Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.10.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 14.10.1965, Blaðsíða 8
 XXXV. árg. - Akuréyri, finimtudaginn 14. október 1965 - 37. tbl. Hótelstjóri og starfsstúlkur á Hótel Akureyri. Ljósmynd: N. H. Afhyglisverð nýjung hjá Hólel Akureyri Blaðamönnum bornir veizluréttir SÍÐASTLIÐINN sunnudag bauð Óskar Ágústsson frá Laugum, blaðamönnum og fréttariturum, til veizlurétta að Hótel Akur- eyri, en Óskar tók sem kunnugt er við rekstri hússins sl. vor. Því miður háði sjúkleiki blaðamanni Alþýðumannsins frá þátttöku, en fréttaritari Al- þýðublaðsins hér á Akureyri hefir veitt okkur eftirfarandi upplýsingar. Óskar kvað misjafnlega hafa verið spáð fyrir sér er hann hóf hótelreksturinn. En hann kvað það augljósa staðreynd að hér á Akureyri vantaði tilfinnan- lega gistirúm yfir sumarmánuð- ina, þá er ferðamannastraum- urinn er mestur og því hafi starfræksla H. A. forðað Akur- eyrarbæ frá nokkrum vanda, hvað fyrirgreiðslu við ferða- menn snertir. Nú með vetrarkomu hyggst hótelið taka upp þá nýbreytni í starfsemi sinni, að framleiða og útbúa mat til heimsendingar, hvort sem er um veizlumat að ræða eða annan, allt eftir þörf- um og óskum neytendanna, mun slíkt verða góð þjónusta og er eigi að efa að bæjarbúar taki þessu framtaki feginshendi. 43 gistirúm eru á H. A. í 18 herbergjum, einnig er þar sem kunnugt er rúmgóður og vistlegur veitingasalur. Ilótelstjóri er Valdimar Jóns- son og yfirmatreiðslumaður Jón Kristinsson. vW í athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið segir, að greiðslu- jöfnuði verði ekki náð nema með því að létta álögum af ríkis- sjóði óg hækka álögur á tak- mörkuðum sviðum. 1 meginat- riðum eru þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið eða gerðar verða þessar: 1. Fjárfestingarframlög verða svipuð og á yfirstandandi ári. 2. Verð á áfengi og tóbaki hef- ur hækkað. 3. Fellt verður niður að fullu beint framlag ríkissjóðs til vegagerðar, en fjárins aflað með hækkuðum benzín skatti. 4. Létt verði af ríkissjóði að greiða rekstrarhalla Kaf- magnsveitna ríkisins, en raf- magnsverð verði hækkað sem því nemur. 5. Hækkaðar verði ýmsar auka- tekjur ríkissjóðs. 6. Lagt verði sérstakt gjald á farscðla til utanlandsferða, að undanskildum farseðlum námsmanna og sjúklinga, og er áætlað að tekjur aí þessu (Framhald á blaðsíðu 2.) Kjarasamningar Þ1 kEGAR blaðið var að fara í pressuna, bárust þær frétt- ir, að samr.inganefndir Akur- eyrarkaupstaðar og starfsmanna hans hefðu náð samkomulagi um nýjan kaup- og kjarasamn- ijig, er taki gildi frá 1. ján, n. k. Samkomulag þetta er að því til- skildu, að bæjarráð fyrir hönd bæjarins og trúnaðarráð Starfs* 1 2 3 mannafélags Akureyrarbæjar fallizt á það. Áttu nefndirnar að koma saman kl. 5 síðd. í dag. MALBIKUNIN GENGUR ALLVEL SVO SEM sagt hefir verið frá hér í blaðinu, eignaðist Ak- ureyrarkaupstaður ný malbik- unartækj í sumar. Gekk seinna að fá þau og setja þau upp en í fyrstu var vonað, og var nokk- ur ótti um það um skeið, að mal '"bikunarframkvæmdir