Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 2
- Skemmlileg leiksýning' ÍJjróttasíéa A.M. RITSTJÓRI: FRÍMANN GUNNLAUGSSON iMMiimmmmmmMmMmmmmmmmm immmmmmimmmmmmMmmmmmmmmmmmmmmmiimm <mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm* Unglingameistaramó) Islands á Akureyri í vetur NÚ ER hafinn tími hinna eig- inlegu vetraríþrótta t. d. skíðaíþrótta, handknattleiks, körfuknattleiks o. fl. og mun hér sagt fyrst frá verkefnum og undirbúningi skíðafólksins hér í bænum. Frá því í okt. sl. hafa skíða- menn og konur æft vel og sér- staklega þeir sem eru íi ungl- ingaflokkum og má mikð vera ef árangur þeirra á ekki eftir að verða mjög góður í vetur, en á síðastliðnum vetri unnu unglingar Akureyrar öll mót, sem þeir voru þátttakendur í. Nýlega lauk Skiðaráð Akur- eyrar við að raða niður mótum vetrarins, og eru þau þannig: 22—23. jan. Stórhríðarmót, svig. 5.—6. febr. Togbrautar mót, svig. 20. febr. Akureyrar- mót, svig. 5.—6. marz Hermanns mót, svig og stórsvig. 26.—27. marz Unglingameistaramót ís- lands, svig, stórsvig ganga og stökk. 2. apríl Akureyrarmót, stórsvig. Á hverju ári hafa komið upp miklar deilur, á Skíðamóti fs- iands, vegna niðurröðunar í rás hópa, en sú regla hefur verið höfð, að beztu menn hvers stað- ar hafa verið ræstir af stað nr. 1—15, þeir næstbeztu nr. 16—30 og þeir sístu frá 31, og deilurn- ar alltaf staðið um það mat, sem viðkomandi framkvæmdaraðili hefur haft á getu keppenda. Nú hefur Skíðasamband ís- lands ákveðið keppnir, svoköll- uð opin mót, þar sem allir geta verið þátttakendur, og fram- kvæmdaaðilar landsmóta eiga að taka tillit til, við niðurröðun í ráshópa, og eru mótin þessi: 29.—30. jan. Þorramót á ísa- STÓRHRÍÐARMÓTIÐ UM NÆSTU HELGI NÆSTKOMANDI laugardag hefst fyrsta skíðamót ársins á Akureyri og er það Stórhríðar- mótið. Ilefst það kl. 2 á keppni í drengjaflokki 12 ára og yngri, unglingaflokki 13—15 ára og telpnaflokki. Á sunnudag hefst keppni kl. 1 og þá verður keppt í A, B og C fl. karla. Kristinn Bencdiktsson mun lcggja allar brautir og fara sem undanfari. Verðlaunaafhending fer fram strax að keppni lokinni. firði, 12.—13. febr. Stefánsmót í Reykjavík, 5.—6. marz Her- mannsmót á Akureyri. Einnig verður landsmót síðasta árs og Skarðsmót, sem haldið er á Siglufirði um hvítasunnu, höfð til hliðsjónar. Skíðamót íslands verður svo haldið á ísafirði 5.—11. apríl. Eins. ög fram hefur komið af upptahnngu móta verður hald- ið hér Unglingameistaramót ís- lands, hið fyrsta sem fram fer. Vonandi er að_Skíðaráð Akur- eyrar farnis vel um framkvæmd móta vetrarins og þó sérstak- SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldið skíðamót á Húsavík. og keppt þar í svigi í karla- flokki, unglingaflokki, kvenna- flokki og drengjaflokki. Kepp- endur voru 37 frá Húsavík, Ak- ureyri, ísafirði og Siglufirði, og þar á meðal flest af bezta skíða- fólki lgndsins. Kristinn Benediktsson frá ísa firði dvaldi á Húsavík vikuna 9.