Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðumaðurinn - 20.12.1965, Blaðsíða 16
Skáldiá frá Elivogum (Framhald af bls. 15.) Á Sneis var neyzluvatn sótt í gamlan, grunnan og opinn brunn, sem var snertispöl fyrir ofan bæinn. Vatnsból þetta var held- ur slæmt, vatnið lítið og erfitt að ná til þess á vetrum. Sveinn hófst því handa um síðir og leiddi vatnið í pípum til bæjar. Ekki starfaði hann þó að þeirri framkvæmd sjálf- ur nema að litlu leyti, heldur fékk vanda- lausa verkamenn til að grafa skurð og skrúfa saman rörin. Mikið þótti honum til koma, „þegar blessað vatnið kom inn fyrir vegginn,“ eins og hann sagði. Enginn var vaskur eða frárennsli, sem nærri má geta í torfbæ. En lengi og mikið var látið renna til að byrja með og vatnið borið jafnharðan út í fötum. Nágrannar voru hvattir til að koma og sjá, — og meira vatn flóði um varpann. Þegar Sve inn keypti Refsstaði á Laxár- dal í hið seinna sinni, voru þar lítil og ónóg bæjarhús. Þar hafði bærinn brunnið til kola 1932. Eftir þann bruna var byggð bráða- birgða baðstofa í eldhústóft norðan við djúpa kjallaratóft þess íbúðarhúss, sem brann. Þetta var lítil bygging og glugga- vana. Síðar var einnig reft yfir kjallaratóft- ina, á veggi, sem stóðu svo sem fet upp úr jörð, og hafðist fólk þar við um tíma, þótt lágreist og óvistl.eg væri íbúðin. Sveinn reif nú þetta rjáfur af kjallaratóftinni og fyllti hana með mold úr veggjabrotum í kring. Síðan reisti hann aðra baðstofu með konu og krökkum. Heldur þótti húsið illa byggt og ósnoturt—og ekki lofa meistarann nema í hófi. Þó járnklæddi hann smíði sína að utan, og skyldi allur ágangur vatns og vinda útilokaður þar með. En svo óheppilega hafði viljað til, að sumar járnplöturnar voru skar- aðar öfugt. Fór þar hver vatnsdropi inn, sem til féll og bleytti gólf og vætti veggi. Fljótlega var honum þó rétt hjálparhönd til að lagfæra þennan galla. En ekki voru húsakynnin skemmtileg eða stórstaðarleg á að líta. Auk þessa, réðst Sveinn í að girða túnið á Refsstöðum, því ágangur var mikill og illa þolandi, þar sem margar jarðir í kring voru þá komnar í auðn, en búpeningur gekk þar sem á afrétt væri. Með þessu held ég að talin séu upp flest afrek Sveins á sviði jarðabóta og bygginga, þau sem umtals- verð eru eða í frásögur færandi. Sveinn mátti heita gestrisinn, einkum þó ef honum líkaði gesturinn til viðræðna og gat vænst frétta. Hann hafði ætíð gaman af að spjalla um menn og málefni og leita nýrra tíðinda. Þögulir menn og orðvarir þóttu honum leiðinlegir, en kjaftaskar rari- tet og lét hann sér þá hvergi bregða, þótt þeir brygðu af götu sannleikans endrum og sinnum. Hann kunni manna bezt að hag- ræða sannleikanum, ef það gat orðið til gleði fyrir sjálfan hann og aðra. Hann var snillingur að segja sögur eftir öðrum og af öðrum. Hann hafði gaman af að ganga á næstu bæi til að spjalla. Oft var honum ósárt um tímann, ef hann lenti á málþingi. Helzt þurfti hann að hafa orðið einn, þar sem hann var gestur og a. m. k. um stund- ar sakir var hann flestum gestum skemmti- legri. Heima fyrir var hann jafnan nokkuð þungur á báru og hvílugjarn. Skammdeg- ið lagðist snemma þungt á hann og á þeim árstíma naut hann sín illa. Á hann sótti þunglyndi og svartsýni úr hófi fram. Hin síðari árin ágerðist þessi veikleiki hans til stórra muna og var hann oft við rúmið eða í rúminu tímunum saman og varla heima- mönnum sinnandi. Oft kom það fyrir þeg- ar þessi gállinn