yrðu eng- ar á þessu ári, svo sem þó hafði "verið gert ráð fyrir. En úr þessu rættist betur en á horfðizt um skeið, og hefur nú verið mal- bikað talsvert, það sem af er haustinu. Gengur verkið vel, enda tíð hagstæð, og standa von ir til, að staðið verði við fram- kvæmdaáætlun þá um malbik- un, sem samþykkt var sl. vor af b'æjarstjórn. Er þegar auðséð, að bærinn mun taka miklum stakkaskiptum í þrifnaðarátt, Hinn heimsfrægi listamaður Erling Blöndal Bengtson heldur hljómleiha á Akureyri næstkomandi sunnudag Fjárlögin lögð fram H Útgjöld hækka um 217.7 millj. kr. SÍÐASTLIÐINN mánudag lagði Magnús Jónsson fjármálaráð- herra fram sín fyrstu fjárlög. Raunveruleg útgjaldahækkun, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir miðað við útgjöld þessa árs er 217.7 millj. kr. Niðurstöður rekstraryfirlits eru 3784 milljónir kr. og er þá gert ráð fyrir 208 millj. kr. reksírarafgangi. flNN heimsírægi cellósnilling ur Erling Blöndal Bengíson, mun halda hér cellótónleika í Borgarbíói, sunnudaginn 17. ckt. kl. 5 síðdegis, með aðstoð Árna Krisíjánsscnar, píanóleik- ara. Það má télja óþarft að kynna Bengtson fyrir tónlistavinum á Akureyri, því að hann er þeim að góðu kunnur frá fyrri hljóm- leikum sínum hér, enda er hann í allra fremstu röð cellóleikara heimsins. Það er Tónlistarfélag Akureyrar, er á heiðurinn af tónleikum þessum og mun fé- lagið senda heim aðgöngumiða til styrktarfélaga sinna, annars fást þeir frá föstudegi í Bóka- búðinni Huld og svo við inn- ganginn, ef eitthvað verður óselt. Er ekki að efa að akureyrskir tónlistavinir muni fjölsækja á tónleika þessa, því að koma slíks snillings, má óhikað telja til merkustu viðburða í tónlistar- lííi bæjarins. Erling Blöndal Bengtscn er mun kynna frábæra Iist sína fyrir Akureyringum n. k. sunnu dag í Borgarbíói kl. 5 s. d. þegar lengra sækist með fram- kvæmdir þessar. ÞINGF ORSET AR Birgir Finnsson forseti Sameinaðs þings FORSETAKJÖR fór fram á Alþingi sl. mánudag. For- seti S. Þ. var kjörinn Birgir Finnsson. Fyrsti varaforseti Sig urður Ágústsson og annar vara- forseti Sigurður Ingimundar- son. Skrifarar Sameinaðs þings voru kjörnir Ólafur Björnsson og Skúli Guðmundsson. Efri deild Forseti efri deildar var kjör- inn Sigurður Óli Ólafsson, fyrsti varaforseti Jón Þorsteinsson og annar varaforseti, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Skrifarar voru kjörnir Karl Kristjánsson og Bjartmar Guð- mundsson. Neðri deild Forseti neðri deildar var kjör inn Sigurður Bjarnason, fyrsti varaforseti Benedikt Gröndal og annar varaforseti Jónas G. Rafnar. Skrifarar neðri deildar voru kjörnir Sigurvin Einarsson og Matthías Á. Matthíesen. Söltun á Dalvík U’ 7000 tunnur Dalvík 13. október. — fM síðustu helgi var um all- mikla söltun hér að ræða, komu 4 Dalvíkurbátar með síld, Björgúlfur, Bjarmi, Loftur Bald vinsson og Björgvin, og var saltað af afla þeirra um 2000 tunnur, og er söltunin orðin hér í sumar alls um 7000 tunnur. Afli hefir verið all rýr hér að undanförnu. K. J.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.