Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 03.03.1966, Blaðsíða 5
VIÐ ERUM ALLTAF REIÐUBÍINIR ÞEG AR LEITAR ER ÞÖRF AM ræðir við GÍSLA KR. LORENZSON, fonnann Flugbjörgunarsveitar Akureyrar OT MÁNUDAGSKVÖLD litum við inn í bækistöðvar Flugbjörg- unarsveitar Akureyrar við Laufásgötu. Þar voru nokkrir vaskir menn úr sveitinni við vinnu m. a. formaðurinn Gísli Kr. Lorenzson, og gaf hann sér tóm til að rabba við fréttamann um starfsemi sveitarimiar. Annars getur þetta verið svo- lítið breytilegt, t. d. ef vinnu- dagur er, þá þarf að fá leyfi vinnuveitandans til að hverfa úr vinnu. En eins og þú veizt, er þetta allt sjálfboðavinna, en Gísli vísar okkur inn í vist- legt herbergi, þar sem stór landabréf hylja veggi, þar er hlýtt og notalegt, falleg ljós í loftinu og okkur Níelsi Hans- syni finnst þar gott að koma. Hvenær var Flugbjörgunar- sveit Akureyrar stofnuð, Gísli? Það var upp úr Geysisslys- inu á Bárðarbungu sumarið 1951 og aðalforgöngumaðurinn að stofnuninni var Þorsteinn Þorsteinsson. Hvað er sveitin fjölmenn? Hún mun telja um 100 manns og þar af eru um 30 menn, sem eru í stöðugri þjálfun og við komum venjulega saman hvert mánudagskvöld. En hvað um bifreiðaeign og önnur tæki? Við eigum eina sjúkrabifreið af Dodge Weapone tegund og einnig fjallabíl af sömu gerð. Já, og svo eigum við snjóbílinn er þeir voru að gera við hérna frammi og yfirbyggðan sleða aft an í hann er rúmar 9 manns. Af öðrum tækjum má nefna tal stöðvar, það eru talstöðvar bæði í fjallabílnum og snjóbílnum, og svo höfum við nýlega eignast svokallaða burðarstöð. Það er hægt að hafa þær á bakinu og hægt er að heyra í henni á bylgjulengdinni 27,90 og einnig á neyðarbylgjunni 21,82, einnig eigum við tvær svokallaðar „labb rabb“ talstöðvar er okk- ur voru gefnar. Af öðrum tækj- um má nefna snjóþrúgur, mann brodda, ísaxir, skóflur, teppi, tjöld o. fl. Svo erurn við núna að reyna að fá talstöðvar, sem eingöngu eru fyrir flugvéla- bylgju, og með því ætlum við að brúa bilið á milli leitarflokka og flugvéla,; það eru oft svo slæm ’ hlustunarskilyrði á bíla- bylgjunni, en aftur á móti, að ef um mikla leit er að ræða, eru strax flugvélar á lofti, og þá er hægt að hafa samband við næstu flugvél og þá gæti hún borið skilaboðin á milli til næstu flugstöðvar Okkur var ljós nauðsyn á slíkum talstöðvum, þá er við leituðum Flugsýnar- vélarinnar nú í janúar. Þá heyrði Akureyrarradíó ekki í okkur inn við Þorsteinsstaða- skála, en þá aftur á móti kom inn á bíll B-6 í Reykjavík og „R. A. RIK“ á Blönduósi, en ef við hefðum haft talstöð á flug- vélabylgju, hefðum við getað haft samband við næstu flug- vél. Þetta myndi spara leitar- flokkum mikið erfiði og tíma, en þetta eru alldýrar stöðvar, kosta um 17—18000.00 kr. og burðarstöðin er ég sagði frá áð- an kostaði 20000.00 kr. Gísli sýnir okkur stöðina, sem er all-létt í meðförum, eftir stærðinni að dæma. En hvað með fjárhaginn, Gísli? Gísli brosir. Við köllum nú oft sveitina betlifélagið svona okkar á milli. Við fengum á síð asta ári 50000.00 kr. styrk frá ríkinu, og 40000.00 frá Akur- eyrarbæ. Já, svo eru það fjöl- margir einstaklingar og félög er hafa stutt okkur með ráðum og dáð, sem ég vildi þakka