Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 18.11.1965, Blaðsíða 8
Nýtt fiskverkunarhús byggf á Húsavík Aðalfundur FUJ haldinn nýlega IW'ÝTT FISKVERKUNARHÚS liefur uýlega tekið til starfa hér, ' og er það staðsett á Húsavíkurhöfða. Eigandi þess er m/b And- vari og verður þar verkaður afli hans. Húsið er rúmir 200 fermetrar að flatarmáli á tveim hæðum, neðri hæðin er steinsteypt, en efri hæðin er úr léttu efni og járnklædd að utan og er hugs- uð sem veiðafærageymsla og sem þurrkloft fyrir fisk. Reytingsafli Ólafsfirði í gær. J. S. REYTINGSAFLI hefir verið hér að undanförnu hjá bát- um og stundum ágætt, t. d. fékk Guðbjörg í gær 8. tonn. Mikið virðist vera af kolkrabba í Eyja fjarðarál núna og hafa bátar héðan fengið rúmt tonn í róðri, sem er ágætt, en 6 kr. munu fást fyrir kílóið upp úr sjó. Tveir síldarbátar komu hing- að fyrir tveim dögum með síld frá Austfjarðarmiðum, er fór í bræðslu og frystingu. Heilsufar er hér gott og tíðar- far einnig. Árssamkomur ýmissa félaga eru að hefjast. Slysavarnarfélag kvenna heldur ásskemmtun sína næstkomandi laugardags- kvöld. í húsinu er beitningapláss og kælir fyrir beitu og bjóð. Skip- stjóri á Andvara er Sigurbjörn Sörensson og framkvæmda- stjóri Sigurður Gunnarsson. Framkvæmd þessi ber vott um stórhug, framsýni og er lofs verð. Um síðustu mánaðamót var dragnótatíminn búinn, og hafa því stærri bátamir róið með línu síðan og afli verið allgóður. Akurey RE kom hingað með 1200 mál síldar í fyrradag og Guðmundur Þórðarson í nótt með 1000 mál, og fer öll síldin í bræðslu. Er síldin af austfjarða- miðum, og nú orðin mjög smá og því óhæf til söltunar. Aðalfundur Félags ungra jafn aðarmanna var haldinn í Hlöðu- felli sl. mánudag. Starfsemi fé- lagsins var allmikil á árinu. Frá farandi formaður, Halldór Ing- ólfsson baðst undan endurkjöri. í stjórn voru kosnir: Formaður Gunnar P. Jóhannesson og með honum í stjórn Þorsteinn Einars son, Grétar Hallsson, Jón B. Gunnarsson og Baldur Jónas- son. Varastjórn: Halldór Ingólfs son og Garðar Jónasson. End- urskoðendur voru kjörnir: Gunnar B. Salomonsson og Dórote Valdemarsdóttir. Tíð hefur verið hagstæð hér að -undanförnu til að vinna við byggingar, og mörg hús orðið fokheld síðustu daga. Kaupfé- lag Þingeyinga hóf nýlega smíði annarrar vöruskemmu við hlið þeirrar sem fyrir var. Næstu daga hefjast framkvæmdir við að fullgera fangageymslu og lögreglustöð. \WV N Björt Ijósleiffur sáust á loffi Húsavík í gær. A. S. AÐ KVÖLDI hins 16. nóv. kl. 21.55 sáust héðan frá Húsa- vík björt ljósleiftur á lofti, hreyfðust þau frá norðaustri til suðvesturs og virtust eyðast áð- ur en þau gengu undir. Þetta líktist helzt stjörnuhrapi, en var þó mun skærara en björtustu stjömur. Lýsandi rák eða hali sást í slóð þess örstutta stund á eftir. XJXXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 18. nóvember 1965 - 41. tbl. DALVÍKURBÁTAR AFLAHÁIR Dalvík í gær. K. J. ¥ TM SÍÐUSTU helgi voru tveir bátar frá Dalvík í öðru og þriðja sæti sem aflahæstu skip síldveiðiflotans. Er það Bjarmi II er skipar annað sæti og hefir aflað 57.164 mál og tunnur, og Hannes Hafstein sem er í þriðja sæti með 49.667 mál og tunnur. Einnig hafa Loftur Baldvinsson, Björgvin og Björgúlfur aflað vel. Nokkuð er síðan að Bjarmi eldri og Baldur hættu síldveið- um. Þykja þeir of litlir til vetr- arsíldveiða. Alls var saltað hér í sumar í 7232 tunnur, er skipt- ast þannig milli hinna tveggja stöðva. Norðurver með 3743 tn. og Söltunarstöð Dalvíkur með 3489 tn. Sjór hefir verið hér lítið stundaður að undanförnu. Ann- ars hefir verið reytingsafli, en nú síðustu daga hafa bátar stundað kolkrabbaveiðar og afl- að