Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Page 8

Alþýðumaðurinn - 20.01.1966, Page 8
Skemmtileg leiksýning memita- skólanemenda á Ak. Bæjarbuar hvattir til að sjá leikinn LEIKFÉLAG MENNTASKÓLANS frumsýndi sl. þriðúulagskvöíd í samkomuhúsi hæjarins gamanleikinn „Einn þiónn og tveir herrar“, eftir Carlo Coldoni. En þótt gamanleikur sé, má þá einnig greina boðskap, sem stendur fyrir sínu, og er ætíð tímabær. Má þar minna á viðleitni Pantalone að efna þau loforð, sem hann hefir gefið, og strit þjónsins við það að þjóna tveimur herruni, en slíkt hefir jafnan verið talið ómögulegt svo að árekstralaust verði. Enda kemst þjónninn í hann krappann, en sleppur þó betur úr klípunni en vænta mætti. Veigamesta hlutverkið, þjón- inn, leikur Arnar Einarsson og gerir því góð skil, er léttur og fjörugur, mátulega óprúttinn, framsögn góð, enda nokkuð sviðsvanur. Hr. Pantalone leikur Sigur- geir Hilmar mjög vel, gerfi gott, framsögn og hreyfingar einnig, um svipbrigði verður ekki dæmt, þar sem hálfgríma hylur of mikið af andlitinu til þess að þau sjáist. Dóttur hans, Clarice, leikur Þórgunnur Jónsdóttir, erfitt er að gera þessu hlutverki góð skil, það er of þröngt til þess, en ungfrúnni ferst það mjög sómasamlega. Doktor Lombardi er leikinri af Sverri Erlendssyni, er leikur hans athyglisverður, mikil festa í mjög eðlilegum hreyfingurn, þegar litið er til aldurs doktors- ins, framsögn góð. Steinunn Jóhannesdóttir leik ur Beatrice Rasponi frá Turin og kemur fram í karlmanns- gervi lengst af í leiknum, hún gerir hlutverkinu góð skil, framsögn og hreyfingar í bezta lagi, hæfilegur myndugleiki í fasi og framgöngu, bæði gagn- vart þjóninum og eins þeim öðr um, sem við er að fást á svið- höfundar, verður því hvorki leikarinn eða leikstjórinn átald ir þótt, það væri ekki rismikið. Florindo frá Turin leikur Ein ar Haraidsson, hréssilega og snurðulaust. Hann hefir góðan málróm og gervið var gott, sér- staklega það sem hann bar fyrst. Eiganda veitingahúss Brig- hejla að nafni,. leikur Ólafur Ólafsson og var mjög trúverð- ugur sem slíkur. Smeraldine þjónustustúlku Ciarice leikur Margrét Sig- tryggsdóttir áferðarfa'llega og eðlilega, þar er leikaraefni á ferð, eins og reyndar íleiri þeirra sem að ofan getur. Tveir þjónar og einn burðar- maður, eru leiknir af þeim.Jóni Þorsteinssyni, Inga Björnssyni og Þorsteini Thorlacius. Allt eru þetta smá hlutverk, en sér- dega vel. með farin til að ná því markmiði að vekja ánægju og hlátur. Það er ekki minnst list í því að skila iitlu hlutverki svo að eftir því sé munað, þessum þremur tekzt það. Það vekur ætíð eftirvæntingu í bænum, þegar það spyrzt, að M. A. ætli að sýna skólaleikinn, að vísu vita menn að ekki er um vana leikara að ræða til að bera uppi hlutverkin, nema þá sem undantekningu, en leikgleð in cg hinn létti blær sem eru (Framhald á blaðsíðu 2.) x\\v Fjölmenn guðsþjónusta í Hrísey inu. Ekki má skoða það sem að- finnslu þótt ég segi, að ungfrú- in er of falleg til að vera trú- verðugur karlmaður. Silvio, son doktors Lombar- di, leikur Þorbjörn Ámason, þetta er vanþakklátt hlutverk og erfitt til túlkunar frá hendi Hrísey 16. jan. S. J. I DAG var fjölmenn guosþjón- usta í Hríseyj arkirkj u og var æskulýður í miklum meirihluta. Ungmenni frá Grenivík, ásamt sóknarpresti sínum, séra Jóni Bjarman, komu í heimsókn í boði Æskulýðsfélags Hríseyjar, en_á síðasta ári fóru ungmenni í Hrísey og sóknarprestur þeirra,; sér'a Bolli Gústafsson, í boðsferð til Grenivíkur. Einnig mætty. til guðþjónustu ungling- ar frá Árskógsströnd. Séra Jón Bjarman predikaði, orgelleikari var Gestur Hjörleifsson söng- stjóri frá