inni- lega fyrir. T. d. vil ég geta þess, að núna eftir öskudaginn komu tveir flokkar barna með pen- inga er þau höfðu safnað. Marg- ir hafa gefið stórgjafir t. d. ein- angrunarplastið, sem við erum nú að einangra húsakynnin með. Svo má líka benda á loftljósin hérna í loftinu og svona mætti lengi telja. Sveitin á þessi húsakynni? Já, og við erum búnir að borga þau, Það var Kristján Kristjánsson er átti húsið. Við leigðum fyrst húsið en festum síðan kaup á því og við erum og ætlum að; gera margvíslegar endurbætur á því. Annars vil ég vera svo hreinskilinn að játa það, að fjárhagur okkar er í rusli eins ög sakir standa, en þó erum við bjartsýnir á fram- tíðina. Segðu mér Gísli, hvað tæki það langan tíma að kalla út sveitina? Sveitinni er skipt í 3 flokka, og fyrir hverjum flokki er flokksstjóri, en svo eru aftur 8 leitarstjórar yfir, aðalleitar- stjóri er Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri. Nú ef tilmæli kæmi um leit til mín, þá hefði ég fyrst samband við leitarstjórana og þá er ræst er út í leit er fyrst hringt í flokksforingjana, og þeir sjá um að boðum sé komið til sinna manna. Það gæti liðið svona 20—30 mínútur frá því að ég fékk beiðni um leit, að þeir fyrstu væru komnir hingað. Gísli Kr. Lorenzson. skylt er að geta þess að sumir vinnuveitendur hafa borgað fullt kaup yfir þann tíma er leitin stóð og er það virðingar- og þakkarvert. Koma leitarmenn með nesti heimanað frá sér? Þeir hafa nesti með sér til eins sólarhrings, en ef um langa leit er að ræða, er hringt í verzl anir til öflunar á matvælum, og við höfum ætíð mætt velvild hvort sem við höfum hringt í eigendur verzlana á nótt eða degi, þeir hafa ætíð verið boðn- ir og búnir til að veita þá að- stoð er beðið var um. Þið liafið lent í all-umfangs- ] miklum leitum? Já, víst er það, enn eru öllum í fersku minni hin hryggilegu flugslys á Öxnadalsheiði og Vaðlaheiði. í haust sóttum við flugmenn inn á Fjórðungsöldu er nauðlentu þar, og núna í janúar fórum við inn í Herðu- breiðarlindir, þá er leitin að Flugsýnarvélinni stóð yfir. Það er góður félagsandi inn- an Flugbjörgunarsveitarinnar? Já, það segi ég ohikáð, en ef á að tilgreina nokkur nöfn, þá hlýtur maður að færa Baldri Svanlaugssyni og Svanlaugi Ólafssyni þakkir fyrir ómetan- legt starf í þágu sveitarinnar, varðandi uppbyggingu á bílum okkar, að öllum öðrum ólöst- uðum. Þegar hér er komið sögu rek ur einmitt Svanlaugur höfuð inn fyrir dyrastaf og ég má til með að heilsa honum, lukum báðir prófi frá „Gaggó“ fyrir 20 árum. Ég hæli honum fyrir ung legheit, en hann endurgeldur þau hræsnisyrði með því að tala um ellibrag á mér, en þó er það nokkur léttir að finna Svanlaug hinn sama og fyrir tuttugu ár- um, aðeins örlítið feitari, Við köstum á milli okkar nokkrum skens og glettnisyrðum en svo hverfur hann úr gættinni, og mér gefst tóm til að spyrja Gísla hverjir skipi stjórn sveit- arinnar með honum. Varaformaður er Sverrir Ragnarsson, ritari Gunnar Helgason, gjaldkeri Richard Þór ólfsson og meðstjórnandi Dúi Björnsson. Varastjórn skipa Leifur Tómasson, Halldór Ólafs son og Pétur Torfason. Svo í lokin Gísli, liver viltu hafa einkunnarorð á þessu spjalli okkar? Gísli svarar