Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 5
 Ég er sannfærður um það, að ákvæðisvinna getnr verið beggja hagur og líka þjóðfé- lagsins í heild, segir Níels Hansson framkvæmda- st jóri Trésmiðafélags Akureyrar MHEFIR birt margar N. H. myndir og flestir munu vita það, að höfundur þeirra er Níels Hansson, og vill AM hér með þakka Níelsi fyrir samstarfið, sem frá því fyrsta hefir frá hans liendi einkennst af ljúfmennsku og greiðvikni. Hitt vitá kannski ekki allir lesendur AM, að Níels er framkvæmdastjóri Trésmiða- félags Akureyrar og gegnir því ábyrgðarmikla starfi, að annast uppmælingar og sér um lífeyris- og sjúkrasjóði félags síns. Hann hefir svo sem oft litið inn til mín áður hann Níels og fært mér myndir, en nú er erindið ánnað, hann hefir fall- izt á það að eiga viðtal við AM, sem fulltrúi félags síns. En svo ég kynni Níels örlítið meira, þá skal upplýst að hann er góður íslendingur af dönskum ættum, kom til íslands árið 1949 og lærði trésmíði hjá Olafi Ágústs- syni. Kvæntur er hann Jakob- ínu Jónsdóttur og hafa þau hjónin unnið mikið starf innan Hjálpræðishersins á Akureyri. En ekki lengri formála og hefst hér viðtalið. Ég hefi orðið var við al- menna andúð á uppmælinga- töxtum hinna ýmsu stéttarfé- laga, og því vildi ég biðja þig Níels, að skýra sjónarmið þitt til þessa máls, hvað áhrærir þitt stéttarfélag? Já, alveg sjálfsagt, en í stað orðsins uppmælingar vil ég nota orðið ákvæðisvinna, það myndi merkja hið sama og denska orð ið akord. Án nokkurra undan- bragða skal ég segja það að ég tel ákvæðisvinnu vera það, sem ætti að komast á hjá öllum stétt um, einnig í almennri verka- mannavinnu, þar sem hægt væri að koma því við. Ég byggi það á minni eigin reynslu. Ég byrj- aði 16 ára að vinna ákvæðis- vinnu sem verkamaður og vinn an var að grafa húsgrunn. Svo var ég í Svíþjóð við skógarhögg og þar var einnig ákvæðisvinna. Nú áður en ég kom til íslands, þá vann eg í járnsteypuverk- smiðju, ög þar var einnig ákvæð isvinna. I sambandi við ákvæð- isvinnu fær hver maður laun eftir afköstum, og tel það ekk- ert óréttlátt þótt duglegur og samvízkusamur maður njóti sinna verðleika í starfi. Nú ég tel, að í tímavinnu að ef maður slæpist, þá sé hann um leið að stela frá verkkaupanda, en ef maður slæpist í ákvæðisvinnu, þá rýrir hann sín eigin laun. Það er þá þín skoðun, að upp mæling ,eða ákvæðisvinna, svo að notað sé þitt orðtak sé beggja hagur? Já, ég er sannfærður um það, að ákvæðisvinna getur verið beggja hagur og meira en það, líka þjóðfélagsins í heild, því að afköstin hljóta að verða meiri. í sambandi við byggingariðnað- inn nú, sem mér virðist vera efst á baugi hjá þjóðinni, þá tel ég það hagkvæmt fyrir þjóðar- heildina að framkvæmdir séu sem mestar á sem stytztum tíma, þar sem húsnæðisvand- ræðin eru svo mikil. En ég hefi heyrt um næstum ævintýralegt kaup í sambandi við ákvæðisvinnu, og margir kalla það hreina og beina fé- flettingu? Ég myndi nú fyi-st svara þessu með því að benda á skrif dag- blaðsins Tímans, er mér finnst næsta svívirðileg gagnvart fag- mönnum en ég vil taka fram, að hér svara ég aðeins fyrir hönd