Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Blaðsíða 7
Fjárhagsáæflun Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 1.) kr. og framlag til nýs íþrótta- húss um 250 þús. kr. Basjarráð hafði fjallað um þesar breytingartillögur fyrir lokaafgreiðslu bæjarstjórnar og lagði til eftirgreindar breyting- ar á fjárhagsáætluninni frá fyrri umræðu: Teknamegin hækkuðu að- stöðugjöld um kr. 350 þús., en á móti yrðu gjöld hækkuð þann ig: Framlag til skólagarða yrði hækkað um 50 þús. kr. (Tillaga Alþbl.) Byggingastyrkur til íþróttafélaga yrði 1 millj. kr. í stað 500 þús., en af því yrði helmingur fenginn með lántöku. Styrkurinn skiptist að jöfnu milli K. A. og Þórs. (Varatil- laga Alþýðufl.) Framlag til Rauða kross deildar hækki um 50 þús. kr. gegn framlagi frá hreppsfélögum í nágrenni bæj- arins. (Tillaga Framsóknar). Hluti af óvæntum og óvissum útgjöldum færi að 250 þús. kr. til endurbóta á Samkomuhús- inu, framlag til nýs íþróttahúss yrði 750 þús. kr. í stað 500 þús. kr. (Tillaga Framsóknar og að vissu marki Alþýðufl.) Allar breytingartillögur bæj- arráðs við fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu voru samþykkt- ar, og áætlunin svo breytt sam- þykkt í heild með samhljóða at- kvæðum allra bæjarfulltrúanna, enda höfðu breytingartillögur einstakra fulltrúa allar verið dregnar til baka nema sú breyt- ingartillaga Alþýðubandalags- fulltrúanna að hækka fram- kvæmdasjóð um 1 millj. kr. Umræður urðu litlar um hina ýmsu liði fjárhagsáætlunarinn- ar, eftir að bæjarstjóri hafði fyigt henni úr hlaði með ítar- legri ræðu. Þessir bæjarfulltrú- ar töluðu: Ingólfur Árnason, Bragi Sigurjónsson, Sigurður Oli Brynjólfsson, Árni Jónsson og Stefán Reykjalín, er allir gerðu stuttlega grein fyrir af- stöðu sinni til fjárhagsáætlun- arinnar og einstakra liða henn- ar. Bragi Sigurjónsson, fulltrúi DRENGIR Fundirnir eru byrjaðir aftur. Allir drengir eru velkomnir að véra með á mánudögum kl. 6 e. h. Drengjastarfið á Sjónarhæð. Húsnæði vantar 2ja (3ja) herbergja íbúð vantar frá maí n,.k. Uppl. í síma 1-24-94. Alþýðuflokksins, kvað það álit sitt, að við samningu fjárhags- áætlunarinnar hefði bæjarráð ratað eftir atvikum meðalhófið: gætt þess að ofbjóða ekki gjald- getu íbúa staðarins og þó ætlað verulegt fé til nýframkvæmda. Af þessum ástæðum hefði hann ekki séð ástæðu til að koma fram með breytingartillögur að einni undantekinni: þeirri að færi á eina hönd, bæjarins, en ■til nýbygginga íþróttahúsa, allt það fé, sem bærinn ætlaði ekki íþróttafélaga og bæjarins, því að með því væri kröftunum Ósundrað og málið kæmist seinna í höfn. Ef meirihluti bæj arfulltrúa féllist ekki á þetta sjónarmið, væri þó nauðsynlegt til að forðast óþarfa togstreitu, að gera báðum íþróttafélögum bæjarins, er um byggingarstyrk hefðu sótt, K. A. og Þór, jafnt undir höfði og mismuna þeim ekki. Því væri varatillaga sín komin fram. Nú sæi hann, að bæjarráð hefði fallizt á það sjónarmið og einnig að bæta nokkru við framlag til hins fyr irhugaða nýja íþróttahúss bæj- hann ekki ástæðu til að taka arins, og að þessu athuguðu sæi upp breytingartillögu sína á ný, þótt ekki væri fallizt á hana að fullu í tillögum bæjarráðs. Varðaridi tillögu Alþýðu- bandalagsfulltrúanna um hækk að framlag til framkvæmda- sjóðs, enda yrði 2.5 millj. kr. sjóðsins varið ti lendurnýjunar skipum Ú. A., kvaðst Bragi taka fram, að hann væri þess- ari tillögu samþykkur út af fyr- ir sig, en teldi hins vegai' eðli- legra, að stjórn Ú. A., sem væri kjörin af bæjarins háifu til að veita fyrirtækinu forstöðu, skil aði til bæjarstjórnar tillögum sínum í þessum efnum, er hún þá tæki afstöðu til. Af þessum sökum gæti hann ekki fylgt til- lögu Alþýðubandalagsins, eins og hún væri lögð fyrir. Fleiri bæjarfulltrúar lýstu yfir sömu afstöðu. Hér fer á eftir samanburður á fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akur- eyrar 1965 og 1966: TEKJUR: 1. Útsvör 4. Framlag úr Jöfnunarsjóði 5. Skattar af fasteignum ... 6. Tekjur af fasteignum . . . . 7. Hagnaður af rekstri bifr. oj 8. Vaxtatekjur ........... . 9. Ymsar tekjur ........... Eignabreytingar: 9. Lántökur .......... 10. Afb. af íbúðalánum GJOLD: 1. Stjóm bæjarins og skrifstofur 5. Menntamál 9. Hreinlætismál .......... 10. Gatnagerð og skipulag . .. 11. Fasteignir ............. 12. Styrkir til félaga o fl. ... 