Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 5
Mér líkar vel við fólkið í sjálfu sér og ég á ekki í neinum útistöðum við það AM ræðir við RÓSBERG G. SNÆDAL rithöfund JÓL NÁLGAST ÓÐTJM og bókaútgefendur og skáld minna okkur á þessa staðreynd og víst er ánægjulegt að fá góða bók upp í hendur. Tvö akureyrsk skáld liafa nú þegar sent frá sér nýjar bæk- ur, þeir Bragi Sigurjónsson og Einar Kristjánsson og AM hleraði það að þriðji Akureyringurinn myndi innan nokkurra daga bætast í liópinn Rósberg G. Snædal, er sumir kalla Káin annan og þar sem við rákumst á hann af tilviljun nú fyrir nokkrum dögum, þótti okkur upplagt að „plata“ hann í örlítið viðtal við AM og tók skáld- ið því með sinni alkunnu ljúfmennsku og við verðum að játa það, að okkur kom mjög vel saman. AM telur óþarft að kynna Rósberg, því hann hefir sjálfur gert það í gegn um skáldskap sinn og upp- hefst því hér viðtalið. Hvað margar bækur hefir þú samið Rósberg? Þetta er tíunda bók mín, kom ið hafa út eftir mig 2 Ijóðabæk- ur, einnig ferðaþættir og smá- sögur. Stærsta verk mitt tel ég vera Fólk og fjöll. En hvort er það laust mál eða bundið, er þessi nýja bók þín inniheldur? Það eru 10 smásögur og það er Ægisútgáfan í Reykjavík, er gefur hana út en hún er prent- uð í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar og heitir hún Vestanátt. Hvers vegna það? Þrennt má tiltaka í sambandi við það nafn. í fyrsta lagi heitir ein sagan það, í öðru lagi er ég að vesian og svo í þriðja lagi virðist vestanátt ríkjandi núna. Þú ert húmoristi mikill. Er létt yfir þessum sögum? Nei og já. Það eru að vísu í bókinni sögur, er eingöngu geta talist gamansögur og er ekki ætlað annað, en flestar sögurn- ar eru blandaðar alvörunni og eru þá í hæsta lagi grátbros- legar. Ég hefi heyrt þig nefndan Káinn annan. Hvað segir þú um það? Ég er nú hræddur um að ég kafni undir því nafni. Gaman- sögur mínar eru skrifaðar eftir pöntun og sumar hverjar stað- bunanar og tímabundnar af þeim sökum. Már er eðlilegra að bregða fyrir mig gamni í ljóði eða stöku, en slíkt verður þá eðlilega til á stundinni, en ekki að yfirveguðu ráði. Þú ert í eðli þínu glaðsinna maður? . Já, ég var það og er það að vísu enn, annars slævir nú ald- ur og ýmiskonar lífsreynsla gleðitilfinningu manna. Yrkir þú af andlegri þörf, eða Skrúðsbóndinn er alvarlegt leikrit, þar sem höfundurinn tekur til meðferðar leikinn um mannssálina milli hinna góðu og illu máttarvalda en hefur ævintýrið, þjóðsöguna um Skrúðsbóndann, að umgjörð. Tónlist er mikilvægur þáttur í leiknum, og ef til vill sums stað- ar meira atriði en orðin sjálf. Þegar Skrúðsbóndinn var leik inn hér í fyrsta sinn fyrir 24 ár- um setti Ágúst Kvaran leikinn á svið. Er lítill vafi á, að smekk- vísi hans og kunnátta á því sviði, gerði það fært að sýna leikinn þá, og naut höfundur mikils styrks frá leikstjóranum við síðasta frágang leiksins. Má því með sanni segja, að þessir tveir listamenn, Björgvin og Kvaran, hafi skapað sýninguna af löngun til þess að verða frægur? Ég svara þessu áreiðanlega af fyrra tilefninu. Ég fæddist víst með þessum ósköpum, að skrifa og yrkja a. m. k. man ég ekki eftir mér öðruvísi. Mig hefir aldrei dreymt mikla frægðar- drauma. Ég hefi líka alltaf ver- ið umkomulaus maður með enga bakhjarla. Hitt þykir mér ákaflega vænt um ef einhver hefir gaman af mér. Ég meina því sem ég skrifa. En hvemig hefir þér nú ann- ars líkað Iífið og fólkið? Mér líkar vel við fólkið í sjálfu sér og á ekki í neinum útistöðum við það. En mér leið- ist ýmislegt sem hæst ber í lífi okkar í dag. Mér leiðist peninga kapphlaupið, af því að ég veit það, að á þeim hlaupum gleym- ir margur að lifa sínu eðlilega lífi, hann selur sálarró sína fyr- ir gólfteppi og ísskáp, en gleym- ir því er Einar Benediktsson lagði áherzlu á „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Þú ert þá svolítið raunsær þrátt fyrr léttlyndið? Ætli þetta teljist ekki fremur óraunsæi nú í dag. Ég er að verða íhaldssamur með aldrin- um. Það eru allmörg skáld hér á Akureyri. Hvað viltu segja mér í sameiningu. Aftur setur Ágúst Kvaran leikinn á svið nú, en með nýjum leikendum sem vænta má. Er heildarsvipur sýningarinnar því harðla líkur því, sem hann var áður, og hún unnin af sömu vandvirkni. Vafa samt er, hvort unnt er að breyta miklu til, en ef til vill hefðu meiri breytingar gefið leikend- um aukið