smiðanna, aðrir svara fyr- ir sín stéttarfélög. Ég vil t. d. benda á 23. tbl. Tímans frá 29. jan sl., þar sem blaðið fullyrðir að ákvæðisvinnumaður hafi kr. 60.000.00 mánaðalaun, er þýddi að uppskeran væri yfir árið kr. 720.000.00. Þessar tölur eru hreinar blekkingar út í loft ið hvað staðreyndir hér á Akur eyri snertir. I ákvæðisvinnu myndi duglegur maður ná kr. 240.000.00 í árslaun, miðað við að hann sé í stöðugri vinnu, en vil taka fram að margir bera mjög minna úr býtum. Nú, tíma kaup hjá smiðum miðað við vikukaup er nú kr. 2.333.00 á viku, sem ég myndi segja að væri allt of lágt, og er það ekki einmitt gott, ef duglegir menn hafa möguleika á að auka tekj- ur sínar í hlutfalli við dugnað- inn. Ég hefi mörg dæmi upp á það, að menn sem hafa keypt vinnu eftir tímakaupi hafi verið töluvert dýrari. Ég get nefnt þér dæmi og það eru staðreynd- ir. Það er yfir gluggasmíði sam tals II stykkj. Kaupandinn þurfti að kaupa þá fyrir kr. 33.000.00 unnið í tímavinnu, en þar sem maðurinn var óánægð- ur með þetta verð bað hann mig að reikna þetta eftir ákvæðis- vinnutaxta og miðað við að gluggarnir séu smíðaðir úr furu, eins og venjulegt er mundi vinnan kosta kr. 6.223.00, efni kr. 4.550.00 og með 60% álagi, Níels Hansson. sem yrði kr. 3.734.00 mundu gluggarnir kosta kr. 14.507.00 og yrðu því gluggarnir 150% ódýr- ari smíðaðir í ákvæðisvinnu og ég vil taka fram að þetta er ekkert einsdæmi í sambandi við að tímavinna sé neikvæðari fyr- ir kaupandann en ákvæðis- vinna. En viltu skýra mér örlítið frá ákvæðisvinnutaxta ykkar tré- smiða og þá einnig lesendum AM varðandi byggingar? Já, gjarnan. Ákvæðistaxti í sambandi við mótavinnu er reiknað fyrir einbýlishús 44 mín. á fermetra' miðað við slétt- an vegg, en í fjölbýlishúsum 38 mín. fermetrinn. Nú ef menn gerðu sig ánægða með minna út flúr eða íburð á húsum, heldur en nú er í tízku, þá my-ndi það geta sparað, ef miðað væri við kjallara og eina hæð um kr. 20.000.00 varðandi uppslátt og svona mætti lengi telja. Ég vil vera svo djarfur að fullyrða, að það er mikið sök kaupandans er stuðlar að síhækkandi bygg- ingarkostnaði. Þeir gera svo miklar kröfur, sem síðar birtast sem Grýla, og þá er oft sökinni komið á fagmennina, er tölur tala um síhækkandi byggingar- kostnað. Ég tek sem dæmi, að einfalt hús, 110 fermetrar, grunnur með kjallara og einni hæð, með sperrum myndi kosta 55000.00 kr. til sveina, en þessi upphæð getur farið upp í 75.000.00 kr., ef verktakinn ger- ir miklar kröfur til alls konar útflúrs, sem þo ekkert gagn ger ir, nema þá fyrir oft og tíðum all gloppótt fegurðarskyn aug- ans. Af því að Íslendingar gera oft samanburð við hin Norður- löndin, hvað byggingarkostnaði viðvíkur, leyfi ég mér a'ð benda á eitt atriði ’til - samanburðar. Bróðir minn, sem er búsettur í Svíþjóð, keypti fyrir stuttu 90 fermetra íbúð og kostaði hún 82000.00 sænskar krónur, en það mun svara til 800.000.00 kr. íslenzkar, og miðað við að Sví- ar eiga byggingarefni sjálfir, tel ég þetta mjög dýrt miðað við 90 fermetra bús hér. Hvað myndu hús af þessari gerð kosta hér? Já, það er nú það, íslending-' ar gera sig nú ekki