Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 8
Ertu með eða móti neyzlu áfengs bjórs á Islandi? IÞ’ESSU blaði hafa orðið Þóroddur Jóhannsson framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar og Kjartan Jónsson skrifstofumaður og allir er lesa sjá að þeir eru alls ófeimnir að láta skoðanir sínar í ljósi. Eigi er vitað þá er þetta blað fer í prent- un hv'ort framhald verður á þessum umræðum í næsta hlaði. Má vera að við fylgjum þá öðru máli úr hlaði, er einnig ér hátt á baugi um þessar mundir. En gerið þið svo vel hér hafa Þóroddur og Kjartan orðið. Siðgæði fullorðna f ólksins í sambandi við áfengismálin er ekki á háu stigi segir ÞÓRODDUR JÓHANNSSON framkvæmdarstjóri sm ALÞÝÐUMAÐURINN XXXVI. árg. - Akureyri, fhnmtudaginn 17. febrúar 1966 - 6. tbl. íslendingum gefið hús Jóns forsefa EG ER algjörlega andvígur bruggun og sölu áfengs bjórs hér á landi, vegna þess, að ég tel, að slíkt myndi stuðla að enn meiri áfengisvandamálum en nú eru og skal ég koma með nokkur rök sem styðja þá skoð- un mína. f áfengislögum er kveðið svo á, að unglingum innan 21 árs aJdurs megj ekki veita eða selja áfengi og er víst gert ráð fyrir að meðferð áfenga bjórsins verði háð sömu skilyrðum. En hvernig hefir tekizt að halda þessa mikilverðu lagagrein? Það er staðreynd, að fjöldi fólks leggur sig svo lágt, leynt og Ijóst, að brjóta þessi lög og jafn vel á börnum. Hinir fullorðnu, fyrirmynd æskufólksins, bæði selja og útvega unglingum áfengi og í mörgum tilfellum er því haldið svo stíft að þeim, að erfitt reynist mörgum þeirra að standa á móti, þó vilji sé til þess í fyrstu. Þetta er einn mesti smánarblettur fullorðna fólks- ins gagnvart æskunni og afleið- ingarnar eru alltaf að koma fram í sorglegum myndum. Það er gefið mál að ekki mun bjórn um minna haldið að unglingun- 'Um og hann óspart gylltur fyrir þeim og látið í það skína, hvað hann sé góður og hressandi og raunar alveg óáfengur. Ungur bjórdýrkandi sem skrifaði um bjórinn fyrir stuttu, virtist ekki eiga nógu sterk orð til að lýsa ágæti hans, sagði t. d. að meðal sterkt öl (4%) væri bragðbezt og æskilegast til neyzlu innan- lands! Slíkar falskenningar munu glepja fyrir mörgum, enda eðlilegt að fleirj freistist KLERKAR í KLÍPU T EIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps hefur að undanfömu sýnt sjónleikinn „Klerkar í klípu“ og hefir Jóhann Ög- mundsson haft leikstjórn á 'hendi. Hér er um léttan gaman- leik að ræða, sem auðvelt er að hlæja að og skila leikendur vel blutverkum sínum undir ágætri stjórn Jóhanns Ögmundssonar. til að fá sér sopa af vægum drykk en sterkum. Grunur minn er hins vegar sá að bjór- inn muni ekki nægja nema í Þóroddur Jóhannsson. bili, heldur verði hann undan- fari drykkjuskapar í stærri stil. Miklar líkur eru til þess, að þeir menn sem neyta áfengis með stuttu millibili, muni með aðstoð bjórsins halda sér undir áfengisáhrifum í vaxandi mæli og margir þeirra verða dag- drykkjumenn og tæplega getur' sú þróun talizt æskileg. Þetta viðurkenna fjöldi vínneyzlu- manna, sem hafa þó ennþá sæmi lega dómgreind og nokkra ábyrgðartilfinningu. Bjórdýrkenndur halda því mjög fram, að í þeim löndum, sem bruggun og sala áfengs bjórs er leyfð, sé meiri „drykkju menning11 og minni áfengis- vandamál en í öðrum löndum. Ég get nú ekki fallist á það, að nokkur menning sé í því að vera undir áfengisáhrifum. Um það atriði, að áfengisvandræði séu ekki til þar sem bjór er drukk- inn, mun í flestum tilfellum vera um óskhyggju að ræða fremur en staðreynd. A. m. k. segja nýjar fréttir frá Frakk- landi, þar sem bjórinn er þamb- aður, að landsmenn búi við stór kostleg áfengisvandamál, t. d. er ófdrykkja átakanleg, þar sem um 20 þúsund manns deyja ár- lega af hennar völdum. Það fylgdi fréttinni frá Frakklandi að bjórdrykkja hefði mjög færst í aukana á síðari árum. Þess er : ekki að vænta, að bjórdrykkja muni minnka áfengisvandamál- in hér á landi frekar en hjá Frökkum. Margir menn hamra sífellt á því, að eftir því sem meira frjálsræði ríki í meðferð áfeng- is, því minni vandræði