Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.02.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.02.1966, Blaðsíða 2
Íþróttasíáa A.M. RITSTJÓRI: FR ÍM-ANN GUNNLAUGSSON iMIHHimmilllHIIIHHIHIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIII* Urslitaleikinn léku Svíþjóð og Rússland og eftir fyrsta ISKNATTLEIKUR SKNATTIEIKUR er ein vin- sælasta flokkaíþrótt, sem iðk uð er í heiminum í dag, og kem ur þar margt til, t. d. geysilegur hraði í leiknum, mikil harka og mikið af spennandi augnablik- um. Undirritaður var staddur í Tékkóslóvakíu 1964 með ís- lenzka landsliðinu í handknatt- leik, og kvöld eitt var farið að sjá leik milli tveggja beztu liða Tékka. Eftir leikinn varð ein- um íslenzku leikmannanna að orði: „Það er verið að tala um hörku í handknattleik og knatt spyrnu, þeir góðu menn ættu að sjá ísknattleik“, en allir hrif- ust af leiknum, enda mjög spennandi. Mikill áhugi er á þessari í- þrótt á Akureyri, og af því til- efni verður hér sagt frá einum bezta leikmanni Svía, Sven Tumba Johannssyni, en hann er einnig álitinn einn bezti leik maður heims. Grein þessi er lauslega þýdd úr íþróttablaðinu sænska. Ef kjósa ætti ísknattleiks- mann Svíþjóðar, þá væri ekki nema einn maður, sem kæmi til 1 -v . gréina, og hann heitir Sven Tumba. Þegar Djurgarden vann fyrir stuttu Frölunda, skrifaði þekktur blaðamaður: „Stórt og vandfyllt skarð verður það á velinum, þegar Tumba hættir, ég þori að fullyrða, að engin í- þróttagrein í Syiþjóð hefur slík an ipersónuleilía' innan sinna vé banda.“ : Tumba er dýrkaður af ung- lingum, og frænkur, afar og ömmur dá hánn, og þegar Tum- ba nær „pukkinum“ við eigið márk l og geysist fram, yfir fyrstu^btóu-íínuna, leikur á mót herjana, heldur áfram yfir mið .línyng.pieS ,mótherjana hang- andi á" oxlúnum’, leikur á bak- • verðitia. og skorar, þá fagnar Tumba eins og enginn annar g'etur gert. Og 90 ára öldungur- mn ’oþ 9 ára drengurinn fagna einnig, eins og þeir hafi gert markið. Hann hefur ótrúlegan hæfileika til að fá fólk til þess að hrífast með. Það eru ékki ~ aðeins Svíar sem dá Tumba, hvar sem ís- knattleikur er Ieikinn í heimin- um, þekkist nafn Tumba, hvort heldur sem er í Síberíu eða Kanada. Fyrir nokkrum árum átti sænska' landsliðið að fara í keppnisferð til Tékkóslóvakíu, en Tumba gat ekki farið, og var það tilkynnt Tékkunum, en þau : syöy, ko.mu Trá þeim, að annað- hvört kæmi Tumba með eða ferðin félli niður. •Sven Tumba er 35 ára gam- áll, og kærustu minningu sína frá ískriattleik segir hann vera, ■, þega£ Syíþjóð yann, .heimsmeist arakeppnina í Moskvu 1957. hluta leiksins (þeir eru þrír) var Svíþjóð yfir 2—0, í öðrum hlutanum gerðu Rússar 4 mörk og þannig var staðan þegar síð- asti hlutinn byrjaði. Strax í byrjun þriðja hluta náði Sví- þjóð að jafna 4—4 og þannig var staðan þegar 10 mín. voru til- leiksloka en Svíum nægði jafn- tefli til vinnings. Tumba segir: Þessar síðustu 10 mín. voru hrein martröð ög liðu eins og 10 tímar. Rússarnir sóttu ákaft og 50.000 áhorfend- ur kvöttu þá ákaft en við börð- umst eins og ljón og síðustu mínúturnar bættu Rússarnir markmanni sínum við í sóknina en það dugði ekki til við urðum heimsmeistarar. Meiri spenning en þennan leik á Leninleikvang inum getur íþróttin ekki gefið. Ég gerði ekkert mark í þessum leik en ég átti stóran þátt í þrem og þó ég hafi einhvern tíma leikið betur þá er úrslita- leikurinn í Mosku mín kærasta minning frá 20 árum í ísknatt- leik. Tumba lék fyrst í landsliði 1951 og alls hefur hann leikið 239 landsleiki orðið 8 sinnum sænskur meistari, og hér kem- ur yfirlit yfir þær alþjóðakeppn ir sem hann hefur verið með‘ í og náð hafa verðlaunasætum. um. Heimsmeistarakeppni. Gull: ■ , 'G Ekkert að li já Akureyr- artogurunum í ofviðr- inu undanfarið LEITAÐI fregna hjá Vilhelm Þorsteinssyni, forstjóra, hvort