Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 4
 Ritstiórir SIGURJÓN ÍÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ■ ALÞÝÐUFtOXKSFÉLAG AKUR- EYR&R. —- Aígréiös'.a og aug’.ýsingar: Straiidgötu 9, II. hæð. sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri / ALÞVÐUMAÐURINN —■—... ■ n\\n I ER HUGSUNIN RÖKRÉTT? ! 1 CJAMKVÆMT hinum nýja stjórnarsáttmála Alþýðu- i f ^ flokksins og Sjálfstæðisflokksins og tilkynntur var j 1 nú í þingbyrjun, skal stofna sérstakan franrkvæmda- f f sjóð strjálbýlisins því til atvinnustyrktar og væntan- f 1 l.ega aukins þéttbýlis. Hér er farið inn á Iíkar leiðir § f og t. d. frændur vorir Norðmenn hafa farið og talið f f vel gefast. Vonandi verður einnig svo hér. Samt sem i f áður getum vér ekki látið hjá líða að gera athugasemd f f við hugsunarhátt og fyrirætlan, sem komið hefir fram f f hjá stjórnarvöldunum í sambandi við þessi mál, en f það er sú túlkun, að skynsamlegt sé að staðsetja fyrstu I stóriðju vora, aluminíumverksmiðju, í þéttbýlinu á f Suðurnesjum, ætlandi henni að mala gull í fyrirhug- f aðan dreifbýlissjóð, svo sem kom fram í málflutningi f stjórnarflokka á sl. vori. i TjAÐ GF.FUR semsé auga leið, að svo rnikil fram- f * kvæmd, sem verksmiðja þessi verður, ef kemur, f kallar í byggingu og starfrækslu á aukinn fólksflutn- f ing til Suðurnesja. Hvaðan kemur það fólk? Ugglaust f fyrst og fremst úr þorpum og sveitum, þar sem þrengst f er fyrir um atvinnu og afkomu, þ. e. þeim stöðum sem f framkvæmdastjóði strjálbýlisins er ætlað að reisa við. f Og oss verður þá spurn: Er ekki nokkuð seint að bjarga f við þeirri byggð, sem þá verður enn orðin strjálli? Er f ekki hugsanaskekkja í því- að reisa verksmiðju til at- i vinnueflingar á þeim stað, sem vinnuaflsskortur er og f draga enn meir fólk úr strjálbýlinu í þéttbýlið, taka I síðan skatt af þessari verksmiðju til að byggja upp at- f vinnulíf, þaðan sem fólk héfir nýverið verið togað til \ vinnu í hinni sömu verksmiðju? f 17T.R F.RUM ekki að bendð á þetta nú í þeirri von, að f " þessi afstaða stjórnarvaldanna verði endurskoðuð i í þetta skipti. Oss grunar, að lengra sé komið þessum f málum en svo, að þessu ver.ði nú kippt í liðinn. Vér i segjum þetta hins vegar vegna framtíðarinnar, því að f vér erum þess fullvissir, að hér hefir gullvægu tæki- i færi til að gera raunhæft átak til jöfnunar í byggð f landsins verið gloprað niður, og til þess eru vítin að i varast þau. Í SÍLDARFLUTNINGARNIR | CÍLDARFLUTNINGARNIR til verksmiðja norðan- | ^ lands — og víðar — gáfu góða raun á liðnu sumri. i Þeir staðfestu, að flytja má síld í stórum flutningaskip- f um langar leiðir til af miðunum og í verksmiðjur I raunar hvar sem er á landinu. Sú fátæklega tilraun, f sem gerð var hins vegar til að flytja síld til söltunar, \ var svo aumlega unnin, að ekkert gagn varð að, nema f hvað segja má, að fyrst svo vesæl tilraun var þó ekki f alveg árangurslaus, hafi það raunar sannazt, að séu i slík flutningaskip búin fullkomnum í- og afskipunar- f tækjum og kælibúnaði, muni það leikur einn að flytja \ síld í miklum mæli beint aí miðunum, hvar sem er f við landið, og til söltunarstaða nær hvar sem er á i landinu. Það gefur þannig auga leið, að eitt mesta f hágsmunamál söltunarstöðva norðanlands nú er að \ búa svo í haginn fyrir næsta sumar, að minnst 3—5 f fullbúin fersksíldarflutningaskip séu fyrir hendi til \ að mata stöðvarnar, verði veiðin á fjarlægum miðum. f Söltunarstöðvar, byggðarliig og stjórnarvöld verða hér f öll að leggjast á eitt og knýja þessa úrlausn fram. IHIIIIHIHIIIIHIIIHIIMHMHIIÍIHHIIHIIIIHIHIIHHHIHIHIIHIIIÍMIIHIIIIIMIHMIIHHIIIIIIIIHIIMMMHHHMMMIMMM* AÐ hefir gustað notalegur og hressandi stormur um AM að undanförnu og því vill rit- stjóri AM þakka öllum er stuðl- að hafa að stormhrinunni, jafnt Þorsteini Jónatanssyni, er talar um heimsmet, nei fyrirgefið ís- landsmet í sorpblaðamennsku og nafnlausum vini er játar í virðingar fullri hreinskilni að réttast væri að þurrka út líftóru ritstjóra AM með því að skjóta hann upp við vegg. Þótt ritstjóri AM virði hreinskilni þótt nafn- laus sé, vonar hann að það sá eigi sósíalisti er hótar lífláti, því að ef svo reynist, þá verður ritstjóri AM að hrella hann með því að hann er algerlega á rangri leið, á líkan hátt og þá er Héð- inn og Hannibal, gengu kapí- talismanum á hönd og stungu lýðræðissósíalisma á íslandi djúpu sári og nú er baráttuað- ferðum breytt á vissan hátt, þá er sósíalisminn nær því að reka fleyga milli hinna kapítalísku flokka, þ. e. slæva bit þeirra víg tanna er Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson