Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 03.02.1966, Blaðsíða 8
Ertu með eða móti neyzlu áfengs bjórs á íslandi? A lilí h°f umræður um sterkan bjór í síðasta blaði. Arnfinnur 1 ' Arnfinnsson hóf þar umræður og mæltist sköru'ega eins og hans er vandi. Hér láta skoðarnir sínar í Ijós Hörður Adólfsson forstjóri og Hallgrímur Tryggvason prentari. Og ég held, að við getum sagt, að þeir séu ófeimnir að láta skoðarir sínar í Ijós eins og Arnfinnur. Yfirskriftin er þeirra. 1 næsta blaði kynnum við skoðanir Jóns R. Thorarensen og Sigurjóns Jóhannssonar. Svar mitt er afdráttarlaust neitandi segir HÖRÐUR ADÓLFSSON, framkvæmdastjóri SENNILEGT má telja, að menn hafi skiptar skoðanir um þetta mál, eins og flest önnur. Ýmsa hefi ég heyrt harma það, að hér skuli ekki vera áfengur bjór á boðstólunr, eins og tíðkast hjá flestum ná- grannaþjóðum okkar. Telja jafnvel, að slíkt ástand hjá okk- ur beri vott um þröngsýni og öfuguggahátt og beri okkur ís- lendingum að taka útlenda okkur til fyrirmyndar í þessum sökum sem flestum öðrum. Mér kemur þetta mál hiris vegar þannig fyrir, að meðal nágrannaþjóða okkar, sé bjór- þambið hrein plága, sem við höfum verið blessunarlega laus- ir við til þessa. Tel ég því, að við eigum að láta okkur víti þeirra að varn- aði verða og leyfa ekki sölu á áfengum bjór hér á landi. Svar mitt verður því afdráttarlaust neitandi. Hörður Adólfsson. Sala áfengs öls og raunhæfari áfeng- islöggjöf er leiðin til úrbóta segir HALLGRÍMUR TRYGGVASÖN, prentari EITT af mestu undrum ís- lands í augum erlendra manna, er sú furðulega afstaða löggjafans, að leyfa ekki sölu áfengs öls, á sama tíma og landsmenn hafa greiðan aðgang að hinum ýmsu tegundum af sterkum áfengum drykkjum. — Þetta furðar og margan land- ann, en ástæðulaus andstaða gegn bjórnum hefur haft ítök í furðu mörgum, — og að því er virðist, helzt þeim, er aldrei' hafi kynnzt áfengu öli, nema af. afspurn, og þá helzt í gegnum Hafís mjög nærri SAMKVÆMT upplýsingum er Veðurstofan hefur fengið frá skipum, er hafísinn ískyggi- lega nærri. Brezkur togari er var staddur í síðustu viku 30 mílur NNA af Hraunhafnar- tanga, kvað ís vera þar á reki allt í kring. Norðlendingar ættu að vera á varðbergi og byrgja sig upp, ef svo kynni að fara, að hafís lokaði fjörðum. mærðarlegar ; lýsingar í sögum, er gerast 5éiga í ömurlegum fá- tækrahverfum „syndum spilltra stórborga úti í hinum stóra heirpi." - Svo hefur og hinn hatrammi og einstrengislegi áróður þeirra sem ekkert sjá til bóta í áfeng- ismálum þjóðarinnar annað en bönn á bönn ofan, verið til óþurftar menningarlegri um- gengni við áfenga drykki. Frjálsleg umgengni við allar ■tegúndir áfengis, með þekkingu á kostum þess og löstum, er ör- ugg.asta leiðip til bóta. En þá þarf áfengislöggjöfin að byggj- ast á meira raunsæi en hún ger- ii- í 'dag. Læícka þarf aldurstak- ' rriark við' áféngiskaup niður í 18 eða 19: 'ár í-r og ganga síðan ríkt ef-tir að lögunum sé fram- fylgt og hafa mjög ströng við- urlög, ef út af er brugðið — svo sem sviptingu vínveitinga- , leyfa og háar sektir. Þá fyrst er von til að þjóðin fari að virða áfengislöggjöfina, en það hefur hún ekki