Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Síða 5
 ÞaS gelur ekki veriS neinum vafa undirorpiS, búnaSur á Islandi á sina framlíS svo lengi sem Islend- ingar verSa lil AM ræðir við Jóhannes Sigvalda- son, liceniat MÁ MARGA, já og líka trygga lesendur vítt um sveitir Norð- urlands. Því vildi AM sýna það, að haldlítill er sá áróður andstæðinga, að málgögn Alþýðuflokksins áfslandi séu fjandsam- leg landbúnaði og því birtir AM með sannri ánægju viðtal, að þessu sinni við Jóhannes Sigvaldason, liceniat, forstöðumann Efna- rannsóknarstofu Norðurlands. AM hefur fundið það, að við starf hins unga menntamanns eru bundnar miklar vonir. Jóhannes er fæddur að Hofsárkoti í Svarfaðardal, 2G. ágúst 1936, sonur hjón- anna -Margrétar Jóhannesardóttur og Sigvalda Gunnlaugssonar. Jóhannes tók búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hólurn, varð búnaðarkandídat frá Hafnarháskóla 1960, en framhaldsnámi lauk hann frá sama skóla árið 1964. Kvæntur er Jóhannes Kristínu Tómasdóttur frá Reykjavík. Það hefur kannski verið ánægjulegra fyrir undirritaðann að eiga þetta viðtal við Jóhann- es, sökum þess að hann er Svarf dælingur, en eigi meira um það. En þó skal því við bæta að Jóhannesi hefh’ verið falin fleiri störf en þetta eitt. Hann er kenn ari við Menntaskóla Akureyrar, formaður Stúdentafélags Akur- eyrar og ritstjóri Ársrits Rækt- unarfélágs Norðurlands. En hér skal hætta og hefja viðræður. Viltu segja mér, Jóhannes frá starfsemi og verkefnum Rann- sóknarstofu Norðurlands síðan hún tók til starfa? Já, eins og kunnugt er gekkst Ræktunarfélag Norðurlands fyr ir stofnun efnarannsóknarstofu á Akureyri. Var sú ákvörðun tekin á aðalfundi Ræktunarfé- lagsin's árið 1963. Tilgangur með stofnun þessarar efnarannsókn- arstofu er sá að taka til efna- greiningar sýnishorn af jarð- vegi og fóðri og nota þær niður stöður til hjálpar við áburðar- notkun og steinefnagjöf búfjár. Ég var ráðinn til starfa haustið 1964, og fór fyrsta árið að méstu í undirbúning undir framtíðar- starfið, svo sem í kaup á tækj- um og koma þeim fyrir, og þá einnig að skipuleggja efnarann sóknirnar. Efnagreiningar hóf- ust síðan haustið 1965, og var þá byrjað að vinna úr heysýnis hornum, sem safnað var sum- arið 1965. Að því loknu var byrj að á jarðvegssýnishornum, og stendur efnagreining þeirra yf- ir nú. Viltu skýra aðeins fyrir les- endum AM þessar efnagrein- ingar? Athugað er í jarðvegi inni- hald af nýtanlegum fosfór og kalí og út frá þeim niðurstöð- um gefnar ábendingar til bænda um hversu mikið þeh eiga að bera á af téðum efnum. Auk þessa er mælt sýrustig jarðvegs ins, þar sem nauðsynlegt er að fylgjast með hvort það er óheppilega lágt og einnig sv<? unnt sé í framtíðinni að fylgj* ast með hvernig sýrustig breyt- ist við þá ræktun og þá áburðar notkun sem tíðkuð er. í fóðri er athugað steinefnamagn, sér- staklega kalk og fosfór en einn- ig magnesíum, kalí og natríum og reynt er að gefa bændum upplýsingar með niðurstöðum efnagreininganna, hvort of eðaj van er í fóðrinu, eftir því sem þekking leyfir. Er hægl að segja frá einhverj um niðurstöðum nú þegar? Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja, að um stórar niðurstöður sé að ræða enn sem komið er. Þó má geta þess, að svo virðist sem kalímagn í heyi sé oft full- hátt og þá venjulega fylgir lágt magnesíummagn, en það getur haft alvarlegar afleiðingar ef kýr eru jóðraðar á slíku fóðri. Er ríkjandi áhugi hjá bænd- um fyrir þessum rannsóknum? Já, mér hefur virzt það a. m. k. hjá forustumönnum þeirra, að einlægur áhugi sé fyrir starfseminni, og að aðrir bændur, sem ég hefi náð til hafa sýnt áhuga. E. t. v. er áhuginn of mikill. Hvers vegna það? Bændur búast e. t. v. við of miklum árangri, að efnagrein- ing sé allsherjar lausn. En hún getur aðeins orðið sem aðsfoð við takmarkaða þætti landbún- aðarins þ. e. a. s. áburðarnotkun og steinefnagjöf a. m. k. fyrst um sinn Hafa sýnishorn borizt víða að til rannsóknar? Að Ræktunarfélaginu standa allar sýslur í Norðlendingafjórð ungi og það var reynt að taka heysýnishorn af öllu svæðinu. Töku þeirra framkvæmdi ég sjálfur. Aftur á móti sjá bún- aðarsamböndin í hverri sýslu um töku jarðvegssýnishoma og bárust á árinu 1965, sýnishorn úr öllum sýslum fjórðungsins, að undantekinni Vestur-Húna- vatnssýslu. Samtals bárust um 1750 jarðvegssýnishorn. Jóhannes Sigvaldason. Þú stundaðir nám í Dan- mörku. Stendur ekki danskur landbúnaður mun framar en sá íslenzki, hvað vísindi og tækni snertir? Ég vildi aðeins svara þessari spurningu út frá mínu starfi. - BJORINN (Framhald áf blaðsíðu 8.) tímum saman neytir áfengis „í hófi“, er geigvænlega afkasta- mikill í því að baka sjálfum sér heilsu- og fjárhagstjón. Á þá hlið málsins mætti franska frétt in minna okkur. Að öllu saman lögðu svara ég: Það kann að vera, að bjórmn sé skárri en brennivínið — betri er hálfur skaði en allur — eða hvort er betra að drepa sig á bráðdrep- andi eða seigdrepandi eitri? Þá vík ég að fyrri spurning- unni. Ég tel víst, að bjórinn komi fyrst og fremst til viðbót- ar sterku vínunum. Þótt hann komi að einhverju leyti í stað þeirra, kemur þar á móti, að hann verður í fleiri eða færri til fellum beinlínis til að auka neyzlu sterku vínanna. Allt mun þetta eiga sér stað, ef land ið er opnað fyrir bjórnum, því er auðvelt að spá, en hitt er erfiðara, að rökstyðja spá mína um heildarútkomuna. Ég vil að eins spyrja hvern og einn: Hvað um þá, sem þú þekkir persónu- lega og neyta víns — sumir í hófi og sumir í óhófi. Er lík- legt, að þeir hætti því allt í einu og láti sér nægja bjórinn, ef þeir eiga kost á honum? Kjartan Jónsson. Grundvöllurinn fyrir jarðvegs- efnagreiningu er miklu traust- ari hjá Dönum. Þeir búa þar að gömlum rannsóknum. Hér á landi er þetta allt í uppbygg- ingu. Auk þess njóta Danir þess, að þeir eru miklu fleiri og hafa þó mun minna land til þess að rannsaka, en við Is- lendingar. En hver er trú þín á framtíð landbúnaðar á íslandi? Það getur ekkj verið neinum vafa undirorpið, að landbúnað- ur á íslandi á sína framtíð svo lengi sem íslendingar eru til. Hitt er annað mál að landbún- aðarhættir breytast, meii’i tækni verður notuð, vísindaleg þekking kemur meira og meira í stað gamallar reynslu. Þú ert bjartsýnn á framtíðina, hvað starf þitt áhrærir? Ég hlýt að vera bjartsýnn. Það er gott að vinna fyrir norð- lenzka bændur og verkefnin virðast vera óþrjótandi. Lengra verður viðtal okkar Jóhannesar ekki. AM. þakkar honum fyrir skýr og