Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 02.12.1965, Blaðsíða 8
II. FLOKKUR KVENNA. Fremri röð: KAb-lið. Aftari röð: Þor a-lið. — Ljósmynd: Níels Hansson. Um sl. he'gi hófst Haustmót í handknattleik í Rafveiíuskemmunni á Akureyri og var keppni all- skemmtileg í mörgum flokkum og áhó’rferidur nökkuð margir. Alls voru leiknir 9 leikir á laugard. og sunnud. — Mótinu lýkur nú um helgina og verða þá leiknir úrslitaleikir í hinum ýmsu flokkum. Á laugardag fer fram úrslitaleikur í meisíarafl. karla milli ÍMA og KA. Keppni hefst kl. 2 á laugard. ÆSK í Holasiifti gefur úf unglingabók A6. AÐALFUNDI Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti, sem haldinn var í Húnaveri 11. og 12. sept. sl., var stofnuð útgáfudeild, sem nefn- ist „Bókaútgáfa ÆSK í Hóla- stifti“. í reglugerð segir: „Út- gáfudeildin hefir það sérstaka Japanskir bílar JAPANSKIR bílar eru nú komnir á íslenzkan markað. Er það Japanska bifreiðasalan í Reykjavík er hefir innflutn- ing á hendi og hefir það ákveðið að hafa umboð hér á Akureyri og verður umboðsmaður fyrir- tækisins hér Steinn Karlsson, en viðgerða- og varahlutaþjón- ustu mun Bílaverkstæði Rafns og Sigurðar annast. Samkvæmt umsögnum blaða á Norðurlönd- um líka japönsku bílamir mjög vel og einnig eru þeir ódýrari en tilsvarandi bílar frá öðrum löndum. Jón Krt ísfeld. verkefni að annast útgáfu kristilegra bóka og hjálpargagna við æskulýðsstaríið. Forráða- menn útgáfunnar skulu á hverju ári sjá uih útgáfu a. m. k. einnar bókar og gefa þar að aúki út eftir þörfum hjálpar- gögn og leiðbeiningar, sem þeir telja hverju sinni mesta þörf fyrir, til að efla og glæða æsku- lýðsstarf kirkjunnar, sanna menningu og siðgæði þjóðarinn- ar/‘. 'Útgáfuráð skipa: Séra Jón Bjarman, Laufási, formaður. Séra Bolli Gústafsson, Hrísey. Ingvar Þórarinsson, bóksali, Húsavík. Séra Jón Kr. ísfeld, Bólstað. Gunnlaugur P. Krist- insson, Akureyri. Útgáfan hefir nú sent öllum bókaverzlunum fyrstu bók sína, sem er „Sonur vitavarðarins" eftir séra Jón Kr. ísfeld. Höfundurinn er fæddur 5. sept. 1908 í Haga í Mjóafirði, tók stúdentspróf í MA 1932. Gengdi skólastjóra- og kennara- störfum á árunum 1932—1937, en lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1942 og var prest- ur í mörg ár á Bíldudal, en nú í Æsustaðaprestakalli. í bókinni eru 6 heilsíðumynd- ir, teiknaðar af séra Bolla Gúst- afssyni Hrísey, einum af yngstu prestum landsins. Hún er 152 bls. í stóru broti og prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar, Akureyri. »000« XXXV. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 2. desemher 1965 - 43. tb. Kosið í Lðxárvirkjunarsfjórn AFUNDI bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag fór fram kosning 3ja manna í stjórn Lax- árvirkjunar fyrir næstu 6 ár, en samkvæmt lögum á bæjarstjórn Akureyrar að kjósa 3 af 5 stjórn endum hennar, en 2 eru skipað- ir af ríkinu. Bæjarstjórn á að kjósa formann og varaformann úr hópi hinna 3ja fulltrúa sinna í stjórninni. Fram komu 2 listar. Annar skipaður Arnþóri Þorsteinssyni, verksmiðjustj., og Birni Jóns- syni, alþm., sem aðalmönnum og Stefáni Reykjalín, bygginga- meistara, og Þorsteini Jónatans- syni, ritstjóra, sem varamönn- um, en hinn með Jóni Sólnes, bankastjóra, sem aðalmanni og f.......'”