Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 7
(Framhald af blaðsíðu 5). 1 sumar munu Þykkbæingar hafa reynt reykaðferðina, en Finnlaugur keypti sér úðunar- tæki og setti þau upp og er þar með fyrsti kartöflubóndi lands- ins, sem slíkum tækjum beitir. Ég bað hann að segja mér nán- ar frá þessu. „Ég pantaði þessi tæki í fyrra vetur. Þau kosta um 200 þúsund krónur miðað við þá stærð að geta varið fjóra hektara garð- lands. Þetta eru pípur úr galv- aníseruðu járni, kræktar sam- an, þéttaðar á samskeytum með gúmíhringjum. Pípurnar eru fagðar eftir vissum reglum um akurinn, með tuttugu og eins metra milibili, en milli vatns- dreifaranna eru hafðir 24 metr- ar. Hver dreifari úðar um 500 fermetra. Vatnsdæla tengd öxli í traktor þrýstir vatninu um kerfið, svo ekki þarf annað en setja traktorinn í gang, þegar þörf þykir að úða. Vatnið tók um við úr áveituskurði. Kerfið notar 96 tonn af vatni á klukku stund við fimm og hálfs kíló- gramms þrýsting. Til þess að þurfa nú ekki að standa á varð- hergi allar nætur hvenær sem kóinaði í verði, þá fékk ég mér hitastilli, sem tengdur var við hjöilu í íbúðarhúsinu. Þegar hit inn var kominn ofan í eitt eða tvö stig úti, þá hringdi bjallan, og þá var vissara að klæða sig og vera við öllu búinn. Úðunar- tækin komust upp í júlílok og voru þá strax reynd og virkuðu eins og til var ætlazt. En vegna frosts setti ég þau í fyrst sinn í gang aðfaranótt 7. ágúst. Þá komst frostið niður í tvö stig, | en ekki svo mikið nema í hálf- tíma, aftur á móti var það i nokkra klukkutíma niðri í einu stigi. Eftir þessa nótt sá lítils- háttar á kartöflugrasi, sem ekki fékk úðun, en úðunin varði al- gerlega. Hún á að verja grasið í allt að fimm stiga frosti. Tvær eða þrjár nætur í sumar komst frostið upp í 4 stig, en ekki sá á grasinu að heldur, tækin brugðust ekki. í mikilii þurrka- tíð eru þau auk þess ómetanleg til vökvunar, einkum í þurrum og sendnum görðum. Tækin eru tekin upp á haustin og geymd innan húss yfir veturinn. Bezt er að setja þau niður á vorin, áður en kartöflugrasið kemur upp úr moldinni, það er fyrir- hafnarminnst. Ég býst við að þau þurfi pössun, umhirðu og yfirleitt góða meðferð, ef þau eiga að endast vel og lengi.“ „Og þú fékkst góða uppskeru í haust, Finnlaugur?“ „Já, svona 15 falda uppskeru, 25 tonn af hektára. Garðyrkju- búskapur af þessu tagi virðist geta verið fullt svo lífvænlegur og aðrar búgreinar, ef vel er að honum unnið og enginn hlekk- ur brestur. Útsæðið, landið og umhirðan — allt verður þetta að vera í bezta lagi, og tíðar- farið sæmilegt." „Eitt af því sem þú hefur með höndum í kartöfluræktinni er tilraunarætkun á útsæðis- kartöflum fyrir Tékkóslóvakíu. Segðu mér nánar frá því.“ „Já. Þetta byggist á því, að kartöflur ræktaðar á norðlæg- um slóðum virðast bæði heil- brigðari og gefa meiri uppskeru í suðlægu landi, heldur en þær kartöflur, sem þar eru ræktað- ar til útsæðis og settar niður. Ef að fullar sannanir fengjust fyrir þessu með tilraunum okk- ar, eru möguleikar á, að hér á landi yrði farið að rækta útsæði í miklu magni til útflutnings, en þar með væri leystur allur okkar vandi vegna hugsanlegr- ar offramleiðslu á kartöflum.“ >rHvað ræktaðirðu miklar kartöflur fyrir Tékka í sumar?" „Ég fékk frá þeim einn poka, en 13 komu upp. Samt var greinilegt að þær voru ekki orðnár fullsprottnar. Grænmet- isverzlun ríkisins og tékkneska sendiráðið standa að þessari til- raun. Á Eyrarlandi í Eyjafirði eru sams konar tilraunir reknar í stærri stíl. Þar var byrjað á þessu í fyrra.