Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 7
Srgee DÖMUSOKKAR 30 din, kr. 47.00 - 60 din, kr. 65.00 KREPSOKKAR væntanlegir auglýsa í Alþýðumanninum HUDSON, 30 og 60 din, teknir upp í dag. N ý k o m n i r : UCHER með sléttri lykkju LNNEN með sléttri lykkju ERGEE og SPORTSOKKAR, nýkomnir. Mikið úrval. MUDEILD - SÍMI 12832 - Minningarorð (Framhald af blaðsíðu 2). ágætur verkmaður þó hann færi aldrei geyst, handlaginn í bezta lagi og enginn augnaþjónn. Fá- skiptinn var hann að jafnaði, en glaðvær í góðum vinahópi og góður vinnufélagi. Systur sinni Maríu var hann tryggur og góð- ur bróðir, og vel reyndist hann konu sinni, er þarfnaðist oft sér- stakrar umönnunar. Hann hafði ekki hátt um skoð anir sínar á mönnum og málefn- um, en jafnaðarmaður var hann í örðsins bezta skilningi. Og nú er frændi minn Oddur Daníelsson horfinn á vit for- feðra okkar, fimmti ættliður í beinan karllegg frá Oddi Gunn- arssyni er fyrstur af þessari ætt bjó á Dagverðareyri, og Dag- verðareyrarætt er síðan frá komin, en þar hafa feðgar búið óslitið síðan, og gert jörðina að þeirri stórjörð sem hún er nú og er óhætt að segja að þar hafi hafizt brautryðjendastarf í jarð- rækt hér við Eyjafjörðinn, með tiikomu Kristjáns Sigurðssonar kennara, en hann er dáinn fyrir allmörgum árum eins og kunn- ugt er. Og Oddur Daníelsson hélt ætíð tryggð við ættaróðal- ið, þar hafði honum liðið bezt hjá frændum og vinum. Við kveðjum hann frændurnir með þökk fyrir allt. Stefán Ágúst. BARNASA G A A L Þ Ý ÐUMANNSINS eítir MÁ SNÆDAL 8 ÁFRAM V^R haldiíf bver klettasyllan af annari var ” klifin, ekkert virtist geta stöðvað ofurhugana ungu í ásetningi þeirra að komast á tind Klettafjalls. Það var svo sem enginn leikur að ylirvinna þessa hvassbrýndu kletta, en þó var alltaf leið fundin og þeim nriðaði furðu fljótt, og að lokum var síðasti bergstallurinn unninn, en úr því var tiltölulega au;ð>rdfd.,1eíð ítréfstu gnípu fjaHsins. Víst voru þeir móðii og sveittir bræðúrnir og hruflaðir voru þeir á höndum, en gleði þeirra varð eigi með orðum lýst þá er þeir gengu síðustu skrefin að hinu langþráða marki og þá er fjallsegginni var náð og þeir ætluðu sér að líta yfir heim- inn af háreistum tindi Klettafjalls, urðu vonbrigði þeirra sár. Allur norðurhluti dalsins var hulinn dimmum þoku- mekki er hraðaði för sinni til suðurs, þeir sáu þokuna vefja nyrzta hluta fjallsins og köld vindkviða gaf þeim það til kynna, að fyrr en varð yrði þokan búin að ná til þeirra og byrgja alla útsýn. Gunnar fann kuldahroll læðast niður bak sér. Hvernig myndi þeim ganga að finna beztu leiðina niður í sótþoku. Hann varð að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að hann hafði teflt fulldjarft á uppleið og reynslan hafði kennt hon- um það frá fyrri fjallaferðum að auðveldara var að klífa upp kletta, en komast aftur niður. Þokan færðist óðfluga nær og nær og dimmt veðurhljóð mátti heyra frá fjöllun- um í norðri, augljóst merki um að norðanveður var í að- sigi og því til sannindamerkis þeytti snögg stormhrina stór- um regndropum í andlit Gunnars. Óveðrið var þegar að skella á. Framhald í næsta blaði. ■■■■..i ii i 1 1 —^ Verzliá i eigin búöum í K.E.A. MUNIÐ AÐ TEKJUAFGANGI HVERS ÁRS ER RÁÐSTAFAÐ TIL FÉLAGSMANNA í F0RMI ARÐGREIÐSLU ÞAÐ er raunveruleg lækkun á vöruverði. Þess vegna meðal annars, er ÓDÝRAST AÐ VERZU í K.E.A. VERZLIÐ SHELL benzín og olinr °pið 111 k|-2330: FERÐANESTI -Ýlí) EÝjAÉfARÐÁRBRAUT

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.