Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 2
Islenzka kristniboðið í Konsó kviint í Zion Kristniboðs- og æskulýðsvika á veg- iim kristniboðsf él. kvenna IÍFUM og K KRISTNIBOÐIÐ íslenzka í Konsó, sem nú hefur verið starfrækt í rúman áratug, verð- ur kynnt á samkomuviku, sem 'efnt verður til í samkomuhús- inu Zion dagana 24.—31. októ- ber. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri stendur að kynning- arviku þessari ásamt KFUM og KFUK í bænum, enda verður vikan í senn kristniboðs- og æskulýðsvika. Fluttir verða á hverri sam- komu frásöguþættir, bæði nýir þættír frá Konsó og af öðru kristilegu útbreiðslustarfi, en einnig munu verða sýndar nýjar myndir frá íslenzka kristniboð- inu í Konsó. í lok hverrar sam- komu verður svo hugleiðing. Tekið verður og á móti gjöfum til starfsins. Ræðumenn verða Björgvin Jörgensson, Reynir Hörgdal og Benedikt Arnkels- son. Benedikt fór í kynnisferð til Konsó sl. vetur, og mun hann segja frá því, sem fyrir augum bar og sýna myndir úr ferð sinni. Fleiri munu og taka til máls á samkomunum. Samkomurnar verða sem fyrr segir haldnar í Zion, og hefjast þær hvert kvöld kl. 8.30. Á sunnudaginn verður fluttur frá söguþáttur frá Brasilíu og Björgvin Jörgensson talar. Lit- myndir frá Eþíópíu verða sýnd- ar á mánudagskvöld. Allir eru velkomnir á samkomurnar. Unglingamót verður haldið á vegum KFUM. og K í hinum nýja .skála félaganna við Hóla- : • vatn helgina 6.— 7. nóv. n. k., og er hægt að fá nánari upplýsingar um mótið hjá Gylfa Svavarssyni, kenn ara, sími 12867. Kona frá Eþíópíu 'W—-- UM UTIVIST BARNA ÖGREGLUYFIRVÖLD bæj- arins hafa beðið AM að birta eftirfarandi úr lögreglusam- þykkt Akureyrarkaupstaðar, til leiðbeiningar fyrir hina al- mennu borgara: „Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem eiga ekki brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja í höfninni, frá kl. 20—t8 á tímabilinu 1. októ- ber til 1. maí, en frá kl. 22—8 á tímabilinu 1. maí til 1. október. Ennfremur getur lögreglan jafn- an bannað börnum innan 16 ára aldurs umferð um bryggjur og ferð út í skip og báta í höfninni, telji hún ástæðu til. Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheimill aðgangur að almennum kaffi- stofum eftir kl. 20 nema í fylgd með fulloíðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjórlarmönnum þessara stofn ana ber að sjá um, að unglingar fái ekki þiar aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1- maí og ekki seinna t en kl: 22 frá L maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. októ- ber til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. ' Þegar sérstakle'ga stendur á (, (Framhald á blaðsíðu 7). - Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4). er þess fullviss að hinir ágætu bílstjórar á BSO hafa ekki sak- felt þær, heldur hina raunveru- legu sökudólga. BÆJARRÁÐ hefir lagt bless- un sína yfir hækkun far- gjalda með Strætisvögnum Ak- ureyrar. Jafnframt hefir það veitt samþykki sitt um að skert sé þjónusta fyrirtækisins við bæjarbúa. Hér mun viturlegt bæjarráð hafa sofnað á verðin- um og vonandi verður því þakk að fyrir á réttan hátt við bæjar- stjórnarkosningar að vori. VIÐ tökum undir með Degi að blaðamenn eru í vanda hvað nafnbirtingu snertir, varðandi ýmis mál. Ættu blaðamenn að standa saman og krefjast úr- lausnar hvað þetta snertir. - Rætt við 17 ára • • • (Framhald af blaðsíðu 8). þá er ég var ungur en nú er mér andskotans sama um allt, ég gæti spýtt á allan heiminn. Til hvers lifirðu þá? Það er ekki mín sök að ég fæddist, það er sök tveggja dýra er voru að þjóna hvötum sín- um, ljótleiki og svo er talað um guð og kærleika. Væntir þú þá einskis góðs af lífinu? Góðs. Foreldrar mínir drukku sig út úr fulla, þá er þau voru búin að klessa á mig fermingu og ég fór í eina flöskuna og drakk mig fullann, þau sáu ekki neitt, vissu ekki neitt, enda allt í lagi, þau voru búin að koma mér í kristinna manna tölu og nú hafði ég á vissan hátt rétt til að leika svín alveg eins og þau og ég valt út af á eldhúsgólfinu. Og síðan. Já síðan hefi ég fetað .