Akureyrartogur um hefði nokkuð hlekkst á í fárviðrinu um síðustu helgi. Kvað forstjórinn, að svo hefði ekki verið og væri allt gott að frétta af þeim. Kaldbakur seldi í Bretlandi þann 31. jan. 127j2 tonn fyrir 11001 sterlingspund. Harðbakur mun hafa selt í gær í Bretlandi, Sléttbakur fór á veiðar 20. jan. og var hann bú- inn að fá 75 tonn 1. þ. m. Var Sléttbakur fyrir sunnan Langa- nes í veðurofsanum og hélt þar sjó. Svalbakur fór aftur á veið- ar 27. jan. og hélt sjó úti fyrir Skagaströnd á meðan mesti ofs- inn stóð yfir. MATTHÍASARSAFN. — Opið sunnudaga kl. 2—4 e. h. — Sími safnvarðar, 11747. Hjálparfoeiðni FÁTT er jafn hörmulegt og þegar fólk missit heimili sitt og aleigu með sviplegum hætti. — Svo sem kunnugt er, brann íbúðarhús á Gleráreyrum s.I. suimudagsmorgún. Þar áttu tvær fjölskyldur hcima, eða 14 manns. Amiar heimilisfað- irinn hefir verið sjúklingur að undanförny. Hér þarf ckki að lýsa því tjóni, sem fólkið IjyftrioríUð, fyrir. .Viljum við , * 1 * kk »•* j.'«t.. . hvetja bæjarbúa að koma til hjalpar. Með gÓðum vilja og samtökum getum við liðsinnt þessum fjölskyldum til að eignast aftur heimili sín. Gjöfum í hjólj^prsjóðjnn niunum við, ásamt blöðunum, fúslega vfei|a^\|i'i<|kii. * ^ ^ ý BIRGIR sóknarprestur. BJÖRN GUÐMUNDSSON, framfærslu og lieilbrigðisfulltrúi. JÓN INGIMARSSON, formaður Iðju. PÉTUR SIGURG EIRSSON, sóknarprestur. - SIGURÐUR IVT. HELGASON, bæjarfógetafulltrúi. ■ .................. .. ...... .. .. . . j Sven Tumba í keppni, Sviss 1953, Rússland 1957 og U.S.A. 1962. Silfur: Svíþjóð 1963. Brons: Svíþjóð 1954 og Finnlandi 1965. • Olympíuleikar. Silfur: Aust- urríki 1964, og brons í Noregi 1952. Evrópumeistaramót. Gull: Noregi 1952, Sviss 1953, Rúss- landi 1957 og U.S.A. 1962. Silf- ur: Svíþjóð 1954, ítalía 1956, Noregi 1958, Sviþjóð 1963 og í Austurríki 1964. (Evrópukeppn in er reiknuð út úr heimsmeist- arakeppni). Tumba hefur leikið 4 lands- leiki í knattspyrnu og leikur einnig mikið golf. Eftir heimsmeistarakeppnina í Finnlandi 1965 sagði Tumba að hann ætlaði sér að hætta en enginn lagði trúnað á það, enda segja fréttir frá Svíþjóð að Tumba hafi aldrei verið betri en í vetur. F. G. 1 —x\\* ..~^s, Um úfivist oo nafnsklrteini LÖGREGLA bæjarins vill sér- | staklega vekja athygli á 20. i grein lögreglusamþykktar bæj- arins. En'þar segir svo: 20. gr. „Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem eiga ekki brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja í höfninni, frá kl. 20—8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22 —8 á tímabilinu 1. maí til 1. október. Énnfremur getur lög- reglan jafnan bannað börnum iririan 16 ára aldurs umferð um . bryggjur og ferð út í skip og báta í höfninni, telji hún ástæðu til. Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheim- ill aðgangur. að almennum kaffi stofum eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofn ana ber að sjá um, að ungling- ar fái ekki þar aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ái;a mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. októ ber til 1. maí og ekkí seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. októ ber til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Þegar sérstakiega Stendur ' á getur bæjarstjórn sett til bráða- birgða strangarí reglur um úti- vist barna allt að/16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur barn anna skulu að viðlögðum sekt- um sjá um, að-ókvæðum þess- um sé framfyjgt“. Ennfremur ■ vill- lögreglan vekja athygli’á, að' þýi aðeins eru nafnskíijelni- Aékiti - gild, sem sönnun um aldur*, jið myrid viðkomandi sé fest á það, með stimpli lögreglustjóra. Ber 'dyra vöroum og umsjónarmönnum samkomuhúsa, að krefjast slíkra skilríkja ef vafí Ieikúr á um aldur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.