Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 09.12.1965, Blaðsíða 1
* JOLAKONFEKT VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 Á SKRIFT ARSÍMI ALÞÝÐUM ANN SINS ER 1-13-99 XXXV. árg. - Akureyri, finuntudaginn 9. desember 1965 - 44. tbl. Fjölþætt sfarfsemi UMSE EINS OG undanfarin ár gengst Ungmennasamband Eyjafjarðar íyrir fræðslukynningu í skólum á sambandssvæðinu um skað- semi áfengis og tóbaks. 900^= =x F armiðaskatturinn ■ felldur niður ÁKVEÐIÐ er nú að hinn fyrir- hugaði farmiðaskattur komi ■ekki til framkvæmda. Á sl. hausti gagnrýndi AM harðlega slíka skattheimtu og taldi hana mjög óréttláta og í sama streng hafa margir tekið, m. a. stjórh Alþýðuflokksfélags Reykjavík- nr. AM fagnar þessum úrslitum. I viðtali við Morgunblaðið í gær upplýsir fjármálaráðherra, að í stað ferðaskattsins sé ákveð ið að Ieggja J/2% gjald á gjald- •eyrissölu bankanna og var frumvarp um það efni lagt- fram á Alþingi í gær. Á þessum vetri hafa þegar verið heimsóttir 5 barna- og unglingaskólar. Dalvíkurskóli, Húsabakkaskóli í Svarfaðardal, Árskógarskóli, Hjalteyrarskóli og Laugalandsskóli á Þelamörk, en ætlunin var að heimsækja alla skóla fyrir áramót, en eigi mun það reynast unnt vegna samgönguerfiðleika. Voru það Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE og séra Jón Kr. ísfeld á Bólstað, er önn uðust fræðsluna að þessu sinni. Þykir AM ástæða til að fagna forustu Ungmennasambandsins á þessu sviði. Þá eru fyrirhuguð námskeið í mælskulist á vegum sambands ins í vetur og er hið fyrsta þeg- ar hafið. Er það hjá Uungmenna félögunum Atla og Þorsteini Svörfuði í Svarfaðardal og er leiðbeinandi á námskeiðinu séra Ágúst Sigurðsson á Möðruvöll- um. LÆKKDN BYGGINGAKOSTN- AÐAR, ER ÞJÓÐARNAUÐSYN Vel heppnaður fundur F.U.J. á Akur- eyri um húsnæðismál FÉLÖG UNGRA JAFNAÐARMANNA um land allt héldu fundi um húsnæðismál sl. þriðjudagskvöld. Ræðumaður F.U.J. á Akureyri var Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur úr Reykjavík. Flutti liann ýtarlegt erindi og lagði jafnframt megin- áherzlu á það, að lækkun byggingarkostnaðar væri brýn nauðsyn, sem úr þyrfti að bæta. Fundur F.U.J. var haldinn í Sjálfstæðishúsinu og setti for- maður félagsins Hersteinn Tryggvason fundinn og bauð Björgvin Guðmundsson velkom inn og gaf honum síðan orðið, og flutti Björgvin mjög yfirgrips mikið erindi um þróun þessa máls hin síðari ár, og kom þar glöggt fram að síðan jafnaðar- menn tóku við stjórn félagsmála í des. 1958, þá er Friðjón Skarp- héðinsson varð félagsmálaráð- herra í minnihlutastjórn Alþýðu ^ > - V L ' i '■;' ' r- '■ i Hersteinn Tryggvason. -v\\y Nýft 09 vandað verzlunarhús á Blönduósi Blönduósi 6. desember H. H. LAUGáRDAGURINN 20. 11. rann upp með norðan-norð- austan kuldasveljanda í Húna- þingi. Oðru hvoru kastaði úr éli, ásamt snjórennings-læðingi, sem burðaðist við að fylla hverja laut og gilskoru en varð þó lítið ágengt. A Blönduósi var að ger- ast stór viðburður og fólk veitti =x Fjölg im simanumera IFYRRADAG var gengið frá stækkun símstöðvarinnar á Akureyri. Fengu þá 500 nýir símnotendur síma og er tala símnotenda orðin 2500. Síðar munu 200 númer bætast við á næstunni. Er álitið að hin mikla fjölgun númera nú nægi nokkur ár fram í tímann. veðrinu litla athygli. Klukkan 9 um morguninn hafði verið opnað hið nýja, stórfenglega og glæsilega verzlunarhús Kaupfé- lags Austur-Húnvetninga. (Kjör búð). Fólk streymdi að hinni gegn- sæju verzlun, sem rís þar á hinum 1200 fermetra grunni sín um. A annari hæð verzlunar- innar hillir undir hinar gler- massífu skrifstofur, sem ekki er þó að fullu frágengið ennþá. Verzlunarhúsið er staðsett aust an við hið þekkta félagsheimili Blönduúss við aðalæð kauptúns ins, svokallaða Húnabraut norð an Blöndu. Munu vera í dag uppistand- andi 3 verzlunarhús K.A.H. hvort fram af öðru frá því fyrir aldamót. í hinu glæsilega húsi er