Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Page 1

Alþýðumaðurinn - 10.03.1966, Page 1
Opið öll kvöld til kl. 20.00 VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- I Fyrir hópa og ir endurgjaldslaust | einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940 ASKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 Hannibal Valdemarsson. Jón Baldvinsson. Stefán Jóliann Stefánsson. XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 10. marz 1966 — 9. tl Al|)vAiiilokkiirinii íimmtíu ára TJÉR hefur Steindór Steindórsson frá Hlöðum orðið og rekur hann hér í stórum dráttum sögu Alþýðuflokksins í hálfa öld. Eigi þarf að kynna Steindór Steindórsson fyrir lesendum Alþýðu- mannsins, né hinn snjalla penna hans, því gefum við Steindóri, án frekari formála, orðið. Vér íslendingar státum oft af því að eiga elzta þing heimsins, en samt er þjóðfélag vort svo ungt, að elzti stjórnmálaflokk- ur landsins er ekki nema 50 ára gamall, og enn eru í fullu fjöri menn, sem gengu honum á hönd á fyrstu starfsárum hans. Og nú hinn 12. marz fagnar flokk- urinn hálfrar aldar starfi. Hér verður ekki unnt að rekja langa sögu en einungis stiklað á nokkrum stærstu stein unum, staldrað við hjá helztu merkjavörðunum í sögu flokks- ins. Vér skulum því fyrst skyggnast um hversu háttað var árið 1916 þegar flokkurinn var stofnaður, og íslenzk verk- lýðsbarátta hófst undir merki hans. Heimsstyrjöld geisaði í fullum algleymingi, og á fyrstu árum flokksins féllu gömul og gróin stórveldi í rústir, og ný ríki risu á legg. En það voru ekki einungis hin gömlu erfða- ríki, með keisurum og kóngum, sem hnigu að velli, gamlar lífs- skoðanir og viðhorf ýmist guf- uðu brott eða riðuðu til falls. En á rústum hins gamla var nýr heimur að skapast. Á fyrstu 15 árum aldarinnar voru straumhvörf að gerast í íslenzku þjóðlífi. Togarar og vél bátar umsköpuðu sjávarútveg- inn, en um leið tóku að gerast átök milli launþega og atvinnu- rekenda. Hið aldagamla ís- lenzka landbúnaðarþjóðfélag var að stíga fyrstu sporin í átt- ina til vélvædds úegarðar- og iðnaðarþjóðfélags, þótt síðar- nefndi atvinnuvegurinn ætti enn langt í land. íslenzk stjórn- mál snerust enn um deiluna við Dani, og stjórnmálaflokkana greindi ekki verulega á um inn- lend viðfengsefni. Og sá um- fangsmikli málaflokkur, sem vér nefnum einu nafni félags- mál, var naumast til á dagskrá íslenzkra stjórnmála. Á því sviði vorum vér harla skammt Haraldur Guðmundsson. Emil Jónsson. komnir frá miðaldasjónarmið- um. En ekki gat hjá því farið, að hingað bærust öldur frá umróti utan úr heimi. Verkalýðshreyf- ingin hafði borizt hingað um aldamótin, -en var lítils megnug og skipulagslaus, einungis fáein fámenn og lítiísmegandi félög á nokkrum stöðum á landinu. Það var því ekki vonum fyrr, að féiögin í Hafnarfirði og Reykja vík bindust samtökum um hags munamál sín. Þau samtök voru Alþýðusambandið og um leið Alþýðuflokkurinn, sem stofnað- ur var 12. marz 1916, Ef vér litumst um, hvernig þá var háttað í félagsmálum og rétt indum launþega í landinu verða megindrættir myndarinnar þess ir: Verkamenn og láglauna- menn voru réttlausir að kalla. Kosningarréttur mjög takmark- aður, samningsréttur verkalýðs félaga ekki til, enda gegn hon- um barizt lengi af atvinnurek- endum. Fátækralöggjöf með miðaldasniði. Engar tryggingar í nokkru formi, nema óendan- lega lítill ellistyrkur, engin lög um öryggi á vinnustöðum, hvorki á sjó né landi. Engin vinnulöggjöf. Atvinnutæki öll í höndum einstaklinga, sumra út- lendra. Atvinnuöryggi