Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 7
(Framhald af blaðsíðu 4). ARGUR kommúnisti skrifar AM og kveður það hættu- iega blekkingu, þá er ritstjóri AM sé alltaf að tönnlast á því að hann sé sósíalisti. Vér vilj- um eindregið mótmæla því að þetta sé hættuleg blekking, frem ur segja, að það sé hættuleg staðreynd fyrir þá kommúnista er telja sig hina einu sönnu sósí alista, ef vér á annað borð þurf- um að kálla þetta hættulegt. ÞAÐ segja sumir að viðbitið hafi versnað á Kaffiteríu K.E.A. eftir að Brynjólfur fór að matselda þar. > i ■ ■■ ■ í '>• f I ; AÐ hefir sannast á fullorð- inn mann, að hafa veitt ungl- ingum vín. Á yfirsjón hans að færast á reikning unglinganna. HEYRST hefir að togarasjó- menn séu ekki sem ánægð- astir yfir forustu Tryggva Helga sonar í Sjómannafélagi Akur- eyrar. SAGT er að sögusvið hinnar nýju skáldsögu Jóhannesar Helga rithöfundar sé Hrísey. HEYRST hefir að Johnson forseti sæki mest af stjórn- • vizku sþmi tíl Framspknar- flokksins, eigi var þá furða þótt Tíminn hefði allmikið við hina burtteknu gallblöðru forsetans. SVARFDÆLINGAR munu hafa í hyggju að halda ljósa- hátíð í tilefni þess, að rafmagn er nú komið á alla bæi í daln- um og er vel til þess fundjð. Heyrst hefir að komið hafi til orða að bjóða Ingólfi l-aforku- málaráðherra til hátíðarinnar, en sumum æstum framsóknar- mönnum þyki sér óvirðing gerð með slíku. MARGIR kvarta undan slæmri þjónustu í Nýja Bíó. Stundum komi það fyrir að myndirnar komi á hvolfi, og a. m. k. hafi það komið tvívegis fyrir að svo kalt hafi verið í húsinu að gestir hafi skolfið og sumir yfirgefið sýningu af þeim sökum. Einnig sé bíóið fremur óhrjálegt á állan hátt, nema þá helzt þar sem saelgætissalan sé. CJPURT er hvers vegna mal- ^ verkasýningar séu svo sjald- an haldnar hér á Akureyri, sem er þó næst stærsti bær landsins. Það er fullyrt að Vestmanna- eyingar njóti betri þjónustu í þessu efni. ll/fARGIR foreldrar voru sár- óánægðir yfjr.unglingadans leik er haldinn var sl. föstudags- kvöld og stóð til kl. 'eitt, en unglingarnir þurftu að mæta í * • skólum morguninn eftir. Hafa skólastjórar og aðrir ráðamenn ekkert við þetta að athuga? VÉR höfum fregnað að skáld- sagan Nóttin langa, sem er hörkuspennandi glæpasaga, hafi verið lesin sem framhaldssaga í heimavistarskóla, þar sem nem- endur eru allt niður í 10 ára aldur. Mvill taka það fram að þessi þáttur mun verða varanlegur í blaðinu og væntir þess að Akureyringar og aðrir, komi á framfæri hér í þættin- um réttlátri gagnrýni, og einnig öðru, er þeir vilja koma á fram- færi. Gerið þið svo vel. Orðið er laust. i Ð ENDINGU í dag eru hér tvær fyrirspurnir til lög- reglustjóra og yfirlögregluþjóns frá bæjarbúa. Hvað mega unglingadansleik- ir standa lengi yfir, og hvar eru lög eða reglugerðir um það að finna? Hvað má vínveitingahús selja tuttugu og fimm krónu „rúllu- miða“ háu verði, og er leyfilegt að taka allan miðann af sam- komugestum? Svar óskast í næsta blaði. Akureyri! - Nærsveitir! Opnum á laugardag NÝJA