öllu haganlega fyrir komið eftir sænskum og ameríkönskum stíl í dag. Þarna má segja að allt sé á sama stað, eða í einum og sama sal. Já, þarna getur kúnn- inn fengið sér, hvort hann held- ur vill; saumnál, brjóstahaldara, kúaklóru, hljóðfæri eða þá hangikjötslæri. Leitið og þér munið finna. Hvað húsið kostar, það er aukaatriði. Það er risið af grunni og þess var full þörf. Þetta sýnir þor og þrótt Hún- vetninga, ásamt mikilli fram- sýni. Hér að útibúi Búnaðarbank- ans á Blönduósi er kominn ung- ur bankastjóri, að nafni Guð- mundur Rafn Sverrisson. Sú stofnun hefur búið við lítil og óíullkomin húsakynni. Heyrzt (Framhald á blaðsíðu 5) flokksins, er þá var mynduð, hafi orðið jákvæð þróun. Rakti Björgvin gang húsnæðismála hin síðustu ár, það sem áunnist hefði undir forystu jafnaðar- manna og gat hann sérstaklega starfs fyrrv. formanns Húsnæð- ismálastofnunarinnar Eggerts G. Þorsteinssonar núverandi fé- lagsmálaráðherra. Kom Björg- vin víða við og mun AM síðar eða eftir áramót rifja upp þær staðreyndir, er Björgvin drap á í ræðu sinni. Björgvin lagði á það megin- þunga, að brýn nauðsyn væri á því að lækka byggingakostnað- inn og samsVaraði það 25% kauphækkun, ef unnt væri að þoka kostnaðinum niður um 14. Gat hann þess, að á vegum Hús- næðismálastofnunarinnar hefði fyrir 2 árum komið bandarísk- ur tæknisérfræðingur, Davison að nafni, og niðurstöður hans hefðu orðið þær, að bygginga- kostnaður hér væri % hærri en í Bretlandi, Bandaríkjunum og; Kanada og taldi hann þrjár meginástæður stuðla að því: Fjármagnsskortur, skortur á undirbúningi og of smáir verk- takar. Síðan gaf Björgvin skýra yfir- sýn yfir framgang og einnig for ustu Alþýðuflokksins í húsnæð ismálum í núverandi stjórnar- samstarfi, hvað áunnist hefði t. d. í aukinni lánveitingu Hús- náeðismálastofnunarinnar og einnig til verkamannabústaða og til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis og aðstoð við Björgvin Guðmundsson. æskufólk, sem er að stofna heimili en skortir húsnæði. AM hefir ákveðið að forsíða fyrsta tölublaðs AM á nýju ári verði helgað þessu máli og þar mun rifjað upp það sem áunnist hefir og einnig bent á ýmsar mikilvægar staðreyndir, er Björgvin Guðmundsson lagði áherzlu á í framsögu sinni á fundi F.U.J. á Akureyri, og AM mun styðjast við rökfast og mál efnalegt erindi Björgvins í fyrsta tölublaði AM 1966. Að loknu framsöguerindi Björgvins tóku til máls Her- steinn Tryggvason, Sigursveinn D. Jóhanneson, Haukur Haralds son, Þorvaldur Jónsson og Bragi Sigurjónsson. Fundur F.U.J. var mjög ánægjulegur og vænt ir AM ánægjulegra samskipta við ungá jáfnaðarmenn í fram- tíðinni ög hvetúr þá jafnframt til öflugrar sóknar. Ekkert norð lenzkt blað annað en AM hefir fagnað tillögu um lækkun kosn ingaaldurs niður í 18 ár. AM hefir tekið það skýrt fram að blaðið hefir óbifandi trú á æsk- unni og vill aukin réttindi henni til handa, fremur en blinda ádeilu. AM þakkar velheppnað- an fund F.U.J. og fagnar þrótt- miklu starfi félagsins, sem fram undan er á nýju ári. X Skarðsbók til Islands SKARÐSBÓK er oft hefir ver- ið getið í fréttum undanfar- ið og seld var á uppboði í London nú fyrir skömmu á rúm ar 4 milljónir og 320 þúsund kr., er nú orðin eign íslenzku þjóð- arinnar. Voru það íslenzku bankarnir er keyptu handritið, en nokkur hula . var yfir hver hinn nýi eigandi væri. En sl. þriðjudag tilkynnti Jóhannes Nordal bankastjóri á blaða- mannafundi, að viðstöddum menníamálaráðherra, að bank- arnir hefðu kcypt Skarðsbók og afhentu hana þjóðirmi til eignar. ar. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra þakkaði hina höfð inglegu gjöf. Skarðsbók er nú til varðveizlu í Hambrosbanka í Lundúnum og mun aíhugun fara fram hvort viðgerðar sé þörf, áður en hand ritið verður flutt til íslands. Steindór skrifar um BÆKUR, sjá bls. 4

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.