Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 4
iiiiiiliiillSa BM Ritstjóri: ' SIGURJÓN IÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN ^\NNN i i i • ii ii i ■ ■ ii i i ■ • i i i i i i i 11111111111111111 Liðið ár — Nýtt ár ÁRIÐ 1965 reyndist íslenzkri þjóð í heild gott ár: veðrátta um meginhluta landsins hagfelld, afla- brögð sunnan- og vestanlands góð á vetrarvertíð, sum- arsíldveiði landsmanna afbragðsgóð, svo að aldrei hef- ir verið slík. Framkvæmdir landsmanna voru mjög mikiar: byggingar, vegagerðir, hafnargerðir, verk- smiðjusmíði, skipa- og flugvélakaup, en fylgifiskur þessa ólgandi framkvæmdalífs og miklu tekna lands- manna var enn sem fyrr verðbólga, sem varpar skugga á. Spariinnlán í banka jukust mikið á árinu og gjald- eyriseign þeirra óx verulega, en jafnframt jukust út- lán banka mikið, meira en fjármálastjórn þeirra telur heppilegt, svo að í árslokin voru inn- og útlánsvextir hækkaðir til að hamla móti þeirri þróun og til að freista enn aukinnar sparifjármyndunar. ■ IT'INS OG kunnugt er, fórú Sjálfsiæðisflokkur og Al- •*-i þýðuflokkur áfram saman með ríkisstjórn á árinu, en þessar breytingar urðu í stjórninni: Gunnar Thor- oddsen lét af embætti fjármálaráðherra og var skipað- ur ambassador íslands í Kaúþmanhahöfn, en við fjár- málaráðherradómi tók Magnús Jónsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands og alþingismaður í Norður- landskjördæmi eystra. Guðmundur i. Guðmundsson lét af embætti utanríkisráðherra og. var skipaður ambassador íslands í London, en Fmil Jónsson, sjávar- og útvegsmálaráðherra og félagsmála, tók við embætti utanríkisráðherra, en F.ggert G. Þorsteinsson, þing- maður Reykvíkinga og formaður Húsnæðismálastjórn- ar ríkisins, settist í ráðherrastól þann, er Emil Jónsson hafði skipað. i LLMIKLAR launahækkanir urðu á árinu, en þær kostuðu ekki landsmenn teljandi vinnufórnir. Alvarlegasta vinnustöðvunin varð sú, er síldveiðiflot- inn gerði í júnímánuði vegna ágreinings um bræðslu- síldarverð. Mæltist sú stöðvun þunglega fyrir hjá al- menningi, svo sem að henni var stáðið. ¥jEGAR grasbrestur og þtirrkleysi á norðausturhorni *■ landsins er undanskilið, var árið landbúnaðinum hagstætt og framleiðsla bænda mikil. Erfiðleikum veldur hin mikla mjólkurframleiðsla, og varð smjör- framleiðsla t. d. langt fram yfir það, sem landsmenn þurftu til eigin nota, og hefir ekki tekizt að selja þær birgðir úr landi. Þó þarf ríkissjóður að greiða um 200 millj. kr. í uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir framleiddar 1965. Ber nú mikið á því, að bændur fækki kúm, en fjölgi fé, en skipulag virðist skorta á þessum málum, engin yfirstjórn til, sem gætir þess, að ekki sé kastast öfganna á milli. T IÐID ÁR réyndist oss Norðlendingum þungt í skaut framan af og sjávarplássum við Húnaflóa raunar allt. Olli því algert aflaleysi við flóann. F.n það, sem olli (illum Norðlendingum érfiðleikúm framan af ári, var hafísinn, sem nú heimsótti oss eftir 47 ára fjar- veru. Lamaði þessi vágestur mjög atvinnidíf í sjávar- plássum og setti geig að mörgum. En á stöðum, þar sem burtflutningsákvörðun er á næstu grösum hjá mörgum, getur slíkur geigur haft úrslitaþýðingu. Einu aflabrögðin, sem gáfu verulega góða raun fyrir austan- verðu Norðurlandi á sl. vori, voru hrognkelsaveiðar, en grásleppuhrogn voru í ævintýralegu verði. 11/fED SUMRINU breyttist allt til batnaðar fyrir Norðlendingum, Síldveiði hófst snemma og varð áður en lauk ævintýralega mikil. Og þótt veiðar þess- ar yrðu nær eingöngu fyrir Austurlandi, var hvort Framhald á blaðsiðu 7. i iiiiiniiiiiiiii■ iniiiiiii•■■ ■■ iii 11111 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ..-............ VIÐ HÖFUH ekki enn farið með strætisvögnunum um bæinn, aðeins litið inn í nýjasta vagninn og þar sáum við nokk- uð, er ekki bar vott um góða umgengni. Krotað var aftan á nokkur sæti með „bíró“ stórir stafir, sem ómögulegt eða erfitt mun vera að/ná út, þetta minnti á útkrotuð salerni, sem enn má víða líta. Slík ómenning ætlar að vera helzt til lengi við líði hjá okkur íslendingum. HEYRZT hefir að allflestir nemendur Iðnskólans komi á eigin bílum í skólann, en skóla stjórinn láti sér nægja reiðhjól. MAÐURINN verður alltaf maður skrifar G. B. í tilefni af skrifum „borgara í síðasta blaði“.. Auðvitað var það ókurteisi af kaupmanninum að svara þannig í símann, það var ekki góð þjónusta. En hvað vit- um við hvernig stóð á fyrir hon ---- um, kannski var hann örþreytt- ur, kannski sorg eða örvænting er þjáði. Við megum ekki vera of dómhvöt, kaupsýslumenn eru HEYKT SPURT r HLERAÐ líka menn og verður það kennski, stundum á eins og okk ur hinum að svara á annan hátt en rétt væri. Þeim sem aldrei hefir orðið slíkt á skilja þetta eflaust ekki, en hinir ættu að N skilja það. AM finnst mikill sannleikur í þsssum orðum G.B. ER EKKI sama hvaðan gott kemur?, spyr gömul kona og heldur áfram: „Ég veit um litla stúlku sem er meinað að sækja samkomur hjá einum hinum svokallaða sértrúarflokki af foreldrum hennar, þótt telpan hafi beðið um það. Er þetta rétt, er ekki sama hver predikar guðs orð og hvar það er flutt, og ef svo er, er þá rétt að banna teíp- unni þetta. AM er á sama málL og gamla konan. MAÐUR ER við metum mjög mikils, hefir aðvarað AM að blaðið skuli ekki vera of djarft á það að segja sannleik- ann, því að sannleikur megL ekki segjast f vissum tilfellum. AJVI fannst þetta vera napur sannleikur, er aðvörun manns- ins gaf til greina, -mUn naprara (Framhald á blaðsíðu 7). • AF NÆSTU GRÖSUM* BRÚÐHJÓN. Hinn 24. desem- ber voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú 'Sigríður Guðrún Árna- dóttir og Frímann Frímanns- son prentari. Heimili þeirra verður að Laugargötu 1 Ak- ureyri. — Hinn 25. desember voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju eftir talin brúðhjón. Ungfrú Ingi- björg Aðalheiður Mikaelsdótt ir og Trausti Jóhannsson húsasmíðanemi. Heimili þeirra verður að Einholti 6 Akureyri. Ungfrú Margrét Hrefna Hallsdóttir og Reynir Hjartarson prentari. Heimili þeirra verður að Hafnar- stræti 29 Akureyri. Hinn 29. desember voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Birna Ingibjörg Tobíasdóttir og Gísli Karl Sigurðsson véla- maður. Heimili þeirra verður að Möðruvallastræti 7 Akur- eyri. — Hinn 31 desember voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Margrét Rannveig Guð- mundssdóttir og Vilhjálmur Rafn Agnarsson verkamaður. Heimili þeirra verður að Ási Árskógsströnd. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Borghildur Kristbjörnsdóttir og Magnús Ólason stýrimað- ur. Heimili þeirra verður að Aðalstræti 4 Akureyri. BRÚÐHJÓN. Gefin voru sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju á jóladag brúðhjónin ungfrú Þórdís Einarsdóttir og Ástvaldur Ingi Guðmundsson útvarpsvirkjanemi. Heimili þeirra er að Rauðarárstíg 11 Reykjavík. — Á gamlárs- dag brúðhjónin ungfrú María Daníelsdóttir frá Saurbæ og Jón Smári Friðriksson múr- ari. Heimili þeirra er að Helga magrastræti 50 Akureyri. — BRÚÐHJÓN. Hinn 25. desem- ber voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju ung- frú Guðlaug Ásta Stefánsdótt ir hjúkrunarnemi og Kjartan Jónsson stud. tekn. Heimili þeirra verður að Strandvejen 19 Sönderborg Danmörku. — MESSAÐ verður' í Akurevrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 575 — 582 — 105 — 415 — 585. B. S. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr kirkju verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn hjartan lega velkomin. Sóknarprestar. HJÓNAEFNI. — Á gamlárs- kvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elinborg S. Árna dóttir Norðurgötu 49 Ak. og Þormóður Einarsson Eyrar- vegi 35 Ak. — Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ung frú Jóna Árnadóttir Gránu- félagsgötu 35 Ak. og Kristján Gunnarsson Hafnarstræti 85 Akureyri. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Þorgerður Jónsdóttir Grenjaðarstáð og Gylfi Jóns- son guðfræðinemi Helga- magrastræti 13 Akureyri. BRÚÐHJÓN. Annan jóladag voru gefin saman í hjónaband i Akureyrarkirkju ungfrú Marsilía Ingvarsdóttir frá Grænuhlíð og Óskar Gunnars son vegagerðarmaður frá Sól- borgarhóli. Heimili þeirra er að Fréðasundi 4 Akureyri. BRÚÐHJÓN. Annan jóladag voru gefin saman í hjcnaband ungfrú Sigrún Sveinbjörg Hrafnsdóttir og Gylfi Már Jónsson tæknifræðinemi. — Heimili þeirra er að Smára- götu 3 Rvík.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.