Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 5
í skiprúmi Iijá Magnúsi í HöskuIJarkoti Frásögujjáttur eftir Albert Sölvason ITÉR SEGIR Albert Sölvason forstjóri frá því er hann fór í fyrsta sinni á vertíð til suðumesja. Hann segir frá fyrstu kynnum sínum af bílum og einnig er getið fárveðursins mikla, þá er 2 ís- lenzkir togarar fómst á Halamiðum með 68 mönnum og sá þriðji, Egill Skallagrímsson var mjög hætt kominn. Fyrir réttu 41 ári réðist ég í fyrsta skipti til suðurróðra, en svo var það kallað að ráðast í skiprúm á svæðinu frá Vatns- leysuströnd að Grindavík, þeg- ar Norðlendingar áttu hlut að máli. Þetta var sem sagt rétt fyrir áramótin 1924—1925. Væntanlegur húsbóndi minn hét Magnús Ólafsson og var út- gerðarmaður í Ytri-Njarðvík, heimili hans hét Höskuldarkot, í daglegu tali var hann ávallt nefndur Mangi í Koti, og vissu þá allir um suðurnes við hvern var átt. Maðurinn var vinmarg- ur og átti enn þá fleiri kunn- ingja, olli því dugnaður hans, glaðværð, og áreiðanleiki. Til Magnúsar réðist ég fyrir milli- göngu vinar míns og leikbróð- ur Lárusar Runólfssonar, en þótt við Lárus værum jafnaldr- ar, þá var hann er hér var kom ið orðin reyndur suðurróðra maður, og réri hjá útgerðar- manni í Keflavík, en Keflavík er aðeins stuttum spöl norðar en Ytri-Njarðvík, og gátum við Lárus því auðveldlega hitzt ef landlegur voru, og gat ég því allavega haft gagn af reynslu hans og þekkingu, sem hann hafði aflað sér á liðnum árum. . Lárus sagði mér, að ekki þyrfti 1 ég að gera skriflegan samning við Manga í Koti, um kaup og kjör, það sem hann segði við mig í þeim efnum dygði mér og það jafnvel betur en skriflegir samningar við suma aðra, og voru það orð að sönnu. Frá ára- mótum til 11. rnaí átti ég að hafa í kaup kr. 600.00 — sex hundr- uð — frítt fæði og húsnæði, og þótti þetta allmikill peningur á þessum árum. Við félagarnir fór um í desember með strandferða skipi til Reykjavíkur, og bar ekkert til tíðinda í þeirri ferð, það ég man, annað en að í ferð- inni sá ég fyrst, þá nýútkomnu ljóðabók eftir Örn Arnar. Nafn hennar var Illgresi, og þóttu Ijóðin um margt nýstárleg, ádeilan í senn bitur og hnittin, og margar vísurnar mergjaðar. Keypti ég bók þessa er ég kom suður, og las hana mér til mik- illar ánægju. Frá Reykjavík og suður í Ytri-Njarðvík fórum við í bifreið, það var blæjubíll, aldrei hafði ég komið í slíkt farartæki áður. Frost var all- t mikið þennan dag og varð okk- I ur kalt þar sem upphitun var engin, því var ákveðið að koma við í Hafnarfirði og fá sér kaffi. Bifreiðarstjórinn beygði upp að húsi og stefndi beint á það og alltaf styttist bilið að húsinu, ég var alveg sannfærður um að bíllinn rækist á húsið, og hélt mér fast og var viðbúinn árekstrinum, því ekki hafði ég neina hugmynd um jafn dular- fulla tækni og þá sem kallast hemlar, og var því undrandi þeg ar bíllinn stöðvaðist ósköp ró- lega um það bil einn meter frá dyrum hússins, ég var strax orð inn reynslu ríkari, og byrjaður að verða ásáttur við gamla orð- tækið sem segir „HeimskJ er heimaalið barn“, en það hafði mér fundist alveg fráleitt fram að þessu. Vel var mér tekið í Höskuldarkoti, enda var viður- gerningur allur og þjónusta með ágætum, undir stjórn mat- ráðskonunnar sem Guðný hét. Þar til róðrar skyldu hefjast snemma í janúar, voru nóg verk efni fyrir höndum, við að setja upp lóð og bika hana bora steina sem nota skyldi á netin, riða utanum glerkúlur, fella og riða þorskanet fyrir þá sem það kunnu, o. fl. o. fl. Bátur sá sem Magnús stjómaði sjálfur hét Baldur, og átti hann hann einn, en einnig mun