Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 1
E P L I — APPELSÍNUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust LÖND O G LElflIR. Sími 12940 IFyrir hópa og einstaklinga ASKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 ALÞYÐUnnAÐURINN XXXVI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 20. janúar 1966 - 2. tbl. <í> I 4 LEITIN ENN ÁRANGURSLAUS EINS og Iesendum AM er kunnugt týndist flugvél frá Flug- sýn sl. þriðjudag, en hún hafði farið í sjúkraflug til Nes- kaupsstaðar. Víðtæk leit hefur farið fram, bæði á sjó, lofti og Iandi, en þá er blaðið fór í prentun hafði hún engan árangur borið. í morgun fóru menn úr Flugbjörgunarsveitmni á Ak- ureyri og úr Mývatnssveit. Er hér um 11 mamia flokk að ræða á 4 jeppum, og auk þess hefur flokkuriim 1 trukk cg flytur hann snjóbíl læknisins á Breiðuinýri. Samkvæmt upp- lýsingum frá Tryggva Þorsteinssyni, var flokkurmn rétt við Ferjuás kl. 12.15 í dag, en hann mun ætla að lialda í Þor- steinsskála. Tryggvi kvað hlustunarskilyrði mjög slæm og hefur því verið scndur bíll með fullkominni talstöð er mun verða staðsetíur á milli Grímsstaða og Reykjahlíðar. Tryggvi hafði eftir Ieitarmönnum að skyggni sýndist heldur slæmt inn til landsins. Ekki mun vera ætlunin að leitarflokkurinn fari mikið um sjálfur til leitar, heldur munu flugvélar fljúga yfir leitarsvæði þeirra og gera mönnunum aðvarí, ef ein- hvers verður vart. I Náfffari lengdur í Noregi Húsavík 4. jan. G. H. LEIÐINDAVEÐUR hefur ver- ið hér um jólin og áramótin og færð stundum verið erfið, hæði í bænum og í nágrenninu. Áramótadansleikir voru hér að vanda í báðum samkomuhús- ' unum. Fjölmenni var og fór allt vel fram. Kveikja átti í tveimur bál- köstum á gamlárskvöld, en fresta varð því vegna veðurs. Var kveikt í öðrum þeirra í gær kvöldi, en í hinum verður kveikt á þrettándanum ef veður leyfir og þá mun lúðrasveitin einnig leika við Sundlaugina, um leið og kveikt verður í ■ brennunni. Ljósaskreytingar voru með mesta móti hér um jólin, bæði í heimahúsum og verzlunum. (Framhald á blaðsíðu 2.) Fjárhagsáæflun Akureyrar NiðurstöSutöIur tekna- og gjaldameg- in kr. iS5.ili7.ooo.eo Útsvör áætluð kr. 49.997.ooo.oo r Aætlunin var samþykkt í lieild nieð 11 samhlj. atkv. - Litlar breytingar frá fyrri umræðu BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR hélt fyrsta fund sinn á þessu ári sl. þriðjudag og var þar aðalmálið afgreiðsla fjárhagsáætl- unar bæjarins fyrir yfirstandandi ár, en fyrri uniræða haföi farið fram fyrir jól. Milli umræðna liöfðu komið fram fáeinar breyting- artillögur við frumvarp áætlunarinnar frá fulltrúum Aiþýðubanda lagsins, fulltrúa Alþýðuflokksins og fulltrúum Framsóknarfl. Fulltrúar Alþýðubandalags- ins lögðu til, að áætluð útsvör yrðu lækkuð um 1.7 millj. kr., en aðstöðugjöld hækkuð um 1.5 millj. Kr. 500 þús. yrðu áætlað- ar í B-deild byggingalánasióðs (til stærri íbúðarlána á vegum bæjarins), framlag til skóla- garða og unglingavinnu yroi hækkuð um 50 þús. kr. frá áætl un og yrði 225 þús. kr. í stað 175 þús., byggingastyrkur til íþróttafélaga yrði 1 millj. kr. í stað 500 þús. kr., framlag til gatnagerðar yrði 11 millj. kr., eins og áætlun gerði ráð fyrir, en af þeirri upphæð yrði 2 millj. kr. fengnar að láni, framlag til Framkvæmdasjóðs yrði áætlað 5 millj. kr. í stað 4 millj., enda fengi U. A. helming þeirrar upp hæðar til endurnýjunar skipum sínum, óvænt og óviss útgjöld lækkuð um 500 þús., og 250 þús. n\nn- Miklar umræður í Bæjarsfjorn m nýja gjaldskrá Rafveitunnar í FUNDI bæjarstjómar Akureyrar sl. þriðjudag var meðal ann- ars á dagskrá fyrri umræða um fjárliagsáætlun Rafveitu Akur eyrar fyrir 1966 og nýja gjaldskrá fyrir selda raforku. Urðu mikiar umræður um fjárhagsáætlun Rafveitunnar og þó sérstaklega gjald skrána, en samkvæmt henni hækkar rafmagn tilfinnanlega til not- enda eða frá 