ekkert. Svo mátti kalla, að það væri skoðuð náðargjöf, ef atvinnu- rekandi réði menn í vinnu, og vitanlega skammtaði hann þeim kaupið eftir sínum geðþótta. Og síðast en ekki sízt, hverju sinni, sem verkamenn bundust sam- tökum, voru þau beitt hvers- konar bolabrögðum, og forystu mennirnir ofsóttir af valdi at- vinnurekenda. Þótt vér þá um langan aldur hefðum haft náin samskipti við Dani og orðið fyrir margvísleg- um áhrifum þaðan, gegnir það nokkurri furðu, hversu lítil áhrif verkalýðshreyfingin danska hafði hér á landi, og hve lítil kynni íslendingar á þeim árum höfðu fengið af stefnu lýð ræðisjafnaðarmanna þar í landi, sem var þó orðin þróttmikil hreyfing í dönskum stjórnmál- um. Það var ógæfa íslenzkri þjóð, hversu fákunnandi forystu menn fyrstu verkalýðssamtak- anna voru um hreyfinguna er- lendis, og hversu seint þessi hreyfing hófst á legg, og að fyrstu skipulögðu samtökin (Framhald á blaðsíðu 13.) «11111111111IIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMllllHk | ÍSLENZKI ALÞÝÐU-I | FLOKKURINN j í 50 ÁRA | I" ' TILEFNI af 50 ára afmæli I Alþýðuflokksins þann 12. 1 f marz n. k., er AM 16 síður í \ I dag og er meginefni blaðsins i i helgað þessum merka at- i i burði í sögu flokksins. Hér \ i taka bæði ungir og aldnir til i i máls úr röðum norðlenzkra \ i jafnaðarmanna, og væntir i = blaðið þess, að lesenduni i i þyki í nokkur fengur að i i finna að AM hefur nægan i i vilja til átaka, þótt aðeins \ i eitt flokksfélag standi að út- i i gáfu þess. AM sendir heilla- i i óskir og baráttukveðjur til i \ allra íslenzkra jafnaðar- i i manna og hvetur þá til öfl- i i ugrar sóknar fyrir auknu og i i vaxandi gengi jafnaðarstefn- \ \ unnar í landinu. i Alþýðuflokkurinn hefir \ i staðið af sér marga illvíga i ; sviptib.vlji á hálfrar aldar i i leið, er tafið hefur vöxt hans i i og viðgang. AM á enga ósk \ \ betri Alþýðuflokknum og i i jafnaðarstefnunni til lianda, i i en þá, að allir lýðræðissósía- \ i Iistar sameinist undir. merkj- i i um hans og geri með því hug \ i sjón jafnaðarsíefnunnar að i i sterku og ráðandi afli í þjóð i i félaginu, leið fólksins til enn i i réttlátara þjóðfélags, leið i i fólksins frá arðráni auðvalds i i og áþján kommúnisma. KVEÐJA | frá formanni Alþýðuflokksins, Emil Jóns- syni, til Alþýðumannsins á 50 ára afmæli Alþýðuflokksins Í 50 ÁRA afmæli Alþýðuflokksins vildi ég mega senda rit- **■ stjóra Alþýðumannsins og öðrum aðstandendum blaðs- ins, fyrr og síðar, hugheilar þakkið fyrir þann stunðning, sem blaðið hefir veitt málefnum Alþýðuflokksins. Blöð eru öllum stjómmálaflokkum nauðsynleg til þess að kynna stefnumál sín og til þess að halda uppi svörxun fyrir flokk- inn þegar á hann er hallað. Utan Reykjavíkur hefir blaða- kostur Alþýðuflokksins ekki verið mkill, en þar er Alþýðu- maðurinn í fremstu röð. Hann hefir nú um langt árabil liald- ið merki flokksins hátt á lofti, komið út reglulega, rætt mál- in af hófsemi, skynsemi og festu, og verið flokknum ómetan- legur styrkur. Fjárhagur Alþýðuflokksins hefir jafnan verið þröngur og þess vegna hefur hann ekki getað styrkt blaðið fjárhagslega. Þeim mun þakkarverðara er hið fórnfúsa og óeigingjama starf, sem aðstandendur blaðsins hafa lagt af mörkum, án þess, oftast, að taka greiðslu fyrir. Ég endur- tek þakklæti mitt og óska blaðinu gæfu og gengis í framtíð- inni. Fyrir hönd Alþýðuflokksins. EMIL JÓNSSON. Alþýðuflokkurinn á Akureyri, sjá opnu Viðtal við Karolínu Guðmundsd., sjá bls. 4

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.