Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1965, Page 1

Alþýðumaðurinn - 02.12.1965, Page 1
* E P L I — APPELSÍNUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 ÍFyrir hópa og einstaklinga ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 XXXV. árg. - Akureyri, finuntudaginn 2. desember 1965 - 43. tbl. ,Bráðum koriia blessuð jólin“ 4 •<? <T* ÁGÆTUR FUNDUR í ALÞÝÐU- FLOKKSFÉL. AKUREYRAR Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, hafði framsögil iun bæjarmál A LÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Akureyrar hélt almennan félagsfund sl. mánudagskvöld. Formaður félagsins, Þorvaldur Jónsson, setti fundinn og stjómaði lionum. Voru fyrst bornar upp og sam- þykkíar inntökubeiðnir í félagið, en síðan kosin uppstillingarnefnd til að gera tillögur til trúnaðarráðs og félagsfundar um skipan manna á framboðslista Alþýðuflokksins á Akureyri við bæjar- stjómarkosningarnar að vori. Þessu næst flutti Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, fróð- legt yfirlit um helztu fram- kvæmdir á vegum bæjarfélags- ins undanfarin ár. Vék hann fyrst að gatnagerðarfram- kvæmdum. Kvað hann á yfir- standandi ári hafa verið áætlað að verja um 8 millj. kr. il gatna gerðar, og hefði aldrei svo hárri upphæð verið fyrr varið til þeirra framkvæmda. Mætti til gamans geta þess, að fyrir 9 árum hefði samskonar áætlun verið 0.9 millj. kr., og undraði mann nú, að hægt hefði verið að halda uppi vinnuflokki við gatnagerð af ekki hærra fram- lagi, enda satt bezt að segja, að litlar framkvæmdir hefðu orðið. Nú hefði bærinn loks eignazt fullkomna malbikunar- samstæðu, blöndunarvél og út- lagningarvél, og hefðu á þessu ári verið malbikaðir 3 km af *S NorSlenzkur slórhugur er hjá SANA h.I. Stofnsetur fullhomna ölgerð hér á Ahureyri á næsta ári SlÐASTLIÐINN þriðjudag boðaði stjórn Sana h.f. til blaðamanna- fundar að Hótel KEA. Tilefni fundarins var að tilkynna að Sana h.f. hefði ákveðið að koma á fullkominni ölgerð hér á Akur- nreyri og væri málið þegar komið á lokastig og hefðu tekizt samn- ingar við heimsfrægt danskt fyrirtæki, Alfred Jörgensen A/S Kaupmannahöfn um að koma upp ölgerðinni, en þetta fyrirtæki hefir byggt upp ölverksmiðjur víða um heim. Framkvæmdastjóri Sana h.f., Valdimar Baldvinsson, hafði orð fyrir fundarboðendum og minnti á fréttir sunnanblaðanna um fyrirhugaða byggingu ölverk- smiðju syðra. Kvað hann langt síðan að Sana h.f. hefði ákveðið að reisa þessa ölgerð, er sæist bezt á því að undirbúningi væri að mestu lokið og vonir stæðu til að fyrsta framleiðslan kæmi á markaðinn seint á næsta ári. Framkvæmdastjórinn lagði áherzlu á það, hve Akureyri og Norðurland í heild væri það mikilvægt, að hér risu upp nýj- ar atvinnugreinar og fjölþætt Valdimar Baldvinsson. athafnalíf blómgaðist. Hann framkvæmdastjóri Sana h.f. kvað þetta fyrirtæki verða bú- ið fullkomnustu og nýjustu vél um er þekktust og myndi því verða um fyrsta flokks fram- leiðslu að ræða. Framkvæmda stjórinn tók það skýrt fram að engir erlendar verksmiðjur né einstaklingar væru aðilar að þessum framkvæmdum og verð ur því allur rekstur og fram- kvæmdir í höndum innlendra eigenda. Sana h.f. er nú að byggja upp dreifingakerfi í Reykjavík, hef- ir tekið húsnæði á leigu og ráð- ið starfsmann, en Sana h.f. fram leiðir nú 7 gosdrvkkjategundir er njóta sívaxandi vinsælda. Hin nýja framleiðsla