Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 5
tn Louisa E. Rhine: Dulskynjanir og dular- reynsla Rvík 1965. Bókaútgáfan Fróði. Margt bóka um dultrú og dul vísindi hefir verið gefið út hér á landi hin síðari ár. Eru þær eins og vænta má misjafnar að gildi og gæðum, sumar ágætar en aðrar lítils virði. Þessi bók er tvímælalaust ein hin merk- asta, sem birst hefir á íslenzku um þessi efni, og hlýtur hún að snerta hvern hugsandi mann. Höfundur hefir um áratugi rannsakað dularfyrirbæri, eink- um allskonar fjarskynjanir, ásamt manni sínum J. B. Rhine, prófessor .við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, en hvergi hafa slíkir hlutir verið rannsakaðir af jafnmiklu kappi og einlægni og þar, enda er árangurinn eftir því. í bókinni er lýst dularreynslu fjölda fólks af margs konar tagi, og leitast er við að gera grein fyrirbæranna eftir því sem unnt er. Er hér um algerlega vísinda- lega rannsókn að ræða. Niður- staðan er sú, að fyrirbæri þessi eru taiin fullkimin staðreynd, og jafnframt, að maðurinn er gæddur hæfileikum, til að skynja hluti án hjálpar skyn- færanna. Hins vegar eru menn misjafnlega gefnir í þessum efn um, og suma virðist skorta hæfi leikann með öllu. í bók þessari er aðallega fjallað um ýmiskon- ar fjarhrif svo sem drauma, fyr- irboða, forspár, forvizku, hreyfi fyrirbæri og furður. Hér er því bæði um að ræða samtímis at- burði og ókomna. Það sem ger- ist í nálægð viðtakandans og einnig í órafjarlægð. Bæði ér um að ræða atvik, er snerta þann, sem fyrir skynjanni verð ur og hin, sem honum eru óvið- komandi með öllu. Skynjanir þessar gerast jafnt í vöku og svefni, eru bæði sýnir, heyrnir og hugboð. 011 eru þessi fyrir- bæri kölluð á vísindamáli ESP fyrirbæri. En þótt fyrirbærin sjálf séu sönnuð, skortir enn mikið á, að skynjunarhæfileik- inn, sem nemur þau sé skýrður. En að því verður stefnt að finna í hverju hann sé fólginn. Segja má að niðurstaða þessara rann- sókna sé, að fýrirbærin hafi opinberað oss víðari heim en þann, er vér skynjum daglega, heimurinn er þannig stærri en hann sýnist, „og við sjálfir er- um meira en dauðlegar verur algerlega háðar skynjunum skynfæranna", eins og höf. kemst að orði. Þegar kemur að umræðunni um framhaldslífið vill höf. ekk- er fullyrða, telur hún meðal annars, að þótt líkurnar séu miklar á því, að ýmis fyrirbær- anna séu frá framliðnum mönn- um og bendi ótvírætt á fram- haldslíf mannsins, séu sannan- irnar ekki óyggjandi, meðan ekki sé kunnugt í hverju sjálf- ur dulskynjanarhæfileikinn sé fólginn. En þótt þessi niðurstaða höf. verði ýmsum vonbrigði, verður að gæta þess, að hún vill hvergi grípa til þess, sem henni þykir trúlegast, fyrri en öll önnur sund eru lokuð. Hins vegar segir hún að í heimi þeim, sem rannsókn ESP fyrirbær- anna hefir opnað, sé nóg rúm fyrir persónulekia manrísins eft ir dauðann, og rannsóknunum er haldið áfram. Hér skal ekki lagður dómur á viðhorf höf. í einstökum at- riðum. En lestndinn hlýtur að viðurkenna hófsemi hennar og sanngirni, og það að vilja ætíð hafa það er sannara reynist. Bókin stefnir að því að opna mönnum nýja sýn yfir tilver- una og skyggnast út fyrir efnis- heiminn, sem umlykur oss, en jafnframt hvetur hún til þrot- lausra rannsókna, uríz markinu er náð um lífsgátuna sjálfa. En auk þess sem hér er um fróð- lega og vekjandi bók að ræða er hún beinlínis skemmtileg aflestr ar. Hefir síra Sveinn Víkingur fært hana í aðlaðandi íslenzkan búning, og skrifar hann stuttan formála til betri skilnings