hann hafa átt hlutí í tveimur öðrum bátum, þeim Ársæli og Önnu. Magnús var talinn aflamaður í góðu meðallagi á línu, en af- burða 'aflamaður í netin, kapps- fullur en þó með forsjá. Skal nú reyna að lýsa Magnúsi og hátt- um hans að nokkru, vera má að einhverrar ónákvæmni gæti, þar sem áratugir eru liðnir frá samveru okkar, en viljandi er engu hallað, en svona kom hann mér fyrir sjónir. í tæpu meðallagi hár, þétt- vaxinn, nokkuð feitlaginn, brún eygður, frekar breiðleitur, nokk uð rauðleitur í andliti, hárið dökkt og slétt, ekki fríður en myndarlegur, og mátti með réttu um hann segja, að „Af honum bæði gustur geðs og gerðar þokki stóð“. Ég mundi segja að á velli hafi hann verið mjög svipaður Churhill hinum enska og reyndar . andlit líka. Meðan róið var með línu vor- um við fimm á Baldri. Magnús var formaður, stýrimaðurinn hét Kristján, vélamaðurinn Eiríkur Þorsteinsson, og hásetar undir- ritaður og annar ungur maður, Guðmundur af nafni, að mig minnir, Landmenn voru 6 að tölu. Landformaðurinn hét Brynjólfur og var ættaður aust an fyrir fjall. Baldur var 12—16 tonna bát- ur með 26 ha. Heim vél, góður sjóbátur, sérstaklega á aftur- endan en gangurinn rétt í með- allagi, eftir því sem þá gerðist. Róðrar hófust snemma í janúar 1925. Róið var alldjúpt undan Gargskaga og var reyt- ingsalfi, þetta 6—10 skippund í róðri á 12 bjóð. Albert Sölvason. Var aflinn nær eingöngu þorskur, sem var flattur og salt aður þegar í land kom, og var það í verkahring landmanna að gera það, svo og að beita línuna. Ég var á vakt með Magnúsi for manni, og áttum við útleiðina því formaðurinn réði auðvitað hvar lóðin skyldi lögð, og ákvað hvort sjóveður væri, eða hvort snúa skyldi við ef veður reynd- ist vont þegar út í rúmsjó var komið. Ég annaðist þau störf, sem þörf var á til undirbúnings þess að leggja lóðina, svo sem blása upp belgina og vinda ból- færin á þá, huga að stjórastein- um og ljósadufli o. fl. Þegar því var lokið tók ég við stýrinu en formaðurinn var hjá mér í stýrishúsinu og leiðbeindi um það sem þurfa þótti, var það mér góður skóli, ég mun nú ekki lýsa frekar störfum í ein- um fiskiróðri, svo alkunn eru þau flestum meðal vor, en snúa mér að öðrum atriðum. Magnús var hinn bezti hús- bóndi, bæði á sjó og í landi. Það var helzt þegar mikið fiskaðist, að hann gat orðið allharður hús bóndi og hvass í orðum svo und an sveið í bili, því þá var hann svo kappfullur og ákafinn svo mikill að ná sem mestum feng meðan tækifæri gafst, að hann heimtaði mikið af skipshöfn sinni, jafnvel meira en sann- gjarnt mátti teljast, en hafi hann þótt fullstrangur í aflahrotun- um, þá bætti hann það marg- faldlega upp, þegar lítið eða ekkert aflaðist, þá var ekki til hjá honum vol eða víl, og bar- lómur yfir hve illa gengi, og að allt hlyti að fara á höfuðið ef svona illa gengi með aflann, nei þvert á móti, þá lék hann á alls oddi, hló mikið og söng, og sagði okkur ótal brandara, var í einu orði sagt — stór skemmti legur — enda í eðli sínu hinn mesti „húmoristi“ og þótt við værum svo húsbóndahollir að óska ekki beinlínis eftir litlum afla, þá var hann þó hin bezta tilbreyting vegna glaðvæx-ðar fox-mannsins. Þegar mánuður var liðinn frá því róðrar hófust eða þann 7. febr. vorum við á sjó alldjúpt út af Gai-ðskaga. Sjóveður hafði veiáð sæmilegt en fór vei’snandi og var orðið hvassviðri af suð- vestri þegar lokið var lóðar- drættinum og talsvei’ður sjór. Aflinn var um 6 skippund og því dágóð stöðvun í Baldri. Á landleiðinni versnaði veði'ið enn, en er komið var inn fyrir Garðskagann varð sjólaust en háa rok, þar sem SV-átt