gert. Margir ætla, að sala áfengs öls verði til að auka drykkju- Hallgrímur Tryggvason. skap unglinga — og aðrii', að ölið leiði til aukinnar neyzlu sterkra drykkja. Þá þykir og sumum ölið ekki nógu eðall drykkur — það sé drykkur, er bezt hæfi fáfróð'ftm öreigalýð — eins konar lág- stéttamjöður — er ekki sé við hæfi íslendinga, afkomenda hinna norrænu víkinga!! Vegna áhrifa af lestri greina svörnustu andstæðinga áfengs öls á árum áður var ég ekki laus við að vera smeykur við áfenga ölið — en eftir að hafa kynnzt því og drykkjusiðum austan hafs og vestan, er ég ekki í nokkrum vafa um ágæti áfenga ölsins og finnst sjálfsagt að selja það hér. Enda má segja, að allstór hluti þjóðar- innar neyti þessa drykkjar, sem mjög lítið áfengismagn hefur inni að halda. Kemur öl þetta eftir löglegum og ólöglegum leiðum. Sést það m. a. á því að ekki hefur þurft að flytja inn flöskur undir innlent öl um fjölda ára. Umbúðir innflutta ölsins hafa nægt undir fram- leiðslu landsmanna á óáfengu öli. Ekki er ástæða til að óttast kráarlíf í sóðalegum myndum, þar eð í frumvarpi því sem lagt hefur verið fram á Alþingi, um bruggun og sölu á áfengu öli, er gert ráð fvrir, að ölið verði háð sömu skilyrðum um sölu og meðferð og hinir sterku (Framhald á blaðsíðu 5.) XXX5VI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 3. febrúar 1986 - 4. tbl. Nýtt iðnfyrirtæki á Hofsósi Hofsósi 29. jan. Þ. H. SÍÐASTLIÐNA nótt brazt hér á iðulausa stórhríð, er hald- ist hefir í dag, en frost er ekki mikið. Ekki hefir frétzt um slys eða tjón af völdum veðursins. Það má segja að hér sé alger 'ördeyða hvað atvinnulíf snert- ir, og vart er hægt að segja að fiskur hafi verið dregin úr sjó hér síðan um mánaðamótin október—nóvember. Ungt fólk hefir flykkst burt í atvinnuleit, sem von er. í byggingu er hér iðnfyrir- tæki, er hlutafélag er Stuðla- berg heitir stendur að. Mun aðal framleiðsla þess fyrirtækis verða hljóðdeyfar, bæoi í bif- reiðir og dráttarvélar. Fram kvæmdastjóri Stuðlabergs h.f. er Fjólmundur Karlsson. =000= Ólafur Thorarensen látinn OT SUNNUDAG lézt í Reykja vík Ólafur Thorarensen fyrrverandi bankastjóri og bæj- arfulltrúi. Ólafur Thorarensen var virtur borgari og vinsæll í starfi. Bæjarstjórn Akui-eyrar minntist Ólafs á fundi sl. þriðju- dag. \WV 17 fíma frá Dalvík fil Akureyrar IGÆR komu 3 mjólkurbílar og fjallarúta Gunnars Jóns- sonar hingað til bæjarins og höfðu verið nær 17 tíma á leið- inni. Var lagt upp kl. 9 á þriðju dagskvöld frá Dalvík og var ýta bílunum til aðstoðar. í stuttu símtali við einn bílstjórann Jóhann Sigurbjörnsson, kvað hann færið hafa verið verst frá Dalvík og inn að Hámundastöð- um, annars þungt á allri leið- inni eins og tíminn bendir til. Bílarnir lögðu aftur af stað til Dalvíkur síðdegis í gær og var því um litla hvild fyrir bílstjór- ana að ræða, en svarfdælskir mjólkurbílstjórar hafa*oft sýnt áræði og karlmennsku, þótt þyngst hafi færi. Ekki mun reynt að koma mjólk úr Svarf- aðardal landveg aftur fyrr en veður stillist. Þeir brutust til Akureyrar. Hér sjást mjólkurbílar úr Svarfaðardal og bílstjórar þeirra. Ljósm.: N. H.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.