á henni. U nglingabækur Leiftur h.f. Eins og undanfarin ár hefir bókaútgáfan Leiftur í Reykja- yík gefið út margt barna- og unglingabóka, sem alltaf geta sér vinsældir. Fyrst skal þar nefna Söguna af Tuma litla 'eftir Mark Twain, sem er sígild unglingabók um heim allan, og er að vísu lesin jafnt af ungum og gömlum, og er alltaf jafn ný og lifandi. Þá eru tvö bindi af hinum vinsælu Kim-bókum, sem þýdd- ar eru úr dönsku. Eru það Kim og leðurjakkamir og Khn og smyglararnir. Þar er lýst nokkr um spennandi ævintýrum, sem Kim og félagar hans komast í, og vitanlega bera þeir sigur úr býtum í viðureign sinni við þorparana, sem hljóta makleg málagjöld. Einnig eru á ferðinni ný Zorro-bók og Bob Moran-bók: Gríman fellur, en þessir bóka- flokkar eiga miklum vinsældum að fagna enda mikið um ævin- týri og afrek söguhetjanna. Þá er loks bók, er nefnist Fallegu ævintýrin, eru það sög* ur þær og ævintýri, er á sínum tíma birtust í Kveldúlfi með nokkrum viðauka. Óhætt er að fullyrða, að þegar sú bók kom út fyrir um 60 árum, var hún lesin til agna, enda vandfundin ævintýrabók handa börnum, og á það jafnt við nú og þá. St. Std. Friðjón Stefánsson: Tylftareiður Bókaútgáfan Fróði 1965. Höfundurinn hefur lengi helg að smásögunni krafta sína og er þetta 7. safnið frá hans hendi. Hér er því enginn viðvaningur á ferð, heldur sá, sem fyrirferð- armestur er og hefur verið í nánustu fortíð. Maður þarf ekki lengi að blaða í þessari bók, til að finna að höf. kann margt fyrir sér og hefur tileinkað sér vinnubrögð meistaranna. En smásagan er hál í hendi, eins og hellan á Húsafelli. Það þarf lag til að lyfta henni. Kraftar einir duga ekki. Hinn almenni lesandi kærir sig kánnski koll- óttan um form og sálarlíf, en heimtar atburði og ævintýr. Gagnrýnendur skoða ramman og mæla hlutföll myndflatar. Dæma svo. Friðjón hefur hlotið góða dóma fyrir hyrri bækur, doktor ar hafa m. a. s. talið hann meist- ara, sem náð hafi fullkomnun í formi, og ýmsar sögur hans hafa verið þýddar í úrvöl í út- landinu. Gott og blessað. Það situr ekki vel á mér, kolleganum, að dæma þessar sögur, enda skal ég vera spar á grjótið og minnugur míns eigin húss. f fáum orðum sagt: mér líka sögurnar vel í heild og hver fyr- ir sig. Sumar verða mér minnis stæðar, eins og t. d. sú fyrsta Snúið heim úr róðri. Þar er brugðið upp mynd af slysförum á dekki og greint frá hugar- stríði formannsins, sem þarf að snúa bátnum heim á leið og til- kynna vandamönnum lát eins hásetans. Það er fengur að þess ari stuttu frásögn. Ég man held- ur ekki, að efnið hafi verið s.tíl- fært áður, þótt það sé algengt og nærtækt. Þá er Kosningadagur býsna hugnæm saga og tímabær. Lát- in móðir sameinar kappsfulla bræður, sem pólitíkin hefur skilið. Ein nærfærnasta sagan og um leið hin skemmtilegasta, er Systur. Systur þessar tileinka sér ólík lífsviðhorf, a. m. k. á yfirborði og hreppa misjöfn örlok. Önnur er gleðikona í borg, hin hefðarfrú í sveit. Við- horfum þeirraTrverrar til ann- arar og gagnkvæmri meðaunk- un, er ágætlega lýst. En þafna finnst mér höfundurinn yei’a helzt til stuttorður og ætli form inu einu of stóran hlut. Ég Kéfði viljað láta hann teygja lopann svolítið. Við viljum að brauðið sé a. m. k. jafn þykkt smjöi-inu, þó aldi-ei nema smjöi-ið sé gott. Lélegasta sagan firínst mér Laxveiðimenn. Éfnið er hvers- dagslegt og ekkert nýjabi-agð að því. Niðurstaðan alkunn í reyndinni, hvoi’t sem um hana hefur verið skrifuð saga fyrr, eða ekki. Ef efnið væri einhvers virði, yrði stíltónninn