hafi það í för með sér. Því var t. d. hald- ið fram, þegar tvö samkomuhús bæjarins fengu vínveitingaleyfi fyrir skömmu síðan, að nú myndu skapast betri drykkju- siðir í bænum, þegar hægt væri að fá keypta smáskammta af áfengi í einu, í staðinn fyrir mikið magn í áfengisútsölunni. Reynslan hefir sýnt að fæstir láta sér nægja „einn einfafald- an“ eins og sagt er á fínu máli. Það er ekki að sjá að smá- skammtasala vínveitingahús- anna hafi bætt ástandið, heldur mun það hafa versnað. Og nú hrópa menn sig hása á bjórinn til bjargar og sleikja útum um leið. Hvað kemur næst? E. t. v. verður heimtað að láta ofurlítið , magn af áfengi í gosdrykkina eða jafnvel mjólkina. Frjálsræði er nauðsynlegt og til bóta á mörgum sviðum, en hægt er að misnota það og þá nær það ekki tilgangi sínum. Reynslan hefir sýnt okkur áþreifanlega, að siðgæði full- orðna fólksins í sambandi við áfengismálin er ekki á því stigi að hyggilegt sé að veita því aukið frjálsræði á þeim sviðum. EG ER á móti allri áfengis- neyzlu í venjulegri merk- ingu þess orðs, þar er með talin bjórdrykkja á íslandi. Ekki eru allir með mér í þesu, en hinu held ég að fáir andmæli, að á íslandi sé of mik ið drukkið og of illa. Þá vaknar spurningin: Hvort má sín meira, að bjórinn komi í stað sterku vínanna, eða að hann komi til viðbótar þeim? Og í öðru lagi: Fari nú svo, að bjórinn komi í stað sterku vínanna, erum við þá nokkru bættari? Ég vil fyrst víkja að seinni spurningunni. Ég þekkj ekki drykkjusiði annarra þjóða nema af afspurn. Til dæmis hef ég heyrt, að í París sjáist aldrei drukkinn maður á almanna færi. Þetta kann að benda til þess, að franska þjóðin sé á ein- hvern hátt betur úr garði gerð en sú íslenzka til þess að mæta hættum áfengisneyzlunnar. Skyldu þeir eiga meira af þess- MAÐUR að nafni Carl Sæ- mundsen stórkaupmaður í Kaupmannahöfn hefir gefið ís- Ienzku þjóðinni hús sitt Öster- voldgade 12 í Kaupmannahöfn, en í því húsi átti Jón Sigurðs- son forseti heima um langt skeið, og var þar um langt skeið Sauðárkróki 14. febr. J. K. M ÞESSAR mundir stendur yfir borun eftir heitu vatni að þessu sinni í landi bæjarins, en áður hafa boranir einungis verið gerðar í landi Sjávarborg- ar og landeigendur þar fengið umráðarétt yfir 40% af því vatni, sem þar hefur komið upp, um margnefndu „karakter“? En hvað sem því líður, þá var nýlega sagt í fréttum, að árlega létust í Frakklandi 20000 menn úr ofdrykkju. Nógu augljós er niðurlægingin og slysahættan af ofsafengnu fylliríi. Hitt er ekki eins áberandi, að sá sem lang- (Framhald á blaðsíðu 5.) Kjartan Jónsson. samkomustaður íslendinga í Höfn. Stórkaupmaðurinn sagði frá þessari höfðinglegu gjöf á áttræðisafmæli sínu nýverið. Alþingi hefir þakkað þessa rausnarlegu gjöf fyrir hönd þjóð arinnar. auk ýmissa annarra fríðinda. Byrjað var á holu þeirri, sem nú er unnið við á sl. sumri, en hætt við þá vegna aðkallandi verkefna annarrsstáðar. Nú er komið á rúmlega 400 m. dýpi og upp koma ca. 17 sekúndulítr- ar af heitu vatni. Verður borun- inni haldið áfram enn um sinn í von um ehn betri árangur. Verkið er unnið k vegum Jarð- borunardeildar Raforkumála- skrifstofunnar. í óveðrinu um daginn varð símalínan á Skaga mjög illa úti, og brotnuðu margir staurar. Hefur vinnuflokkur héðan unn- ið að bráðabirgðaviðgerð að und anförnu og mun henni Ijúka nú í vikunni. Tilraun til rækjuveiða og leit að rækjumiðum fer nú fram á Skagafirði. Er árangur hverf- andi lítill þó aðeins hafj orðið vart við rækju en ekki mun full reynt hvort þetta ber einhvern verulegan árangur. Við þessa tilraun er einn bátur og á hon- um tveir menn, þeir Friðrik Jónsson og Steingrímur Garð- arsson. Skemmtanalíf er í fullum gangi og eru árshátíðar hinná ýmsu félaga sem óðast að ganga yfir. i F.U.J.-FÉLAGAR I |MUNIÐ aðalfund félagsins& Sn. k. laugardag 19. febrúarf Skl. 1 e. h. f f Stjómin. ¥ Kemur bjórinn 1 stað sterku vínanna, eða til viðbótar beim? segir KJARTAN JÓNSSON skrifstofumaður ....... Leitað að heitu vatni á Sauðárkróki

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.