>0CS?» \ Fannst látinn Haraldur hallsson, vistmaður á Kristneshæli fannst látinn skammt frá Lauga landi sl. þriðjudag. Á sunnudag inn hafði hann fengið tveggja daga fjarvistarleyfi. En er hann kom ekki fram á réttum tíma, var hafin eftirgrennslun og síð- ar leit að honum. Álitið er að Haraldur heitinn hafi ætlað að heimsækja kunningja sinn að Laugalandi. Haraldur Hallsson var um fimmtugt og hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. TIL UNGRA ÖKUMANNÁ EKKI eru til neinar heildarskýrslur um tiðni ökutjóna og slysa eftir aldri ökumanna, en ljóst er, að hér í bæ, eiga ungir menn ískyggilega oft hlut að slysum og tjónum í um- ferðinni. Sumpart mun þetta stafa af því, að þessir menn hafa ekki náð nægilegri æfingu í akstri og ætla sér ekki af, og sumpart vegna þess, að þeir gera sér ekki nægilega grein fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem fylgir því að aka bifreið og hugurinn beinist því ekki nægilega að einlægum ásetningi að forðast slysin. Ökumaður, sem ekki hefur það sem fyrsta boðorð í umferðinni að forðast slys en lætur annarleg sjónar- mið sitja í fyrirrúmi, verður ekki farsæll í umferðinni. Þess vegna viljum vér beina því til allra ökumanna og sérstak- lega hinna ungu að hafa það sem höfuðatriði og metnaðar- mál að forðast slys og tjón í hvaða mynd sem er. (Frá umferðarvikunni). \W SÍÐASTLIÐINN þriðjudag brann til kaldra kola lítið timburhús að Laugalandi á Þelamörk. Slökkvilið Akureyr- ar var beðið um aðstoð, en eigi var unnt að bjarga húsinu. Eld- urinn náði einnig í gamlan torf- bæ, sem áfastur var húsinu og brann hluti af honum. Eigandi hússins var Jón Franklín Jónsson smiður, og hafði hann einnig í húsinu smíðaverkstæði. Missti Jón mest af eigum sínum og er tjón hans tilfinnanlegt, maður aldraður. Jón =00^ Árna Jónssyni, tilraunastjóra, sem varamanni. Þar sem ekki komu fram fleiri listar urðu framangreindir menn því rétt- kjörnir aðalmenn og varamenn sem fulltrúar Akureyrarbæjar í Laxárvirkjunarstjórn næstu 6 ár. Arnþór Þorsteinsson var kos inn formaður stjórnarinnar með 6 atkv., en Jón G. Sólnes hlaut 5 atkv. Stefán Reykjalín var kosinn varaformaður með 6 atkv. Ríkisstjórnin hefir ekki enn skipað fulltrúa sína í stjórnina. Bruni að Laugalandi á Þelamörk Stirt tíðarfar Húsavík 28. nóvember. G. H. UNDANFARNA daga hefir verið hér hríðarveður með allhvössum éljum og í dag er veðurhæðin hvað mest. Þung- fært er nú orðið hér í nágrenn- inu og ófært til Akureyrar á venjulegum bílum. Færð er þó enn greiðfær innanbæjar. ÞESSI litla stúlka ætlar aS minna ykkur á það góðir Akureyringar, að enn er til fætækt fólk hér í bænum, að enn eru liér einstæðingar er eiga fáa að, aldrað fólk með létta pyngju og áfram mætti telja. Við teljum okkur krist- in, en í SÖNNUM kristin- dómi má finna mestu mann- úðarstefnu aldanna. Brátt höldum við jól í minningu um höfund kristindómsins og í anda kenninga hans hlýtur hver og einn að minnast bróðursins og systurinnar, er við bág kjör búa og ein- mana horfa fram til jóla. Því vill litla vinkona AM biðja ykkur að taka vel á móti skátunum er senn fara að knýja á dyr ykkar í þjónustu mannúðar og kærleika. Hún treystir ykkur til að færa birtu og yl til þeirra, er við neyð búa, svo fremi að það sé í mannlegu valdi hægt úr að bæta. Hún vcit það að þið heyrið bæn hennar og hún segir: „Þakka ykkur inni- lega fyrir“.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.