vel Sorpbrennsla BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefir samþykkt að reisa sltuli fullkomna sorphreinsunar stöð fyrir bæinn, og skal stefnt að því að framkvæmdir hefjist þegar á næsta ári. Hefir bæjar- stjóra og bæjarverkfræðingi verið falið að annast nauðsyn- legar athuganir og undirbún- ing þessa máls. STEINDÓR FRÁ HLÖÐUM SEGIR FRÉTTIR FRÁ ALLSHERJARÞINGINU PÁFIOG GROMYKOY SKIPTUST Á NOKKRUM YINSAMLEGUM ORÐUM FpiNS OG KUNNUGT ER var Steindór Steindórsson yfirkennari, einn af fulltrúum Islands á Alsherjarþingi S. þ. AM fregnaði að Steindór væri nýkominn heim og þótti því blaðinu tilvalið að íá nokkra umsögn frá honum um gang mála hjá fjölmennasta Alþingi heimsins. Steindór varð góðfúslega við þessum tilmælum okkar og gefum við honum hér með orðið. Eins og kunnugt er átti S. Þ. 20 ára afmæli á þessu ári. Var þess minnst í sumar í San Francisco, þar sem stofnun sam takanna fór fram, og sáttmáli þeirra var undirritaður 26. júní 1945. Ekki bar þetta þing nokkum sérstakan blæ þessara tíma- móta, en hitt var auðfundið, að fulltrúar þess höfðu fullan hug á að láta það verða starfhæfara en síðasta þing, en starfsemi þess var mjög lömuð vegna fjár hagsvandræða samtakanna, sem að vísu eru engan veginn leyst enn til fullnustu, þótt betur líti út nú en þá. Fyrri hluti þingsins var frið- samur, engar stórdeilur né ágreiningsefni voru tekin á dag skrá, og svo virtist, sem sá hug- ur ríkti meðal fulltrúa, að fá leyst málin á sem friðsamleg- astan hátt og með mestum ein- hug. Vopnahléð í Kasmírdeil- unni, sem komst á fyrir atbeina Öryggisráðsins rétt fyrir þing- byrjun, vakti almennan fögn- uð og jók traust manna á mætti samtakanna. Almenna umræðan, sem þing ið hófst með, var því óvenjulega friðsamleg, þótt nokkrar hnút- ,ur flygju að vísu, en svo mátti heita, að allir ræðumenn undir- strikuðú vilja sinn og þjóðar sinnar til að halda við friði, og jafnframt lýstu..þeir trausti sinu á Sameinuðu þjóðunum og starfi þeirra. Einkum kom þetta skýrt fram í ræðu fulltrúa ým- issa hinna smærri þjóða. Segja mátti, að þeir allir lýstu því yf- ir í einhverju formi, að þeir teldu Sameinuðu þjóðirnar einu friðarvon heimsins, og að einungis í skjóli þeirra fengju smáþjóðirnar haldið frelsi sínu og fengið að þróast í samræml við menningu sína og kringum- stæður. Einn mesti viðburður þings- ins var heimsókn Páls páfa. Má segja um hana í einu orði, að hann heillaði þingheim með virðulegri framkomu sinni og ræðu, þar sem hann eggjaði all- ar þjóðir heims til friðar og bræðralags. Ég hygg, að þeir hafi fáir verið, sem í salnum sátu þá, sem farið hafi þaðan ósnortnir af persónu páfa og boðskap. Fulltrúar Albaníu voru fjarverandi einir allra. Að lokinni ræðu páfa átti hann fund með sendiherrum allsherj- arþingsins. Vakti þar einkum at hygli, er hann og Gromykov skiptust á nokkrum vinsamleg- um orðum. í því sambandi ræddi páfi lítilsháttar við sendi- herra íslands, Hannes Kjartans- son, og lét þar í ljós áhuga sinn á íslandi. Auðfundið var á öllu, sem rætt var og ritað um för páfa þar vestra, að litið var á hana sem heimssögulegan við- burð. Störf þingsins fara aðallega fram í hinum svokölluðu nefnd um, en í þeim eiga öll ríki sæti, ef þau á annað borð hafa svo fjölmennar sendinefndir, að þau geti fylgst með störfum þeirra allra. í fyrstu nefndinni, þar sem stjórnmálin eru rædd, var afvopnun og þó einkum tak- mörkun á framleiðslu kjarnorku vopna aðalmálið fram að þessu. Var þar sem fyrri allmikill ágreiningur milli austurs og vesturs, en eftir blaðafregnum að dæma, hefir þingið sætzt á Framhald á blaðsíðu 2,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.