VERZLUN að Geislagötu 12, gegnt Borgarbíó. LEIKFONG í úrvali í tugatali Tómstundaverzlunin STRANDGÖTU 17 • PÓSTHÖLF 63 AKUREYRI Sími 1-29-25 41 AUGLÝSING um almennan lögtaksúrskurð fyrr Akureyri og Eyjafjarðarsýslu EJtir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undan- gengnum úrskurði dagscttum 10. nóvember 1965 fara fram lögtök, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýs- ingar þessarar, til tryggingar neðangreindum gjöldum, sem ógreidd eru en gjaldfallin: 1. Þinggjöld 1965. 2. Söluskattur. 3. Gjöld af innlendum tollvörum. 4. Lögskráningargjöld sjómanna. 5. Aðflutnings- og útflutningsgjöld. 6. Skemmtanaskattur. 7. Skipulagsgjöld. 8. Vita- og lestagjöld skipa. 9. Bifreiðagjöld. 10. Öryggiseftirlitsgjöld. Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 11. nóvember 1965. SIGURÐUR M. HELGASON, settur. NÝKOMIÐ: JAPÖNSK HÚSGAGNAEIK í þykktum 1-2lA” SLIPPSTÖÐIN H.F. - SÍMI 1-18-30 BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL pN „KERRUVEGURINN“ reyndist vera torsóttari en bræðrunum hafði virzt neðan úr hrauninu og sums stað- ar var ískyggilega lítil fótfesta og víða þurftu þeir að vega sig upp á næstu sillu meðdtandafli, en það var svo sem eng- in nýlunda fyrir þá dg brátt var neðsta hamrabeltið unnið. Þeir stóðu Jxigulir á efsta stallinum og horfðu upp'eftir klettastöllunum er tóku við hver á fætur öðrurn, unz skörð- ótt fjallseggin tók -við-og;bar við bláan himin. Það var eigi frítt við að nokkur geigur gripi Gunnar, því að í nálægð þessara ferlegu hamra, varð.honuin ljóst að engin skynsemi gat mælt með því að lengijr yrði haldið. Það var ekki hægt að tala tim kerruveg lengur og gat hann afsakað það fyrir sjáífiim: áér -eða öðrum að halda ferðinni áfram. Hann leit til Geirs og sá þá að bróðir hans horfði alls ekki upp’T'kleftana, Tieldur niður í dalinn og víst var fagurt útsýnið. En hve bæirnir sýndust ógnarlitlir og áin var líkt og lítið hvítt band í miðju dalsins. Þó að ekki væri lengra haldið^var ekki til einskis farið í þessa för, en nú leit Geir til og víst mátti sjá augljósa hrifni í augnatilliti hans. „Svona lítur þá dalurinn út í augum Klettafjalls, kannski er þa,ð bpra að hlægja yfir því hvað því finnst allt svo óumræðilegá lítið og smátt þarna niður frá, mennirnir eins og mýs og bæirnir eins og húndaþúfur, ég gat varla stillt mig um a.ð.hiæja, hvað þá Jætta stóra fjall,“ og Geir brosti glaðlega* og nú var ■skáldið sannarlega komið upp í honum. Gunnar brosti líka. Stundum var skáldskapur Geirs svo hnyttinn að ómögulegt var annað en veltast um af hlátri. Framhald í næsta blaði. NYKOMIN: ÁYAXTASETT mjög falleg. BLÓMABÚÐ Þýzkt KERAMIK ^ ÓÐÝRT BLOMABUÐ AM fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: BLAÐAVAGNINUM á Ráðhústorgi BORGARSÖLUNNI við Ráðhústorg BÓKABÚÐ JÓH. VALDEMARSSONAR BÓKABÚÐINNI HULD í Hafnarstræti og í SÖLUTURNINUM, Norðurgötu 8. Lausasöluverð er 5 krónur. r LesiS umdeildasta vikublað á Islandi. ALÞÝÐIJMADIIRINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.