er þar landátt, gekk okkur sæmilega heim á leguna í Njai-ðvík, en þannig stóð á sjó að ekki vai’ð komist upp að bi-yggjustúfnum, sem þá var til þess að skipa fiskinum í land, en lagt að skjöktbátnum, þar sem hann var festur við legufæi'i stóra bátsins, en þessi skjöktbátur var frekar lítið sexmanna fár, og ætíð notaður til þess að skipa fiskinum upp úr Baldiú þegar þannig stóð á sjó eða veðri, að Baldur komst ekki upp að bryggjunni. Sama tilhögun var höfð á öðrum bátum sem frá Njarðvík réru. Nú var háa gufu í’ok, sem stóð af landi og ekki viðlit að skipa fiskinum upp, þótt leiðin til lands væi’i ekki nema 200—300 m. Var nú Baldi’i lagt við legufæi’in (múrning- una) en skjöktubáturinn tekinn aftan í Baldur. Nú vildum við skipshöfnin komast í land, en Magnús dró frekar úr því, og gekk honum áreiðanlega ekkert annað til en öryggi okkar, þar sem hann var formaður bátsins og bar ábyrgð á því. Eftir nokkr ar umræður varð það úr að við skyldum freista þess að róa til lands. Eiríkur Þorsteinsson var fílhraustur maður, og var nú ákveðið að hann og ég skyldum vera á annað borð bátsins, en þeir hinir þrír skyldu róa á hitt borðið. Ekki vildi Magnús leggja í þetta nema hafa með sér góð legufæri í bátnum, þannig að við gætum lagzt og hvílzt ef okkur brysti þrek til að berja til lands í einum áfanga. Var það fúslega samþykkt, enda sjálfsögð varúðarráðstöfun eins og á stóð. Nú var tekið til ára og róið jafn snerpulega og nú tíðkast í kappróði’i á Sjómanna- daginn, enda náðum við landi í einum áfanga, bátui’inn var sett ur undan sjó, og gengið heim til húsa, borðað og farið að sofa, því komið var fram á nótt. Síð- ar um nóttina vekur Magnús okkur, og segir að nú sé komið logn, og því bezt að skipa upp fiskinum, en fyrst skulum við fá okkur heitan sopa. Við klædd umzt í-ösklega og fengum okkur drykkinn og sagði Magnús okk ur að veðrið hefði verið að lygna þá rétt í þessu. Við göngum nú til sjávar, en það var stutt leið, dimmt var til norðursins en stilli logn. Þetta var sunnudags- moi-guninn 8. febrúar. Við göng um að bátnum, tökum skorðurn ar undan honum og byi-jum að ýta honum til sjávar. Kjalar- hællinn er rétt að koma í sjávar málið, þegar við heyi’ðum veð- urdyn, og eins og hendi sé veif- að er skollið á norðanveðui’, en það stendur alveg upp á lend- inguna og var því auðsætt að engin tök væru á að skipa fisk- inum upp meðan það stæði, og því ekki um aðra kosti að velja en að setja bátinn á ný, og nú enn hærra upp en hið fyrra sinnið, og fresta allri uppskipun þar til norðanveðrið gengi nið- ur. Ég hefi rifjað þennan þátt upp vegna þess að margir munu þeir vera sem minnast daganna 7. og 8. febrúar 1925. , Seinni hluta laugardagsins 7. febrúar skall yfir norðvestur- landið og á Halamiðum eitt hið ægilegasta norðanfárviðri, sem um getur, þar sem togararnir Leifur heppni og Robertson fór- ust í með 68 mönnum, og Egill Skallagrímsson var mjög hætt kominn og lá langtímum saman á hliðinni, en sjór gekk niður um reykháfinn og drap eldana undir katlinum, og þau skip sem smásaman komu til hafnar hroðalega útlítandi, brotin ofan þilja og á ýmsan hátt löskuð. Þetta voðaveður breytti viðhorfi margra manna til togaranna. Fram að þessum dögum höfðu fjölmargir trúað því að togari gæti ekki farist í rúmsjó, og hagað sjósókn og siglingu eftir því. Ég hefi einnig með þessari upprifjun viljað benda á, hve" snögg og misjöfn veður geta verið samtímis hér við landið okkar. Laugardaginn 7. febrúar, þegar við á Baldri erum staddir (Framhald á blaðsíðu 25.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.