20—23%, þar af er hækkun vegna hins nýja raforku- skatts ríkisins um 10—11%. Ingólfur Árnason tók fyrstur til máls og deildi fast á rafveitu W\v s F0RSTJ0RASKIPTI HJÁ SANA H.F. VALDIMAR BALDVINSSON er hefur gengt framkvæmda stjórastörfum við Sana h.f. hef- ir sagt lausu starfi, og hefur nú Eysteinn Ámason verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Ungur Dalvíkingur verður fyrir árás Liggur slasaður á sjúkrahúsi SÁ ATBURÐUR skeði aðfararnótt laugardags, að ungur Dalvík- ingur varð fyrir árás og hlaut hann höfuðkúpubrot og liggur hér á sjúkrahúsinu. Atburður þessi skeði liér í miðbænuni, cða nánar tilekið á bak við Gullfoss. Sjónarvottar gerðu lögregl- unni viðvart og fór hún með hinn slasaða mann á lögreglu- varðstofuna, þar sem fór fram læknisskoðun, en að henni lok- iríni fékk sá slasaði að fara heim til sín ásamt ferðafélög- um sínum, en þó með því skil- yrði að félagar hans skýrðu frá hvað gerzt hefði í öryggsskyni, svo fremur væri hægt að fylgj- ast með líðan piltsins. En dag- inn eítir var hann fluttur á sjúkrahúsið og kom þá í Ijós, að hann var höíuðkúpubrotinn. AM. hafði samband við sjúkra- húsið í gær, og var blaðinu tjáð, að líðan sjúklingsins væri eftir atvikum, Lögreglan hand- tók ofbeldismanninn hina sömu ] nótt og atburðurinn skeði, og er málið í rannsókn. AM. telur ástæðu að harma slíkan atburð, og mætti hann gjarnan verða j til aðvörunar hugsandi mönn- um. stjórn fyrir þá miklu hækkun, er hún vildi steypa yfir bæjar- búa, hvað raforkuverð snerti. Taldi hann rökstuðning fyrir svo mikilli hækkun og rafveitu stjórn legði til ekkifyrir hendi og bar fram tillögu um, að sér- stök nefnd, sem í ættu sæti full- trúar allra flokka, yrði skipuð til að athuga rekstur Rafveit- unnar með það fyrir augum að kanna, hvort ekki mætti gera hann hagkvæmari og ódýrari. Sigurður Óli Brynjólfsson gerði að umtalsefni næturhit- unartextann og bar fram lækk- unartillögu við hann, en tók einnig undir þau orð Ingólfs, að (Framhald á blaðsíðu 2). =000^ Rændaklúbbsfundur FYRSTI FUNDURINN á þessu ári verður að Hótel KEA mánu- daginn 24. þ. m. á venjulegum tíma kl. 9 að kveldi. Umræðuefni verður: Gróður- vcrnd, skógrækt og skjólbelti. Framsögu hefur Hákon Bjama- son skógræktarstjóri. kr. yrðu áætlaðar til að ganga frá lóð Oddeyrárskólans. Fulltrúi A’þýðuflckksins lagði ti!, að byggingarstyrkur íþrótta- félaga yrði felldur niður, sem áætlaður var 500 þús. kr., en framlag til íþróttahúss bæjar- ins, ný bygging, yrði hækkað um sömu upphæð, yrði 1 millj. kr. í stað 500 þús. Til vara lagði hann til, að byggingastyrkur til íþróttafélaganna yrði skipt að jöfnu milli K. A. og Þórs, en gengi ekki óskiptur í ár til ann- ars félagsins, eins og gert væri ráð fvrir af bæjarráði. Fulltrúar Framsóknarflckks- ins lögðu til, að aðstöðugjöld hækkuðu um 300 þús. en á móti hækkaði gjaldamegin á áætlun framlag til Rauða kross deild- arinnar á Akureyri um 50 þús. (Framhald á blaðsíðu 7). Ráðinn ritsímastjóri í Reykjavík GUNNARI SCHRAM sím- stjóri hefur verið ráðinn rit símastjóri í Reykjavík. Tekur hann við starfinu 1. marz næstkomandi. Jóhann Guðmundsson. Nýr póstmeistari 0LI P. KRISTJÁNSSON póst meistari lét af störfum fyr- ir aldurssakir um sl. áramót, en starfi póstmeistara hefir hann gegnt síðan árið 1923 við góðan orðstír. Við starfi póstmeistara hefir tekið Jóhann Guðmunds- son, en Jóhann hefir gengt starfi hér á póststofunni síðan 1935. Hinn nýi póstmeistari okk ar er Húnvetningur, fæddur að Hvammi í Langadal árið 1917. Kvæntur er Jóhann Hjördísi Óladóttur og eiga þau hjón 4 börn. AM sendir hér með fráfar- andi póstmeistara þakkir fyrir farsæl störf og bíður Jóhann Guðmundsson velkominn í stöðu póstmeistara á Akureyri. Leiðari: Bæjar-og sveitarstjómarkosningar Yiðtal við eiganda Pedromynda, sjá Ms. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.