Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 1
ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 .................... XXXVI. árg. - Akureyri, {immtudaginn 10. febrúar 1966 - 5. tbl. Frumsýning hjá L.A. v Norölenzkt framtak A.M. ræðir við Tryggva Helgason. eiganda NORÐURFLUGS, nyrzta flugfélags í heimi k II,f HEFUR oft minnst á norðlenzka sókn og talið hana lífsnauðsjTi fyrir Norðurland, sumir hafa e. t. v. tai- ið þetta ónauðsynlegan norðlenzkan rembing, er lítt væri mark á takandi. En til þess að undirstrika það, að AM er alvara, mun blaðið öðru hvoru birta stutt viðíöl við norð- lenzka atliafnamenn, er sýnt hafa virðingarvert framtak. AM vill leyfa sér að nefna þessi stuttu viðíöl norðlenzkt framtak og í dag er Tryggvi Helgason flugmaöur gesíur blaðsins. AM telur óþarft að kynna Tryggva Ilelgason, hann mun eiga sína vini og þá líka andstæðinga, sem aðrir dauðlegir menn, en við vit- um að nafn hans er þekkt um allt ísland. Hvenær síofnaðir þú Ncrð urflug Tryggvi? Ég tei fæðingardaginn vera 1. nóvember árið 1959, en þann dag Ienti sjúkraflug vél mín í fyrsta sinni hér á Akureyri. Þú ert iandsfrægur fyrir sjúkraflug þitt, viltu segja mér aðeins frá þeirri starí- semi þinni? Það er nú Iítið að segja, það fór ört vaxandi fyrstu árin, en 3 siðustu árin liefur heláur dregið úr því. Þau munu vera um 20 siðasía ár, en i allt mffiiu þau nálgast 400. Það er aðallega Norður- land, er nýtur góðs af verk- um þi'num, hvað um flug- veíli á hinum smærri stöð- um? Jú, víst er það aðallega Norður'and, en þó hefi ég farið í mörg sjúkraflug t:l annarra landsfjórðunga. Ég hefi sótt sjúklinga til Horna- Tryggvi Helgason og HeSgi sonur hans. fjarðar, Snæfcllsness og eitt sjúkraflug hefi ég farið til Keflavíkurflugvallar og fleiri staði mætti nefna. Margir smærri flugvellimir eru mjög lélegir. En svo hefir þú líka stund að farþegaflug? Já, og það fer sívaxandi með hverju ári, einnig hefi ég haft flugkennslu með höndum, þá má nefna leiíar- flug ýmiskonar, já og sílclar- leitarflug. Ilver er flugvélaeign bín nú? Já, það er sjúkraflugvélin, sem er tveggja hreyfla eg tekur 4 farþega. Svo á ég 2 vélar tveggja hreyfla af Beechcraft-gerð, er geía tek- ið 8—10 farþega, en vil taka það fram, að enn hefur ekki nema önnur þeirra verið í (Framhald á blaðsíðu 6). LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýnir gamanleikinn „Swedenhielmsfjölskyldan“, eft ir sænska rithöfundinn Hjalmar Bergman, í þýðingu sr. Gunn- ars Árnasonar, fimmtudaginn 17. þ. m. Leikstjóri er Ragnhild- ur Steingrímsdóttir. Með hlut- verk fara: Guðmundur Gunn- arsson, sem leikur titilhlutverk- ið, Swedenhielm verkfræðing, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Þórey jA'.- Mjólk ekið til Dalvíkur ÍDAG var hér hreinviðri og mikið frost. BSíSur þurfa nú að keyra mjólk sinni sjálfir alla leið til Dalvíkur, og var farið með mjólk í dag. Slóð er orðin sæmileg fyrir dráttarvél- ar, en allerfitt er fyrir bændur að bæta þessum flutningum á sig með útiverkum a. m. k. fyr- ir þá er lengst eiga að fara, því að óvíða er mörgum á að skipa. Aðalsteinsdóttir, Jón Ki-istins- son, Árni Valur Viggósson, Jón Ingimarsson og tveir nýliðar, sem fara með veigamikil hlut- verk, Sunna Borg og Hjálmar Jóhannesson. „Swedenhielms" eins og leik- ritið heitir á sænskunni, er vel þekkt og vinsælt verk á hinum Norðurlöndunum og hefur m. a. verið kvikmyndað með sjálf- an Paul Reumert í hlutverki Swedenhielms verkfræðings, en það er eitt af hans eftirminni- legu hlutverkum, sem hann hef ur margoft leikið bæði heima í Danmörku og í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn, sem Hjalmar Bergman er kynntur á leiksviði hér á landi. Fi-umsýningargestir eru beðn ir að vitja aðgöngumiða sinna í Samkomuhúsið n. k. mánudag og þriðjudag kl. 2—5 s. d., sími 11073. Hægt er að bæta við nokkrum nýjum frumsýningar- gestum. Sigurvegarar í karlaflokki á Togbrautarniótinu. — Sjá íþróttasíðu AM. Kaupfélag verkamanna flutti fisk flug- leiðis frá Kúsavík í dag SORaKAR Nýr fiskur ekki sézt á Akureyri síðustu daga IDAG ftkk Kaupfélag Verkamanna nýjan fisk frá Húsavík og kom hann með flugvél frá F. f. Mun það vera nýlunda hér að fiskiir^sé.iluttur hingað loftleiðis til bæjarins. Má vissulega þakka Kaupféíagi Verkamanna fyrir framtakið. En hér hefur verið miki'l hörgull á nýjum fiski og kvað Haraldur Helgason, kaupfélags- stjóri, að nú í 10 daga hefði verzlunin ekki getað náð í nýj- an fisk þar til nú í dag. Það voru 800 kg. er komu með flugvélinni og kvað kaup- féiagsstjórinn vilja þakka F. í. fyrir vinsemd þess í sambandi við flutninginn, því enn mun fiskur vera sjaldgæfur farmur í flugvélum. AM finnst einnig sjálfsagt að þakka K. V. A. þessa góðu þjón- ustu við neytendur sína. FALLNIR OVÆNT eiga Akureyringar að baki að sjá tveim mæt- um mönnuni. Ólafur Ólafsson, læknir andaðist út í Svíþjóð hinn 5. þ. ni., cn Óiafur dvaldi þar við framlialdsnám í lækna- vísindum. Þann 7. þ. m. andaðist eftir skamma legu Jóhann Ó. Har- aldsson, tónskáld. Einnig er nýlega látínn Einar Sigíússon, bóndi og keimari í Staðartungu í Hörgárdal. r Leiðari: „Ulfurinn kemur, úlf urinn kemur!“ Spjallað við NÍELS HANSSON, sjá. bls. 5 E P L 1 — APPELSÍNUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust L Ö N D O G Fyrir hópa og einslaklinga LEIBIR. Sími 12940

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.