að vera gáska- og grínfullur, en höf. nær sér aldi-ei upp á þeim nótum og mynd hans verður því til- komulítil, eins og sinuborinn ár bakki. Tylftareiður færir okkur 12 sögur, nokkuð jafnar að lengd og flestar raunar líkar að gæð- um. Þeir, sem hafa gaman af smásögunni, leita ekki þangað í geitai'hús að ull. Höfundurinn hefur staðist sveinspi'ófið í iðn- gi'eininni. Bókin er smekklega úr gai-ði gerð og nokkuð nýstár,- lega. R. G. Sn. Jón úr Vör: Maurildaskógur Bókaútg. Menningarsjóðs 1965. Enn er deilt um ói'ímaða ljóða gerð hér á landi, þótt nokkuð hafi hljóðnað þær raddir er töldu þetta form óalandi með öllu og fáir munu þeir nú vei’a, er telja hin rímlausu ljóð meist ai-a Steins til leirburðar.' Jón úr Vör er það íslenzka skáldið er hæst hefir náð í listsköpun í hinni nýju ljóðagerð, að Steini Steinar frágengnum, og hver myndi af sann girni geta neitað því, að í hinni nýju ljóðabók Jóns mætti eigi finna gullnar perlur, sem telja má dýi’mæti á íslenzkum Ijóðaakri. í hinni nýju bók eru bæði frumsamin kvæði og þýðingar og eru það vei’k Hai’i’y Mártinson og Lagercrantz er Jón kynnir í bók sinni. Jón úr Vör er fagurkei’i í máli og stíl, en þó mætti finna að einu með nokkrum rökum, en það er ofnotkun sumra orða, en hann er ekki einn um slíka yfii’sjón, það hefir hent mai’ga meistax-a og hefir eigi verið fært þeim til foi’áttu. Jón yrkir enn ádeilukvæði, þótt strengir þeir er hann slær á nú sé á ýmsan hátt ekki eins háværir og í fýrri ádeilukvæðum hans. Ádeilan er mýkri en hittir þó engu síður í mark en áður. Möi’ð skáld hafa oi’kt óð til Akureyrar og bætist Jón úr Vör nú í þeirra hóp. Mjúkum höndum hefir morgunregnið (Framhald á blaðsíðu 6.) ÞAÐ er snjór á gluggum er við göngum frá þessum !; þætti, og þykir okkur því vel hæfa að byrja með vísu eftir Albert Sölvason, er höfundur !; nefnir Harðindi. ; i t !; Áfram dagar lafhægt lötra ; lífi og eignum hætta vís I; Allt er reyrt í frostsins fjötra ;! fannadjúp og sjávarís. !; Og nú er stórhríðin bylur á ;| glugga á Akureyri, mun ugg- ;! laust vera moldbylur út í ;! Svarfaðardal, og næsta ósjálf- !! rátt vérður mér hugsað til !! frænda míns Sveins heitins frá !; Hæringsstöðum, er marga ;; hildi háði við glórulausan ;; skammdegisbyl á meðan hann ;! var mjólkurbílstjóri Svarfdæl- ;! inga og sigraði jafnan af æðru I lausri karlmennsku. Hér kem- !; ur afmælisvísa til Sveins, er !; Þorsteinn Kristinsson á Dal- ;; vík orkti. :: í Heldur taki heim í vör !: hann ei slaka gefur. ( Marga svaka svaðilför !; Sveinn að baki hefur. ;! Er byrjað var á innri hafn- í: argarðinum á Dalvík, voru !; notuð tæki til flutninga á !! grjóti, sem almennt nefndust !; „asnar“. Um þetta kvað Hall- !; dór Gunnlaugsson. ;! Asnar sjást liér endalaust :; asnast fram á nýja garðinn. !; Á ösnum byggir allt sitt traust !; asnalegur minnisvarðinn. !; „Öskubuska“ sendir þessa ;! vísu til manns, er örugglega !; mun lesa AM. ) !; Bar ég þrá í brjósti mér !; að breyta lífi þínu, ; en örlögin þau ógna þér ;> með ægivaldi sínu. !; Þessi vísa er kveðin til góð- !; mennis að allra dómi, en gæt- !; ir þó efasemda hjá N. N. ;j Oft ert þú á gæði gjöfull glöggt það margur sér. !; En leynist ekki drýsil djöfull !; djúpt í brjósti þér? !; Við látum svo Baldvin ;; skálda hafa síðasta orðið í dag. !; Dórnar falla eilífð í !; öld þó spjalli minna. i ;| Gæta allir ættu því | ;! eigin galla sinna. j i i! I !; Verið þið sæl að sinni. BÚKAKYNNING A. M.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.