mun verða bjór og malttegundir, bæði fyrir innlendan og erlend- an markað. Stjórn Sana h.f. skipa: Eyþór H. Tómasson íormaður, Jón M. Jónsson og Valdimar Baldvins- son, sem einnig er framkvæmda stjóri fyrirtækisins. AM telur ástæðu til að fagna þessu framtaki og telur það þátt í norðlenzkri sókn. gcíum, en fyrr á kjörtímabil- inu öllu 2 km. Væri nú svo ráð fyrir gert, að á 10 næstu árum Magnús E. Guðjónsson. mætti og ætti að ljúka við að malbika allar götur bæjarins. Bæjarstjóri upplýsti og, að nú væru allar nýjar götur lagðar svo, að þær væm þegar frá byrjun fullundirbyggðar undir varanlegt slitlag, en fyrr hefði verið allt of mikið um bráða birgðagöturgerð, sem svo hafi orðið að endurbyggja að mestu, þegar að malbikun kom, eða yrði að endurbyggja, þegar að malbikun þeirra kæmi. Mesta framkvæmd bæjarins nú í hol- ræsagerð kvað bæjarstjóri vera lagning hoh'æsis um norðan- vert Þórunnarstræti, en sú lögn værj hluti af holræsi, er lig'gja ætti ofan frá Lundi og niður í Glerárósa. Mundi sú lagning taka verulegan tíma, jafnvel svo árum skipti, enda milljónaverk. Bæjarstjóri benti á, hve mikiis- vert væri frá fjárhagslegu sjón- armiði fyrir bæjarfélagið, að byggðin yrði ekki mjög dreifð. Miklu dýrara væri að leggja göur, holræsi, vatnslagnir, raf- magn o. s. frv. til jafnmargra íbúa í einbýlishúsahverfi en fjölbýlishúsahverfi. Sum bæjar félög ýmis hefðu í athugun eða væru þegar gengin inn á þá braut að hvetja til fjölbýlishúsa bygginga með lágum eða engum gatnagei’ðargjöldum af þeim, en háum af einbýlishúsum. Hér hefðu engar ákvarðanir verið teknar um þessi mál enn. Hins væri ekki að dyljast, að bæjar- (Framhald á blaðsíðu 5). | RAUFARHOFN - I | SIGLUFJÖRÐUR ( I A jUjT HEFIR í dag póstlagt É \ 1 áskriftarlista til Rauf § E arliafnar og Siglufjarðar og \ I AM cfast ekki um góðar und | i irtektir ykkar. Við höfum I i beðið Guðna Þ. Árnason, i i sparisjóðsstjóra, að annast i i áskriftarsöfnun á Raufar- i i höfn, en Jóhann G. Möller i i bæjarfulltrúa á Siglufirði. | i Við bjóðum Siglfirðinga og f i Raufarhafnarbúa vclkomna í i f lesendahóp AM. \WV “S SJOTIU MILLJ. KR. VIÐBYGGING VIÐ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ OAMKVÆMT upplýsingum stjómar Fjórðungssjúkrahússins á Ll Akureyri og yfirlæknis þess er orðin knýjandi nauðsyn að byggja við sjúkruhúsið. Telja þeir, að viðbygging þessi verði að vera um 14 þús. rúnunetrar að stærð, en það er lík stærð og á núverandi byggingu sjúkrahússms. Með því verðlagi, er nú gildir, væri það bygging upp á 70 millj. króna, þar af mundi bæjarfé- lagið þurfa að greiða um 40%, eða um 28 millj. kr., ef aðrir aðilar en ríki og bær koma ekki til. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag að fela stjórn FSA fram- haldandi athugunum á þessu máli og miða þær við, að fram- kvæmdir gætu hafizt árið 1967. Jafnframt var samþykkt að fara þess á leit við fjárveitinga- nefnd alþingis, að tekið yrði upp á fjárlög 1966 byrjunarframlag til byggingar þessarar eigi lægri upphæð en 3 millj. kr. Með þess um samþykktum er þó ekki tekin endanleg afstaða til þess af hálfu bæjarins, hvort og hvenær í þessa framkvæmd verði ráðizt né hvemig henni yrði þá háttað, enda ekki auð- gert fyrr en nánari athuganir og tillögur liggja fyrir. í® t, 5rS®liiS:*;i2Ll Ritdómur eftir Rósberg G. Snædal, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.