—16. janúar og þjálfaði skíða- fólk á staðnum og síðan buðu Húsvíkingar til þessa móts og vonandi láta þeir ekki staðar numið með að veita skíðafólki sínu verkefni. Mótsstjóri var Stefán Bene- diktsson, en Kristinn Benedikts son lagði allar brautir. Keppni öll gekk mjög;vel og höfðu kepp endur orð á að engu væri líkara en Húsvíkingar héldu stór skíðamót um hverja helgi. Aðmóti loknu var boðið til kaffi drykkju og verðlaun afhent. Úrslit urðu þessi: KARLAR 1. Kristinn Benediktsson í á 33,1 sek. í fyrri ferð og 33,5 í síðari, samtals á 66,6 sek. 2Reyn ir Brynjólfsson A á 37,1 og 34,4, samtals 71,5. 3. Ágúst Stefáns- son S á 36,3 og 35,5, samtals 71,8. 4. Viðar Garðarsson A á 37,2 og 37,5, samtals 74,7. Keppendur voru 13. KONUR 1. Karolína Guðmundsdóttir A á 49,3 og 43,1, samtals 92,4. Keppendur 2. Sigríður Júlíus- dóttir S lauk ekki keppni. UNGLINGAR 1. Árni Óðinsson A á 33,8 og 34,8, samtals 68,6. 2. Ingvi Óðins lega með Unglingameistaramót ið, sem líta má á, sem viður- kenningu frá Skíðasambandinu á þeirri aðstöðu sem hér er og talin sú bezta hér á landi, bæði af keppendum og leiðtogum skíðaíþróttarinnar. Skíðaráð hefur ákveðið að hafa framvegis ferðir til æfinga í Skíðahótelið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7.15 og á laug ardögum kl. 1.30 og sunnudög- um kl. 10, og vonandi er að skíðafólk og annað áhugafólk þessarar hollu íþrótta láti sig ekki vanta í fjallið í vetur. son A á 34,2 og 34,5, samtals 68.7. 3. Björn Haraldsson H á 34,5 og 36,8, samtals 71,3. 4. Jón- as Sigurbjörnsson A á 38,1 og 35.8, samtals 73,9. Keppendur 18. DRENGIR 1. Gunnlaugur Frímannsson A á 19,0 og 19,5, samtals 38,5. 2. Haraldur Haraldsson H á 34,8 og 20,0, samtals 54,8. 3. Gunnar Jakobsson A á 70,5 og 28,9, samtals 99,4. Keppendur 4. ANN þrítugasta des. sl. átti Ásgeir P. Sigurjónsson á Dalvík 60 ára afmæli og þótt seint sé sendir AM honum beztu heillaóskir. Ásgeir er Skaftfell- ingur að ætt fæddur að Fornu- stekkum í Hornafirði. Stundaði hann nám í Menntaskóla Akur- eyrar og lauk þaðan guðfræði- prófi, síðan lá leið Ásgeirs í Kennaraskólann og að kennara prófi loknu varð Ásgeir kennari við barnaskóla Dalvíkur og þar hefir Ásgeir gegnt kennslustörf um síðan, að því undanskyldu, að hluta úr tveim vetrum kenndi hann við farskóla í Skíða dal. Kennslustarf Ásgeirs nær nú yfir 33 ár og hefir starfs- vettvangur hans verið Dalvík frá upphafi eins og fyrr segir. Ásgeir hefir lítt tranað sér fram til opinberra starfa, en hef ir eigi komist undan því að eiga sæti í skattanefnd og er hann nú fulltrúi skattstjóra á Dalvík. Ásgeir hefir frá fyrstu tíð verið óhvikull jafnaðarmaður og ötull stuðningsmaður Alþýðuflokks- sin. (Framhald af blaðsíðu 8). förunautar þessa unga fólks, hefir sitt aðdráttarafl, og hvoru - Miklar umræður (Framhald af blaðsíðu 1.) sér þætti hækkunin næsta rík í heild skoðað. Bragi Sigurjónsson tók í sama sterng og kvaðst vænta þess fastlega, að rafveitustjórnin tæki tillögur sínar um gjald- skrárhækkun til nákvæmrar endurskoðunar fyrir síðari um- ræðu um hana og fjárhagsáætl- un Rafveitunnar og freistaði þess að finna leið til minni hækkana. Árni Jónsson og Arnþór Þor- steinsson, báðir í rafveitustjórn, skýrðu málið frá