var á honum, að ef góða gesti bar að garði hans, risi hann upp við dogg og smá hjarnaði við samræðurnar, færi síðan framaná og að síðustu í föt. Man ég, að Helgi Magnússon granni hans í Núps- öxl, nú bóndi í Tungu í Gönguskörðum hafði ósjaldan slík undra áhrif á hann. Sveinn var alla tíð meðan ég þekkti til, vel bjargálna bóndi, að kallað var þá. Hann varð aldrei ríkur og heldur ekki örsnauður. Hann hélt heimili sitt sæmilega, þó án alls íburðar og óþarfa tildurs. Hann var meira gefinn fyrir kjöt en fiskmeti til neyzlu. Þó keypti hann nokkrar fiskbirgðir stundum og fór til Skagastrandar eða Sauðárkróks þeirra erinda. Einu sinni, eftir að hann var nýkominn heim úr slíkri skreiðarferð, hitti ég hann á engi og höfðu krakkar fært hon- um soðningu heiman að. Hann saug fyrir- litlega af dálki og sagði: „Vildirðu ekki að allur fiskur væri kominn til andskotans?“ Mér vafðist tunga um tönn og svaraði fáuv Nýmetið var ekki vaðið í ökla, hvað þá eyra um þær mundir. Þótti flestum eigi svo lítil hátíðabrigði, ef nýr fiskur kom á borð. Ég held helzt að ég hafi ekki þorað að svara neinu. Saga bóndans, Sveins Hannessonar, er hvorki mikil né merkileg. Hún er í megin- dráttum söm hinna, sem sátu önnur kot samtímis honum og í grennd við hann. Ævi- starf hans á því sviði er horfið í skaut gleymskunnar og spor hans með öllu út máð. Það er eins og ekkert hafi gerzt. Og þó gerðist mikið þann tíma, sem hann var bóndi og skáld. En það vissi mest að honum, fjölskyldu hans og næsta nágrenni. Alls sat hann sex jarðir í búskapartíð sinni, en eignaðist átta. Sex þeirra eru nú í auðn. Aðeins eitt ár var hann leiguliði. Hann vildi einn ráða yíir því landi, sem hann lifði af, og skipa bekk með jarðeigendum fremur en ánauðugum. Hann var alltaf breytinga- gjarn, eins og títt er um sveimhuga og leit- andi sálir. Hann elti ókyrra gáfuhnoðu milli fjalls og fjöru, en höndlaði hana aldrei til langframa. Ólgandi skap og breytileg við- horf meinuðu honum löngum að vera sinn- ar gæfu smiður og búskap fylgir alltaf eitt- hvert basl. Basl er búskapur. Þegar hann bjó á Sneis, þótti honum illt sitt hlutskipti eins og þessi vísa hans ber með sér: Broddar rífa beran hal bitinn fjanda tönnum. Illt er líf á Laxárdal listelskandi mönnum. Og hann breytti um. Gerðist malarmað- ur og kunni því illa. Þá eignaðist hann höf- uðbólið og vildisjörðina Vindhæli á Skaga- strönd. Þar undi hann enn síður og þráði þá heitast að komast fram á Dalinn aftur: Auðnusól eg aldrei leit, eða við mig kunni á höfuðbóli í breiðri sveit beint í þjóðgötunni. Og enn flytur ( þann , fram - á Laxárdal, sleppir höfuðbólinu en hreppir eyðikotið. Þá höfðu flestir fyrri nágrannar hans flúið dalinn og freistað gæfunnar í breiðari sveit- um. Sveinn veit hvert hann fer og hvers vegna hann verður að fara. Hann hlýðir einhverri innri köllun, eðli, sem hann vildi afneita, en ræður ekki við. Hann flytur aft- ur að Refsstöðum og kveður: Fötum breyta æviár, eðli mannsins síður: Þangað leitar klakaklár kvalir mest sem líður. ? % i!'- t & % t 1 % t I I t ± GLEÐILEIG JÓL! Farsælf komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR Ví! -Síf- -WS -fSS- -<■ * ? | I I f f I I I i 0 I t i- t £ t t t t t £ ±. r Oska öllum viðskiptavinum mínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs. BJARNI Þ. HALLDÓRSSON - heildverzlun GARÐASTRÆTI 4 - REYKJAVÍK 1 | % t t t t | 116

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.