“ Þakka þér fyrir, Finnlaugur. Ég kem aftur næsta haust að heyra framhald sögunnar um kartöfluræktina á Arnarstöðum. Guðmundur Daníelsson. ÁFANGI, vandað tímarit Sambands ungra jafnaðarmanna Mvill gjarnan vekja at- hygli á vönduðu tímariti er Samband ungra jafnaðar- manna gefur út. Mun vart of- mælt þótt fullyrt sé að Áfangi sé með snyrtilegustu tímaritum sem gefin eru út á íslandi. I. hefti þessa árgangs er nýkomið út og flytur það fjölbreytt efni um þjóðfélags- og menningar- mál. Má þar til nefna grein eftir Guðmund Magnússon, skóla- stjóra er nefnist Guðað á glugga. Lýðræði og ríkisvald eftir Arne Helldén. Þróun sósía- lismans eftir Leo Colland. Ann- ar áratugurinn eftir Hörð Zop- honíasson, en þar greinir frá starfi Sambands ungra jafnaðar manna og fleiri athyglisverðar greinar mætti nefna. Ritstjóri Áfanga er Sigurður Guðmunds- son, formaður S. U. J. AM vill hvetja alla er hafa áhuga fyrir Amtsbókasafmð er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. AKUREYRI - SÍMI 1-15 38 Hinar margeítirspurðu GLERFLÍSAR nýkomnar BLÖNDUNARTÆKI á bað GÓLFDÚKUR í úrvali 120 cm. breiður - , GÓLFFLÍSAR og alls konar LÍM KWIKSET SKRÁR, þrjár gerðir GLER og SPEGLAR Lítið inn. BYGGINGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR H.F. þjóðmálum yfirleitt að kynna sér blaðið og um leið sendir AM S. U. J. beztu þakkir fyrir virðingarvert framtak. Verzlið í SÉRVERZLUN Tóbaksbúðin Brekkug. 5, sími 1-28-20 Töskuhöldur nýkomnar. Tómstundaverzlunin STBANDGÖTU 17 . POSTHOLF 63 AKUREVRI Sími 1-29-25 BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL 6 /AG HVlLÍKUR feiknaaðgangur, það var líkt því og hirri- " inn og jörð væru að farast. Bjargið skall af feiknakralti um þrjátíu metra frá klettunum og steinbrotin þeyttust sem skæðadrífa í allar áttir, drengirnir heyrðu að þau skullu í klettunum allt í krmgumu þá.'og þá sveið í augun af grjót- reyknum. Bræðurnir höfðu starað furðu lostnir á þennan hrikaleik. Ekkert er þeir höfðu áður séð komst í samjöfn- uð við þesd ósköp, þeir höfðu bókstaflega gleymt hættunni, spenningurinn og undrunin höfðu orðið hræðslunni ylir- sterkari, þeir höfðu bara staðið í sömu sporum og horft á öll ósköpin, og þeir rönkuðu fyrst við sér, þá er þeir fundu að kyrrð öræfanna hafði náð völdum á nýjan leik. Það var Geir sem rauf þögnina og um leið dró hann varfærnislega hönd sína úr lófa bróður síns, eins og hann fyrirverði sig svolítið fyrir að hafa lætt henni þangað á meðan á ósköpun- um stóð. „Ja, Gunnar, þetta var nú eitthvað ti! að sjá, slík- ur hörkugauragangur maður“. „Já, þetta var nú aldeilis skurk, lagsi, heldurðu að það verði aldeilis ónýtt að segja Simma og Begga á Brekku frá þessu, en skyldu þeir nú bara trúa þessu, en Geir, nú er okkur ekki til setunnar boðið, nú hlýtur Klettafjall að vera orðið leitt á þessu í bili og upp skulum við komast hvað sem það kostar og nú skul- um við prufa kerruveginn“, er svar Gunnars, og án nokkurs hiks ráðast bræðurnir til uppgöngu, staðráðnir í að hlýta að engu aðvörun fjallsins. Hádégissólin vermdi klettana svo þeir voru næstum heitir viðkomu, og í glannalegu kappi sínu tóku bræðurnir ekkert eftir því, að þoka hafði byrgt útsýn til norðurs, örugg bending um það, að snögg veðra- skipti væru í aðsigi. Framhald í næsta blaði. ^ --------t^o0>cs---------- S LAXÁRVIRKJUNIN Úfdregin skuldáréf Hinn 28. október 1965 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 6% skuldabréfaláni Laxárvirkjunar teknu 1951. Þessi bréf yoru dregiii út: Litra A, nr. 3, 11 , 12, 38, 45 1, 46, 49, 93 , 102, , 110, 112, 128, 133, 160, 200, 506, 5 .14, 5 17. Litra B, nr. 25, 2 !3, 31,41, 47, • 19, 72 84, 105, 117, 123, 131, 155, 159, 179, 190, 195, 211, 220; 227^ 238, 247, 250, 258, 266, 303, m, 30(5, 313, 346, 349, 378, 380, 383, ‘'404,' 423; 452, 456, 458, 468, 470, 473, ,483, 504, 555, 578, 591, 596, 634, 657, 662, 663,' 7*20, 727, 744, 764, 768, 777, 778, 790, 792, 793, 801, 813, 822, 823, 838,' 841. Litra c, nr. 7, tl É 19 y ■»-*-> 15-, ‘20, 23, 33, 8 5, 95, 104, 116, 117, 120, 135, 160, 161, 169, 316, 326, 329, 349, 350, 373, 379, 382, 383, 395, 396, 410, 411, 419, 428, 432, 454, 486, 492, 506, 516, 524, 532, 535, 547, 553, 555. Hin útdreonu skuldahréf verða greidd á f læjarskrif- stofunni á Akureyri hinn 1. febrúar 1966. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. október 1965. í* .. . Ú f .. M AGNÚS E. GUÐJÓNSSON.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.