Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 1
reiðiandvarps okkar út í æsk- una allgleymin á flísina og bjálkann. AM er það því vissulega fagn aðarefni að einmitt þingmenn jafnaðarrnanna skuli á löggjaf- arþingi þjóðarinnar lýsa yfir ótvírætt að æskunni beri að treysta, traustsyfirlýsing Alþýðu flokksins er afdráttarlaus og vill AM hvetja æskuna að fylgjast vel með þessu máli. Þetta er eitt stærsta réttindamál hennar. í tillögu Alþýðuflokksins felst að Alþingi kjósi 7 manna AM hefir tekið málstað æsk- unnar og gagnrýnt þá kynslóð er nú ríkir í allmörgum grein- um nú á síðastliðnu sumri. Sum ar þessar greinar hafa vakið nokkurn storm, sem AM kveink ar sér engan vegin undan, því að það er einmitt stormur er gárað getur hina all lognværu yfirborðsmennsku er einkennt hafa viðbrögð okkar kynslóðar þá er blasað hafa við vandamál er snert hafa æskuna og þá hef- ir það einkennt gárurnar á lygn unni að þær hafa skapazt vegna Nýr skriður á dráttarbrautar- málinu lijá bæ j ar st j órninni XXXV. árg. - Akureyri fimmtudaginn 11. nóvember 1965 - 40. tbl. SKRCÐSBÓNDINN eftir Björgvin Guðmundsson frum- sýndur í Samkomuhúsinu í kvöld J^EIKRITIÐ SKRÚÐSBÓNDINN eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld verður frumsýnt í Samkomuhúsi bæjarins í kvöld. Leikurinn var sýndur hér á Akureyri fyrir tæpum aldarfjórðungi, en annarsstaðar hefir það ekki verið sett á svið til þessa. Skrúðs- bóndinn er í fimm þáttum auk forleiks. Byggingarkostnaður ca. 30 milljónir ARUM SAMAN hcfir það verið eitt af aðaláhugamálum Akur- eyrarbúa, að hér risi ný og vel búin dráttarbraut, sem gæti annast viðhald norðlenzka veiðiflotans — og nýsmíði. Aldrei hefir verið dregið í efa, að hér væri nóg af færum iðnaðarmönnum til að annast verkið, sem dráttarbrautin byði fram. Nú hefir komið nýr skriður á mál þetía, eins og sjá má af eftirfarandi fundargerð hafnarnefndar 29. f. m. og samþykkt var emróma á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar sl. þriðjudag: varðandi hina nýju dráttar- braut. Framhald á blaðsíðu 2. =000«= Leiktjöld eru máluð af Aðal- steini Vestmann með aðstoð Gunnars Bjarnasonar. Söngv- ana í leikritinu æfði Áskell Jóns son en dansana Margrét Rögn- ■valdsdóttir, en Jakob Tryggva- son forleik á milli þátta. Leik- stjóri er Ágúst Kvaran, en hann hafði einnig leikstjórn á hendi i hið fyrra sinn, þá er Skrúðs- bóndinn var sýndur. Með aðal- hlutverk fara Þórey Aðalsteins- dóttir, Marinó Þorsteinsson, Björg Baldvinsdóttir, Sigríður Schiöth, og Jóhann Daníelsson. Með minni hlutverk fara Vil- helmína Norðfjörð, Guðlaugur Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Jón Ingimarsson, Framhald á blaðsíðu 2. „Vitamálastjóri, Aðalsteinn Júlíusson, reifaði undirbúning málsins og þær helzíu lausnir, sem kæmu til greina miðað við 500 þungatonna skip, með stækk unarmöguleika. Miðað við þverslipp og hliðar færzlur fyrir 4 skip með mögu- leikum á stækkun (fleiri hliðar færzlur), taldi vitamálastjóri, að áætla mætti að heildarbygg- ingarkostnaður yrði ca. 30 millj. króna. Er hér var komið mætti á fundinum Skafti Áskelsson for- stjóri Slippstöðvarinnar. Lýsti hann því yfir að núverandi leigutaki slippsins, Slippstöðin h.f., mundi óska eftir því að taka á leigu hina nýju dráttarbraut og væri hann samþykkur þeirri tilhögun á framkvæmd, er að framan greinir. Taldi hann, að S’ippstöðin h.f. mundi ganga að HERFERÐ GEGN HUNCRI ||iJÁRSÖf þeim leigumála, sem rætt var um á fundinum. Það var sameiginlegt álit hafnarnefndar og bæjarráðs, að bæjarstjórn samþykki, að ráð- izt verði í byggingu 'nýrrar dráttarbrautar miðað við þá til- högun, er að framan greinir, enda náist samningar við Slipp- stöðina h.f. um leigusamning rNUN á vegum sam- takanna H G. H. fór fram víða um land sl. laugadag og söfnuðust þá um 3 milljónir króna og var hlutur Akureyr- inga rúmlega 350 þúsund kr., sem er ágætt framlag og mun- beztur ef samanburður er gerð- ur á 4 stærstu kaupstöðunum. í Reykjavík safnaðist 1,9 millj. kr., Hafnarfirði 185 þús. kr. og í Kópavogi 180 þús. kr. n\Xv Birtir yfir Skíðadal Svarfaðardal 8. nóvember. E. J. FÖSTUDAGINN 29. október var Skíðadalslína tengd við Laxárvirkjun. Var hér um 5 bæi að ræða Dæli, Másstaði, Hlíð, Hnjúk og Klængshól. Sjö bæir eru í byggð í Skíðadal, en tveir þeirra bæja hafa heimavatns- aflsstöðvar, Syðra-Hvarf og Þverá. Var rafmagnið kærkom- in gestur áður en mesta skamm degið settist að, og hefir sannar lega birt yfir dalnum. En nú er komið rafmagn á alla bæi í Svarfaðardalshreppi. Hér er nú auð jörð, aðeins lítilsháttar snjó föl til fjalla. Fé er ekki komið á gjöf enn. KOSNINGARÉTTUR FÆRIST NÍÐUR í 18 ÁR Kosin verði 7 manna nefnd til athugunar á lækhun kosningaaldurs F. U. J. hafði forgöngu í málinu þlNGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS hafa borið fram á Alþingi þingsályktunartillögu er felur í sér að kosningaaldur verði færður niður í 18 ára aldur. Er þessi tillaga í samræmi við hina nýju stefnuskrá flokksins er samþykkt var árið 1963. nefnd, er athugi um hvort ekki sé tímabært nú þegai' að taka upp 18 ára kosningaaldur. Nefndin skili áliti nógu snemma, svo að unnt verði að afgreiða frumvarp um stjórnarskrár- breytingu á síðasta þingi fyrir næstu kosningar. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf haft forystu um rýmkun kosn- ingaaldurs, fyrst frá 35 og 25 árum í 21 ár, og þá um leið af- nám þeirrar frelsisskerðingar er sviftu menn kosningai'étti, ef þeir þurftu að leita til sveitar- eða bæjarfélags um fjárhags- legan stuðning, en það órétti var afnumið árið 1934. Nú vill Alþýðuflokkurinn koma til móts við æskuna og lækka kosn ingaaldurinn niður í 18 ára ald- ur. Hér hafa þingmenn lýðræðis sósíalista stigið stórt og mikil- vægt skref, sem AM hefir ánægju að vekja athygli á. Spjallað við BÓNDA í HRÍSEY, sjá bls. 5 LEIÐARINN: Framkvæmdaáætlun ... ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 E P L I — APPELSINUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust LÖND O G LEIDIR. Sími 12940 ÍFyrir hópa og einstaklinga

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.