ánægða með minna en 110 fermetra íbúðii’, en sú stærð myndi kosta hér ca. 900.000.00 kr. En í þessu sam- bandi vil ég benda á, að þriggja herbergja íbúð hér í fjölbýlis- húsi á Akureyri mun kosta um 700.000.00 kr. og tel ég þennan samanburð ekkert óhagstæðan fyrir okkur íslendinga. Hvað segið þið trésmiðir um fyrirhugaðan innflutning á til- búnum húsum? Ég held að það sé engin fram- tíð í því. Sænsku húsin, er flutt voru inn á sínum tíma, gáfu slæma reynslu, og tel ég að þessi innfluttu hús verði ekkert ódýrari, þar sem mikið er eftir að gera við þau þegar þau eru komin hingað, einnig uppfylla þau á engan hátt þær kröfur, er íslendingar gera til húsagerð ar, og það sama er að segja varðandi innflutning á eldhús- innréttingum. Útlend húsgögn, er hingað hafa verið flutt, hafa mestöll verið dýrari en innlend framleiðsla. Sumir telja að verk í ákvæðis vinnu séu verr unnin. Því er til að svara, að ákvæð- isvinnutaxti er miðaður við fyrsta flokks vinnu og meistar- anum ber að taka út verkið og láta lagfæra, ef einhverju er ábótavant, áður en næsti aðili tekur við því. Ég vil taka það fram, að öll ákvæðisvinna á vegum Trésmiðafélags Akureyr ar og einnig Reykjavíkur, er undir endurskoðun af fulltrú- um verkkaupanda. Þetta þóttu mér athyglisverð- ar fréttir og munu trésmiðafé- lögin vera einu fagfélögin á landinu, er hafa fulltrúa frá verkkaupanda er fylgjast með mælingum og endurskoðun reikninga og ætti þessi tilhögun að stuðla að gagnkvæmari skiln ingi vinnukaupenda og vinnu- seljenda, en oft má finna all- djúpstæða tortryggni hjá fólki í þessu sambandi. Hér látum við (Framhald á blaðsíðu 7.) STAKAN okkar i sendir okkur þessa vísu, með eftirfarandi for- mála. Þegar ég las vísu eftir Dalvíkur-Jóhann í vísnaþætti AM, þótti mér sem fleiri mundu geta tekið undir vís- una, ef hún væri öðruvísi, og snéiú henni þannig: 1 Óskin mín er ávallt pen, alveg laus við gjálfur. Drottinn verndi Bjama Ben og bænheyri mig sjálfur. „Áhorfandi“ sendir þessa vísu og vona ég að hún komi ekki af stað neinni úlfúð á milli Þórs og'K. A., en yfir- skriftin er „Horft á knatt- spyrnu Akureyringa. . ' n Sjaldan þrýtur vaskleik vömin, vafagemsi er aldrei feginn. K. A. hefir betri börnin, en bröltið er allt hinu megiii. Þannig kveður Arnheiður Stefánsdóttir frá Múlhúsum á Jökuldal: Gróði eins er annars tap, oft fer margt að veði. Fyrir kráar kunningsskap, keypta og selda gleði. i Víst má finna sannleik í næstu vísu, sem er eftir Ósk Skarphéðinsdóttur: Kvöldin lengjast, vantar vor. Vakir þrengjast, bilar þrekið. samt mín gengin gæfuspor getur engin frá mér tekið. Ég held að hún þurfi ekki að vera misskilinn þessi staka Páls Ólafssonar. Undarlega er undir mér orðið hart á kvöldin seld því undirsængin er í sýslu- og hreppagjöldin. Mun ekki mögum finnast að Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum mælist hér vel: Meðan glóð í gígnum er gos í blóði ungu, munu ljóðin leika sér létt á þjóðartungu. 1 Munið þið svo lesendur góð ir eftir vísnaþætti AM. Verið þið sæl að sinni. ’f############################K

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.