um sumt erum við sammála að sé ekki prenthæft. Minnisstæðast, segir Haukur, það er nú víst svo margt en hvað óhugnanleika snertir, tel ég það vera, þá er móðir seldi 10 ára dóttur sína. Þetta skeði í Ban- kok, hvar var nú móðurum- hyggjan þar, en svo liló hún bara er hún heyrði grát barns- Svo skal þakka Hauk Meldal spjallið, síldin bíður og Arin- björn kannski orðinn vondur yfir að moka einn, en svo er ekki, heldur er ég að gera mér vonir um að fá að rabba við hann um hákarlaveiðar er hann stundaði í gamla ,daga. Það er nóg af síld eftir að moka, kannski til 2 eða 3 í nótt segir Arinbjörn. Ég finn ekki Karl verkstjóra þá er ég f?r, en sendi honum hér með beztu þakkir fyrir lánið á glerhúsinu hans. Heimurinn er stór hann á sína fegurð og einnig nöturlegan grófleika hvorttveggja hefir Haukur Meldal séð út í hinum stóra iieimi. s. j. STAKAN okkar ÞAÐ hefir verið ágæt haust- veðrátta að undaförnu, en þó finn ég og þú nálægð veturs- ins í sölnuðu laufi og myrkum kvöldum og einhvern morgun- inn munum við kannski líta snjóföl á götu, er boðar komu vetrarins. Féll í nótt á fölva jörð, hin fyrsta vetrarliúlda. Heyjir þjóð brátt harðkeypt stríð við hríðar ís og kulda. Allir Akureyringar kannast við Bjarna í Leðurvörum, Jó- hann í Valbjörk, Magnús í Landsbankanum, Jóhann á póst húsinu, Vilhelm hjá Ú. A. og fleiri mætti til nefna, en þeir voru saman í „Gaggó“ í gamla daga og voru þeir allir mestu kvennagull, en þó hurfu þeir í skuggann fyrir húnvetnskum pilti, er Björgvin hét og til hans orti „skólastúlka" þessa vísu. Björgvin skáld þú skilur mig ég skal og verða að eiga þig ég vona, bið og vænti þín ó vinur komdu í nótt til mín. Björgvin var skáld, en hann bænheyrði ekki þessa, heldur aðra og fór burt úr „Gaggó“. Þannig kvað Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. Gerast hár á höfði grá hællinn sár í skónum < berast árin ótt mér frá eins og bára á sjónum. Þessar vísur eru eftir Hans Natansson, fyrrum bónda að Hvammi í Langadal og eru þær ortar til Einars Andréssonar í Bólu. Æska fjör og myndin manns má ei standa í skorðum nú er ég orðinn annar Hans en þú þekktir forðum. Ykkur bræðrum óð ég sel sem andann náir dreyma. Það er einsog að míga á mel að mennta þá sem gleyma. Og er ekki ágætt að enda þáttinn í dag með svolítilli róm- antík. N. N. kveður. ) Flý ég brátt frá úthafsunn þar allt er grátt og magurt. Vfín bíður hljótt við bjarkarrunn blóm eitt rjótt og fagurt. Svo vonumst við eftir stöku fyrir næsta blað. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.