svigrúm. Heiði, prestsdótturina á Hólm um, leikur Þórey Aðalsteins- dóttir. Gerir hún hlutverkinu góð skil, og sýnir nú betur en nokkru sinni fyrr, að góðs má af henni vænta sem leikkonu. Hlutverkið er erfitt og tekst henni jafn vel að sýna ungu stúlkuna í meðlæti og mótlæti. Skrúðsbóndann leikur Marinó Þorsteinsson. Tekst honum frá kollegum þínum. Haldið þið ekki hópinn? Jú, það má segja það. Hvað elskar sér líkt eins og máltæk- ið segir. Við þekkjurpst náttúr- lega allir, sem stunda þessa list- grein. Frá tveimur þeirra hafa nú þegar komið út nýverið ágætar bækur. Á ég þar við Braga Sigurjónsson og Einar Kristjánsson, og frá Guðmundi Frímann kom bók á fyrra ári, og nú ætli að Heiðrekur og Kristján komi þá ekki með kút- inn að ári. Nú finnst þér ekki að Akur- eyringar haldi nokkuð hlut sín- um gegn Stór-Reykjavík, hvað andlega framleðslu snertir? Jú, áreiðanlega miðað við fólksfjölda, eins og tamt er að segja nú. r Rósbeg, þú sendir nú lesend- um AM eina stöku í lokin? Ja, ég veit nú ekki, en þó finn ég að þetta er ekki afsvar og ýti að skáldinu penna og blaði og Rósberg skrifar: Mönnum drottinn miðlar yl má þess vottinn kenna. Víst er gott að vera til vegarspotta þenna. Svo þökkum við Rósberg fyr- ir innlitið og spjallið og AM sendir honum heillaóskir með nýju bókina. s. j. ágætlega í seinni hluta leiksins, en skortir nokkuð á um glæsi- leika hins unga manns í fyrri hlutanum. Grímu, þriðja höfuðhlutverk- ið, leikur Björg Baldvinsdóttir. Hefir þeirri ágætu leikkonu oft tekizt betur, og virðist sem hlut- verk af þessu tagi hæfi henni ekki. Jóna, fósturdóttir prestsins, var prýðilega leikin af Guð- laugu Hermannsdóttur, er þó vandasamt að gera nokkuð úr því hlutverki á leiksviði. Fleiri hlutverk verða ekki rakin hér, en yfirleitt var vel með þau farið eftir því sem efni stóðu til, og allur heildarsvipur leiksins misfellulaus frá upphafi til enda. Leiktjöldin gerði Aðalsteinn Vestmann og eru þau hin prýði- legasta umgerð um þenna' stór- brotna leik. Þegar Skrúðsbóndinn var leik inn hér fyrir nær aldarfjórð-’ ungi, var hann sóttur með af- (Framhald á blaðsíðu 2). t STAKAN okkar VIÐ HEFJUM þáttinn í dag með vísu „kindamannsins“, er við lýstum eftir í síðasta blaði. Það lét að vísu nærri að við freistuðumst til að týna vís- unni í annað sinn, vegna þess að rödd ,,kindamannsins“ er svo geðþekk að unun er á að hýða, a. m. k. fer hún vel í síma. Þökk fyrir vísuna „kindamaður“, en kannski við eigum eftir að heyra rödd þína seinna. Vísa „kindamanns" er svar til „kvennamanns“ í tilefni af vísu hans í gangnamannaskýlinu í Skíðadal. Fyrst úr þínum greipum ganga I; gangnamaður sérhver ær, ;; sleipar varir velgju af vanga ;; vart þér bíður nokkur mær. j! Hér koma þrjár vísur eftir !;ingu Skarphéðins á Blönduósi, !; og látum við skýringar höfund- ;;ar fylgja. Ekið fram hjá Staupa !;steini í Hvalfirði en áður var ; i þar áð og drukkið staup. ; Við þig kannast varla neinn j; vaktir áður kæti. j; Þarna ertu Staupasteinn, ;! stendur á höllum fæti. j; Var á leið til Akureyrar í ;i„rútu“. Gerðist þá stúlka svo !! ástleitin við bílstjórann, að sum !! ir héldu að hann hlyti að aka út ; af því Amor var setztur á milli ; þeirra. Sendi ég þá stúlkunni ; þessa vísu. ! Mörg er snótin æði ör ; eyðir hótum, blíð og fyndin. ; Eldi skjóta augun snör — ! undirrótin, það er syndin. ; Færðist þá þögn yfir í fram- ; sætinu, og fékk ég kuldalegt til- ! lit frá dömunni. En nú voru all- ! ir öruggir í bílnum. Ferðalúnir ;fætur, nefnir Inga þessa vísu. ! Þegar ég heyri Drottins dóm ! dragnast neðri veginn. I Mætti ég vera á mjúkum skóm ; mikið yrði ég fegin. ! Við þökkum Ingu fyrir stök- ; urnar, og væntum þess, að AM ; eigi vináttu hennar í framtíð- ; inni. S. D. kveður þessar vísur. ; Dægrin kveðja björt og blá, ! bliknar rósaletur. ! Yfir fjöllin grettu-grá ! gægist dimmur vetur. ! Hann vill láta huga manns ! harma á hverjum degi. ! Liggur milli ljóss og hans ; Lónsbrú skökk á vegi. ; Kveðjum við svo í dag. Ver- ■ ið þið sæl að sinni. Skrúðsbóndinn frumsýndur Leikendum og leikstjóra vel fagnað EINS OG GETH) var í síðasta blaði hafði Leikfélag Akureyrar frumsýningu á Skrúðsbóndanum sl. fimmtudag. Var þar hús- fyllar og leikendum og leikstjóra fagnað með ágætum. Þá var einn- ig frú Hólmfríður ekkja Björgvins hyllt af Leikfélaginu og leik- húsgestum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.