13. Framlag til Framkvæmdasjóðs 14. Vextir af lánum ............ 15. Ýmis útgjöld ............... Rekrstargjöld samtals kr..... Eignabreytingar: 16. Afborganir lána............. 17. Nýbyggingar ................ 18. Vélakaup ................... 19. Sorpeyðingarstöð ........... 20. Bókasafn Davíðs Stefánssonar 1966 1965 .. 49.997.000.00 45.167.500.00 .. 13.350.000.00 12.500.000.00 n 500.000.00 265.000.00 .. 12.000.000.00 10.100.000.00 .. 4.600.000.00 4.300.000.00 .. 2.100.000.00 1.400.000.00 íuv. 1.500.000.00 0.00 300.000.00 210.000.00 700.000.00 470.000.00 85.047.000.00 74.412.500.00 . 1.500.000.00 00.0 0.00 100.000.00 86.547.000.00 74.512.500.00 1966 1965 ,. 2.300.000.00 1.816.000.00 .. 2.520.000.00 1.845.000.00 .. 1.815.000.00 1.375.000.00 ,. 21.070.000.00 18.100.000.00 ,. 8.150.000.00 6.210.000.00 . 2.243.000.00 ' 868.000.00 . 1.225.000.00 1.125.000.00 .. 1330.000.00 1.275.000.00 . 4.210.000.00 3.380.000.00 . 16.350.000.00 13.175.000.00 . 1.600.000.00 1.200.000.00 . 1.115.000.00 840.000.00 ; 4.000.000.00 5.000.000.00 787.000.00 652.700 00 . 3.350.000.00 5.775.000.00 . 72.015.000.00 62.636.700.00 . 1.132.000.00 1.013.800.00 . 11.150.000.00 8.450.000.00 . 1.500.000.00 1.000.000.00 750.000.00 0.00 0.00 1.412.000.00 86.547.000.00 74.512.500.00 ■\SvVv BARNASAGA ALÞYÐUMANNSINS Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL 10 „KETTA er vita tilgangslaust, við finnum aldrei staðinn, þar sem við fórum upp,“ það er Gunnar sem segir þetta. Þeir hafa eytt um stundarfjórðungi í það að reyna að finna klettaskoruna, þar sem þeir höfðu klifið ttpp efsta klettabeltið, en án árangurs. Alltaf herti storminn og regn- ið og þeir voru þegar orðnir holdvotir, enda lítt skjólklædd- ir, höfðu látið varnaðarorð móður sinnar, sem vind um eyru þjóta í morgun, er hún hafði verið að biðja þá að hafa með sér þykku lopapeysurnar sínar. Gunnar mundi hverju hann hafði svarað. „Hver heldurðu að fari í svellþykkar skíðapeys- ur í glampandi sólskini.“ „Dag skal að kveldi lofa,“ hafði mamma hans sagt, en þeir höfðu þrátt fyrir ábendingar hennar hlaupið léttklæddir úr hlaði og nú stóðu þeir bjór- votir upp á eggjum Klettafjalls og útlit fyrir að þeir krókn- uðu í hel eða hröpuðu fyrir björg fram. í máttvana reiði sparkaði Gunnar í steinvölu fram af klettunum, það heyrð- ist lítilsháttar hávaði er hún lenti á sillu einhvers staðar langt niðri og svo aftur og aftur. Það fór hrollur um Gunn- ar. Þessa leið ætlaði hann sér að fara með bróður sinn, var þá bara ekki eins gott að fara stytztu leið eins og steinninn, svo vita vonlaust var að reyna að klífa þetta hengiflug í þokunni og óveðrinu, en þeir gátu ekki norpað hér lengur, eitthvað varð að gera, en hvað. Hann sá að Geir var farinn að skjálfa og enn blossaði reiðin upp í huga Gunnars. „Berðu þér, strákur,“ lnópaði hann vonzkulega til bróður síns. Geir hrökk ekki við, eins og ætla hefði mátt, heldur leit einarðlega til bróður síns. „Ég var nú bara að hugsa og svo bað ég líka og ég held ég viti hvað við eigum að gera, við megurti ekki bíða lengur hérna og það þýðir ekkert að reyna að fara niður hérna, þú veizt það líka, Gunnar, en það er önnur leið til og hana verðum við að reyna að fara.“ Gunnar starði hissa og vántrúaður á bróður sinn. „Önnur leið, mér þætti gáttian áð vita um hana sem fyrst svo við getum farið að hlaupa heim, eða finnst þér gaman að hanga hér og skjálfa," svaraði hann bróður sínum næsta háðslega. Honurn datt helzt í liug að bróðir sinn væri orðinn eitthvað ruglaður. o Framhald í næsta blaði. ______________^ FRÁ BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR Samþykkt var að kaupa hús- eignina Framnés í Glerárhverfi fyrir fé skipulagssjóðs, á kr. 280 þús. Samþykkt var aS veita Krossa nesverksmiðju lántökuheimild og bæjarábyrgð fyrir allt að 6 millj. kr. til kaupa á tveim síld- arpressum og endurbyggingar á pressuhúsi. KAUFSTEFNUR og VÖRUSÝNINGAR Athugið að panta gistingar og ganga frá farpöntunum með nægilega löngum fyrirvara, svo þér fáið það, sem þér viljið. Munið að öll fyrirgreiðsla og farmiðasala, er án aukagjalds. Skrá yfir allar helztu kaupstefnur og vörusýningar í Evrópu og Ameríku er fyrirliggjandi á skrifstofu okkar Allir farseðlar og fyrírgreiðsla hjá okkur. FERÐASKRIFSTOFAN LOND & LEIÐiR GEISLAGÖTU . AKUREYRI SÍMI 12940

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.