hiklaust. Flug- björgunarsveitin er alltaf reiðu búin er leitar er þörf. Ég finn það í svari Gísla, að enn eru til íslendingar er treysta sér að klífa Kjöl og leggja leið um Kaldadal, ef kallað er á hjálp. Við göngum út úr hlýja her- berginu til hinna sem eru að vinna og Níels tekur mynd af félögunum og þá er ég kveð Gísla formann Flugbjörgunar- sveitar Akureyrar, er ég þekkti fyrst sem lítinn léttadreng í sveit að Hjaltastöðum í Skíða- dal, flýgur sú löngun í brjóst mér, að AM gæti e. t. v. með þessu litla viðtali stuðlað að því að Flugbjörgunarsveitin, sem ég veit að myndi leggja út í glóru- lausan stórhríðarbýl, ef að ég eða þú kallaðir, nyti í enn rík- ari mæli, skilnings og stuðn- ings, ef svo reynist þá tel ég för okkar Níelsar niður í Laufás götu mjög jákvæða. s. j. - MÓTMÆLI (Framhald af blaðsíðu 8). 1966, skorar á yfirstjórn skóla- mála að stofna til embættis námsstjóra bindindisfræðslu, er hafi með höndum yfirstjóm á fræðslu um áfengi og tóbak og skaðsemi þess. Þannig samþykkt einróma af fulltrúum eftirtalinna félaga og sambanda. Áfengisvarnaráð Áfengisvarnanefnd kvenna Alþýðusambandi fslands Bindindisfélag íslenzkra kenn ara Bandalag íslenzkra skáta Hjálpræðisherinn á fslandi Hvítabandið fþróttasamband fslands Kvenfélagssamband fslands Kvenréttindafélag fslands Náttúrulækningafélag fslands Samband bindindisfélaga í skólum Samband íslenzkra barna kennara Vernd Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga. STAKAN okkar HÉR kemur enn ein Bjama Ben. vísa, en svo kveður Raungóð kona: Á hið góða æ mig ven, ekkert slæmt skal vona. Drottinn taktu Bjarna Ben., þess biður raungóð kona. Þessi vísa er eftir okkar vin sæla H. G. Þegar fjörsins fálm er búið fellur allt í gamla sporið. Sveittum rössum saman snúið, síðan lesið faðirvorið. Þetta er gömul vísa eftir Jóhann G. Sigurðsson á Dal- vík, en tilefni hennar er kvæði um 9. nóvemberslaginn, eftir Jóhannes úr Kötlum. Undir kötlunum kyndir kölski af jötunmóð. En Jóhannes skáldið skarar og skerpir að vítisglóð. Hér kveður Benedikt frá Hofteigi: Margur hló og liafði ró hvar sem bjó og fór hann, átti þó sinn auðnuskó aldrei nógu stórann. Snillingurinn Egill Jónasson á Húsavík orkti eftirfarandi vísu á nýliðnum Þorra: Sólarbrosin byrgja ský blundar frosin vökin. ; Kuldarosinn nú á ný neitar að losa tökin. Þá er hart er í mannheimi* er gott að eiga griðastað ann- arsstaðar. Svo kvað Theódóra Thoroddsen: Þegar lánsins þoma mið og þrjóta vinartryggðir, á ég veröld utan við allar mannabyggðir. i ' Við fengum þessa vísu nafn lausa, en á stóð aðeins til Sig- urjóns við AM., en undir stóð þetta: „Þú þorir ekki að birta þetta, helvítið." En þótt ávarp ið sé nú ekki beint fallegt og vísan leir hjá skammarvísum Hjálmars frá Bólu, vill þó AM. verða við bón bréfritara og Ijúka vísnaþætti í dag með þessum andlegheitum. Ef ég réði ráðum hér, '• ], ég riffil stóran hlæði, og sendi kúlu í kvið á þér, þá kjafturinn aftur stæði. Sigurjón hjá AM. vonar. náttúrlega að höfundurinn verði ekki hæstráðandi til sjós og lands. AM. vonast eftir snjöllum vísum, lesendur góð- ir. — Verið þið sæl að sinni, T#############################lí

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.