ákveðin svör. Færir honum jafnframt heillaóskir sínar með starfið við Efnarannsóknarstofu Norður- lands og AM .væntir þess af bjartsýni og trú á íslenzkan landbúnað að norðlenzkar sveit ir, já, og þá Norðurland í heild, megi sem lengst njóta starfs- krafta Jóhannesar Sigvaldason- ar, liceniat, frá Hofsárkoti í Svarfaðardal. s. j. N MINNINC Hallgrímur Einarsson á Urðum Fæddur 6. júlí 1888 - Dáinn 15. janúar 1966 HÉR verður ei nein ævisaga sögð, aðeins þakkað hlýlegt bros og þétt handtak, er all umdeildur farkennari í Svarfað ardal hlaut eitt sinn að vegar- nesti frá Hallgrími á Urðum. Stundum getur eitt handtak og heiðríkja í augum og hlýtt bros, orðið auður þreyttum vegfar- anda. Víst man farkennarinn það enn, hve hlýtt og gott var að koma í Urði, eftir að geng- inn var Skíðadalur og Dælis- háls um Prettalág í leið að Urð- um, en erindi hans að þessu sinni var að komast í síma, og tilkynna bróður sínum búsett- um í Reykjavík lát föður þeirra. Það er gott að eiga ljúfar minn- ingar, og þá eigi sízt er hregg nístir og víst er munuð enn hlýjan er þá andaði frá Urða- heimili, bæði frá yngri og eldri hjónum, hlýju sem er geymd en ekki grafin. Ég sá Hallgrím aðeins nokkrum sinnum og því voru kynni lítil, en það er sagt að það sé næsta mannlegt að hnýta í náungann, og þeim mannlegheitum eru Svarfdæl- ingar, eflaust ei undanskyldir, en þó minnist ég eigi nokkurn- tíman hafi ég heyrt Hallgrími á Urðum hallmælt í mín eyru. En mér hefur ætíð fundist fram á þennan dag það gull gróm- minnst, er ég hefi fundið í sigg- grónum höndum íslenzkra al- þýðustétta, bóndans í dalnum, sjómannsins er berzt við brim skafla eða verkamannsins á eyrinni, og ég veit að Hallgrím- ur á Urðum var í hópi aðálsins í þeirri traustu fylkingu. Ég veit að saga Hallgríms og konu hans mun hafa verið sviplík baráttu- sögu minna eigin foreldra, bar- átta við áhyggjur kreppuára, þá er torsótt glíma var háð fyt'ir frumstæðustu mannréttindum. Árið 1915 kvæntist Hallgrim- ur eftirlifandi konu sinni Soffíu Jóhannesardóttur frá Hærings- stöðum, og bjuggu þau sín fyrstu búskaparár að Þorsteins- stöðum, en síðan lá leið þeirra í Klaufabrekkukot, en árið 194G fluttu þau hjón með syni sínum. og tengdardóttur að Urðum og þar lauk ævidegi Hallgríms þann 15. janúar sl. Þau Hallgrímur og Soffia eignuðust 3 börn, 1 son og 2 dætur, sem öll eru gift og bú- sett í Svarfaðardal. Ég bið þau og móður þeirra að fyrirgpfa lítil eftirmæli farkennarans, ei< naut innileika og hlýju á UrSar heimili á janúardægri 1950. Ég veit að þar fór drengur góður, þá er Hallgrímur á Urðum varð að lúta veldi „sláttumannsins“ mikla, og hér með þakka ég hon um fyrir gullið ósvikna, er hann og allt heimilisfólkið að Urðum lagði í lófa eins göngumóðs veg faranda í ársbyrjun 1950. Og hann vill þótt seint sé, láta ykk- ur vita að enn hefur eigj fallið’ á gullið það, og þá er leitað ei' á vit minninganna í stormkylju á þorradægri nú, þá finn ég að viðmótið er ég mætti þá, er mér, enn dýrmætt, og af heillri þökk; sendi ég Hallgrími á Urðum og ástvinum hans, síðbúna, en þó þakkláta kveðju. Ég vænti þess að hún verði numin, svo sem hjarta mitt þráir. | Sigurjón Jóhannsson, j

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.