Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 1
ÁSKRIFTAKSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 »' ............. 1 XXXVI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 17. febrúar 1966 - 6. tbl. NORÐLENZKT FRAMTAK: MERK- UR ATBURÐUR í SÖGU AKUR- EYRAR OG NORÐURLANDS Æ Stærsta stáískipi er smíðað hefur verið á íslandi fram Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar hf á Akureyri sanna snilli og hagleikni norðlenzkra handa CJÍÐASTLIÐINN þriðjudag var flotað stærsta skipinu er ^ smíðáð hefur verið á íslandi til þessa, og er það Slipp- stöðin h.f. er sá um framkvædir, en eigandi skipsins er Magnús Gamalíelsson útgerðarmaður í Ólafsfirði. Kona hans frú Guðfinna Pálsdóttir gaf skipinu heitið Sigurbjörg ÓF 1 og skírði hún upp úr sjó er tekinn var á Grímsevjar- sundi. Sigurbjörg ÓF 1 er 335 brúttósmálestir. Slippstöðin h.f. hefir þegar samið um smíði á enn stærra stálskipi, 460 smálesta. Þessar staðreyndir finnst AM gleðilegar og gefur blaðinu von um að fyrir hendi sé hugur um norðlezka sókn. Skapti Áskelsson. Það' var margt um manninn i Slippstöðinni er Sigurbjörg ÓF 1 hljóp af stokkunum, og fagurt veður gaf fyrirheit um heill og hamingju skipinu til handa, þá er frú Guðfinna lét sjó úr Grímseyjarsundi freyða um kinnung þess. AM átti stutt tal við Skapta Áskelsson for- stjóra og tók hann fram að hann þakkaði starfsfólki öllu er hér hcfði lagt hönd á plóginn, og kvað hann fyrirtækið hafa full- an hug á því að bæta aðbúnað starfsfólks síns, með því að byggja yfir athafnasvæði Slipp- stöðvarinnar, svo að vinnuskil- yrði yrðu betri í framtíðinni en til þessa. Um kvöldið var starfsfóiki og gestum boðið til fagnaðar að Hótel KEA. AM þykir ástæða til að senda eigendum og Ólafsfirðingum öll um lieillaóskir með þetta glæsi- lega skip og einnig sendir AM beztu kveðjur sínar til allra er hér hafa að unnið með huga og hendi. Og nú er það mjög áriðandi fyrir Akureyringa og raunar Norðlendinga alla, að öflug sókn verði þegar hafin fyrir fullkom- inni aðstöðu til stórskipasmíði hér á Akureyri. íslendingar geta byggt sín eigin fiskiskip sjálfir. Starfsmenn Slippstöðvarinnar h.f. hafa sýnt það og sannað, að Islendingar geta verið sjálfum sér nógir í þessum efnum sem öðrum, ef góð starfsskilyrði eru AM segir UM LEIÐ og AM fagnar fyrsta stálskipinu, og sendir heilla- óskir til allra, er hér lögðu liönd að verki, vill AM skýrt og ákveðið minna enn á þá skoðun jafnaðarmanna á Akur- eyri, að of smátt sé hugsað varðandi nýju dráttarbrautina, og tekur heils hugar undir þau ummæli Hersteins Tryggva- sonar formanns F.U.J. á Akureyri í Alþýðublaðinu sl. þriðju- dag, þar sem hann leggur áherzlu á það, að 500 tonna drátt- arbraut sé alls ónóg. Hersteinn segir orðrétt: „Taka verður stærra skref, byggja verður a. m. k. 1000 tonna dráttarbraut, svo togarar bæjarins og hin stærri fiskiskip þurfi ekki að leita suður til viðgerðar. Skapa verður Akureyri aðstöðu til þess, að hún geti orðið miðstöð skipasmíða fyrir Norðurland“. Þetta er kjami málsins og munu ekki allir Akureyringar sameinast um það a. m. k. 1000 tonna dráttarbraut verði byggð, og ekki megi smærra hugsa. að þessu var flotað sl. þriðjudag fyrir hendi. Að því þarf að vinna og það íljótt og vel. Sigur björg ÓF 1 er flotað var í fyrra- dag er glæsilegur vegvísir á leið til öflugrar atvinnuaukningar cg norðlenzkrar. sóknar. „Árið 1952 þann 22. nóvember var stofnfundur Slippstöðvar- innar haldinn og í fundargerðar bók frá þeim tima má lesa eftir- farandi. „Tilgangur félagsinserað reka dráttarbraut og skipaviðgerðir í því sambandi, og hefur í þeim tilgangi tekið^á leigu Dráttar- braut Akureyrarbæjar á Odd- eyrartanga." , (Framhald á blaðsíðu 7.) Frú Guðfinna Pálsdóttir framkvæmir skírnina. Ljósm.r N. H. Þau munu öll biðja skipinu heilla. Ljósm.: N. H. Hann tók einnig myndina af skipinu hér fyrir ofan. LEIÐARI: GRÓANDI ÞJÓÐLÍF Rætt við Jóhannes Sigvaldason, sjá bls. 5 Opið öll kvöld til kl. 20.00 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust L Ö N D O G I Fyrir liópa og einstaklinga LEIBIR. Sími 12940

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.