Dalvík. Að messugjörð lokinni komu ungmennin saman í samkomu- húsi hreppsins og undu þar góðri stund undir forsjá presta sinna. Lítið er nú stundaður sjór frá Hrísey um þessar mundir. Stærsti báturinn mun fara á vetrarvertíð að Rifi í byrjun febrúar. Undirbúningur er þeg- ar hafinn fyrir grásleppuveiðar. Um áramótin urðu útibús- stjóraskipti við útibú KEA. Jóhannes Kristjánsson lét af störfum en vio tók Björgvin Jónsson, er gegnt hefir skrif- stofustörfum hjá útibúinu und- arifárin ár. XXXVI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 20. janúar 1966 - 2. tbl. Árangur af samningum norð- lenzks verkalýðs cg ríkissfjórnar TVINNUMÁLANEFND sú, er ríkisstjórnin skipaði á sl. sumri samkvæmt samkomulagi við verkalýðssamtökin á Norð- urlandi, hefur að undanförnu unnið að ráðstöfunum til þess að fiskvinnslustöðvar á Norður- landi fái nú í vetur aukinn fisk afla til vir.nslu og hefur hún á- kveðið eftirfarandi í því sam- bandi: 1. Að greiða af framkvæmda- fé nefndarinnar 40 aura verð- uppbót á hvert kíló af þorski og ýsu, sem lagt er inn til vinnslu- stöðva af heimaskipum á Norð- urlandi, enda greiði fiskvinnslu stöðvamar 20 aura á hvert kíló þessu framlagi til viðbótar. 2. Að tryggja með fjárhags- aðstoð að 2—3 togskip veroi Gæftir sfirðar á Húsavík Húsavík 16. jan. G. H. GÆFTIR hafa verið stirðar frá áramótum og afli tregur. Mikill hugur er í mönnum hér, með undirbúning grásleppuver- tíðar. Kvenfélagið gekkst fyrir sinni árlegu samkomu fyrir börn um síðustu helgi, þar sem dansað var kring um jólatré og jóla- sveinar komu í heimsókn með gjafir handa börnunum og sitt- hvað fleira var til skemmtunar. Tími árshátíða hinna einstöku félaga er nú hafinn. í gærkvöldi var Roytariklúbburinn með sína árshátíð í Hlöðufelli og sam tímis var hjónaball í Samkomu- húsinu til ágóða íyrir Sjúkra- húsið. Sveitakeppni Bridgefélagsins hófst 6. þ. m. með þátttöku 12 sveita. Spilað er í tveim flokk- um og eru 6 sveitir í hvorum, síðar verður skýrt frá úrslitum hennar. gerð út frá sjávarplássum á Norðurlandi. 3. Að greiða 50 aura verðupp- bót á hvert kíló af þorski og ýsu gegn 25 aura framlagi fisk- vinnslustöðva til fiskiskipa, sem flytja eigin afla til vinnslu- stöðva á Norðurlandi af fjarlæg um miðum. Uppbótin er miðuð við slægðan fisk. 4. Að gera tilraun með flutn- inga á bolfiski frá höfnum á Suð-Vesturlandi til vinnslu- stöðva á Norðurlandi. 5. Að ábyrgjast bátum, sem gerðir verða út frá heimahöfn- um á Norðurlandi nú á vetrar- vertíð lágmarksaðstoð án tillits til aflamagns. Upphæð þessa lágmarksframlags hefur enri ekki verið ákveðin. Verðuppbætur samkvæmt framansögðu eru bundnar við takmarkað magn, sem miðast við fjárráð nefndarinnar. Nefndin hefur að undanförnu átt fundi með útvegsmönnum og fulltrúum fiskvinnslustöðva á Norðurlandi og eru ákvarðan- ir nefndarinnar teknar í sam- ráði við þessa aðila. Er það von (Framhald á blaðsíðu 5.) =OOí* NÆSTKOMANDI þriðjudag ætlar Leikfélag Öngulssíaðahrepps að fnunsýna í Freyvangi gamanleikinn „Klerkar í klípu“, eftir Philip King. Leikstjóri er Jóhann Ögmundsson. Ljósm.: N. H. Þrír stórir bátar róa frá Ólafsfirði Ólafsfirði 17. jan. J. S. UPP ÚR áramótunum hafa fleiri bátar róið héðan en vonir stóðu til, en héðan hafa róið að undanförnu 3 stórir bát ar, Þorleifur, Guðbjörg og Sæ- þór og tveir minni bátar, Anna og Ármann. Afli hefir verið fremur rýr, en allmisjafn. Guð- björg mun verða gerð hér út í vetur en Þorleifur mun fara suður á net. Smærri trillur hafa ekki róið, en undirbúningur er hafinn undir grásleppuveiðar. Skagfirðingur er á síldveið- um.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.