í þau fótspor er þau kenndu mér að fara. Og hefurðu ekki hugsað þér að breyta því? Til hvers, ég hefi eflaust fæðst í forarpolli og ætli að maður veltist ekki í honum, þar til maður geispar golunni. Má ég birta mynd af þér? Ertu galinn, birtu bara mynd af fagurri konu, ímynd sakleys- is og hreinleikans. Kannski gæt- ir þú þá beint mér frá leiðinni er liggur til helvítis. Þetta voru kveðjuorð unga mannsins. Ég hefi séð hann síð- an, og ég hefi séð sama særða augnaráðið. AM leyfir sér hér með að birta þetta og við vænt- um þess að lesendur blaðsins kunni að lesa á milli lína og þá er vel. s. j. Miiiniiigarsjóður ' \ Guðm. Dagssouar NÝLEGA var stofnaður í Krist- neshæli sjóður, sem nefnist „Minningarsjóður Guðmundar Dagssonar". Guðmundur Dagsson var Austfirðingur, ættaður frá Mel- rakkanesi í Álftafirði. Liðlega þrítugur að aldri veiktist hann af berklum og varð að leita vistar á heilsuhælinu í Krist- nesi. Dvöl hans þar varð löng, eða um þrjátíu ái*. Guðmundur var öndvegis maður að allri gerð og gleymist engum, sem átti með honum leið um lífsins veg. Við andlát hans sumarið 1962, söfnuðu sjúklingar og aðrir vin- ir hans í Kristneshæli og ná- grenni fé nokkru og varð það vísir að sjóði þeim, sem hér hef- ir verið nefndur. En sjóðurinn er í vörzlu fé- lagsins Sjálfsvarnar, Kristnes- hæli, sem ávaxtar hann eftir því, sem hagkvæmast er á hverjum tíma og annast bók- hald hans og alla umsjón. í skipulagsskrá segir svo: Akureyri í Bókabúð Jóhanns Valdimarssonar og hjá Jórunni Ólafsdót.tur Brekkugötu 19. Þessa er hér getið vegna þeirra, sem vildu heiðra minningu Guð- mundar Dagssonar, eða minn- ast Kristneshælis, því að þeim hefir hér með verið opnuð greið leið i því sambandi. Með þökk fyrir birtinguna. Jórunn Olafsdóttir. ÚR BRÉFUM TIL BLAÐSINS Bezt lipp setta vikublað á íslandi AM BERST margt af góðum bréfum, sem sannarlega eru uppörfandi, og benda til þess að blaðið sé á réttri leið. Hér mun birtast bréf frá sunnlenzkum áskrifanda, og færir blaðið hon- um um leið beztu þakkir fyrir. „Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til þess, að unnt verði að fegra Kristneshæli sem mest — innan veggja, m. a. með rækt- un blóma. Árlega skal veitt úr sjóðnum til þessara hluta. Stjórn sjóðs- ins ákveður framlög hans hverju sinni, og heimilt er henni að veita, ef svo ber undir, úr sjóðn um til annarra þarfra hluta en fegrunar hælisins“. Stjórn sjóðsins er skipuð 5 mönnum og er yfirlæknir Krist- neshælis formaður. Aðrir í stjórn eru: Yfirhjúkrunarkona hælisins, tveir menn úr stjórn Sjálfsvarnar og einn maður úr hópi ófélagsbundinna vistmanna hælisins. Á þessu hausti lét félagið Sjálfsvörn, Kristnesi, í samráði við stjórn minningarsjóðsins, gjöra. minningarspjöld fyrir sjóðinn og verða þau afgreidd í Kristneshæli og ennfremur á ÉG HLÝT að stinga niður penna á þessum merku tímamótum AM, þegar hann hefir kastað af sér gömlum, en þó vii-ðulegum ham, og klæðst í nýjan búning. Undirritaður hefir lengi verið áskrifandi að AM og mun verða framvegis. Og alveg sérstaklega vil ég flytja þakkir til allra þeirra sem fært hafa blaðið okkar (AM) í núverandi bún- ing og vil um leið flytja fyrr- verandi ritstjóra, hr. Braga Sig- urjónssyni, þakklæti fyrir hans fjölmörgu snildargreinar um margra ára skeið. Ég hefi lengi undrast þraut- segju ykkar horður þar, að halda úti árið um kring AM, og mest þó undrandi yfir stækkun blaðsins nú og snildaruppsetn- ingu þess. Ég hika ekki við að telja nú AM hið bezt iippsetta vikublað landsms, og takist framhaldið þá ér framtíð blaðs- ins tryggð. Ég hefi ávalt tekið eftir því að AM hefjr ávalt leit- / .v, Enskunámskeið J^JÖG MIKIL aðsókn hefir verið að enskunámskeiði því sem nú stendur yfir á veg- um ísl.-ameríska félagsins ög hafa færri komizt að en vildu. Ameríski sendikennarinn David Rothel, sem annast kennsluna, notar nýja aðferð, sem ryður sér nú mjög til rúms víða er- lendis. Kennslu þessa sækir fólk á öllum aldri. ast við að segja rétt frá hlutum svo lesendur geta reitt sig á all- an fréttaburð - blaðsins. Veríð jafnan laust við rætnislegt hjal um menn og málefni, sem aldrei eru neinu máli eða neinni stefnu til framdráttar. Vona ég að AM verði í fram- tíðinni ávalt Sannleikansmegin í ölíum sínum frásögnum um at- burði þess er gerast eða gerzt hafa. Og óska ég svo blaðinu gæfu og gengis um ókomin æviár. Sunnlenzkur áskrifandi AM <^>3>3x$x$>3>3x®>3>3>3xí>^<5x§^$>3x^<í>^<$^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.