sjónarhóli hennar. Gísli Jónsson deildi á Ingólf Árnason fyrir að koma fram með tillögu um endurskoðun á rekstri Rafveitunnar. Kvað hann tillöguna nánast van- traust á rafveitustjórn og raf- veitustjóra og skoraði fast á Ingólf að draga tillöguna til baka, hverju Ingólfur neitaði. Eftir nokkur meiri orðaskipti var tillaga Ingólfs borin upp og felld, en fjárhagsáætlun Rafveit unnar og tillögum rafveitu- stjómar um nýja gjaldskrá ásamt lækkunartillögu Sigurð- ar Ola Brynjólfssonar varðandi næturhitun vísað til rafveitu- stjórnar og síðari umræðu í bæj arstjórn. Kvæntur er Ásgeir Þórgunni Loftsdóttur frá Böggvisstöðum og eiga þau tvö börn. Ásgeir Sigurjónsson. AM endurtekur heillaóskir sínar og væntir þess að Ásgeir veiti þeim móttöku þótt þær séu seint sendar. tveggja þessa gætti í ríkum mæli í þessari leiksýningu Auðséð er að leikstjórinn ung frú Ragnhildur Steingrímsdótt- ir hefir unnið gott og mikið starf í þágu sýningarinnar, hrað inn og góðar sviðsetningar báru því vitni. Aðeins eitt hlé er sem nokkuð kveður að og er það stór ávinningur, hléið leið einn- ig fljótt, því nemendur úr M. A. fluttu í því góða tónlist af smekkvísi, og einnig áður en leiksýningin hófst. Leiktjöld voru smekkleg og talsvert augnayndi. Að öllu samanlögðu mjög ánægjuleg kvöldstund, enda var leikendum þökkuð hún með kröftugu lófataki að leik lokn- um, og þeir marg kallaðir fram og færð blóm. Formaður skólaleikfélagsins, Ólafur Ólafsson, flutti stutt ávarp að sýningu lokinni, einn- ig flutti skólameistari, Þórarinn Björnsson, ávarp, en honum og Jóni Á. Jónssyni kennara og stjórnarmanni í skólaleikfélag- inu voru færðir blómvendir. Þetta var frumsýningin, en næstu sýningar verða enn betri. Góðir Akureyringar! Ykkur er óhætt að sækja þær vel. A. S. - Náttfari lengdur (Framhald af blaðsíðu 1). Þá var komið fyrir þremur ljóskösturum utan við kirkjuna. Einnig var byrjað á nýrrri lýs- ingu inni í kirkjunni, komið fyr ir kösturum, sém lýsa altarið upp. Teikningu af lýsingu þess- ari gerði Aðalsteinn Guðjohn- sen verkfræðingur, sem er gam all Húsvíkingur. Rafvirkjarnir Arnljótur og Bjarni Sigurjóns- synir önnuðust uppsetning ljós- anna af smekkvísi. Kirkjusókn var mikil hér um hátíðarnar og nokkur börn skírð. Nokkuð var um trúlofan- ir hér fyrir og um áramótin: Emelía Svafarsdóttir og Stein grímur Hallgrímsson, Valborg Aðalgeirsdóttir og Grétar Halls son, Sigrún Sigurbjörnsdóttir og Pétur Pétursson, Guðrún Finnsdóttir og Pálmi Karlsson, Svanhildur Þorleifsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Eitt- hvað fleira mun hafa gerzt af slíku tagi, en verður að bíða næsta blaðs. M. s. Náttfari er farinn til Noregs, en þar á að lengja hann um ca. 4V2 m., en Dagfari held- ur til síldveiða austur, þegar veður leyfir. Sjúkrabíllinn nýi hefur kom- ið í góðar þarfir í erfiðri færð að undanförnu og hefur mikið verið notaður, bæði í bænum og i sveitunum í kring og hefur reynzt mjög vel við erfiðar að- stæður. Skíðamót á Húsavík um sl. helgi ÁSGEIR P. KRISTJÁNSSON SEXTUGUR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.