Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 1
ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 Leiðarinn: Er flokkaskiptingin orðin urelt? Spjallað við TOGARASJÓMANN, sjá bls. 5 Skipuleggjnm ferð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIfilR. Sími 12940 Virðulegt afmælislióf hjá íþrótta- f élaginu Þór sl. laugardagskvöld E P L I — APPELSÍNUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA —1L/ VJL ALÞÝÐUmAÐURINN X.XXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 21. október 1965 - 38. tbl. Bæjarráð fellti samn- ingsuppkastið Málinu vísað til Kjaradóms /=000<= AM GAT um það í síðasta blaði að samkomulag hefði náðzt milli samninganefnda varðandi launakjör starfsmanna bæjarins. En svo fór að bæjar- ráð fellti samningsuppkastið og hefur nú kjarasamninganefndin vísað málinu til Kjaradóms. í samningsuppkastinu var gert ráð fyrir 13% hækkun á nú- verandi grunnlaunum og einnig var gert ráð fyrir allmikilli til- færslu á milli launaflokka. Þess má geta að bæjarstarfs- menn á Akranesi hafa fengið samþykkta 13% hækkun. =s Cello-tónleikar Erlings Blöndal Bengtson ERLING Blöndal Bengtson hélt sem kunnugt er celló- tónleika í Borgarbíói sl. sunnu- dag en undirleik annaðist Árni Kristjánsson. Var hinum ágætu listamönnum vel tekið. En þeir kynntu m. a. verk eftir Bach, Chopin og 'Beethoven. Félaginu bárust margar góðar gjafir, þar á með- al 95 þús. kr., sem verja á til nýs íþróttasvæðis Gamlir Þórs-félagar, nú búsettir í Reykjavík, stofna Litla Þór AM VILL gjarnan helga íþróttafélaginu Þór hluta af forsíðu, og gjarnan taka það fram yfir stjórnmálaþras. Ölluni ber saman um það að íþróttafélögin Þór og K. A. hafi gegnt þörfu og jákvæðu hlutverki í sögu Akureyrar. Það ber öllum saman um það, að fagnaður Þórs sl. laugardags kvöld hafi verið mjög til fyrir- myndar í hvívetna, en þá hélt félagið lokahóf sitt í sambandi við fimmtíu ára afmæli sitt, en á sunnudag hélt það góðan fagn að fyrir yngstu félaga sína. Haraldur Helgason. \\\^ Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur gróðursett á aðra millj. trjáplantna Mest allt gróðursetningarstarfið er sjálfboðavinna Athyglisverð gluggasýning í verzlunarhúsi KEA á vegum Skógræktarfélags íslands ESSA dagana hefir Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga éft- irtektarverða gluggasýningu í Járn- og glervörudeild KEA í Haínarstræti. Þar má m. a. sjá litskuggamyndir frá íslenzkri skógrækt og eru þær mjög íagr- ar og athyglisverðar. Þar má einnig líta sterklega Kjördæmisþing | Aiþýðuflokksins í Norður- j : landskjördæmi eystra verð- j : ur háð hér á Akureyri n.k. j : sunnudag í litla salnuni í : : Sjálfstæðishúsinu, og hefst j j kl. 2 eftir hádegi. Þess er fast ; : lega vænzt að flokksmenn i : sem víðast að úr kjördæm- j ; inu sæki þingið. stofna úr Hallormsstaðaskógi cg lifandi tré prýða gangstéttina fyrir utan sýningargluggann og er öl!u mjög smekklega fyrir komið cg hlýíur þessi sýning að vekja eftirtekt allra er gefa sér tóm til að staldra við og virða fyrir sér sýninguna. Þar gefst innsýn í starf þeirra vöku- manna, er gera vilja land okk- ar gróðursælla. Það er Skóg- ræktarfélag Islands er stendur fyrir þessari sýningu. í tilefni þessarar sýningar var rakin að nokkru starfsemi Skógræktar- félags Eyfirðinga. Uppeldisstöð félagsins í Kjarnalandi, en und- irbúningur að henni var hafin 1947, annar nú eftirspurn eftir trjáplöntum til ej’firzkra skóg- ræktarfélaga. Vert er að geta þess að mestallt gróðursetninga starfið er unnið í sjálfboða- vinr.u, en á vegum félagsins er nú búið að gróðursetja á aðra milljón trjáplantna, en innan Skógræktarfélags Eyfirðinga eru nú 11 skógræktarfélög og er félagatalan 736. Hinu hálfrar aldar gamla fé- lagi bárust margar góðar gjafir m. a. frá K. A., helzta keppinaut Þórs á Akureyri, var það mjög fagur gripur, sem væntanlega verður veittur íþróttamanni árs ins. Margar aðrar gjafir voru félaginu færðar, t. d. gáfu gaml- ir Þórsfélagar hér á Akureyri 70 þúsund krónur. En kannski var mesta ánægjuefnið stofnun „Litla Þórs“ í Reykjavík, en það eru þurtfluttir Þórsarar, búsett- ir í Reykjavík er stofnuðu Litla Þór og færði það Þór að gjöf 25 þúsund krónur. Tuttugu og fimm af stofnendum félagsins eru enn á lífi og voru átta þeirra staddir í afmælishófinu og voru þeir ásamt þeim er fjarverandi voru gerðir að heiðursfélögum. Stjórn Þórs skipa 10 menn. í aðalstjórn eru: Haraldur Helga- son form., Jón P. Hallgrímsson ritari, Herbert Jónsson gjald- keri, Víkingur Björnsson spjald skrárritari og Páll Stefánsson varaformaður. Meðstjórnendur eru formenn hinna ýmsu deilda félagsins: Páll Jónsson fyrir knattspyrnudeild, Sigurður Her mannsson Handknattleiksdeild, Reynir Brynjólfsson skíðadeild, Reynir Hjartarson frjálsíþrótta- deild og Ævar Jónsson fyrir körfuknattleiksdeild. í Þór eru nú um 750 íélags- menn og á þessum merku tíma- Jens Sumarliðason. mótum, er þegar hafin nokkur undirbúningur að nýju íþrótta- svæði er félaginu hefir verið út- hlutað í Glerárhverfi. Er það von AM að í framtíðinni verði Þór, sem hingað til, þróttmikið og öflugt félag, er gegna muni í framtíðinni veigamiklu hlut- verki fyrir höfuðstað Norður- lands. Vetri heilsað I SQMARID er liðicS og það i kvaddi með hlýjum lauf- : vindum, það var fremur kalt, ; en veitti þó marga sólskins- : daga og segja-má að það hafi : verið fremur gjöfult til lands ; og sjávar. Nú með vétrar- komu greinir veðurspá frá snjókomu á Vestfjörðum. AM vonar að veturinn verði þjóðinni Ijúfur fremur en ægivaldur. Með þeirri ósk bíður AM öllum lesendum sínum gleðilegs vetrar og þakkar þeim fyrir samstarf- ið á sumrinu. AM horfir fram á vetur- inn með bjartsýni og við væntum þess að þið gerið það einnig lesendur góðir. Frá afmælishófi Þórs í Sjálfslæðishúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmynd. N. H.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.