myndu beita óhikað ef þeir næðu sam- an og sú staðreynd bendir á leið ina er alþýða Islands á að fara. Sem sósíalisti vill ritstjóri AM mótmæla því að framið sé sál- armorð á unglingum og á þeirri forsendu var viðtalið við ungl- ingin sautján ára birt. Hvort sem sósíalismi eða kapítalismi eiga að ráða hér ríkjum í fram- tíðinni, þá vill AM benda á þá hættu sem framundan er ef þeir unglingar er íslenzk þjcð hefir V---------------------------- fórnað á altari Bakkusar og annara lasta eiga eftir að móta íslenzkt þjóðfélag þá myndi jafnvel Þorsteinn Jónatansson finna á áþreifanlegan hátt að skrif AM sé eigi uppsuða held- ur hrollvekjandi sannleikur og HEYRT SPURT r HLERAÐ ef Þorsteinn Jónatansson getur án samvizkubits sagt um rit- stjóra AM líkt og Kristur forð- um Vei, yður farísei, þér hræsn ari, þá skal hlýta þeim dómi, en vinir mínir við Verkamanninn mega gjarnan vita, að þá er þeir eru að stimpla AM sem sorprit, eru þeir að þjóna þeim skratta er þeir þykj- ast eins og glæsimennið Héðinn forðum vera að berjast á móti. Vilson hinn brezki var á sínum tíma harðvítugur Hannibalisti, en hann klauf ekki samtök sósíalista á þesa staðreynd vill ritstjóri AM vinsamlega benda og um leið væntir hann þess að samtalið við piltinn hafi vakið =«SN= '■..................~S þann storm er nægja muni að ekki verði sofið á verðinum jafn notalega og fram að þessu. hefir heyrt að bæjarráðs- maður hafi sýnt víta- verða framkomu og nafn hans sé af þeim sökum skráð í bæk- ur lögreglunnar. AM þykir slæmt að einmitt þessi bæjar- ráðsmaður álíti sig hafa einhver forréttindi yfir fjöldann. AlVf leiðrétta þann mis- skilning er kom fram hjá Verkamanninum um daginn að fyrrverandi skólastjóri í Hrísey þykist eiga inni hjá Hríseying- um. Hans skoðun er nefnilega sú að börnin þar eigi inni hjá honum fyrir margar ánægju- stundir. 17 R það rétt sem heyrst hefur að sumum finnist að sann- leikurinn eigi kyrr að liggja þá er hann snertir hið svokallaða heldra fólk. Tj'R það rétt að færa þurfi íþróttaleikvang bæjarins til suðurs um 10 metra, vegna framkvæmda við Glerárgötu og muni verkið ekki kosta nema litlar 10 milljónir króna. TTEYRST hefur að boi-ga eigi -l-i vegatoll af nýju Glerár- götunni, og gamla lögreglu- varðstofan verði notuð sem tollskýli, enda steinsteypt og traust hús. • AF NÆSTU GRÖSUM* KIRKJAN. — Messað í Akur- eyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnu daginn kemur. Stofndagur lútersku kirkjunnar. Sálmar no. 5, 25, 137, 21, 58. P. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 518 — 364 — 137 — 318 — 264. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30 e. h. B. S. AÐALDEILD [jFundur verður hald- \Á inn fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 8.30 s. d. — Fjölbreytt fundarstörf. Veit- ingar. Stjórnin. HJALPRÆÐISHERINN. Of- ursti Kristiansen frá Noregi og Brigader Driveklepp stjórna samkomu í sal Hjálp- ræðishersins n. k. laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8.30. Einnig kl. 11 f. h. á sunnudag. Allir hjartanlega velkomnir. FÉLAGSVIST. Annað spila- kvöld Sjálfsbjargar, hefst að Bjargi laugardaginn 30. þ. m. kl. 8V2 e. h. — Spennandi kvikmynd. Félagar takið með ykkur gesti. Nefndin. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 23. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Birna Hólmdís Jónas- dóttir og Hersteinn Valtýr Tryggvason skrifstofumaður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Norðurgötu 54 Akureyri. K. A. — Barnaskemmtun verð- ur í Sjálfstæðishúsinu kl. 3 e. h. n. k. sunnudag 31. okt. Bingó — dans — og fleira. Bravó leikur fyrir dansinum. ZION. Kristniboðs- og æsku- lýðsvikan stendur yfir. Sam- komur á hverju kvöldi kl. 8.30. Frásöguþættir og hug- leiðing á hverri samkomu. Tekið á móti gjöfum til kristni boðsins. Á laugardag verða sýndar nýjar litmyndir frá Konsó (aðrar en þær, er sýnd- ar voru fyrr í vikunni). Gylfi Svavarsson og Björgvin Jörg- ensson tala. Á sunnudag: Frá- söguþáttur frá Konsó. Reynir Hörgdal talar. Allir hjartan- lega velkomnir á samkomurn- ar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Öll börn velkomin. LÆKNAVAKT. Fimmtud. 28. okt. Halldór Halldórsson. — Föstud. 29. okt. Baldur Jóns- son. — Laugard. 30. okt. Inga Björnsdóttir. — Sunnud. 31. okt. Inga Björnsdóttir. — Næturvörður í Stjörnu Apóteki. BÆ J ARSKRIFSTOF AN verð- ur opin til áramóta kl. 5—7 e. h. á föstudögum, til mót- töku á bæjargjöldum. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er framvegis opið almenningi á laugardögum og sunnudögum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.